Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 sjómannskonur erfiðara með að stunda störf utan heimilis vegna fjarveru manna sinna.“ Stjórnin segir alhæfingar um góðæri sjó- manna ekki standast skoðun, auk þess sem sjómenn hafi að und- anförnu tekið á sig tekjurýrnun vegna aflabrests á loðnuveiðum og sýkingar í síldarstofninum. Einnig hafi sjávarútvegsráðherra skert veiðiheimildir fyrir yfirstandandi fiskveiðiár, sem leiði til verulegrar tekjuskerðingar sjómanna. Undir kvöld bárust svo mótmæli Félags vélstjóra og málmtækni- manna. Segir félagið að sjómanna- afslátturinn hafi komið inn sem hluti af launakjörum og því sé um að ræða aðför að kjörum og inn- grip í kjarasamning. „ANNAÐ hvort á að hækka sjó- mannaafsláttinn umtalsvert eða breyta honum þannig að hann fari í sambærilegt horf og skattfrjálsar greiðslur dagpeninga til ríkis- starfsmanna og annarra laun- þega,“ segir Friðrik J. Arngríms- son, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegs- manna, í samtali við fréttavef Morgunblaðsins, mbl.is. Friðrik bendir jafnframt á að ef sjómenn fengju sambærileg kjör og þeir sem njóta skattfrjálsra dagpeninga myndi það þýða mun meiri skattaafslátt fyrir sjómenn en þeir njóta í dag. „Og ef menn ætla að fella niður sjómannaafslátt þá hlýtur að vera tryggt um leið að sjómenn fái sambærilegan skattaafslátt og aðrir launþegar sem njóta dagpeninga við störf sín fjarri heimili. Það er algjört grundvallaratriði.“ Hafa tekið á sig tekjurýrnun Stjórn Sjómannafélags Íslands ályktaði um málið í gær. Í henni eru sjómenn hvattir til að sigla í land verði af afnámi sjómannaaf- sláttar. Stjórnin segir farmenn, varðskipsmenn, ferjumenn og sjó- menn á skipum Hafrannsókna- stofnunar seint talda til hátekju- fólks. „Vegna þeirra sem horfa öfund- araugum til launa sjómanna skal bent á fjarveru sjómanna og þær byrðar sem settar eru á eiginkon- ur og fjölskyldur þeirra. Þá eiga Alhæfingar standast ei  Áformum um afnám sjómannaafsláttar mótmælt harðlega  Sjómenn hvattir til að sigla í land verði afnámið samþykkt Morgunblaðið/RAX Löndun í Ólafsvík Verði frumvarp Steingríms J. Sigfússonar fjármálaráðherra að lögum verður sjómannaafsláttur afnuminn á árunum 2011-2013. FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is MEÐ nýju frumvarpi um tekjuöflun ríkisins verður litið á hluta arðs fé- laga sem launatekjur. Aðstoðarmað- ur fjármálaráðherra segir að mark- miðið með þessum breytingum sé m.a. að draga úr muni sem er á skattlagningu einkahlutafélaga og launatekna einstaklinga. Frumvarp- ið felur líka í sér afnám sjómanna- afsláttar á fjórum árum. Frumvarp fjármálaráðherra um tekjuöflun ríkissjóðs felur í sér viða- miklar breytingar á skattalögum. Búið er að greina frá breytingum á tekjuskatti sem fela í sér að tekinn verður upp þrepaskiptur skattur. Persónuafsláttur einstaklinga hækk- ar um 2.000 kr., en jafnframt verður fellt úr lögum ákvæði um að afslátt- urinn skuli fylgja vísitölu neyslu- verðs. Gunnar Egilsson, lögfræðingur hjá Deloitte, segir að það veki helst athygli varðandi skattlagningu ein- staklinga að það sé ekki lengur hægt að tala um að hjón séu alfarið sam- sköttuð. Hann segir að verið sé að hverfa frá því að líta á hjón sem efnahagslega einingu. Þannig sé ljóst af frumvarpinu að tvö heimili með nákvæmlega sömu krónutölu í launatekjur geti greitt mismunandi skatta eftir því hvernig tekjudreifing er milli hjóna. Frumvarpið felur í sér talsvert mikla breytingu á skattlagningu ein- yrkja í atvinnurekstri. Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjár- málaráðherra, segir að í núverandi skattalögum sé talsverður munur á skattlagningu tekna úr einkahluta- félögum og annarra tekna. Frum- varpið miði að því að draga úr þess- um mun. Með frumvarpinu hækkar skattur á arð úr 10% í 18% og enn- frekur hækkar tekjuskattur félaga úr 15% í 18%. Umbylting á skattlagningu arðs Segja má að ekki skipti minna máli breytingar á skattlagningu arð- greiðslna. Gunnar segir að í reynd megi tala um að verið sé að „umbylta kerfinu“. Litið verði á hluta arð- greiðslna sem launatekjur og þær skattlagðar í samræmi við það. Á hverju ári hefur verið gefið út skattmat sem segir til um hversu mikil laun einstaklingar í atvinnu- rekstri verða að reikna sér, hvort sem þeir eru með rekstur á sinni eig- in kennitölu eða kennitölu einka- hlutafélags. Þetta hefur verið kallað reiknað endurgjald. Þessum reglum er ætlað að tryggja að aðilar geti ekki greitt sér arð sem skattlagður var í 10% hlutfalli fyrir breytinguna, fyrr en viðkomandi væru búin að reikna sér eðlileg laun, sem voru skattlögð í 37,2% hlutfalli. „Núna er verið að bæta verulega ofan á þetta ákvæði sem segir að arður, sem er úthlutað og er umfram 20% af skattalegu bókfærðu eigin fé, muni vera skattlagður til helmings sem launatekjur og bætist því við hið lögbundna reiknaða endurgjald.“ Gunnar sagði að þetta ákvæði gæti reynst mjög óhagkvæmt fyrir einyrkja, þar sem skattalegt bók- fært eigið fé væri almennt tiltölulega lágt. Frumvarpið gerir ráð fyrir að sjó- mannaafsláttur verði afnuminn á fjórum árum, þ.e. 2011-2013. Miðað er við að afslátturinn lækki um 25% árlega. Breyttar forsendur fyrir sjómannaafslætti Í greinargerð með frumvarpinu segir að helstu rök fyrir sjómanna- afslættinum á sínum tíma hafi verið langar fjarvistir frá heimili, slæmar vinnuaðstæður og þörf á sérstökum vinnufatnaði. Öll þessi atriði hafi breyst og dregið hafi úr gildi þeirra í samanburði við aðrar stéttir. Bent er á að fleiri stéttir vinni fjarri heimili sínu án þess að fá það bætt með skattfé. Núna fá rúmlega 6.000 sjómenn sjómannaafslátt. Verði sjómannaaf- sláttur afnuminn aukast tekjur rík- issjóðs um rúman milljarð á ári. Sjó- menn fá að meðaltali rúmar 190 þúsund krónur á ári í sjómannaaf- slátt. Sumir fá meira en aðrir minna. Skattleggja arð eins og laun  Hluti arðs verður skattlagður eins og laun samkvæmt frumvarpi um tekjuöflun ríkissjóðs  Sjómannaafsláttur verður afnuminn í áföngum á fjórum árum Í HNOTSKURN » Frumvarpið felur í sér aðallir sem eru með minna en 100 þúsund í vaxtatekjur þurfa ekki að greiða neinn fjármagnstekjuskatt. » Á síðasta ári greiddu 185þúsund manns einhvern fjármagnstekjuskatt. Mun færri koma til með að greiða þennan skatt á næsta ári. » Í dag er mjög stór hluti aföllum bankareikningum með neikvæða vexti, en af þeim eru greiddir skattar. Ríkisstjórnin vill draga úr þeim mun sem er á skattlagningu ein- yrkja í atvinnurekstri. Þetta verð- ur m.a. gert með því að hluti arð- greiðslna einkahlutafélaga verður skattlagður eins og laun. Skattabreytingar ríkisstjórnarinnar Skatttekjur Skatttekjur Breyting 2010 2009 Tekjuskattur einstaklinga þrepaskipt kerfi 98,5 83,4 Tekjuskattur félaga úr 15% í 18% 17,4 17,8 Fjármagnstekjuskattur úr 10% í 18% * 23,1 20 Tryggingagjald úr 2,21% í 3,81% 59,5 40,7 Auðlegðarskattur 1,25% af eign yfir 90 millj. 3 0 Kolefnisgjald 2,60-3,10 kr. 2,6 0 Gjald á raforku 0,12% á Kwst. 2 0 Gjald á heitt vatn 2% af smásöluverði 0,2 0 Upphæðir í milljörðum króna. * Tekið verður upp 100 þúsund kr. frítekjumark INDRIÐI H. Þorláksson, að- stoðarmaður fjár- málaráðherra, segir ekki ljóst hvort sveit- arfélögin fái bætt það tekjutap sem þau verða fyrir með hækkun tryggingagjalds. Gjaldið er lagt á öll laun, en það þýðir að útgjöld sveitarfélaganna hækka um 2 millj- arða og ríkissjóðs um 2,5 milljarða. Aðeins eru sex mánuðir síðan tryggingagjald var síðast hækkað. Gjaldinu er ætlað að standa undir útgjöldum vegna Atvinnuleys- istryggingasjóðs. Indriði sagði að eftir væri að fara yfir ýmsa þætti sem snúa að sveit- arfélögunum. Þau fengju viðbót- artekjur vegna greiðslu séreign- arsparnaðar. Framlag í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga væri tengt tekjum ríkissjóðs og það kæmi til með að hækka með hærri tekjum ríkisins. Til viðbótar fælu breytingar á sköttum einkahlutafélaga í sér tekjuauka fyrir sveitarfélögin. Skattlagn- ing sveitar- félaga óljós Tryggingagjald hækkar aftur Indriði H. Þorláksson FRUMVARP til laga um umhverf- is- og auðlindaskatta felur í sér að lagðir eru nýir skattar á bensín, ol- íu, rafmagn og heitt vatn. Samtals eiga þessi nýju gjöld að skila rík- issjóði um 4,7 milljörðum á árs- grundvelli. Í greinargerð með frumvarpinu segir að kolefnisgjald sé lagt á í flestum Evrópulöndum, m.a. í Nor- egi, Danmörku og Svíþjóð. Gjaldið verður lagt á bensín, olíu og flug- véla- og þotueldsneyti. Mestar tekjur koma frá þeim sem brenna gasolíu. Útgerðin í landinu kemur því til með að greiða drjúgan hluta gjaldsins. Rúmlega 500 milljónir eiga að koma frá bílum sem brenna bensíni og tæplega 500 milljónir frá flugvélum. Skattur á raforku verður 12 aur- ar á hverja kílóvattstund. Það á að skila ríkissjóði tæplega tveimur milljörðum í ríkissjóð. Þar af greiða stóriðjufyrirtækin um 1,6 milljarða. Þá verður lagður skattur á heitt vatn sem er ætlað að skila ríkissjóði um 200 milljónum. Skatturinn verð- ur 2% af smásöluverði á heitu vatni. egol@mbl.is 4,7 milljarðar í orkuskatt Lyfjaval.is • sími 577 1160 Bílaapótek Hæðarsmára Mjódd • Álftamýri V ol ta re n G el ® (D ík ló fe na kt ví et ýl am ín 11 ,6 m g/ g) er no ta ð se m st að -b un d in út vo rt is m eð fe rð vi ð vö ðv a- og lið ve rk ju m .L yf ið m á ek ki b er a á sk rá m ur ,o p in sá re ða á ex em ,v ar is ts ne rt in gu vi ð au gu og sl ím hú ði r, no tis t ei ng ön gu út vo rt is og m á al d re it ak a in n. Þ eg ar ly fið er no ta ð án áv ís un ar læ kn is sk al ha fa sa m b an d vi ð læ kn i ef ei nk en ni b at na ek ki eð a ve rs na in na n vi ku . Á m eð gö ng u sk al áv al t le ita rá ða læ kn is eð a ly fja fr æ ði ng s áð ur en ly fið er no ta ð, þ ó sk al þ að ek ki no ta ð á sí ða st a þ rið ju ng im eð gö ng u. V ol ta re n G el ® er ek ki æ tla ð b ör nu m yn gr ie n 12 ár a. Lí til hæ tt a er á of sk öm m tu n ve gn a út vo rt is no tk un ar ly fs in s. Le sa sk al va nd le ga le ið b ei ni ng ar á um b úð um og fy lg is eð li. G ey m ið þ ar se m b ör n hv or ki ná til né sj á. M ar ka ðs le yf is ha fi: N ov ar tis H ea lth ca re .U m b oð á Ís la nd i: A rt as an eh f., S uð ur hr au ni 12 a, 21 0 G ar ða b æ . Hefur þú prófað verkjastillandi og bólgueyðandi í túbu? 25% afsláttur* Díklófenak tvíetýlamín 11,6 mg *50g pakkningar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.