Morgunblaðið - 05.12.2009, Page 58

Morgunblaðið - 05.12.2009, Page 58
58 MenningFRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 UPPSETNING Hans Neuenfels á óperunni Lé eftir Aribert Reimann fær góða umsögn í þýskum fjöl- miðlum og er sérstaklega farið lof- samlegum orðum um frammistöðu Tómasar Tómassonar í aðalhlut- verkinu. Kai Luehrs-Kaiser, gagnrýnandi Kulturradio, segir að þrátt fyrir það hversu erfitt sé að skipa í hlutverkin í óperunni, sem flutt er í Komische Oper í Berlín, hafi tekist að koma verulega á óvart. Kveðst gagnrýn- andinn ekki hafa upplifað jafn áhrifaríkt kvöld í söng svo árum skiptir og bætir við: „Það er einkum að þakka hinum hrífandi íslenska bassabaritón Tómasi Tómassyni, sem er tröllaukið efni og býr yfir eðaleiginleikum marmarans og hlýju eins og mjúkt vax. Ein besta frum- raun í hlutverki sem ég hef nokkurn tímann heyrt.“ Í dagblaðinu Berliner Morgen- post segir að það sé kraftaverki lík- ast hvað tekist hafi að safna hæfum söngvurum í kringum Tómas í aðal- hlutverkinu. „Tómas virðist talsvert ungur fyr- ir aðalhlutverkið, en á móti kemur að hann hefur fullkomið vald á söng- list sinni,“ skrifar gagnrýnandi blaðsins, Klaus Geitel. Í hverjum tóni komi andardráttur listar hans fram í formi lífskrafts, skilnings og því hvernig söngvarinn gefur sig í verkið. Reimann skrifaði óperuna um Lé konung fyrir stórsöngvarann Diet- rich Fischer-Dieskau og söng hann aðalhlutverkið þegar hún var frum- flutt í München árið 1978. Fullkomið vald á sönglist- inni Tómas Tómasson fær hástemmt lof Tómas Gefur sig í verkið. Í TILEFNI af 150 ára ártíð tónskáldsins merka Georgs Friedrichs Händel (1685-1759) verða haldnir tónleikar í Lista- safni Einars Jónssonar, Hnit- björgum, á morgun, sunnudag- inn 6. desember kl. 17. Á tónleikunum flytja þau Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari og Páll Eyjólfsson gítarleikari meðal annars tvær sónötur Händels. Þau Laufey Sigurð- ardóttir og Páll Eyjólfsson hafa leikið saman sem dúó á fiðlu og gítar um árabil og komið fram á tón- leikum víða heima og erlendis. Tónleikarnir verða í sal á jarðhæð. Inngangur frá höggmyndagarð- inum við Freyjugötu. Tónlist Händel í Hnitbjörgum Laufey Sigurðardóttir HELENA Hans býður öllum landsmönnum til gjörnings fyrir utan eldhúsgluggann sinn á horni Háteigsvegar og Rauð- arárstígs. Helena hefur boðið til sín áhrifamestu myndlistar- mönnum þjóðarinnar til að snæða dýrindis kvöldverð á heimili sínu í kvöld frá 20 - 22. Hún mun standa úti ásamt al- menningi og horfa inn á þá borða. Úti verður rómantísk fátækrastemning við eld í tunnu, tónlist og heitri súpu. Samfélagsgjörningurinn er partur af einka- listahátíð Helenu sem ber nafnið Kreppa 2009-10, ekki gera ekki neitt. Hátíðin er á Facebook þar sem einnig er hægt að fylgjast með viðburðum. Myndlist Býður öllum að eldhúsglugganum Helena Hans myndlistarmaður. JÓLAUPPBOÐ Gallerís Fold- ar verður haldið í tvennu lagi mánudags- og þriðjudagskvöld næstkomandi. Boðin verða upp um 180 verk af ýmsum toga bæði nýleg og eftir gömlu meistaranna. Meðal verka sem boðin verða upp eru Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson, fágætt geómetríuverk eftir Nínu Tryggvadóttur og málverk eft- ir Þórarinn B. Þorláksson frá 1891. Þá verður í fyrsta sinn boðið upp nokkur fjöldi eftirprentana af verkum heimskunnra lista- manna. Uppboðin hefjast báða dagana klukkan 18.15, í Gallerí Fold við Rauðarárstíg. Myndlist Jólauppboð í tveimur hlutum Hafmeyjan eftir Nínu Sæmundsson. Eftir Bergþóru Jónsdóttur begga@mbl.is SÖNGSVEITIN Fílharmónía fagn- ar hálfrar aldar afmæli sínu á þessu starfsári. Lilja Árnadóttir, formaður afmælisnefndar kórsins, segir af- mælisdagskrána óvenju myndar- lega. „Við fögnum afmælinu með fern- um tónleikum. Aðventutónleikarnir okkar verða á morgun og á miðviku- dagskvöld. Við verðum í óvenjulegu og skemmtilegu samstarfi við kór Fella- og Hólakirkju í febrúar og flytjum Magnificat eftir John Rutt- er, sykursæta enska tónlist frá síð- ustu öld, ásamt Lúðrasveit verka- lýðsins. 24. apríl höldum við svo afmælishátíð í Iðnó, þar sem við bjóðum gömlum söngfélögum og öðl- ingum okkar og ætlum að vera með skemmtilega dagskrá sem lokkar. Í maí frumflytjum við svo nýtt verk með tveimur einsöngvurum og hljómsveit eftir Tryggva M. Bald- vinsson, sem hann er að semja fyrir okkur í tilefni af 50 ára afmælinu. Það verður aðalnúmerið, en við ætl- um þá líka að flytja valda kafla úr uppáhaldsverkunum okkar.“ Bókhald til um alla tónleikana Lilja segir að þau skipti tugum stóru kórverkin sem Söngsveitin hefur flutt á hálfri öld. „Það hefur verið haldið mjög vel utan um þessar heimildir og efni allra tónleika okkar frá upphafi er aðgengilegt á heima- síðunni okkar. Stóru verkin skipta tugum og þar má nefna Requiem eftir Brahms, Verdi og Mozart; Árs- tíðirnar og Sköpunina og fleiri verk eftir Haydn.“ Það var í kórstjóratíð Bernharðs Wilkinsons sem kórinn fór að halda aðventutónleika og Lilja segir að þeir hafi skreytt kórstarfið mjög mikið. „Þá fór að reyna á allt annað í hæfileikum kórfélaga en að syngja með stórri hljómsveit.“ Í ágúst á næsta ári tekur kórinn þátt í stóru kóramóti á Menning- arnótt, en það sækja baltneskir kór- ar auk íslenskra. En hvers vegna syngur fólk í kór? „Ég held að margir þeirra sem í gegnum tíðina hafa kosið að taka þátt í kórstarfi og komið til okkar geri það vegna þess að við erum ekki kirkjukór. Það er öðru vísi skuld- binding á tíma fólks. Það trekkir líka að syngja stór kórverk með stórri hljómsveit. Kórinn hefur lifað allar þrengingar af. Framan af var hann eins konar hirðkór Sinfóníuhljóm- sveitarinnar, en svo breyttist mark- aðurinn og fleiri kórar komu til sög- unnar, sem var eðlilegt. Þá hófst ný lífsbarátta sem hefur tekist. Tækifæri í nýjum stjórnanda Eftir að hafa sungið í kórnum í mörg, mörg ár finnst mér það gefa kórnum visst tækifæri að skipt sé um stjórnendur. Það getur verið erf- itt, en líka mikil ögrum. Við erum af- skaplega ánægð með það hvernig okkar ungi kórstjóri, Magnús Ragn- arsson, tekur á og keyrir þetta áfram og tekst að yngja okkur upp.“ Einn kórfélagi, Baldur Sigfússon, hefur starfað með Söngsveitinni Fíl- harmóníu frá upphafi. „Baldur er ótrúlegur, og syngur einsöng á að- ventutónleikunum í verki sem Magnús kórstjóri samdi fyrir okkur. Röddin hans er ennþá mjög fín.“ Óvenju myndarlegt afmæli  Söngsveitin Fílharmónía fagnar 50 ára afmæli í vetur  Fernir tónleikar á afmælisárinu  Aðventutónleikar annað kvöld og miðvikudagskvöld kl. 20 í Langholtskirkju Morgunblaðið/Heiddi Söngsveitin Fílharmónía Lilja Árnadóttir formaður afmælisnefndar, Magnús Ragnarsson kórstjóri og Einar Karl Friðriksson formaður kórsins. JÓLATÓNLEIKAR Mótettukórs Hallgrímskirkju verða í kirkjunni í kvöld kl. 21 og á morgun kl. 17. Björn Steinar Sólbergsson org- anisti verður einleikari á tónleik- unum og spilar tvö frönsk orgelverk tengd jólum á stóra Klais-orgelið í kirkjunni. Á efnisskrá kórsins eru verk eftir innlenda og erlenda höfunda, bæði vel þekktar perlur, svo og minna þekkt kórverk, m.a. nýleg jólaverk eftir tónskáldin Eric Whitacre og Ola Gjeilo, grípandi kórverk þar sem höfundar leika með margradda, blæ- brigðaríka hljóma, sem undirstrika tign og fegurð aðventu- og jólaboð- skaparins. Auk þess syngur kórinn íslenska og erlenda jólasálma, þar á meðal aðventutónlist eftir Giovanni Perluigi da Palestrina, ómissandi jólakórverk eftir Johann Eccard, Betlehemsstjörnuna eftir Áskel Jónsson og Jólagjöfina eftir Hörð Áskelsson. Meðal annarra sálma, sem sungnir verða má nefna Nóttin var sú ágæt ein og Guðs kristni í heimi og er kirkjugestum boðið að taka undir sönginn. Stjórnandi er Hörður Áskelsson. Ómissandi jólakórverk Mótettukórinn Kórinn syngur verk eftir innlenda og erlenda höfunda. Jólatónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju um helgina Mér fannst ég ekki geta, samviskunnar vegna, sent þetta fólk til þessara plötufyrirtækja 60 » AÐVENTUTÓNLEIKAR Söngsveit- arinnar Fílharmóníu verða annað kvöld og miðvikudagskvöld kl. 20 í Langholtskirkju. Á fyrri hluta tónleikanna verður sungið á ís- lensku, og nýtt verk eftir kór- stjórann, Magnús Ragnarsson, verður frumflutt. Verkið heitir Athvarf frá kyni til kyns og Magnús samdi það og gaf kórn- um í tilefni af 50 ára afmælinu. Textann sækir hann í 90. Davíðs- sálm. Á síðari hluta tónleikanna verða flutt verk á erlendum tungum, ensku, færeysku, rúss- nesku og katalónsku að ógleymdri latínunni, klassísku tungumáli sígildra kórverka. Ágúst Ólafsson bariton syngur einsöng með kórnum, og org- anisti í nokkrum verkum verður Guðný Einarsdóttir kantor í Fella- og Hólakirkju. Magnús Ragnars- son hefur stjórnað Söngsveitinni Fílharmóníu frá ársbyrjun 2006. Frumflytja verk eftir kórstjórann Aðventukvöld Fríkirkjunnar í Reykjavík 6. desember kl. 20.00 Ræðumaður kvöldsins er Herdís Þorvaldsdóttir, leikkona og fyrrum formaður Lífs og lands. Sérstakir gestir eru tónlistarmennirnir Magnús Eiríksson og Pálmi Gunnarsson, sem flytja nokkur lög af sinni alkunnu snilld. Anna Kristine Magnúsdóttir, rithöfundur og fjölmiðlakona, les úr nýrri bók sinni, Milli mjalta og messu. Anna Sigga og Carl Möller ásamt kór Fríkirkjunnar flytja fjölbreytta aðventu- og jólatónlist. Allir hjartanlega velkomnir. Enginn aðgangseyrir. Einnig viljum við minna á jólatrésskemmtunina 13. desember kl. 14.00.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.