Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 35
Minningar 35 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 erfið og snörp veikindi Magneu hef- ur hún nú fengið líkn og hvíld. Við þessi tímamót setur að fjölskyldu hennar, ættingjum hennar og vin- um sorgina og söknuðinn við fráfall hennar. Hugur okkar allra er hjá eftirlifandi maka, bróður og frænda, honum Gumma Sveins; börnum þeirra hjóna, Önnu, Sigga Sveini og Tómasi, mökum þeirra og börnum. Innan seilingar er aðventan, tími nándar, kærleika og ljóssins sem lýsir upp hugarfylgsni okkar allra í skammdeginu mesta sem nú umlyk- ur okkur. Þetta er árstíminn þegar við hugsum hvað mest um vini og ættingja; hvert til annars, með kveðju og umhyggju fyrir velferð allra; með þakklæti fyrir liðnar stundir, fyrir ljúfar minningar og heit um nýjar slíkar. Við þessar aðstæður minnumst við sérstaklega allra góðra sam- verustunda og samfylgdar með Magneu sem við erum öll þakklát fyrir og munum geyma um ókomna tíð. Í huga okkar minnumst við um- hyggjusamrar konu, einkar ljúfs viðmóts hennar og einlægs vilja um velferð allra sem hún hafði sam- skipti við. Þær minningar ylja okk- ur sem og hennar nánustu; þær lýsa og vísa veginn sem sefar sorgina! Fyrir þær þökkum við af alhug og kveðjum nú Möggu, afar ljúfa og einstaka samferðakonu. Við biðjum algóðan Guð að vernda og styrkja Guðmund, bróður og frænda, og alla hans fjölskyldu í sorg þeirra. Blessuð sé minning Magneu Thomsen. F.h. fjölskyldnanna Skálholti 11, Ólafsvík, Sveinn Þór Elinbergsson. Það var mikill hátíðardagur 10. janúar 1962 hjá fjölskyldunni að Hafnarhvoli í Ólafsvík, en þann dag varð húsbóndinn Sveinn Einarsson 70 ára, yngsta barnið Guðmundur Jón kvæntist þá unnustu sinni Magneu Thomsen og fyrsta barn ungu hjónanna, Sigurður Sveinn, var skírt. Við höfðum hlakkað til þess að hitta stórfjölskylduna þenn- an vetrardag, en það var býsna harðsótt að komast úr Reykjavík því áin hafði hlaupið yfir veginn hjá Kálfárvöllum í Staðarsveit, vegur- inn ófær og varð að ganga á milli bíla til að komast til Ólafsvíkur. Við þekktum ekki þá mikið til hinnar ungu brúðar en hún var ein- staklega lagleg og með framandi lit- arhátt enda að hálfu færeysk og að hálfu íslensk. Frá þessum tíma hefur hún verið ein af stórfjölskyldunni og við nán- ari kynni kom í ljós að þetta var mjög lífsreynd ung kona, sem hafði glímt við sársaukafull veikindi frá barnæsku og dvalið langtímum saman á sjúkrastofnunum. Einnig búið í Færeyjum og á Íslandi á ýms- um fremur afskekktum stöðum eins og Hjörsey á Mýrum þar sem faðir hennar hafði verið vitavörður. En hún var harðger og hugrökk og bar ekki sína erfiðleika á torg. Ungu hjónin hófu búskap í Ólafs- vík, stofnuðu myndarlegt heimili og reistu sér þar síðar glæsilegt ein- býlishús. Guðmundur stundaði sjó- mennsku og síðar útgerð af miklu kappi og aflaði drjúgra tekna, en Magnea sá um heimilishaldið, fæddi af sér fjögur börn og annaðist upp- eldi þeirra af mikilli natni og um- hyggju eins og tíðkaðist hjá sjó- mannskonum. En lífið fer ekki alltaf mildum höndum um fjölskyldur. Ungu hjónin urðu fyrir þeirri miklu sorg að missa þriðja barn sitt, sjö mán- aða dóttur, af slysförum. Þá reyndi á þrek þeirra hjóna og var aðdáun- arvert hvernig þau stóðu það áfall af sér þótt aldrei hafi gróið að fullu þau sár er þá mynduðust. Heimili þeirra hjóna stóð opið fyrir vini og vandamenn og var okk- ur og börnum okkar ávallt fagnað af innileika og Magnea reiddi fram glæsilegar veitingar og lét sem minnst bera á fötlun sinni við þá þjónustu. Er fram liðu stundir eignuðust þau hjónin íbúð á Spáni þar sem þau nutu sólar og hlýinda sem var mikilvægt fyrir Magneu, einnig eignuðust þau glæsilegt heimili fyr- ir fáum árum í Lundi 1 í Kópavogi. Ætlunin var því að njóta saman efri áranna eftir erfitt og stritsamt lífs- hlaup. En þá dundu enn yfir áföll, taka varð annan fótinn af Magneu vegna fyrri fötlunar og stuttu síðar greindist hún með alvarlega mei- semd sem leiddi til andláts hennar. Við fylgdumst með því af aðdáun hvernig Magnea tókst á við erfið- leika sína af reisn og hugrekki og lét ávallt bjartsýnina ríkja í sinni framtíðarsýn. Að leiðarlokum þökkum við Möggu hlýhug hennar og tryggð allt frá upphafi okkar kynna – og dýpsta samúð er vottuð eiginmanni hennar, börnum og öðrum ættingj- um. Blessuð sé minning Magneu Thomsen. Sæunn og Ásgeir. Við kveðjum Möggu með söknuði og þakklæti fyrir vináttu hennar og ekki síst þökkum við henni fyrir umhyggju og hlýhug í garð foreldra okkar en þeim var Magga mjög góð og mikill vinskapur ríkti þar á milli. Magga var falleg kona, dökk yfirlit- um og hlý í viðmóti og hana var mjög gott heim að sækja þar sem okkur var ávallt vel fagnað. Magga var mikil heimilismanneskja og meistarakokkur og fengum við margar veislumáltíðir hjá henni og Gumma. Magga var líka hannyrða- kona hvort heldur var að prjóna eða sauma og föndraði líka heilmikið og fengum við að njóta þess. Við kynntumst Möggu fyrst þeg- ar hún var ung stúlka og kom á heimili afa okkar og ömmu á Hafn- arhvol í Ólafsvík. Þegar hún og Gummi, yngsti móðurbróðir okkar, giftust og stofnuðu heimili pössuð- um við systur börnin þeirra og vor- um þar heimagangar. Magga var ættuð frá Færeyjum og var stolt af þeim uppruna sínum og talaði oft um hann. Aldrei var hægt að finna að Magga væri bitur þrátt fyrir veikindi og að hafa upp- lifað þá miklu sorg að missa barn, en þau Gummi misstu dóttur sína Þórheiði á fyrsta ári. Í sumar sem leið fóru Magga og Gummi til Dan- merkur til að sjá yngsta barnabarn sitt og vera við skírn þess og veitti það henni ómælda gleði að geta far- ið í þessa ferð. Þá minnumst við ánægjulegra samverustunda með fjölskyldunni á sjötugsafmæli Gumma nú í október síðastliðnum. Elsku Gummi, Siggi, Anna, Tóm- as og fjölskyldur, við vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að vera með ykkur. Er sárasta sorg okkur mætir og söknuður huga vorn grætir þá líður sem leiftur úr skýjum ljósgeisli af minningum hlýjum. (H.J.H.) Sigríður, Sjöfn, Guðrún, Þórheiður og fjölskyldur. Það var hlýtt og traust faðmlagið sem ég var umvafin þegar hún hvísl- aði í eyra mér „þú veist að mér þyk- ir svo vænt um þig“. Þetta var í síð- asta sinn sem ég hitti hana Möggu móðursystur mína og segir í raun allt sem segja þarf um konuna þá. Umlykjandi hlýja hennar í minn garð var einstök og fylgdi mér alla tíð, jafnt í æsku minni sem á fullorð- insárum. Reyndar á það við um þau bæði hjónin, Möggu og Gumma. Það voru mér forrréttindi að alast upp í litlu samfélagi sjávar og sveita. Það voru líka forrréttindi að alast upp við mikla nánd náinna ættingja. Í æsku minni þótti ekkert sjálfsagðara en að ganga inn og út af heimilum móðursystkina í Ólafs- vík í tíma og ótíma, enda oft ruglast á okkur frændsystkinunum og sum- ir ekki alveg vissir um hver væri hvers. Enda skipti það ekki öllu máli. Ég fór í mat hjá Möggu og Gumma, gisti, ferðaðist með þeim og Gummi verslaði meira að segja á mig föt í siglingum, rétt eins og um eigið barn væri að ræða. Þannig var lífið í þá daga fyrir barn í þessu um- hverfi um leið og grunnur var lagð- ur að tengslum sem gátu líka verið svolítið ruglingsleg, Magga móður- systir svolítið eins og frænka, pínu- lítið eins og mamma, systir eða vin- kona enda skipti það ekki öllu máli. Á unglingsárum var ég svo hepp- in að fá að búa hjá Möggu og Gumma um tíma meðan ég var á vertíð í Ólafsvík. Þær voru margar stundirnar sem við Magga sátum við eldhúsborðið og spjölluðum fram á nótt. Stundum lagði hún mér lífsreglurnar, með þeim hætti þó, að í huga manns var sáð fræi til frekari íhugunar enda gat hún Magga talað svolítið mikið á köflum. Það var gott að koma á heimili Möggu og Gumma aftur og ekki þótti mér leið- inlegt að fá ómótstæðilegu súkku- laðikökuna með frosting-kreminu og djúpsteikta kolann. Skrifaðar voru uppskriftir í gríð og erg enda Magga algjör meistarakokkur. Magga var mikil hannyrðakona og sífellt að gefa og gleðja aðra. Mörg eigum við pottaleppana góðu sem í fljótu bragði virðast ósköp venjulegir. En frú Magga gaf þeim heitið Kærleikspottaleppar sem gerði þá alveg einstaka og mikils virði þeim sem fengu. Einn desemberdag árið 1994 vor- um við hjónin nýkomin heim af fæð- ingardeildinni með frumburðinn. Við vorum búsett í Garðabænum og Magga frænka hringdi og spurði hvort hún mætti kíkja aðeins á barnið áður en hún færi vestur. Það var sjálfsagt mál. Magga kom fær- andi hendi eins og venjulega með forláta rúmföt sem hún hafði bró- derað handa barninu. Koma Möggu var mér mikils virði þennan dag en ég hafði í öllu hormónaflæðinu átt erfitt með að búa almennilega um barnið. Þarna fékk ég kennslustund í hvernig lökum, teppum, sæng og kodda væri raðað svo best færi um barnið. Þessi stund var mér mikils virði og segir svo margt um hana frænku mína sem hafði mýkri hend- ur en aðrir og hlýju umlykjandi allt um kring. Ég kveð þig elsku Magga mín með þakklæti fyrir allt. Ég og fjölskylda mín vottum Gumma, Sigga, Önnu Margréti, Tómasi og fjölskyldum og öðrum aðstandendum okkar dýpstu sam- úð. Elva J. Th. Hreiðarsdóttir. Elsku Magga. Hvað er hægt að segja á stundu sem þessari þegar þú hefur kvatt okkur og ert farin yfir móðuna miklu þangað sem við munum reyndar öll fara fyrir rest. Í gegnum tíðina hefur þú alltaf verið sérstök í huga mér og alltaf átt þinn stað í hjarta mínu vegna þess sem þið Gummi hafið gert fyr- ir mig, systur mína og mömmu í gegnum tíðina. Það eru ekki komin þrjú ár síðan pabbi dó og þið Gummi veittuð okkur þá ómetan- legan stuðning í því ferli sem við þurftum að ganga í gegnum og nú þurfa Gummi og börnin, barna- börnin og tengdabörnin ykkar að fara í gegnum allt þetta sem við fór- um í gegnum með ykkar hjálp. Þó svo að þið væruð erlendis þegar hann kvaddi þá kom tæknin okkur til hjálpar því við notuðum netið og frá ykkur fékk ég alltaf eitthvað gott og hjartahlýtt sem veitti okkur stuðning í gegnum sorgarferlið. Þær voru ófáar ferðirnar sem við systkinin komum til ykkar í Stekkjarholtið með pabba og mömmu þegar við vorum lítil. Það mætti kannski segja að við höfum fæðst þar, því að mamma var hjá ykkur þegar hún kom fyrst í Ólafs- vík og hún hjálpaði þér með Sigga Svein í upphafi. Svo kom pabbi inn í hennar líf, því hann og Gummi voru eiginlega bara síamstvíburar í æsku og brölluðu mikið saman og voru mörgum sinnum endurreistir í stúk- unni í Ólafsvík og jafnvel kannski tvisvar sama daginn, en það verður ekki rakið hér. Það er margt í minn- ingunni sem ég geymi. Einu sinni þegar ég var eitthvað að óþekktast við mömmu þá komst þú í heimsókn og talaðir við mig og á endanum settist ég hjá þér í stólinn og mamma tók mynd af okkur saman í stólnum og allt fór vel eins og alltaf þegar þú talaðir við mig. Árin liðu og þið fluttuð í Stykk- ishólm í stuttan tíma en komuð svo aftur í Ólafsvík og byggðuð ykkur fínt hús í Ennishlíðinni og þar voruð þið svo þangað til þið fluttuð í Kópa- voginn. Ég kom nú ekki til þín í Kópavoginn en hugur minn var mikið hjá þér í veikindum þínum og ég hugsaði oft til þín. Mig langar að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og mína fjölskyldu, það er ómetanlegt og ég þakka þér fyrir allt, elsku besta vin- kona. Guð geymi þig og verndi, minningin um góða konu lifir. Góð kona í heiminn borin var þessi kona af öðrum konum bar Hún var hjartahlý og einstök og engum gerði illt en lífið henni ekki auðvelt alltaf var. Því það tók frá henni lítið fallegt líf en hugur hennar ekki bugaður var Hún gekk í gegnum lífið og barðist hetjudáð við sjúkdóm sinn og kvalir sem hana lengi hafa þjáð. En að lokum varð hún svo að kveðja þetta líf því skaparinn ætlar henni mikið betra líf Hún situr nú sem engill litlum börnum hjá og verndar þau á sinn einstaka hátt sem enginn getur breytt. Elsku Gummi minn, Siggi, Anna og Tómas og fjölskyldur, guð geymi ykkur og hjálpi á þessum erfiða tíma, hugur minn er hjá ykkur núna. Haukur Randversson og fjölskylda. Allar stundir okkar hér er mér ljúft að muna. Fyllstu þakkir flyt ég þér fyrir samveruna. (Har. S. Mag.) Guð geymi þig elsku amma. Þín Magnea Heiður. Amma Magga var góð að gera ástarpunga handa okk- ur og senda til okkar. Amma var góð að prjóna handa okk- ur vettlinga, þá er okkur ekki kalt hér í Danmörku. Amma mín var með róbot-fót og ég hjálpaði henni í hann. Amma Magga kenndi okkur að fara með baunir (bænir) og að syngja. Nú er amma komin til ömmu Ingu og Guðbrands og englanna og Guðs. Við elskum hana alltaf, hún er líka alltaf hér. Viktor Þór, Sigurður Ingi, Christian Heiðar og Apríl Elna. HINSTA KVEÐJA Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og stuðning vegna andláts og útfarar ARNAR VIÐARS HÁKONARSONAR. Sérstakar þakkir færum við Nick Cariglia og starfs- fólki lyflækningadeildar Sjúkrahúss Akureyrar og enn fremur núverandi og fyrrverandi starfsfólki að Klettatúni 2 fyrir góða umönnun. Guð blessi ykkur öll. Rannveig Ármannsdóttir, Hákon Aðalsteinsson, Ármann Þór Björnsson, Ellen Þorvaldsdóttir, Aðalsteinn Hákonarson, Sigurlína Hilmarsdóttir, Elías Hákonarson, Dröfn Jónsdóttir, Hákon Hákonarson, María Björk Ívarsdóttir og frændsystkini. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför BENEDIKTS DAVÍÐSSONAR, Kolgerði, Grýtubakkahreppi. Finnbjörg Guðmundsdóttir, Guðríður Helga Benediktsdóttir, Hagerup Ísaksen, Viggó Benediktsson, Diljá Markúsdóttir, Elfa Björk Benediktsdóttir, Magnús Reynir Ástþórsson, Jóna Benediktsdóttir, Henry Bæringsson, Guðbergur Egill Eyjólfsson, Birna Kristín Friðriksdóttir, Stefnir Benediktsson, Birna Eik Benediktsdóttir, Kári Walter Margrétarson, Davíð Þór Stefnisson, afa- og langafabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.