Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.11.2009, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 28. NÓVEMBER 2009 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Æði-bunu-gang- urinn í tengslum við aðlögunarvið- ræður að Evrópu- sambandinu var dapurlegur í upphafi og dapr- ast enn. Nú þegar Ísland þarf á öllu sínu að halda vilji þjóð- in halda sínu er stór hluti stjórnkerfisins bundinn við draumóra annars stjórnar- flokksins. Við tímaeyðsluna bætist mikil sóun fjármuna og má þjóðin við hvorugum miss- inum. Utanríkisráðherrann var á Spáni og var eins og vant er ánægður með sína fundi. Sagðist hann hafa rætt við spánska ráðamenn um þær áherslur sem Ísland hefði fram að færa í sjávarútvegs- málum í þeim aðlögunarvið- ræðum sem framundan væru. Þetta kom íslenskum áheyr- endum spánskt fyrir sjónir, því þeim hefur enn ekki verið trúað fyrir í neinu hvaða áherslur íslenska ríkis- stjórnin eða löggjafar- samkoman hefur gagnvart Evrópusambandinu í þeim efnum. Það auðveldaði þó verulega leit manna að gagn- legum svörum að svo vel vildi til að sjávarútvegsráðherrann sjálfur, Jón Bjarnason, var staddur á Spáni á sama tíma. Hann hélt þar fróðlegar ræð- ur um viðhorfin gagnvart sjávarútveginum og sagði að óbilandi trú sín væri að hags- munum sjávarútvegsins og Íslands væri best borgið með því að landið stæði utan við Evrópusam- bandið. Nauðsyn- legt virðist að þeir ráðherrarnir sam- ræmi áherslur sínar í framtíð- inni þótt það kunni að vera flókið verkefni, þar sem nokk- uð ber á milli. Ef það gengur ekki er skárra en ekkert að þeir samræmi ferðaplön sín til að rugla ekki gestgjafa sína í ríminu. Stundum er talað um að stjórnmálamenn sendi mis- vísandi skilaboð, eins og það er kallað, en þetta er miklu víðtækara en það. Þeir tveir ráðherrar sem hljóta að vera í forsvari gagnvart einu helsta álitaefninu í aðlögunarvið- ræðunum eru bersýnilega ekki staddir á sömu stjórn- málalegu vetrarbrautinni. Það er borin von að hægt sé að gæta hagsmuna þjóð- arinnar þegar svona er í pott- inn búið. Svo ómöguleg sem þessi staða er þá kemur hún ekki á óvart. Til þessarar göngu var stofnað þótt vitað væri að meirihluti þings og þjóðar væri algerlega andvígur til- tækinu. Það upphaf bar dauð- ann í sér. Því fyrr sem hinn raunverulegi meirihluti sem fyrir hendi er lætur finna fyr- ir sér og slær þessa ómynd út af borðinu því betra fyrir land og lýð. Það eru alvarleg stjórnmálaleg afglöp að draga það. Jón Bjarnason og Össur Skarphéð- insson svífa um hvor í sínu sólkerfinu} Enn er barist við vindmyllur á Spáni Mörg þeirrafyrirtækja, sem voru í það góðum rekstri að þau gátu með herkjum staðið af sér hrunið þrátt fyrir að afborganir færu upp úr öllu valdi og aðrar hremm- ingar, standa nú frammi fyrir nýrri vá – samkeppni við gjaldþrota fyrirtæki. Þórður Sverrisson, for- stjóri Nýherja, sagði á fundi Viðskiptaráðs í fyrradag að markaðir á Íslandi hefðu margir skroppið saman eftir hrunið með þeim afleiðingum að á þeim væri nú pláss fyrir færri fyrirtæki. Undir eðli- legum kringumstæðum ættu þau fyrirtæki, sem verst hefðu verið rekin eða stæðu höllum fæti af öðrum sökum, að hverfa á braut, en það væri öðru nær. Þórður tók Teymi sem dæmi um fyrirtæki, sem hefði fyrir löngu átt að vera orðið gjaldþrota, en hefði verið haldið á lífi þar sem eigendurnir hefðu einnig verið stórir eigendur í bönk- unum. Fannst honum óeðli- legt að þessi sömu fyrirtæki væru nú aftur komin í sam- keppni við önnur fyrirtæki og hefðu bankana sem bak- hjarla. Þau fyrirtæki, sem komin eru á forræði bankanna, eiga að vera í gjörgæslu eftirlits- stofnana. Það er ótækt að gjaldþrota fyrirtæki fái í kaupbæti samkeppnisforskot á heilbrigð fyrirtæki. Þrotafyrirtæki eiga ekki að geta dembt sér í samkeppni með banka að bakhjarli} Óverðskuldað forskot Y fir okkur neysluglaða Íslendinga hefur mörg vitleysan dunið í aug- lýsingum og markaðsherferðum. Við höfum hlaupið á eftir öllum til- boðum, án þess að ganga úr skugga um hvort yfirhöfuð sé verið að veita ein- hvern afslátt frá fyrra verði. Hafa sumar versl- anir haldið sér ótrúlega lengi gangandi með því að vera nær stöðugt með „útsölur“ og blekkt þannig viðskiptavini, sem í góðri trú héldu að þeir væru að gera kjarakaup. Vonandi er þetta liðin tíð. Á meðan allt lék í lyndi, og kaupmáttur al- mennings var í hæstu hæðum, var verðvitund neytenda lítil sem engin. Nú þegar kreppir að þarf að spá í hverja krónu og verslunarleið- angrar taka lengri tíma en áður – sem betur fer. Kaupmenn eru vonandi að átta sig á þess- um breyttu aðstæðum á markaði og fara að standa betur að verðmerkingum og öðrum verslunarháttum. Sam- kvæmt frétt Sjónvarpsins í vikunni eiga þeir eitthvað eftir ólært. Í einni versluninni var kippa með fjórum gos- flöskum í boði á verði þriggja. Leit vel út, en í ljós kom að hægt var að gera betri kaup í sömu verslun með því að kaupa gosflöskurnar stakar. Fleiri sambærileg dæmi mætti án efa finna og óskandi að þetta gefi neytendum til- efni til að veita kaupmönnum enn meira aðhald. Einhver best heppnaða markaðsbrellan eru svonefndir „tax-free“ dagar í verslunum, sem mig minnir að Hagkaup hafi byrjað á og fleiri kaupmenn síðan tekið upp. Hefur verðið lækkað sem nemur virðisaukaskatti á viðkomandi vöru. Var þetta eflaust hugsað sem andsvar við verslunarferðum Íslendinga til útlanda, en þeim er nú varla til að dreifa lengur. Í ljósi þess hve tíð svona tilboð eru orð- in virðast þau vera að gefa kaupmönnum ágætlega í aðra hönd. Hér skal enskuslettan á fyrirbærinu látin liggja á milli hluta, en það er í raun með ólíkindum að þetta skuli hafa verið látið viðgangast. Hvar er Neytendastofa og allt markaðseftirlitið? Ekkert er ókeypis, og að sjálfsögðu sleppa verslanir ekki því að greiða skattinn. Skatturinn fær alltaf sitt – nema í skattsvikum! Nú er annað hvert fyrirtæki komið í hendur ríkisbankanna og ekki að undra að þau fyr- irtæki sem eftir lifa – án yfirtöku bankanna – skuli kvarta sáran yfir brenglaðri samkeppnis- stöðu. Hið grátbroslega er að eitt af „ríkisfyrirtækjunum“, Húsasmiðjan, er farið að auglýsa „tax-free“ daga. Vita Indriði og félagar í fjármálaráðuneytinu af þessu? Annars gætu þessir tilboðsdagar senn verið taldir ef þeir eiga að standa undir nafni. Það er verið að hækka skatta það mik- ið að kaupmenn hafa vart efni á því lengur að hafa svo góð- an afslátt að hann haldi í við virðisaukaskattinn. Ef einhvers staðar ættu að vera „tax-free“ dagar, þó ekki væri nema yfir eina helgi, þá væri það í fjármálaráðu- neytinu. Nú þegar búið er að skattleggja heita vatnið er ekkert eftir nema íslenska fjallaloftið, bæði inn- og út- öndun. bjb@mbl.is Björn Jóhann Björnsson Pistill Tax-free í boði ríkisins STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon Efnahagsundrið sem byggt var á sandi FRÉTTASKÝRING Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is S vartur svanur flaug yfir fjármálamarkaði í vik- unni. Eignarhaldsfélagið Dubai World, sem er í eigu furstadæmisins Dúbaí, lýsti yfir greiðslustöðvun og að það muni ekki standa í skilum á 3,5 milljarða dala skuld sem fellur á gjalddaga í desember. Heildarskuldir Dubai World nema um 60 milljörðum Bandaríkjadala en samanlagðar skuldir furstadæmisins nema 80 milljörðum dala. Í kjölfar tilkynningarinnar lækk- uðu matsfyrirtæki lánshæfiseinkunn fyrirtækja í eigu furstadæmisins og tilheyrandi skjálftavirkni gætti á fjár- málamörkuðum um heim allan. Áhyggjur fjárfesta einskorðast ekki við greiðsluhæfi Dúbaí heldur ná þær til flestra þeirra ríkja sem hafa þurft að taka á sig mikla skuldaklafa vegna fjármálakreppunnar. Skuldir Dúbaí eru að vísu tilkomn- ar vegna gríðarlegrar uppbyggingar og fjárfestingaæðis í krafti nánast óhefts aðgangs að lánsfé: Á ör- skömmum tíma tókst ráðamönnum Dúbaí að byggja upp tröllaukið efna- hagsundur sem stendur á sandi í fleiri en einum skilningi. Önnur ríki hafa fyrst og fremst þurft að axla skulda- bagga vegna björgunaraðgerða á fjármálamarkaði að undanförnu. Ólíkar leiðir að sama marki breyta engu um að skuldir þarf að borga til baka og segja má að áðurnefndur svartur svanur hafi minnt fjárfesta á að sú staðreynd gildir einnig um full- valda ríki. Gillian Tett, ein af ritstjórum Fin- ancial Times, telur í grein á dögunum að of mikil skuldsetning hafi leitt til fjármálakreppunnar sem brast á með fullum þunga í fyrra. Þessi skuldsetn- ing er ekki horfin. Hún hefur hins- vegar í auknum mæli færst inn á bækur fullvalda ríkja. Tett nefnir bæði Dúbaí og Grikkland í þessu samhengi en eins og fjallað var um í Morgunblaðinu í vikunni er ástand ríkisfjármála í síðarnefnda landinu al- varlegt. Þannig hefur skuldatryggingaálag þeirra ríkja sem standa frammi fyrir verulegri skuldsetningu og óvissum efnahagshorfum þotið upp í vikunni. Álagið á Dúbaí hækkaði um hundruð punkta og fór yfir 700 í gær. Svipaða sögu má segja af ríkjum sem eru í erfiðri stöðu og er Ísland þar með tal- ið. Hægt er að túlka þetta sem merki um að stöðugleikinn sem virtist hafa færst yfir fjármálamarkaði byggist ekki á traustum grunni. Enn er mikil áhætta til staðar og hægt er að færa rök fyrir því að hún sé einungis búin að færa sig um set frá fjármálafyr- irtækjum yfir í faðm fullvalda ríkja. Rannsóknarfyrirtækið RGE bend- ir á að heildarskuldir furstadæmisins Dúbaí séu á bilinu 148-200% af lands- framleiðslu ársins 2007 sem nam um 80 milljörðum dala. Samkvæmt Fin- ancial Times þurfa fyrirtæki í eigu furstadæmisins að greiða 22 milljarða dala af skuldabréfum fyrir lok ársins 2011 og segir blaðið að þrátt fyrir allt hafi veik greiðslugeta þess komið fjárfestum á óvart. Ekki er ólíklegt að þeir muni í kjölfarið leggjast ofan í greiningar á greiðslugetu annarra skuldsettra ríkja og reyna að gera sér mat úr þeim tækifærum sem þar kunna að finnast. Reuters Heimsins hæsti turn Byggingameistarar furstadæmisins Dúbaí verða seint sakaðir um að hugsa smátt. Risaturnar setja svip sinn á umhverfið. Greiðslustöðvun eignarhalds- félags furstadæmisins Dúbaí skók markaði í vikunni. Í kjölfarið mun kastljós fjárfesta án efa beinast að öðrum skuldsettum ríkjum. Í bókinni „This Times Is Different“ fjalla hagfræðingarnir Kenneth Rogoff og Carmen Reinhart fjár- málakreppu síðustu 800 ára. Í ný- legu viðtali við höfundana í almenn- ingsútvarpinu NPR létu þeir í ljós áhyggjur af því að hugsanlega ætti röð gjaldþrota ríkja eftir að eiga sér stað innan fárra ára. Samkvæmt rannsóknum Rogoff og Reinhart tvöfaldast skuldir stjórnvalda að meðaltali í kjölfar al- varlegra fjármálakreppa. Um er að ræða skuldasöfnun sem almennt sést ekki nema á stríðstímum. Einn- ig er algengt að greiðslufall ein- stakra ríkja á erlendum skuldum verði nokkrum árum eftir að bankakreppur eiga sér stað. Höf- undarnir telja að ekki sé hægt að útiloka að stór hvellur muni heyr- ast innan fárra ára ef svo fer að eitthvert nýmarkaðsríki neyðist til þess að hætta að greiða erlendar skuldir sínar. LÍKUR Á RÍKIS- GJALDÞROTI ››

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.