Morgunblaðið - 05.12.2009, Side 2

Morgunblaðið - 05.12.2009, Side 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjóri Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport- @mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „ICESAVE-málið snýst um ekki minna en árás á sjálfstæði þjóðarinnar,“ sagði Bjarni Benedikts- son formaður Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarand- staðan á Alþingi hélt blaðamannafund í gær og lagði þar til, að frumvarpi fjármálaráðherra í Ice- save-málinu yrði vísað frá Alþingi og til frekari meðferðar ríkisstjórnar. Mat stjórnarandstöð- unnar er, að ríkisstjórninni beri að taka upp við- ræður við ESB um málið svo sanngjörn niður- staða fáist, enda sé málið risið vegna meingallaðr- ar löggjafar bandalagsins. Verði ekki á það fallist beri Íslendingum að hafna kröfum um ríkisábyrgð svo Bretar og Hollendingar þurfi að sækja að ís- lenskum stjórnvöldum fyrir hérlendum dóm- stólum. „Það liggur skýrt fyrir á þessum tímapunkti að stjórnarandstaðan mun öll greiða atkvæði gegn þessu máli,“ sagði Bjarni Benediktsson. Stjórnarandstaðan hefur verið gagnrýnd fyrir málþóf í Icesave-málinu, sem tefji fyrir lausn þess. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Fram- sóknarflokksins segir langar og margar ræður stjórnarandstöðuþingmanna í Icesave-málinu ekki skýrast af því að menn séu að nýta sér gloppu í þingsköpunum. Það sé einfaldlega hlutverk þeirra sem séu í andstöðu við ríkisstjórn á hverjum tíma að veita þeim sem völdin hafa málefnalegt aðhald. Gæti stefnt landinu í þrot Sigmundur Davíð segir að áður en stjórnarand- staðan lýkur umfjöllun sinni um Icesave-málið, sem nú sé í 2. umræðu á Alþingi, verði að svara vissum spurningum, svo sem hvort málið standist stjórnarskrá og hvort þjóðin ráði við skuldbind- ingarnar. „Þetta gæti stefnt landinu í þrot. Vext- irnir eru meira en 100 milljónir króna á dag mörg ár fram í tímann. Slíkt hefur gífurleg áhrif á þróun mála á Íslandi.“ Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Hreyf- ingarinnar, tók í svipaðan streng og sagði að sí- fellt væru að koma fram nýjar upplýsingar í Ice- save-málinu. „Ég hef enn ekki fengið nein svör um hvernig eigi að halda grunnstoðum íslensks sam- félags í lagi með skuldbindingunum.“ Stjórnarandstaðan vill vísa Icesave-máli til ESB  Vilja sanngirni  Íslenskir dómstólar úrskurði  Sífellt nýjar upplýsingar Morgunblaðið/Kristinn Á Alþingi Bjarni Benediktsson, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Birgitta Jónsdóttir, forystufólk stjórnarandstöðunnar, vilja leita nýrra leiða til lausnar Icesave, og málið verði leyst á vettvangi ESB. „Fyrir ári töldu sjálfstæðis- menn fullreynt að Icesave- málinu yrði komið til dóm- stóla. Nú eru þeir á öndverðri skoðun. Þessi málflutningur er ábyrgðarlaus og fallinn til þess að spilla þeirri niður- stöðu sem við höfum þó náð. Ég fagna því hins vegar ef frávísunartillagan skilar því að málið verður tekið til at- kvæðagreiðslu því þá kom- umst við aftur af stað með málið,“ segir Stein- grímur J. Sigfússon fjármálaráðherra. Hann segir stjórnarandstöðuna hafa sjálf- sagðan rétt til þess að gagnrýna. Stóryrði um meint svik í málinu séu hins vegar ekki svara- verð. Þá sé stjórnarandstaðan nú að spyrja um grundvallaratriði, svo sem upphæð Icesave- skuldbindinga Íslendinga í pundum og evrum, sem lengi hafi legið fyrir. Ekki er hægt, að mati Steingríms, að leggja maraþonræður stjórnarandstöðu nú að líku við málflutning til dæmis vinstri grænna þegar þeir voru utan stjórnar. VG hafi til dæmis stutt nauðsynlegar aðgerðir í hruninu síðasta haust og ekki tafið framgang mála. Það geri Sjálf- stæðisflokkur og Framsóknarflokkur nú og sé vorkunn, enda ungir og reynslulitlir menn í for- ystu beggja flokka. Ábyrgðarlaus málflutningur stjórnarandstöðu spillir fyrir Steingrímur J. Sigfússon ZIMSENHÚSIÐ sögufræga er nú auglýst til sölu hjá fasteignasölunni Eignamiðlun. Húsið er í eigu Minjaverndar hf. og hefur nýlega verið endurbyggt á nýjum stað, Vesturgötu 2 a í Grófinni í Reykja- vík. Húsið var hluti af Thomsen- Magasin verslunarhúsunum við Hafnarstræti og síðar verslun Zim- sen. Það var síðan flutt af reitnum vegna skipulagsbreytinga. Eftirsóknarverð fjárfesting Sverrir Kristinsson fasteignasali sagði að sér litist vel á að setja hús- ið á markað því það sé allt í út- leigu. „Fjárfestar vilja gjarnan kaupa hús þar sem eru góðir leigu- takar. Það er alltaf töluverð eftir- spurn eftir eignum sem eru í góðri leigu,“ sagði Sverrir. Hann sagði að Minjavernd hf. hafi staðið mjög myndarlega að standsetningu húss- ins. Óskað er eftir tilboðum. Húsið er kjallari og tvær hæðir, samtals um 670 fermetrar. Í kjallaranum er nú rekinn veitinga- staður og á hæðunum eru skrif- stofur. Húsið er að stofni til um 120 ára, byggt í tveimur áföngum sem tvö samstæð hús. Eldri hlutinn var byggður 1883 og sá yngri 1889. gudni@mbl.is Endurbyggt Zimsenhús til sölu Nýr staður Zimsenhúsið í Grófinni. Eftirspurn eftir eignum sem eru í góðri leigu Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is AÐALMEÐFERÐ í skuldamáli Straums-Burðaráss fjárfestinga- banka gegn BOM fjárfestingum ehf. og eiganda félagsins, Magnúsi Þor- steinssyni athafnamanni, fór fram í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær. Ólafur Ólafsson héraðsdómari dæmir í málinu. Málið snýst um það hvort ábyrgð- aryfirlýsing sem Magnús gaf í jan- úar 2008 vegna skuldar BOM fjár- festingar ehf. við Straum-Burðarás fjárfestingabanka sé gild eða ekki, að sögn Gísla Guðna Hall hrl. Hann er lögmaður Straums-Burðaráss fjárfestingabanka í málinu. Gísli Guðni sagði að þótt búið sé að lýsa Magnús gjaldþrota þá breyti það ekki því að hann eigi rétt á að fá úr því skorið fyrir dómi hvort ábyrgðin sé gild eða ekki. Þess vegna sé þetta einkamál höfðað. Benedikt Ólafsson hrl., lögmaður BOM fjárfestingar ehf. og Magnús- ar Þorsteinssonar, sagði málið snú- ast um gildi ábyrgðarinnar. Bene- dikt sagði að vegna aðstæðna sem voru fyrir hendi þegar ábyrgðin var veitt sé hún ekki talin gild og ekki eðlilegt af hálfu Straums-Burðaráss að ganga eftir henni. Lánað til hlutabréfakaupa Straumur-Burðarás fjárfestinga- banki stefndi BOM fjárfestingum ehf. í febrúar sl. vegna vanskila á rúmlega eins milljarðs króna láni sem bankinn veitti félaginu árið 2005. Lánið átti að greiða upp í einu lagi í október 2007. Lánið fór í að kaupa 5% hlut í Icelandic Group og fékk Straumur-Burðarás handveð í hlutabréfunum sjálfum. Þegar verð- mæti bréfanna féll var kallað eftir auknum tryggingum. Magnús keypti BOM fjárfestingar ehf. í nóvember 2007. Hann skrifaði undir sjálfskuldarábyrgð í janúar 2008 vegna lánsins frá Straumi- Burðarási. Ábyrgð Magnúsar var þó takmörkuð við 930 milljónir króna auk 20% ársvaxta frá 10. janúar 2008 til greiðsludags. Gjalddagi lánsins var einnig færður aftur til 10. októ- ber 2008. Enn var gert veðkall í lok ágúst 2008 og fór Straumur-Burðarás fram á auknar tryggingar fyrir lán- inu. Búið var að afskrá Icelandic Group úr Kauphöllinni og enginn skipulegur verðbréfamarkaður með hlutabréf í félaginu. Lánið var svo gjaldfellt 2. september 2008 og innheimtumál höfðað á hendur Magnúsi. Straumur krafðist gjaldþrots Straumur-Burðarás krafðist þess í febrúar sl. að eignir Magnúsar yrðu kyrrsettar til tryggingar skuld- inni. Þeirri gerð lauk án árangurs 20. febrúar síðastliðinn þar eð Magnús gat ekki bent á eignir til tryggingar skuldinni. Magnús flutti lögheimili sitt frá Íslandi til Rúss- lands í apríl síðastliðnum. Bú Magnúsar var svo tekið til gjaldþrotaskipta í maí sl. að kröfu Straums-Burðaráss fjárfestinga- banka. Þar eð krafan kom fram áður en Magnús flutti lögheimili sitt til Rússlands var hann ekki talinn undanþeginn lögsögu íslenskra dóm- stóla. Hæstiréttir staðfesti svo í byrjun júní sl. úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra um að búið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Straumur-Burðarás fjárfestinga- banki er nú í greiðslustöðvun. Sam- kvæmt heimildum Morgunblaðsins hefur Straumur-Burðarás þá vinnu- reglu að ganga hart eftir sínum kröf- um. Deilt um gildi sjálfs- skuldarábyrgðar Straumur stefndi Magnúsi Þorsteinssyni athafnamanni FORSÆTISRÁÐHERRA hefur skipað nefnd sem hefur það verkefni að end- urskoða lög um Stjórnarráð Íslands í heild sinni og gera tillögur um laga- breytingar. M.a. verður fjallað um starfshætti ríkisstjórnar og fyrirkomulag ráðherrafunda, innra skipulag og starfsheiti starfsmanna, ráðningu póli- tískra aðstoðarmanna og auglýsingaskyldu, svo nokkur atriði séu nefnd. Anna Kristín Ólafsdóttir stjórnsýslufræðingur er formaður nefndarinnar, en aðrir í nefndinni eru, Hafdís Ólafsdóttir skrifstofustjóri, Gunnar Helgi Kristinsson prófessor, Helgi Áss Grétarsson lögfræðingur og Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur. Nefnd endurskoðar lög um stjórnarráðið og undirbýr lagabreytingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.