Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 6
6 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is MUNUR á matvöruverði á Íslandi og á Spáni hefur minnkað mikið. Í verðkönnun sem Morgunblaðið gerði í matvöruverslunum í Torriveja á Spáni og á Íslandi í vikunni kom fram aðeins 17% verðmunur Íslandi í óhag. Samkvæmt tölum frá Hagstofu Evr- ópusambandsins frá árinu 2007 var matvöruverð 68% hærra á Íslandi en á Spáni. Gengisfall krónunnar hefur ger- breytt öllum samanburður á mat- vöruverði á Íslandi og öðrum Evr- ópuríkjum. Opinberar tölur síðustu ár hefur sýnt matvöruverð hér á landi mörgum tugum prósenta hærri en í nágrannalöndunum. Talsvert mikið var fjallað um þessi mál árið 2006 þegar Samkeppniseftirlitið birti skýrslu um samanburð á verðlagi hér á landi og á Norðurlöndunum. Í kjöl- farið tóku íslensk stjórnvöld ákvörð- un um lækka virðisaukaskatt á mat- vörum og fella niður vörugjöld, en þessar breytingar komu til fram- kvæmda 1. mars 2007. Stjórnvöld sögðu á þeim tíma að aðgerðirnar miðuðu að því að matvöruverð á Ís- landi og hinum Norðurlöndunum yrði svipað. Sumir kunna að segja að ekkert sé að marka samanburð á matvöruverði milli landa nú þegar gengi krónunnar hefur hrunið, en það má eins spyrja hvort nokkuð hafi verið að marka samanburðinn árið 2007, en flestum ber saman um að gengi krónunnar hafi þá verið óeðlilega hátt. Sá samanburður sem hér birtist byggist á verði í stórmarkaðinum Mercadona í Torriveja á Spáni og í Krónunni í Bíldshöfða. Um er að ræða sambærilegar verslanir. Marg- ir Íslendingar búa í Torriveja og enn fleiri dveljast þar á sumrin. Samanburðurinn sýnir að ekki er lengur sláandi munur á verðlagi í löndunum. Munurinn er mestur á kjúklingum, nautagúllasi og kart- öflum. Mjólk er ódýrari á Íslandi, en rjómi dýrari. Verð á innfluttum vörum er ýmist hærra eða lægra. 17% verðmunur Með gengisfalli krónunnar hefur verðmunur á matvælum milli Íslands og annarra landa minnkað mjög mikið Morgunblaðið/Kristinn Matvörur Mörgum finnst dýrt að kaupa matvörur á Íslandi. Fall krónunnar hefur ýtt undir verðbólgu. Gengisfall krónunnar hefur líka leitt til þess að mun dýrar er nú fyrir Íslendinga að kaupa matvörur erlendis. Árið 2007 mældist munur á matvöruverði á Íslandi og á Spáni um 68%. Óformleg verðkönnun Morgunblaðsins í verslunum í Reykjavík og Torriveja sýnir aðeins 17% mun. Verð í matvöruverslunum á Íslandi og Spáni Mjólk Rjómi Jógúrt með ávöxtum Ostur Havarti Franskar kartöflur Heilhveitibrauð Egg Kartöflur Epli, græn Epli, rauð Bananar Agúrka Gulrætur Tómatar Melóna Blómkál Laukur Broccoli Lax í sneiðum Lax í flökum Ýsa, fryst flök Hveiti Sykur Coca Cola Pizza með skinku Nautagúllas Nautahakk Pylsur Kjúklingur, nýr Kjúklingur, bringur Kjúklingur, læri Matarolía Eldhúsrúllur SAMTALS 1 líter 0,5 lítrar 500 gr. per kg per kg langt per kg 2 kg per kg per kg per kg per kg per kg per kg per kg per kg per kg per kg per kg per kg per kg per kg per kg 2 lítrar per kg per kg per kg 5 stk. per kg per kg per kg 500 ml 4 stk. -41% +100% -22% -8% +55% +8% +57% +138% -18% +44% -12% +46% +142% -47% -34% +86% -62% -14% +6% +7% -9% -29% +51% +2% +28% +59% +10% -10% +64% +30% +92% +23% +23% +17% Eining * miðað við evran kosti 183 kr. Mismunur 102 384 253 1.296 311 169 567 580 218 329 209 386 332 119 192 358 119 340 1.535 1.798 937 177 223 254 1.210 1.978 1.103 360 598 1.358 698 549 299 19.341 Ísland 172 192 324 1.412 201 157 362 244 265 229 238 265 137 225 291 192 314 395 1.446 1.684 1.034 249 148 249 943 1.244 1.006 400 364 1.041 364 445 244 16.476 Spánn* Eftir Sigtrygg Sigtryggsson sisi@mbl.is UMRÆÐUR um Icesave-frum- varpið hófust að nýju á Alþingi á tólfta tímanum í gærmorgun en þetta var níundi dagurinn sem málið er rætt í 2. umræðu málsins á yfirstandandi þingi. Samkvæmt upplýsingum frá Al- þingi hafði málið verið rætt í 78 klukkustundir og 6 mínútur, áður en umræðan hófst í gær. Eru þá innifaldar umræður um fundar- stjórn forseta, sem hafa verið ófáar undir umræðunni um Icesave. Við 1. umræðu málsins var það rætt í 9 klukkustundir og 19 mínútur. Umræða um málið hófst að nýju klukkan 11:13 í gærmorgun og var málið síðan rætt linnulaust, að undanteknum tveimur stuttum matarhléum. Þegar umræðunni var frestað kl. 21:40 í gærkvöldi hafði málið því verið rætt í 97 klukku- stundir og 3 mínútur á yfir- standandi þingi. Þegar Icesave-frumvarpið var fyrst rætt á sumarþinginu stóðu þær umræður í 43 klukkustundir og 58 mínútur. Málið hafði því ver- ið rætt í um 131 klukkustund á tveimur þingum áður en þingfund- ur hófst í gæmorgun. Reyndar er um tvö mismuandi frumvarp að ræða, en um sama málið. Umræðan um Icesave frumvarp- ið er hin lengsta um eitt tiltekið mál á Alþingi frá því vinnsla um- ræðna var tölvuvædd á þinginu, sem var á 115. löggjafarþinginu 1991-1992. Samkvæmt upplýsingum Vigdís- ar Jónsdóttur aðstoðarskrifstofu- stjóra Alþingis eru ekki tiltækar upplýsingar um lengd umræðna frá fyrri þingum en dæmi eru um mjög langar umræður um tiltekin mál. Vigdís hefur tekið saman lista yfir þau þingmál, sem rædd hafa verið í 50 klukkustundir eða lengur frá árinu 1992. Listinn er þannig:  116. þing (1992-1993) – EES = 101 klukkustundir.  122. þing (1997-1998) – Sveitar- stjórnarlög = 74 klst.  123. þing (1998-1999) – Gagna- grunnur á heilbrigðissviði = 53 klst.  130. þing (2003-2004) – Útvarps- lög og samkeppnislög, fjölmiðla- lögin = 83 klst.  132. þing (2005-2006) – Vatnalög = 52 klst.  133. þing (2006-2007) – Ríkisút- varpið = 70 klst.  136. þing (2008-2009) – Stjórnar- skipunarlög = 59 klst. Umræðan um Icesave hefur slegið fyrri met Málið rætt í um 140 klukkutíma alls VALBJÖRN Júlíus Þorláksson frjáls- íþróttamaður lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í fyrradag, 75 ár að aldri. Hann var einn af kunnustu íþróttamönnum lands- ins á sinni tíð. Valbjörn fæddist á Siglufirði 9. júní 1934 sonur hjónanna Ástu Júlíusdóttur og Þorláks Antons Þorkelssonar. Hann hóf íþróttafer- ilinn í knattspyrnu á Siglufirði og hélt því áfram í Keflavík eftir að fjölskyldan flutti þangað. Þar varð hann Ís- landsmeistari með 2. flokki ÍBK. Hann sneri sér fljótt að frjálsum íþróttum og varð mikill afreksmaður á því sviði, ekki síst í stangarstökki og tug- þraut. Hann keppti með ÍR, Ármanni og KR og einnig fyrir hönd þjóðarinnar er- lendis, meðal annars á þremur Ólympíu- leikum. Hann var kos- inn Íþróttamaður árs- ins tvisvar, 1959 og 1965, en seinna árið varð hann Norður- landameistari í tug- þraut. Síðar varð hann heimsmeistari í flokki öldunga. Valbjörn starfaði á Laugardals- vellinum í áratugi. Hann eignaðist sex börn. Andlát Valbjörn J. Þorláksson frjálsíþróttamaður Innbrotsþjófur eða -þjófar fóru inn um opinn glugga á jarð- hæð einbýlishúss í Þingunum í Kópavogi í gær. Jólagjafir, tölu- vert af skart- gripum, tvær fartölvur og leikjatölva voru á meðal þess sem var tekið. Tilkynnt var um innbrot í félagsmiðstöð í Bólstaðahlíð snemma í gærmorgun. Þjófarnir tóku peningakassa, lyfjarúllu og blóðþrýstingsmæli. Ekki liggur fyrir hversu mikið fé var í kass- anum. Þjófarnir virðast hafa verið að flýta sér að sögn lögreglu því á vettvangi fannst poki með 11 grömmum af amfetamíni. Innbrotsþjófar á ferðinni í Hlíð- um og Þingum Mjög er misjafnt hve þingmenn hafa verið málglaðir á yfirstandandi þingi. Í gær sögðum við frá þeim sem lengst og oftast hafa talað á þinginu og þar var fremstur í flokki Gunnar Bragi Sveinsson, þingflokks- formaður Framsóknar, sem talað hafði í 537 mínútur. Listinn yfir þá sem sjaldnast og styst hafa talað, í ræðum og athugasemdum, lítur þannig út: Ögmundur Jónasson VG (4 mínútur), Lilja Rafney Magnúsdóttir VG (16), Jónína Rós Guðmundsdóttir S (32), Árni Þór Sigurðsson VG (33), Atli Gíslason VG (49), Oddný G. Harðardóttir S (53), Róbert Marshall S (55), Sigríður Ingibjörg Ingadóttir S (56) og Þórunn Sveinbjarn- ardóttir S (58). Allt eru þetta þingmenn stjórnarflokkanna tveggja. Sérstaka athygli vekur hve sjaldan Ögmundur Jónasson hefur lagt leið sína í ræðustól Alþingis. Hann hefur haldið tvær ræður og talað í 4 mín- útur samtals. Ögmundur hefur margoft verið í hópi þeirra þingmanna sem mest hafa talað og hann var ræðukóngur á 128. þinginu (2002- 2003), þegar hann talaði í rúmar 24 klukkustundir. Lengst talaði Ög- mundur á þinginu 2005-2006, í rúmar 35 klukkustundir. sisi@mbl.is Ögmundur hefur talað í fjórar mínútur Ögmundur Jónasson PI PA R\ TB W A • SÍ A • 92 36 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.