Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 1
L A U G A R D A G U R 5. D E S E M B E R 2 0 0 9 STOFNAÐ 1913 325. tölublað 97. árgangur Landsprent ehf. MBL.IS Morgunblaðið hvar sem er hvenær sem er 95 ára mbl.is «VISKUBRUNNUR Á AKRANESI FJÖLSKYLDUGARÐUR MEÐ ÁLFUM OG FJÖRI «LISTAPISTILL Auddi dansar aðdáunardans 6 Eftir Sigurð Boga Sævarsson og Guðrúnu Hálfdánardóttur „MANSALSMÁL eru hér á landi sem annarsstaðar vaxandi vanda- mál í glæpastarfsemi og við höfum fókus á þeim eins og öðrum brota- málum. Okkur berast stöðugt upp- lýsingar og vísbendingar og vinnum úr þeim,“ segir Stefán Eiríksson lögreglustjóri á höfuðborgarsvæð- inu. Tvær konur hafa verið úrskurð- aðar í gæsluvarðhald til 11. desem- ber að kröfu lögreglu. Konurnar, önnur um tvítugt en hin um þrítugt, eru grunaðar um aðild að mansali og að hafa haft milligöngu um vændi. Báðar eru íslenskir ríkisborgarar. Lögreglan hefur vegna þessa máls lokað fyrir vænd- isstarfsemi í húsi í miðborginni. Catalina Mikue Ncogo er önnur kvennanna sem nú situr í gæslu- varðhaldi. Hún var fyrr í vikunni dæmd í tveggja og hálfs árs fang- elsi fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöf. Dómurinn sýknaði hana af ákæru um mansal. Þrjár aðrar konur koma við sögu í málinu en þær eru taldar hafa stundað vændi. Þær eru allar á fer- tugsaldri og af erlendu bergi brotn- ar. Mál einnar er jafnframt rann- sakað sem mansal. Ekki eru tengsl milli þessa mansalsmáls og sam- bærilegs máls á Suðurnesjum ný- lega, að sögn Stefáns. Mansal vaxandi vandi  ÓEFNISLEGAR eignir 365 miðla ehf., þ.e. viðskiptavild og fleira, nema 5,7 milljörðum króna. Heild- areignir fyrirtækisins, sem var sameinað Rauðsól, eignarhalds- félagi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, nema 8,4 milljörðum króna. Eru óefnislegar eignir því tæplega 70% af eignum fyrirtækisins. Skuldir 365 miðla, sem reka m.a. Fréttablaðið og Stöð 2, eru 7,4 milljarðar króna. Rekstrarhagn- aður ársins 2008, samkvæmt árs- reikningi, nam 398 milljónum króna. Þá kemur fram í fyrrnefndum ársreikningi að nauðsynlegt verði að styrkja eigið fé félagsins um einn milljarð króna fyrir 1. apríl, eigi Landsbankinn ekki að gjald- fella 4,2 milljarða króna skuld þess. Tap 365 miðla ehf. eftir skatta nam 1,7 milljörðum króna árið 2008. ivarpall@mbl.is »26 Tæplega 70% eigna 365 miðla óefnislegar  YFIR 220 manns mættu á opinn borgarafund í Egilsbúð á Neskaup- stað í gær. Í Norðfirði búa um 1.400 manns. Fundarefnið var fyrirhuguð lokun bæjarskrifstofu Fjarðar- byggðar í bænum en bæjarráð ákvað að flytja hana á Reyðarfjörð. Fundurinn samþykkti áskorun til bæjarfulltrúa um að endurskoða ákvörðunina. Á bæjarskrifstofunni vinna 11 manns. Flutningurinn var m.a. skýrður með því að að skrifstofan sé í heilsuspillandi húsnæði. Á fund- inum kom fram að leigusalinn bjóði húsnæðið leigulaust þar til það hef- ur verið lagað. Helga Jónsdóttir bæjarstýra mætti ekki á fundinn. Fundarmenn púuðu hressilega þeg- ar formaður bæjarráðs flutti fund- inum kveðju hennar. Fjölmenni mótmælti flutningi bæjarskrifstofu Morgunblaðið/Kristín Ágústsdóttir Jólako rt Muna að skrifa öllum! *Nánar um skilmála á flytjandi.is RR \ TB W A T •• SÍ A • 9 SÍ A • 9 8 81 18 81 91 8 Opið til22 í kvöldÍþróttaálfurinn kl. 15Jólasveinar kl. 14 & 16 Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is SAMKOMULAG hefur náðst á milli formanna stjórnmálaflokkanna á Al- þingi um afgreiðslu Icesave-málsins úr 2. umræðu. Samkvæmt heimild- um Morgunblaðsins staðfesti Ásta R. Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, samkomulagið með undirritun sinni. Eftir mun vera að ræða samkomu- lagið í þingflokkunum. Í framhaldi af samkomulaginu var umræðu um Icesave frestað kl. 21.40 í gærkvöldi og önnur mál tekin á dagskrá. Í samkomulaginu mun m.a. felast að 2. umræðu ljúki á þriðjudag og að frumvarpið fari þá til fjárlaga- nefndar. Einnig að fjárlaganefnd fari lið fyrir lið í gegnum þau 16 atriði sem stjórnarandstaðan kynnti í yfirlýsingu í gær. Fjárlaganefnd á að fá þann tíma sem hún þarf til þess. Einnig mun eiga að fá enska lögfræðistofu til að fara yfir samn- ingana. Í yfirlýsingunni sagði að stjórnar- andstaðan myndi krefjast þess að frumvarpinu yrði vísað frá Alþingi og til ríkisstjórnarinnar til frekari meðferðar. Þá krafðist stjórnarand- staðan þess að vandlega verði farið yfir þau álitamál sem enn er ósvarað. Atriði sem þarfnast skýringa Þau atriði sem nefnd eru í yfirlýs- ingunni eru m.a. um hvort frum- varpið samrýmist ákvæðum stjórn- arskrár Íslands og hversu miklar fjárhagsskuldbindingar samning- arnir fela í sér. Einnig hvaða efna- hagslegar hættur fylgja því að hafa skilyrðislausa greiðsluskyldu á vöxtum. Þá verði könnuð áhrif breytinga sem gerðar voru á efnahagslegu fyrirvörum og áhrif breyttra reglna um úthlutun úr þrotabúi Landsbankans og hver möguleg gengisáhætta er. Þá bend- ir stjórnarandstaðan á að nýjar upplýsingar varðandi mat AGS á greiðsluþoli ríkissjóðs bendi til þess að hann ráði ekki við skuldbinding- ar sem í samningunum felast. Einn- ig bendir stjórnarandstaðan á að mat sérfræðinga í enskum lögum á texta samninganna liggi ekki fyrir. Þá skorti lögfræðilegt mat á afleið- ingum þess að ensk lög gildi um samninginn en ekki íslensk, verði látið á það reyna fyrir dómstólum. Óljóst er talið hvaða áhrif það hefur á skuldbindingar íslenska ríkisins verði ráðist í endurskoðun á innlánstryggingakerfi ESB, sem mun vera hafin. Einnig þurfi að skoða hvaða afleiðingar það muni hafa verði frumvarpið ekki sam- þykkt eða verði dráttur á lyktum deilunnar Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins mun stjórnarand- staðan hafa fallist á þessa leið þegar stjórnarflokkarnir hótuðu því að taka Icesave-málið úr 2. umræðu með atkvæðagreiðslu. Slík af- greiðsla á sér örfá fordæmi í lýð- veldissögunni. Samkomulag um afgreiðslu Icesave Ensk lögfræðistofa fengin til að meta samningana um Icesave Morgunblaðið/Kristinn Mikið rætt Þegar umræðu um Icesave var frestað í gærkvöldi hafði Alþingi rætt málið í um 140 klukkustundir á tveimur þingum. Einungis fjórir þingmenn stjórnarandstöðunnar voru í þingsalnum um klukkan 15.30 í gær.  Icesave | 2,6 og 22
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.