Morgunblaðið - 05.12.2009, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 05.12.2009, Qupperneq 56
56 Dagbók MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 Orð dagsins: Og þótt þér elskið þá, sem yður elska, hvaða þökk eigið þér fyrir það? Syndarar elska þá líka, sem þá elska. (Lk. 6, 32.) Víkverji er myrkfælinn mjög.Myrkfælnin náði hámarki á ung- lingsárunum er Víkverji fór varla út úr húsi einn síns liðs. Stundum var það þó nauðsynlegt og tók Víkverji þá hundinn með sér. Víkverji er ekki viss um til hvers hann ætlaðist af hund- inum ef draugur yrði á vegi þeirra. Líklega var hann þó að vona að hund- urinn myndi gera viðvart ef vera úr annarri vídd mætti á svæðið. Til þess kom nú aldrei og Víkverji hefur aldrei séð draug eða fundið fyrir slíkum. En það er vissulega fólk sem telur sig ná sambandi við hina framliðnu. Víkverji hefur hins vegar gaman af draugasögum. Sérstaklega finnst honum gaman að heyra af ærsla- draugum íslenskum. Um nokkra þeirra má lesa í Öldinni okkar og lá Víkverji í bernsku yfir sögum af þessu draugum, sem raunverulega voru fréttaefni fyrri alda. Oftast voru þessar sögur afsannaðar, t.d. börðu draugar ekki hús að utan og héldu vöku fyrir fólki heldur var það frostið sem beit í timbrið sem húsin voru byggð úr. x x x Víkverji á hins vegar ekki orð yfirþað uppátæki fyrirtækis hér í bæ, sem býður upp á draugagöngur um borgina, að segja lygasögu af stúlku sem lést á fjórða áratug síð- ustu aldar og skrifað var um á mið- opnu Morgunblaðsins í gær, föstu- dag. Ættingjar stúlkunnar eru skiljanlega bálreiðir að spunnin sé upp saga um dauða hennar. Það eru takmörk fyrir því hversu ósmekk- legur er hægt að vera. Í greininni kemur fram að aðstandendur drauga- ferðanna blanda saman ýmsum sög- um en tengja blönduna að lokum við leiði ungu stúlkunnar í Suðurgötu- kirkjugarði. x x x Að falsa draugasögu – spinna íkringum lítið saklaust barn ein- hvern hrylling – er ekki á allra færi. Einn þeirra, sem nefndur er í grein- inni sem leiðsögumaður fyrirtæk- isins, er reyndar þekktari fyrir að koma að öðru stóru fölsunarmáli, sjálfu málverkafölsunarmálinu. vík- verji@mbl.is Víkverjiskrifar Krossgáta Lárétt | 1 Illmælin, 8 pysjan, 9 einskær, 10 eyktamark, 11 kaka, 13 ákveð, 15 fugl, 18 úr- þvættis, 21 hestur, 22 skrifa, 23 klaufdýr, 24 uppástunguna. Lóðrétt | 2 melrakki, 3 þekkja, 4 úldna, 5 angan, 6 afkimi, 7 andvari, 12 guð, 14 skip, 15 lítilsvirt, 16 þátttakandi, 17 af- réttur, 18 óveður, 19 lykt, 20 harmur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hlíta, 4 tefja, 7 álkan, 8 nótum, 9 agn, 11 port, 13 iður, 14 efinn, 15 rugl, 17 nekt, 20 hal, 22 mögla, 23 æmtir, 14 apans, 25 tærir. Lóðrétt: 1 hjálp, 2 ískur, 3 Anna, 4 tonn, 5 fátið, 6 aum- ar, 10 geisa, 12 tel, 13 inn, 15 rimma, 16 gagna, 18 eitur, 19 tórir, 20 hass, 21 lært. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þetta er dagurinn sem þú hefur beðið eftir til þess að hefjast handa við nýtt verkefni. Gleymdu ekki að þakka þeim sem gerðu þetta mögulegt. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú laðar að þér fólk sem getur hjálp- að þér við að ná takmarki þínu. Vertu þol- inmóð/ur og umburðarlynd/ur. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Dagurinn í dag er eins og púslu- spil, hann er óskiljanlegur þar til búið er að raða nokkrum stykkjum saman. Ferðalag eða þjálfun vegna skyldustarfa kemur til greina, segðu já. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Byrjaðu vikuna á því að ganga frá erfða-, trygginga- og/eða fasteigna- málum. Vertu víðsýn/n og vingjarnleg/ur – þá mun flest ganga þér í haginn. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Finnst þér þú vera að bíða eftir réttu manneskjunni svo þú getir haldið áfram upp á við? Þú getur hætt að bíða. Viðkom- andi er löngu mættur á svæðið. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Nú ríður á að þú sýnir vinnu- félögum þínum að þú sért áreiðanlegur til samstarfs. Forvitni þín hvetur þig til náms og ferðalaga. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Ánægjulegir atburðir lita líf þitt núna og þú vilt deila þeim með öðrum. Bjóddu til veislu. (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Síðasta ár og núverandi marka upphaf tímabils velgengni í lífi þínu. Augnabliksaðgæsluleysi getur dreg- ið þungan dilk á eftir sér. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú verður náttúrlega að hafa þig í frammi, ef þú vilt að aðrir komi til liðs við þig. Kauptu eitthvað sem fegrar heimili þitt og gerir það að notalegri dval- arstað. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Ekki hætta! Þú ert alveg að ná takmarkinu, þótt þú sjáir það ekki núna. Vinir gefa góð ráð. Umræður um bækur og kvikmyndir setja svip sinn á daginn. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Það er ekkert við því að gera þótt þú fáir ekki öllu ráðið um visst verk- efni. Vertu hvergi smeykur því þú hefur alla burði til að vinna verkið. Horfðu á björtu hliðarnar. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Þú munt njóta þess að versla fyrir heimilið eða fjölskyldumeðlimi í dag. Láttu það eftir þér að taka þér frí í einn eða tvo daga ef þú mögulega getur. Stjörnuspá 5. desember 1954 Íslenska brúðuleikhúsið hóf sýningar í Alþýðuhúsinu í Reykjavík. Sýnd voru barna- leikritin „Hans og Gréta“ og „Rauðhetta“. Jón E. Guð- mundsson hafði unnið að und- irbúningi leikhússins í tvö ár. 5. desember 1954 Akureyrarflugvöllur var formlega tekinn í notkun þeg- ar Snæfaxi lenti þar. Morgun- blaðið sagði þetta vera merk- an áfanga í flugmálum. 5. desember 1968 Jarðskjálfti fannst í Reykja- vík. Hann átti upptök við Kleifarvatn, mældist 6 stig og var einn sá snarpasti síðan 1929. Morgunblaðið sagði að fólk hefði hlaupið í skelfingu út úr húsum og háar bygg- ingar hefðu sveiflast mikið til. 5. desember 1998 Þrjú stór verkalýðsfélög sam- einuðust, Starfsmannafélagið Sókn, Félag starfsfólks í veit- ingahúsum og Dagsbrún- Framsókn. Nýja félagið hlaut nafnið Efling. Félagsmenn voru þá um þrettán þúsund. Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson. Þetta gerðist … Hlutavelta SOFFÍA Dögg Halldórsdóttir, tannsmíðameistari í Hafnarfirði, ákvað fyrir fimmtán árum að halda veglega upp á fertugsafmælið sitt. Nú er stóri dagurinn runninn upp. „Þegar ég var að læra úti í Svíþjóð keypti pabbi einhverja skífu á sjóminjasafni sem meðal annars er hægt að nota til að athuga upp á hvaða viku- daga afmælisdaga manns ber. Ég athugaði alla mína stóru afmælisdaga og sá að ég yrði fertug á laugardegi. Ákveðið var að halda upp á afmælið og ég stend við það,“ segir hún. Soffía er gift og á tvö börn, tíu ára stúlku og fjórtán ára dreng, og segir að þau haldi yfirleitt upp á afmælin á rétt- um degi. Í dag er eiginlega annar í afmæli hjá Soffíu því systir henn- ar, sem kom frá Svíþjóð til að heiðra hana á afmælisdaginn, gistir hjá henni. Systirin átti afmæli í gær og þær héldu upp á afmælið hennar. Fleiri tilefni hafa verið til fagnaðar hjá Soffíu. Hún hélt duglega upp á það með vinkonum sínum, sem hver af annarri hafa verið að komast yfir þennan sama hjalla, að síðasta helgin sem hún var þrjátíu og eitthvað var að líða. „Ég er ánægð með að vera orðin fertug, það ná því ekki allir. Á maður ekki að vera þakklátur?“ helgi@mbl.is Soffía D. Halldórsdóttir fagnar fertugsafmæli Ákveðið fyrir fimmtán árum Sudoku Frumstig 6 4 3 5 3 9 7 9 7 3 2 4 5 4 9 7 4 8 7 5 9 5 7 2 3 9 6 2 8 6 6 1 7 2 3 1 2 6 5 1 4 8 7 8 7 3 2 1 6 3 5 4 4 2 2 3 8 7 5 8 1 4 7 6 5 1 5 6 8 3 7 9 7 1 5 6 5 1 8 4 9 7 2 6 3 2 3 7 1 5 6 4 8 9 4 9 6 2 8 3 5 7 1 1 2 5 3 7 4 8 9 6 6 7 4 9 2 8 1 3 5 3 8 9 6 1 5 7 2 4 7 6 2 5 4 9 3 1 8 8 5 3 7 6 1 9 4 2 9 4 1 8 3 2 6 5 7 4 2 1 3 5 8 7 9 6 6 9 3 4 7 1 5 8 2 5 7 8 9 6 2 3 4 1 9 1 4 5 2 7 8 6 3 7 8 6 1 9 3 2 5 4 3 5 2 6 8 4 9 1 7 8 3 9 2 1 6 4 7 5 2 6 5 7 4 9 1 3 8 1 4 7 8 3 5 6 2 9 2 4 1 6 9 3 8 7 5 6 5 7 1 8 4 3 2 9 8 3 9 7 5 2 6 1 4 5 7 6 3 1 8 4 9 2 1 9 4 2 6 7 5 3 8 3 2 8 5 4 9 7 6 1 4 6 3 8 2 1 9 5 7 7 8 2 9 3 5 1 4 6 9 1 5 4 7 6 2 8 3 Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Í dag er laugardagur 5. desember, 339. dagur ársins 2009 Skák Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rf3 d5 4. Rc3 Bb4 5. Da4+ Rc6 6. e3 O-O 7. Bd2 dxc4 8. Bxc4 Bd6 9. h3 a6 10. a3 h6 11. O-O e5 12. Dc2 He8 13. dxe5 Rxe5 14. Rxe5 Hxe5 15. e4 Hh5 16. Hfe1 Rg4 17. Be2 Dh4 18. Bxg4 Bxg4 19. e5 Staðan kom upp á Evrópumeist- aramóti landsliða sem lauk fyrir nokkru í Novi Sad í Serbíu. Georgíski stórmeistarinn Tornike Sanikidze (2600) hafði svart gegn Norðmann- inum Joachim Thomassen (2332). 19… Bxh3! 20. g3 Dg4 21. exd6 Df3 22. De4 Bg4! og hvítur gafst upp enda óverj- andi mát. Norski stórmeistarinn Jon Ludvig Hammer (2585) stóð sig frá- bærlega á fyrsta borði í fjarveru Magnusar Carlsen en frammistaða hans á mótinu samsvaraði árangri upp á 2792 stig. Svartur á leik. Brids Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Heilabrjótur. Norður ♠75 ♥54 ♦97 ♣ÁG109642 Vestur Austur ♠G109432 ♠K86 ♥K1092 ♥G863 ♦54 ♦1063 ♣7 ♣D83 Suður ♠ÁD ♥ÁD7 ♦ÁKDG82 ♣K5 Suður spilar 6G. Alslemma væri mun auðveldari við- fangs. Þá yrði laufið að skila sér og besta íferðin er að taka tvo efstu. Hitt er meiri heilabrjótur að vinna rétt úr hálfslemmu með ♠G út. Fyrsta hugsun er að toppa laufið og eiga svo svíninguna í hjarta eftir „til vara“. Ekki slæm áætlun, en dugir ekki í legunni. Lykillinn að lausninni er fólginn í smáspilum blinds í tígli – ♦97. Sem eru raunar engin SMÁ spil í stöð- unni. Lítum á: Sagnhafi spilar ♣5 í öðr- um slag og svínar gosanum! Það væri fínt ef austur tæki slaginn, því þá má yfirdrepa kónginn síðar. En austur er ekki fæddur í gær og dúkkar. Þá tekur sagnhafi á ♣K og spilar svo ♦2 á sjöu blinds! Og nú dugir austri ekki að af- þakka slaginn. Síðar mun sagnhafi fara inn í borð á ♦9 til að gæða sér á lauf- unum. Hrafnhildur Erna og Baldur Breki héldu tombólu og söfnuðu 14.053 kr. Ágóðann gáfu þau til Rauða kross Íslands. Nýbakaðir foreldrar? Sendið mynd af barninu til birtingar í Morgunblaðinu Frá forsíðu mbl.is er einfalt að senda mynd af barninu með upplýsingum um fæðingarstað, stund, þyngd, lengd, ásamt nöfnum foreldra. Einnig má senda tölvupóst á barn@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.