Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 53
Minningar 53 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl Bækur www.gvendur.is Gvendur dúllari hefur opnað fornbókabúð á vefnum. Gott úrval bóka. Gvendur dúllari Alltaf góður Garðar Lifandi jólatré í potti Skógræktarfélag Mosfellsbæjar hef- ur til sölu lifandi jólatré í potti. Verð 8.000 kr. Upplýsingar í símum: 867 2516 og 897 9585 og á skogmos@internet. Gisting Sumarhús til leigu miðsvæðis á Akureyri. Þrjú svefnherbergi (78 fm). Rúm fyrir sjö. Verönd og heitur pottur. Glæsilegt útsýni yfir Pollinn. Frítt net- samband. Uppl. á www.saeluhus.is eða í 618-2800. Atvinnuhúsnæði Iðnaðarhúsnæði - Leiga Til leigu er nýstandsett og endurnýjað 340 fm iðnaðarhúsnæði við Hyrjarhöfða 110 Rvk. Mikil lofthæð, rúmgott malbikað útisvæði. Upplýsingar í síma: 896-9629. BÆJARLIND 14-16 Til leigu verslunar- eða skrifstofu- húsnæði í Bæjarlind 14-16 á jarðhæð (neðstu) – norðurendi, 2-400 m². Innkeyrsludyr, næg bílastæði og góð aðkoma. Hagstæð leiga. Upplýsingar í síma 895-5053. Sumarhús Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratuga reynsla. Höfum til sýnis á staðnum fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Tómstundir Plastmódel í miklu úrvali. Opið frá 11.00-18.00 í dag laugard. Opið sunnudag 13.00-17.00. Tómstundahúsið, Nethyl 2, sími 587 0600. www.tomstundahusid.is. Opið hús 5. des. kl. 13.00 - 15.00. Allir velkomnir. Síðumúla 17, 2. hæð. Félag frímerkjasafnara Verslun YRSA nýtt íslenskt mekkanískt armbandsúr. Japönsk sjálfvinda og vönduð leðuról. Frábært verð 29.500,- Eigum einnig úrval vasaúra, skarts og trúlofunarhringa. ERNA, Skipholti 3, s. 552 0775 www.erna.is Vasaúr, quarz, mekkanísk, gyllt, silfruð - Erlend úr og nýtt íslensk merki: YRSA. Verðbil 15.500,- til 29.500,- Frí áletrun til jóla. Einnig úrval armbandsúra. ERNA, Skipholti 3, s. 552 0775, www.erna.is Óska eftir KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi af fólki og veiti ég góð ráð. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns. Upplýsingar á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13. Verið velkomin. Bókhald Bókhald, vsk-skil, skattframtal o.fl. fyrir einstaklinga, einyrkja og félög. Aðstoðum við kærur, stofnun ehf. og léna og gerð heimasíðna. Áralöng reynsla. Dignus ehf - dignus.is - s: 6995023. Viðskipti Jólin Til leigu eða sölu jólin/jolin.is Tilboð óskast. Netfang: jolin2012@gmail.com Þjónusta Þak og utanhússklæðningar og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Vantar aðstoð? Tek að mér ýmis verkefni. Uppl. í síma 847- 8704 eða manninn@hotmail.com Hanna og smíða stiga Fást á ýmsum byggingarstigum. Sérlausnir í þrengslum. 25 ára reynsla. Uppl. í síma 894 0431. Byggingar Fasteignaskoðun- og ráðgjöf Skoðum eignir t.d. v/. kaupa, sölu eða leigu. Veitum ráðgjöf v./ t.d. viðgerða, nýsmíði og breytinga. Fasteignask.- og ráðgj. S.821- 0631 e. kl:16., 13-19 um helgar. Málarar Málningarvinna Þaulvanur málari getur bætt við sig verkefnum. Vönduð og öguð vinnu- brögð. Sanngjarnt verð. Upplýsingar í síma 897 2318. Bílaþjónusta ✝ Sigvaldi EgillJónsson var fæddur í Steinholti í Staðarhreppi í Skagafirði þann 10. ágúst 1918. Hann lést á dvalarheim- ilinu Höfða á Akra- nesi 25. nóvember sl. Foreldrar hans voru Sigvaldína Ás- laug Egilsdóttir, f. 31.3. 1891 að Þrast- arstöðum á Höfð- aströnd, d. 17.11. 1950 og Jón Ingvar Guðmundsson, f. 8.11. 1883 að Vöglum í Vatnsdal, d. 1.10. 1941. Sigvaldi kvæntist Guðlaugu Ósk Halldórsdóttur f. 20. júlí 1926 þann 1.10. 1949. Foreldrar hennar voru Guðlaug Helga Guð- brandsdóttir, f. 21.9. 1895 á Hraunbóli á Síðu, d. maí 1974, og Halldór Eiríksson, f. 5.4. 1889 á Ósabakka á Skeiðum, d. 28.10. 1968. Sigvaldi og Ósk eignuðust fjög- 4 ára aldur og var unglingsárin þar. Hann fór snemma að vinna fyrir sér og kom víða við á langri starfsævi. Hann kom árið 1942 til Reykjavíkur og fór að starfa þar sem bílstjóri við vöruflutninga eftir að hafa tekið meiraprófið. Í fyrstu er þetta vinna við vega- gerð en síðan liggja leiðir í mjólkurflutninga í Borgarfirði um árabil. Eftir að hafa ekið rút- unni hjá Norðurleið um nokkurra ára skeið fór hann að vinna við flutninga á olíu um allt Vest- urland og í Ísafjarðardjúp í mörg ár. Þá starfrækti hann dekkja- verkstæði á Akranesi um tíma og vann síðustu árin hjá Sements- verksmiðjunni. Mestan hluta starfsaldurs vann hann við akstur en hann vann einnig við beitn- ingu og fiskvinnslu, steypuvinnu, múrverk og ýmislegt annað. Á áttunda áratug sl. aldar tókst að véla hann út á golfvöll. Hann ánetjaðist og kvartaði síðar yfir að vélabrögðin hefðu verið hálfri öld of seint á ferðinni. Útför Sigvalda fór fram í kyrr- þey frá Akraneskirkju 3. desem- ber 2009. Meira: mbl.is/minningar ur börn. Þau eru: Hilmar, f. 1.10. 1947, Helga Dóra, f. 14.12. 1948, Áslaug, f. 4.7. 1951 og Móeiður, f. 7.1. 1957. Hilmar og Guðrún Sigríður Gunn- arsdóttir, f. 30.11. 1943, eiga börnin Gunnar Sigvalda, f. 24.7. 1982, og Ósk, f. 7.12. 1984. Helga Dóra og Björn Stefánsson, f. 8.7. 1948, eiga Silju Ósk, f. 2.8. 1976. Áslaug og Sören P. Madsen, f. 16.6. 1952, eiga börnin Tinnu Sö- rens, f. 8.8. 1977, Marin, f. 18.6. 1981 og Bjarka, f. 8.5. 1990. Mó- eiður og Lárus Vilhjálmsson, f. 2.3. 1956, eiga börnin Unu Láru, f. 12.9. 1981, Sigvalda Egil, f. 8.9. 1985 og Móeiði, f. 20.8. 1992. Barnabörnin eru orðin 9 og barnabarnabörnin 6. Sigvaldi flutti á Sauðárkrók um Sigvaldi föðurbróðir okkar fæddist á árinu, sem kennt er við frostaveturinn mikla. Í gegnum 91 árs langan lífsferil lærði hann að láta ekki hörkur á sig bíta. Hann sagði eitt sinn í viðtali rétt eftir að hann komst á heiðurslaun eins og hann kallaði það, þegar hann sjö- tugur hætti að vinna launavinnu: „Það þarf myrkur til að sjá stjörn- urnar. Fyrstu stjörnurnar, sem alla ævina lýstu honum, skinu yfir Skagafirðinum þar sem hann fæddist og ólst upp í fimm manna fjölskyldu. Á heimilinu voru kerti og spil munaður jólanna. Mamman Áslaug Egilsdóttir fæddist út austan eins og hann kallaði fæðingarbæ hennar Hofs- ós. Pabbinn Jón Guðmundsson og bræðurnir tveir Ingvar og Krist- ján fæddust líka á Sauðárkróki. Pabbinn var ekill síns tíma, sem flutti byggingarefni og annan varning á hestum fram allan Skagafjörð svo lengi sem honum entist ævin. Skagafjörður var Sigvalda og bræðrum hans af- skaplega kær. Það færðist ávallt ljómi yfir andlit Sigvalda þegar minnst var á Skagafjörð. Ófá skipti heyrðum við fyrstu hend- ingu úr ljóði Matthíasar Joch. „Skín við sólu Skagafjörður skrauti búinn, fagurgjörður.“ Sigvaldi vann ýmis störf um æv- ina, til dæmis var hann lengi rútu- bílstjóri. Stjörnurnar vísuðu hon- um veginn á leið hans um landið. Sögur um farþega Sigvalda voru gjarnan frásagnarefni; fínar frúr, fyllibyttur, og aðrir góðir landar, þar á meðal Kjarval á ferð sinni um Snæfellsnes og Húnavatns- sýslu til að mála íslenska náttúru. Að sögn Sigvalda færði hann mál- aranum mikla súkkulaði og rús- ínur. Málarinn launaði honum fæð- una með málverki, sem síðan prýddi heimili hans og Óskar Hall- dórsdóttur, konu hans, á Akranesi, en þangað flutti Sigvaldi á tvítugs- aldri frá Sauðárkróki. Það verður ósagt hér hvort hann varð Akurnesingur en margt bend- ir til þess, til dæmis að hann á efri árum fékkst varla þaðan dægur- langt. Skærustu stjörnurnar í lífi Sigvalda voru eflaust ljóðin, sem lýstu honum alla ævi. Sama hvað bar á góma sá Sigvaldi hið ljóð- ræna í umræðuefninu. Hann kunni ógrynni af ljóðum sem hann flutti fram með glampa í augum sem aldrei gleymist. Hann þuldi vísur eftir jafnt óbreytta samferðamenn sem og stórskáldin. Hann dáðist að þeim sem gátu hent fram vísum og gerði þá ógleymanlega við að minna á skáldskap þeirra, þegar hann sá sér færi á. Á yngri árum var Davíð Stef- ánsson uppáhaldsskáldið en á efri árum hafði Einar Ben. ávinning- inn. Á uppvaxtarárunum bjuggum við systkinin á Akranesi í sama húsi og Sigvaldi og Ósk og börn þeirra Hilmar, Helga, Ása og Móa. Samfylgdin með Sigvalda er liðin undir lok. En stjarna hans mun lifa á meðan við lifum. Við kveðj- um þennan eftirminnilega og sér- staka frænda sem átti engan sér líkan með söknuði og þakklæti fyr- ir meira en hálfrar aldar samfylgd og sendum ættingjunum innileg- ustu samúðarkveðjur. Staka Einars Ben. er ein úr hafsjó minninganna um Sigvalda frænda: Láttu smátt, en hyggðu hátt. Heilsa kátt, ef áttu bágt. Leik ei grátt við minni mátt. Mæltu fátt og hlæðu lágt. Bergþóra og Egill. Sigvaldi Egill Jónsson Afi okkar var skemmtilegur maður. Þegar við vorum litlir fóru afi og amma með okkur í sumarbústað þar sem hann kenndi okkur að þekkja fuglana og fór með okkur að veiða. Hann var alltaf með nóg af hundraðköllum í vasanum sem við svo plokkuðum af honum jafnóðum eftir að amma sagði honum að gefa okkur. Þegar við urð- um eldri og vorum að koma í heim- sókn frá Akureyri og þurftum far þá var hann alltaf tilbúinn til að skutla okkur út um allan bæ á bílnum sem ávallt var tandurhreinn og fínn enda eyddi hann ófáum tímum í að bóna bílinn. Afi var mjög mikill matmaður og fannst ekkert betra en vel feitt lambakjöt sem hann saltaði eins og honum væri borgað fyrir það, og fit- an fannst honum lostæti. Hann sagði okkur einu sinni frá því þegar hann og amma voru í einni af þeirra mörgu ferðum á skemmtiferðaskip- um. Þar var alltaf mikið af góðum mat og sagði hann okkur að hann hefði borðað svo mikið að hann hefði „borðað sig að borðinu“ og átti þá við að maginn hefði stækkað svo mikið að hann hefði náð að borðinu. Afi hafði sínar eigin sterku skoð- anir og fannst okkur skemmtilegt að hlusta á rökræður hans við aðra sem voru kannski ekkert alltof sammála honum. Nú er hann farinn frá okkur og skilur eftir sig ekkert nema góðar minningar. Hinrik og Haukur. Það eru ljúfar minningar sem skjóta upp kollinum þegar við minn- umst Gunnars Hreiðars Árnasonar. Gunnar Hreiðar Árnason ✝ Gunnar HreiðarÁrnason fæddist í Reykjavik 5. maí 1928. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Vífilsstöðum 14. nóv- ember síðastliðinn. Gunnar var jarð- sunginn í Fríkirkj- unni í Reykjavík 30. nóvember 2009. Gunnar var með ein- dæmum ljúfur og við- ræðugóður maður. Hann var fremur dul- ur um sjálfan sig en vel að sér um ýmsan fróðleik og átti til að fitja upp á óvæntum umræðuefnum og má þar nefna áhuga hans á kenningum Einars Pálssonar. Það var gott að heimsækja þau Gunn- ar og Möggu í Stiga- hlíð og seinna Stang- arholtið. Við bræður dvöldum oft hjá þeim í fjarveru foreldra okkar og eigum afskaplega góðar minningar um þær samvistir. Gunnar var góður gestgjafi og þau Magga einstaklega samhent og samstíga í flestu sem þau tóku sér fyrir hendur. Við minn- umst glæsilegra jólaboða hjá þeim hjónum þar sem borð svignuðu und- an allskyns kræsingum sem hefðu sómt sér vel á bestu veitingahúsum. Gunnar var leiftrandi glaður á góðri stund og leyndi ekki skoðunum sínum á mönnum og málefnum ef svo bar undir, enda vel að sér í þjóðmála- umræðunni. Það gat reynst þrautin þyngri að lenda ekki undir í þeim rökræðum, en alltaf var stutt í milt brosið og hláturinn. Hann reyndist fjölskyldu okkar afar tryggur þegar á reyndi – var sannur vinur í raun, fyrir það erum við bræður honum þakklátir. Við vottum Möggu, Árna, Vil- borgu, Guðrúnu Erlu, og fjölskyld- um þeirra okkar einlægu samúð. Guð blessi minningu góðs drengs. Egill Másson, Steingrímur Dúi Másson, Már Másson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.