Morgunblaðið - 05.12.2009, Side 44

Morgunblaðið - 05.12.2009, Side 44
44 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 KREPPU- ÁSTANDIÐ í þjóð- félaginu eftir hrun fjármálakerfisins leið- ir af sér stórfellda skerðingu á fjár- framlögum ríkisins til flestra málaflokka. Skerðingin á að verða hlutfallslega jöfn í flestum verkefnum. Aðferðin er kölluð „flatur niðurskurður“ sem er tískuorðtak um slíkar aðfarir þeg- ar stjórnmálamenn treysta sér ekki til að forgangsraða fjár- munum eftir málaflokkum. Þannig fyrirkomulag er óstjórn, fundin upp til að firra stjórnmálamenn þeirri ábyrgð sem fylgir því að hafa skynsemi og vinna sam- kvæmt henni. Velja og hafna á skynsamlegum og málefnalegum forsendum eins og ærlegir stjórn- málamenn ættu að gera. Skerða ekki fjárveitingar til mikilvægra málaflokka þar sem skerðingin mun valda stórfelldu tjóni og koma þjóðfélaginu í koll með margföldum þunga á öðrum póst- um. Einmitt þannig verður það ef fyrirhugaður niðurskurður á fjár- framlögum til SÁÁ nær fram að ganga. Þurfi SÁÁ að draga veru- lega úr starfsemi sinni vegna fjár- skorts færist vandinn að sama skapi inn á mun dýrari sjúkra- stofnanir svo sem geðdeildir, slysa- og bráðadeildir sjúkrahús- anna að ógleymdu auknu álagi á lög- reglu og dómstóla. Áfengis- og vímu- efnavandinn sem SÁÁ fæst við verður sárari og erfiðari fyr- ir þá einstaklinga og fjölskyldur sem við hann glíma og þjóðfé- lagið allt þurfi SÁÁ að draga úr starfsemi sinni. SÁÁ hefur þjón- ustusamning við ríkið um meðferð áfengis- og vímuefna- sjúklinga. Boðuð skerðing á greiðslum samkvæmt þeim samn- ingi er því boðun vanefnda. Er það siðferðilega réttlætanlegt að Alþingi Íslendinga ákveði að standa ekki við gerða samninga? Og þá sérstaklega þegar vanefnd- irnar geta haft í för með sér mjög skertar batahorfur sjúklinga? Þingmenn spyrji sig að því. Ríkið hefur þegar vanefnt umræddan samning. Það dró einhliða og án skýringa úr framlögum á þessu ári um 3,4%. Styrkir frá fyrir- tækjum hafa minnkað og heildar- tekjur SÁÁ um 3,5%. Greiðslur til SÁÁ samkvæmt samningnum nema nú aðeins 80% af kostnaði við meðferðina. Mismunurinn er greiddur af sjúklingunum sjálfum og söfnunarfé SÁÁ. Sjúklingar frá Vogi sem fara í eftirmeðferð á Staðarfelli og Vík þurfa að greiða meðferðina sjálfir. SÁÁ stofnaði styrktarsjóð til að styrkja þá sjúklinga sem standa illa fjárhagslega til að fara í eft- irmeðferðina svo þeir njóti sömu heilbrigðisþjónustu og þeir efna- meiri. Lög leyfa ekki gjaldtöku á sjúkrahúsum eins og Vogi. Með orðnum og boðuðum vanefndum á þjónustusamningnum fer kostn- aðarhlutdeild ríkisins við með- ferðina úr 80% í 70%. SÁÁ hefur engar leiðir til að auka hlut sinn í meðferðarkostnaðinum um 50%, úr 20% í 30%. Þrátt fyrir gríðarlega rýrnun á sjálfsaflafé SÁÁ sem tæplega mun snúast við á næstunni eru tillögur heilbrigðisráðherrans þær að skerða greiðslur ríkisins til SÁÁ jafn mikið og framlög til rík- isstofnana sem ekki hafa þurft að þola skerðingu annarra tekna en framlaga ríkisins. Í því felst mik- ill ójöfnuður því ljóst er að mögu- leikar samtakanna til að afla fjár á næstunni eru mun veikari en áður. Ef skerðing samningsbund- inna fjárframlaga til SÁÁ nær fram að ganga getur SÁÁ ekki veitt þá þjónustu sem gert er ráð fyrir í þjónustusamningnum. Það mun koma mjög illa niður á veiku fólki sem á fárra annarra kosta völ til meðferðar en sjúkrastofn- anir SÁÁ. SÁÁ hefur frá stofnun samtakanna verið leiðandi í með- ferð áfengis- og vímuefna- sjúklinga og er nú vel þekkt al- þjóðleg stærð hjá þeim sem láta sig varða heilbrigðismál samtím- ans. Með áformum heilbrigð- isráðherra um skerðingu á fjár- framlögum til SÁÁ í fjárlaga- frumvarpinu er allt starf SÁÁ sett í hættu og þar með orðstír Íslendinga sem ekki má við meiri áföllum en orðið er. Ef þingmenn hugsa sér að styðja skerðing- artillögur heilbrigðisráðherra ættu þeir að huga vel að afleið- ingum þess ef meðferðarstarf SÁÁ hrynur. Það er hvergi það neyðarástand í landinu að flutn- ingur fjár frá SÁÁ til annarra þarfa réttlæti það. Áfengis- og vímuefnafíkn er kostnaðarsam- asta heilbrigðisvandamál samtím- ans og leggur þyngri fjárhags- byrðar á samfélagið en nokkur annar sjúkdómur auk mikillar óhamingju sjúklinga og fjöl- skyldna þeirra. Meðferð við sjúk- dómnum er ódýr miðað við kostn- aðinn af sjúkdómnum þegar hann er ómeðhöndlaður. Það er furðulegt að nokkur haldi að það sé sparnaður í því að draga úr áfengismeðferð. Þvert á móti er það að sóa peningum. Vanefndir á þjónustusamn- ingi við SÁÁ Eftir Árna Þormóðsson » Það er hvergi það neyðarástand í land- inu að flutningur fjár frá SÁÁ til annarra þarfa réttlæti það Árni Þormóðsson Höfundur er næturvörður. „SAMKVÆMT heimildum fréttastofu kosta algengar far- tölvur nú um eitt hundrað þúsund krónur í verslunum en rétt er að benda á að samskonar gripi má fá á svörtum markaði fyrir innan við helming þess verðs.“ Ofanritað er ekki tilvitnun í Fréttastofu Ríkisútvarpsins né neina aðra þekkta fréttastofu enda hefði tæpast farið framhjá almenn- ingi ef fréttamenn leyfðu sér með slíkum hætti að beina viðskiptum til ómerkilegra smákrimma sem versla í skúmaskotum með þýfi. Á Íslandi gildir að vera stórtæk- ur og þess vegna birtist í liðinni viku frétt í Ríkissjónvarpinu þar sem íslenskum bókaunnendum var sérstaklega bent á að kaupa jóla- bækurnar í Bónus en sniðganga bókaverslanir. Verslanakeðjur eins og Bónus og Eymundsson hafa nú þegar orðið uppvísar að því að skila ekki svo sem skila ber andvirði þess sem þær selja. Fyrir vikið eru móðurfélög beggja í skipta- meðferð. Nú bendir ekkert til að þjóðin fylgi þessum endemis boðskap RÚV enda veit almenningur sem er að í stórmörkuðum eru aðeins örfáir auglýstir titlar settir niður í verði en aðrir jafnvel seldir á yf- irverði. Á sama tíma bjóða margar af bóka- búðum landsins stað- greiðsluafslætti og sérkjör sem jafnast í heild á við gylliboð Bónusmanna. Þegar við bætist vönduð ráð- gjöf og þjónusta sér- verslana má fullyrða að takmörkuðum jóla- gjafapeningum sé víð- ast betur varið en á svokölluðum kjarapöll- um stórmarkaða. Heiðarleg samkeppni verslana byggist á skilvísi. Eymundsson og Bónus eru fyrirtæki sem hafa gengið á undan í rándýru auglýs- ingaskrumi nú fyrir jólin þar sem fyrirtækin reyna að halda því að neytendum að þrátt fyrir gjaldþrot séu þau ennþá að bjóða bestu kjör. Ekkert er fjær sanni og þegar við bætist að skattgreiðendur munu borga milljarða á milljarða ofan í meðgjöf með þessum fyrirtækjum má með sanni segja að bókabrask þessara aðila sé þjóðinni dýrkeypt. Ríkissjónvarpið í lið með gangsterum Eftir Bjarna Harðarson Bjarni Harðarson » Almenningur veit sem er að í stór- mörkuðum eru aðeins örfáir auglýstir titlar settir niður í verði en aðrir jafnvel seldir á yf- irverði. Höfundur er bóksali. VITA er í eigu Icelandair Group. VITA er lífið VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 Kanarí í vetur Síðustu sætin! GROUP Skráðu þig í netklúbbinn - VITA.is ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 47 27 9 09 /0 9 Við vildum að farþegum liði eins og þeir væru heima hjá sér þegar við settum ný sæti og nýtt afþreyingarkerfi í flugflota Icelandair. Hver farþegi hefur sinn eigin skjá þar sem er í boði án endurgjalds fjölbreytt úrval af kvikmyndum, vinsælum sjónvarpsþáttum, tónlist og tölvuleikjum. Hver og einn velur sína eigin dagskrá og getur auk þess sótt upplýsingar um flugferðina sjálfa og margt fleira. Beint morgunflug, glæsilegur flugkostur. Hjá VITA eru veittir 2.500 Vildarpunktar fyrir allar keyptar ferðir í leiguflugi með VITA. Þannig öðlast þú stöðugt fleiri tækifæri til þess að njóta lífsins. Auk þess getur þú lækkað verðið á ferðinni þinni um allt að 10.000 kr. með 15.000 Vildarpunktum. Þú getur notað Vildarpunktana hjá okkur Verð frá 121.300 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Las Camelias - 13 nætur 02. jan.–15. jan. Verðdæmið er m.v. 2 í íbúð m/1 svefnh. á Las Camelias. * Verð án Vildarpunkta: 131.300 kr. Innifalið: Flug, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. Verð frá 114.950 kr.* og 15.000 Vildarpunktar Las Camelias - 12 nætur 15. jan.–27. jan. Verðdæmið er m.v. 2 í íbúð m/1 svefnh. á Las Camelias. * Verð án Vildarpunkta: 124.950 kr. Innifalið: Flug, flugvallarskattar og íslensk fararstjórn. 2. og 15. janúar Eingöngu flug Flug fram og til baka 69.900 kr. og 15.000 Vildarpunktar* *Verð án Vildarpunkta 79.900 kr. Innifalið: flug og flugvallaskattar Eingöngu flug Flug fram og til baka 64.900 kr. og 15.000 Vildarpunktar* *Verð án Vildarpunkta 74.900 kr. Innifalið: flug og flugvallaskattar Aðeins hjá VITA Jörðin Háls I í Fnjóskadal, Þingeyjarsveit er til leigu ef viðunandi tilboð fæst. Háls I er í um 30 mín. akstursfjarlægð frá Akureyri og liggur að þjóðvegi 1. Á jörðinni er tvílyft íbúðarhús um 190 fm að stærð, auk útihúsa. Hlutar jarðarinnar eru þegar í útleigu og fylgja ekki. Afmörkuð hefur verið landspilda, Háls II, um 3,4 hektarar að stærð. Á henni stendur einlyft íbúðarhús um 122 fm að stærð. Til greina kemur að leigja spilduna með Hálsi I eða sérstaklega. Jörðin er ekki leigð til ábúðar eins og hún er skilgreind í ábúðarlögum nr. 80/2004. Nánari upplýsingar má nálgast á www.kirkjan.is/hals eða á Biskupsstofu í síma 528 4000. Skriflegum tilboðum skal skilað til kirkjumálasjóðs, Biskupsstofu, Laugavegi 31, 150, Reykjavík eigi síðar en 15. desember 2009. Til leigu jörðin Háls I og II, Þingeyjarsveit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.