Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 17
Fréttir 17INNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is ORRI Vigfússon, formaður NASF, Verndarsjóðs villtra laxastofna, seg- ir að ákvörðun franskra yfirvalda um að láta fjarlægja tvær meginstíflur á vatnasvæði í Normandí, eins og NASF hafi lagt til, sé tímamóta- ákvörðun. Eins og Morgunblaðið hefur greint frá hafa stíflurnar hamlað laxagöngum og aðkomu lax að verð- mætum búsvæðum, en þær eru á einu mesta votlendissvæði megin- lands Evrópu. Orri segir að með því að fjarlægja stíflurnar komist laxinn aftur upp á sín náttúrulegu búsvæði. Þarna hafi veiðst um 200 laxar en með breytingunni megi gera ráð fyr- ir að veiðin fimm- til tífaldist. Byrjun á endurreisn Verndarsjóðurinn hefur unnið markvisst að því að efla laxastofna, meðal annars með því að kaupa upp veiðileyfi, en að sögn Orra er staða laxastofna í Evrópu mjög slæm. Hann segir að til dæmis sé ástandið hræðilegt á Norður-Spáni og í Þýskalandi. Víða í Evrópu eru stíflur þar sem laxar voru áður. Orri bendir á að þær hafi margvísleg áhrif á lífríkið í ánni fyrir neðan stíflurnar og umhverfið breytist mikið smám saman. Seiða- mælingar sýni til dæmis fallandi gildi á gæðum búsvæða laxins fyrir neðan stíflurnar. Margar stíflur hafi verið gerðar á árunum 1910 til 1940 og á næstu árum verði framtíð margra þeirra skoðuð í þessu ljósi. Þetta er byrjunin á endurreisn laxastofnanna í Evrópu, segir Orri. Hann segir að ofveiði og stíflur hafi drepið laxinn á mörgum svæðum auk þess sem hækkandi hitastig, hnatt- ræn hlýnun og mikil mengun hafi líka haft áhrif. Víða hafi laxinn skilað sér mjög illa og þegar seiðin komi til sjávar leiti þau í norður í hreinna og betra umhverfi. Laxastofnar í góðum höndum í Frakklandi Laxveiðin fimm- til tífaldast vegna ákvörðunar yfirvalda Morgunblaðið/Einar Falur Í sviðsljósinu Orri Vigfússon í viðtali við franska sjónvarpsmenn. LOKASPRENGINGU í Óshlíð- argöngum verður fagnað með ýms- um hætti um helgina. Fólki verður meðal annars boðið í rútuferð í gegn um göngin. Búið er að sprengja síðasta haftið í göngunum milli Bolungarvíkur og Hnífsdals. Kristján Möller mun sprengja síðasta útskotið kl. 16.30 í dag. Ísafjarðarbær og Bolungarvík- urkaupstaður bjóða íbúum sveitar- félaganna til sameiginlegrar hátíð- ar af þessu tilefni í íþróttamiðstöðinni Árbæ í Bolung- arvík, kl. 14 til 16. Á morgun verður opinn dagur í boði Ósafls, verktaka jarðgang- anna, kl. 15 til 18. Fólki gefst þá kostur á að aka í gegn um göngin í rútum og skoða vinnusvæðið. Framgangur verksins er sýndur í myndum. Íbúum boðið í rútuferð í gegnum Óshlíðargöng UM níu þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til þingmanna um að skerða ekki framlag til áfengismeð- ferðar SÁÁ. Vika er síðan söfnun undirskrifta hófst á vefnum www.saa.is. Í áskoruninni kemur fram að SÁÁ hafa nú þegar skorið niður kostnað vegna samdráttar í fram- lögum frá einstaklingum og fyr- irtækjum. Skerðing ríkisframlaga leggist því með tvöföldum þunga á sjúkrahúsrekstur samtakanna. Engir fjármunir sparist með minna framlagi til áfengismeðferðar, þar sem þeir sjúklingar sem ekki fá áfengismeðferð auki útgjöld ann- arra heilbrigisstofnana, félagslega kerfisins, lögreglu og fangelsa, að því er segir í tilkynningu samtak- anna. Fram kemur að meðal þeirra sem hafa skrifað undir yfirlýs- inguna eru frú Vigdís Finn- bogadóttir, fv. forseti Íslands, Mar- grét Frímannsdóttir, forstöðumaður Litla-Hrauns og Engilbert Sigurðsson, yfirlæknir geðsviðs Landspítalans. Níu þúsund skrifa undir áskorun til stuðnings SÁÁ PIPA R\TBW A • SÍA Reykjavík Sími 588 9090 Síðumúla 21 • 108 Reykjavík www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Einstök eign í Stigahlíð Vorum að fá í sölu glæsilegt og mjög íburðarmikið einnar hæðar 265 fm einbýlishús innst í botnlanga við opið svæði.Húsið var nánast endurbyggt frá fokheldi árið 2002. Öll gólf eru lögð glæsilegum marmara. Allar innréttingar eru sérsmíðaðar af bestu gerð. Garðurinn er sérlega glæsilegur með miklum veröndum, skjólgirðingum, heitum potti, göngubrú, tjörn og gróðri. Hönnun hans var í höndum Stanislas Bohic. V. 115,0 m. 5192 Allar nánari uppl. veitir Magnús Geir Pálsson sölumaður á Eignamiðlun. Vatnsholt 10 – Efri sérhæð Glæsileg 230 fm efri sérhæð með innbyggðum bílskúr í tvíbýlishúsi sem stendur á friðsælum stað innst í botnlanga. Aðkoman að húsinu er mjög góð. Hæðin skiptist þannig: 2 rúmg. stofur með fallegum arni, sjónvarpsherbergi, stór skrifstofa með setustofu. Fjögur svefnherbergi (skv teikningu), ný innréttað eldhús, baðherbergi, snyrting, þvottahús, geymsla, hol og forstofa. Stórar 21,2 fm svalir sem snúa í suðvestur. Fallegur og ræktaður garður. Hitalögn í bílaplani. Eign í sérflokki. V. 55,0 m. 4053 Nánari uppl. veitir Kjartan Hallgeirsson í síma 824-9093.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.