Morgunblaðið - 05.12.2009, Side 28

Morgunblaðið - 05.12.2009, Side 28
28 FréttirERLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is LOFTSLAGSNEFND Sameinuðu þjóðanna, IPCC, hyggst rannsaka ásakanir um að vísindamenn breskr- ar stofnunar hafi brenglað og falsað niðurstöður rannsókna á hitafari í gegnum söguna. Loftslagsnefndin notaði gögn frá bresku vísindamönn- unum og málið hefur grafið undan trúverðugleika nefndarinnar. Vísindamennirnir eru m.a. sakaðir um að hafa reynt að leyna gögnum sem renni stoðum undir efasemdir um kenningar vísindamanna um gróðurhúsaáhrifin og hlýnun jarðar af mannavöldum. Rajendra Pachauri, formaður loftslagsnefndarinnar, sagði í viðtali við breska ríkisútvarpið, BBC, að ásakanirnar væru alvarlegar og nauðsynlegt væri að rannsaka þær. „Við viljum ekki sópa neinu undir teppi. Þetta er alvarlegt mál og við ætlum að rannsaka það til hlítar.“ Málið snýst um tölvupósta og önn- ur áður óbirt gögn sem birt voru á netinu og komu úr tölvukerfi lofts- lagsdeildar háskólans í Austur-- Anglíu, CRU. Lögreglan í Norfolk í Bretlandi er að rannsaka hvort tölvuþrjótar hafi brotist inn í tölvu- kerfið. Robert Watson, einn af helstu vís- indaráðgjöfum bresku stjórnarinn- ar, hefur hvatt til þess að allur gagnagrunnur CRU verði birtur til að fólk geti gengið úr skugga um hvort loftslagsdeildin hafi hreint mjöl í pokahorninu. Yfirmaður CRU, Phil Jones, hefur látið af störfum þar til óháðri rann- sókn á málinu lýkur. Háskóli Austur- Anglíu hefur falið sir Muir Russell, fyrrverandi embættismanni, að stjórna rannsókninni. Jones neitar því að hafa reynt að leyna gögnum, sem samræmist ekki kenningum vísindamanna, og segir að tölvupóstar hafi verið slitnir úr samhengi til að koma höggi á vís- indamennina. Efasemdamenn í loftslagsmálum á Bandaríkjaþingi hafa notfært sér málið í andstöðunni við að þingið samþykki aðgerðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. „Ef tölvupóstarnir eru ófalsaðir er þetta mjög alvarlegt mál vegna þess að það vekur efasemdir um loftslagsvís- indin í heild sinni,“ sagði repúblik- aninn James Sensenbrenner. Aðalsamningamaður Sádi-Arabíu í loftslagsmálum sagði að ásakanirn- ar myndu hafa „gríðarmikil áhrif“ á aðildarríkjaþing loftslagssamnings SÞ í Kaupmannahöfn. Rannsakar ásakanir um gagnafölsun Nefnd SÞ segir ásakanirnar alvarlegar Heimild: Colorado-háskóli * Plús eða mínus 0,4 mm á ári BREYTINGAR Á HÆÐ SJÁVARBORÐS Vísindamenn hafa áætlað að sjávarborð kunni að hækka um 0,5 til 1,5 metra fyrir lok aldarinnar vegna hlýnunar jarðar. Yfir 100 milljónir manna búa á svæðum sem eru undir einummetra yfir sjávarmáli og verði hlýnunin mikil er talin hætta á að láglendar eyjar hverfi í hafið og nokkur eyríki heyri sögunni til. Maldíveyjar Hawaii Míkrónesía Marshall-eyjar Kíribatí Túvalú Fídjieyjar Vanúatú Nýja-Kaledonía 151260-6Gögn vantar Breyting mm/ári Eyríki Hita- útþensla 50% Bráðnun jökla 33% Annað 17% MEÐALSJÁVARMÁL Í HEIMINUM Meðalbreyting 3,2 mm á ári* 40 30 20 10 0 -10 -20 -30 mm á ári 1995 2000 2005 2010 MÖGULEGAR ORSAKIR BREYTINGA Á SJÁVARMÁLI Á nokkrummánuðum eða lengra tímabili verða breytingar á hæð sjávarborðs vegna tveggja þátta: Hitaútþensla Hlýnun sjávar verður til þess að vatnið þenst út en kólnun sjávar veldur því að vatnið dregst saman Vatn gufar upp frá hafinu og kemur síðan aftur í það, annaðhvort sem regnvatn eða óbeint (frá snjó, ís, vötnum, ám, grunnvatni) Bráðnun jökla Vatn úr jöklum eða ísbreiðum rennur í hafið STJÓRN Austur-Kongó hefur full- vissað norsk stjórnvöld um að Norðamennirnir Tjostolv Moland og Joshua French verði ekki teknir af lífi þótt áfrýjunardómstóll hafi stað- fest dauðadóm yfir þeim. „Thambwe Mwamba, utanríkis- ráðherra Austur-Kongó, hefur árétt- að loforð sitt um að dauðadómnum verði ekki fullnægt. Hann áréttaði einnig að kongóska stjórnin hefði stöðvað allar dauðarefsingar og að slíkum dómum væri ekki lengur full- nægt í landinu,“ sagði í yfirlýsingu frá norska utanríkisráðuneytinu. Þrátt fyrir allmarga dauðadóma hefur enginn verið tekinn af lífi í Austur-Kongó frá árinu 2000 að und- anskildum hópi sem var dæmdur fyrir aðild að valdaráni. Norðmennirnir voru dæmdir fyrir morð á bílstjóra sínum og njósnir en þeir neita sök. Þeir höfðu báðir gegnt herþjónustu í Noregi. Áfrýjunardómstóllinn sagði að Norðmennirnir hefðu verið með gild herskírteini þegar þeir voru hand- teknir og norska ríkið bæri því ábyrgð á þeim sem hermönnum. Dómstóllinn dæmdi norska ríkið til að greiða Austur-Kongó bætur að andvirði 500 milljóna dollara, jafn- virði rúmra 60 milljarða króna. Utanríkisráðherra Noregs, Jonas Gahr Støre, hringdi í starfsbróður sinn í Austur-Kongó og neitaði því algerlega að mennirnir hefðu stund- að njósnir í þágu Noregs. bogi@mbl.is Verða ekki teknir af lífi Stjórn Austur-Kongó hefur lofað því að lífi tveggja Norð- manna verði þyrmt þótt þeir hafi verið dæmdir til dauða RÍKISSTJÓRN Danmerkur hefur neyðst til að setja lög til að stöðva fjársvik í tengslum við viðskipti með losunarheimildir og er málið álitið áfall fyrir evrópska kolefnis- kvótakerfið (ETS) sem komið var á til að draga úr losun gróðurhúsa- lofttegunda. Málið er einnig vand- ræðalegt fyrir dönsku ríkisstjórn- ina nú þegar hún undirbýr aðildarríkjaþing loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna. Hermt er að lögreglu- og skatta- yfirvöld í mörgum Evrópulöndum séu að rannsaka virðisaukaskatt- svik sem nemi hundruðum milljóna evra í tengslum við viðskipti með losunarheimildir frá Danmörku þar sem greiða á 25% virðisaukaskatt vegna slíkra viðskipta. Stjórnvöld í Bretlandi, Frakk- landi og Hollandi gripu til svipaðra aðgerða í sumar gegn fjársvikum í tengslum við viðskipti með los- unarheimildir en svikin færðust þá til Danmerkur, að sögn breska dag- blaðsins The Guardian í gær. Blaðið hefur eftir sérfræðingum að furðu sæti hversu seint danska ríkisstjórnin hafi brugðist við fjár- svikunum því möguleikinn á slíkum svikum hafi lengi blasað við. „Það er mjög undarlegt að eftir að frönsk, bresk og hollensk stjórn- völd þurftu að grípa til aðgerða gegn svikunum í sumar skuli Danir ekki hafa gert þetta fyrr, einkum í ljósi loftslagsráðstefnunnar sem er að hefjast,“ sagði Richard Ains- worth, prófessor við Boston- háskóla, en hann hefur sérhæft sig í rannsóknum á áhrifum virð- isaukaskatts. Tapaði hundruðum milljóna danskra króna Svikin eiga sér stað þegar fjár- festir í einhverju landa ESB kaupir losunarheimildir frá öðru landi þar sem ekki þarf að greiða virðis- aukaskatt vegna viðskiptanna. Hann selur síðan heimildirnar og innheimtir 25% virðisaukaskatt af kaupandanum en hverfur síðan án þess að standa skil á skattinum. Danska stjórnin kveðst ekki vita hversu miklu fé hún tapaði vegna svikanna en talið er að þau nemi alls hundruðum milljóna danskra króna eða jafnvel milljörðum. Evrópska kolefniskvótakerfið hefur sætt vaxandi gagnrýni að undanförnu. Áætlað er að við- skiptin með losunarheimildir nemi alls um 90 milljörðum evra á ári, eða jafnvirði 17.000 milljarða króna, að sögn The Guardian. bogi@mbl.is Danir setja lög til að stöðva stórfelld fjársvik Töpuðu miklu fé á svikum í tengslum við kolefniskvóta Reuters Svikamylla Glæpamenn hafa grætt á viðskiptum með losunarheimildir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.