Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 48
48 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 ✝ Sigurður JökullStefánsson fædd- ist á Egilsstöðum 21.september 1967. Hann lést hinn 25. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hans eru Stefán Sigurðs- son frá Breiðumörk, f. 14.8. 1940 og Kristbjörg Kristjáns- dóttir frá Fremra- seli, f. 23.12. 1946. Systur Sigurðar eru Ingunn Stefánsdóttir f. 6.9. 1965. Sambýlismaður Ing- unnar er Guðmundur Ólafsson, f. 24.1. 1964. Dætur Ingunnar eru Auður Jónsdóttir, f. 1.6. 1988 og Guðdís Jónsdóttir, f. 16.6. 1990. Sesselja Björg Stefánsdóttir, f. 25.2. 1977. Eiginmaður hennar er Niels Theodor á Kinn, f. 30.3. 1981. Sonur þeirra er Sakarias Stefán, f. 4.9. 2009. Sambýliskona Sig- urðar Jökuls var Þórey Eiríksdóttir, f. 26.12. 1971, frá Haf- bliki, Borgarfirði eystra. Foreldrar hennar eru Eiríkur Gunnþórsson frá Tungu, f. 27.4. 1940, og Steinunn Þóra Helgadóttir frá Hjallhól, f. 3.5. 1943. Börn Þóreyjar eru Arna Skaftadóttir, f. 12.3. 2001, og Atli Skaftason, f. 9.7. 2003. Sigurður Jökull bjó á Breiðumörk í Jökuls- árhlíð ásamt fjölskyldu sinni og stundaði þar búskap. Útför Sigurðar fer fram frá Eg- ilsstaðakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 11. Jarðsett verð- ur í Sleðbrjótskirkjugarði. Meira: mbl.is/minningar Sæll frændi. Ég skrifa þér þessar línur, ekki af því að ég haldi að þú verðir var við þær á nokkurn hátt, heldur fremur vegna þess að ég þarf á því að halda að kveðja þig. Þú fórst, eins og oft áður, snögglega og án þess að kveðja. Þig hef ég þekkt frá því að ég fæddist og alltaf þótt afskaplega vænt um þennan stóra, sterka og hrjúfa frænda minn. Þeir eru til sem sögðu að þú værir ekki mikið á „tilfinningasviðinu“ eins og það er kallað. Þeir hinir sömu hafa þá aldrei leitað til þín með vandamál sín og sorgir. Því að þar komst þú sterkur inn, var mín reynsla, komst gjarnan beint að efninu og lést ekki óþörf smáatriði þvælast fyrir þér. Sem er einmitt það sem mér hættir svo til að gera og þarf að fá aðstoð með. Þú hittir oftast naglann á höf- uðið og þín ráð reyndust mér vel. Sögur þínar og lýsingar á mönn- um og málefnum skemmtu mér alltaf – og öllum sem þær heyrðu – enda tæpitungulausar lýsingar á af- skaplega kjarnyrtri íslensku sem fáir leika eftir. Þú hafðir einstakt lag á að lýsa fólki á spaugilegan hátt eins og þeir vita sem þekkja „fávitann með náðargáfuna“ og hana „lendaprúð“ og fleira gott fólk sem þú sagðir frá. Hnussið þitt líð- ur mér seint úr minni, með því var margt afgreitt – og þá oftast end- anlega. Það er örstutt síðan við sátum hjá ykkur á Breiðumörk, drukkum kaffi, horfðum á myndbandið af skáldinu og spjölluðum. Þú varst fróður um land og þjóð og ósjaldan gripum við til Búkollu, kortabóka og orðabóka til að kynna okkur eitthvað eða útkljá deilumál. Jæja, elsku Siggi. Þú tókst hlut- ina með áhlaupi en hefðir kannski átt að fara gætilegar – kleinur með smjöri og pepperoni eru ekki heppilegt miðnætursnakk. Þú lifðir lífinu af krafti og nú er því lokið. Andsk. … drengur, það var ekki tímabært. Ég skal taka að mér að stríða henni Tótu þinni núna – en það fer enginn í fötin þín, það er augljóst. Jökullinn okkar er horfinn. Vonandi eiga þeir saltað hrossa- kjöt þar sem þú ert. Með kveðju, þín frænka, Ingunn. Elsku Siggi frændi minn, það er ósköp erfitt að sætta sig við það að þú sért farinn frá okkur. Við áttum svo margt eftir ógert en gerðum samt ótal margt saman. Það var alltaf gaman þegar við hittumst, endalaust spjallað og fíflast. Við áttum mjög góðan tíma saman í sumar eftir að ég kláraði skólann og kom í sauðburðinn til þín í sveit- ina en ég vissi bara ekki að þetta yrði síðasta sumarið sem ég kæmi til þín. Samt vorum við búin að ráð- stafa næsta sumri. Ég og Þórey reyndum að tuska þig til þegar okkur fannst fulllangt gengið en allt var það í gamni gert. Enda þýddi lítið að tuska þig til, Siggi minn, þú varst yndislegur á þinn hátt. Þú og afi hafið kennt mér allt sem ég kann sem tengist sveitinni þegar ég fékk að vera með ykkur og basla við sveitastörfin á Breiðu- mörk. Allar góðu stundirnar okkar sem við áttum út í Hlíð eru ógleym- anlegar. Þegar við rákum kindurn- ar þínar á fjall, þegar þú færðir okkur systrum stærsta nammipoka sem við höfðum séð, þegar við hlunkuðumst á traktornum við að gefa hestunum, þegar við fórum og fengum okkur hákarl inni í skemmu og allt það basl sem ein- kennir sveitina. Við töluðum oft saman um hross og ég gat alltaf fengið svör hjá þér um hvernig væri heppilegast að snúa sér í hrossamálum. Ég ætla alltaf að muna þegar ég lá á steyptu skítugu gólfi og var að mála í betri bux- unum mínum. Þá fékk ég mesta hrós sem ég hef nokkurn tíma fengið að núna væri ég alveg eins og Sigurður Jökull frændi minn. Tíminn með þér hefur verið sá dýrmætasti tími sem ég hef átt og ég mun geyma hann í kollinum allt mitt líf. Þú varst einstakur maður, Siggi minn. Þín frænka, Guðdís. Þótt erfitt sé að setjast niður og skrifa minningargrein þá finn ég mig knúna til þess í þetta skipti. Ég finn mig knúna til að kveðja Sigurð Jökul Stefánsson og mér finnst ég þurfa að minnast hans í rituðu máli. Minningarnar að aust- an streyma í gegnum hugann en það er eins og orðin komist ekki á blaðið. Ég er mjög þakklát að hafa feng- ið að kynnast Sigga Jökli og ég man eins og það gerst hafi í gær er hann hringdi snemma vetrar fyrir þó nokkrum árum til mín og bað mig um að taka tvær hryssur í tamningu. Jú, ég sagðist hafa pláss fyrir þær. Þegar Siggi Jökull hafði fengið jáyrði fyrir því að koma hryssunum að, kom löng þögn í símann. Eftir þó nokkrar ræsking- ar og hósta spurði hann nokkuð varfærnislega hvort hann mætti ekki sjálfur koma með hryssunum. Mér fannst þetta meira en lítið skrýtin beiðni enda þekkti ég manninn ekki neitt. Eftir umhugs- un bauð ég hann velkominn ásamt hryssunum sínum að Útnyrðings- stöðum. Ég hef aldrei séð eftir því að hafa tekið hryssurnar hans Sigga Jökuls í tamningu, því með þeim kom einn sá besti vinur sem ég hef eignast, einlægur, falslaus og hjálpsamur vinur, hvort sem var í gleði eða sorg. Hryssurnar reynd- ust báðar afbragðs gæðingar, urðu eftirtektarverðar og færðu Sigga Jökli mikla gleði. Það var gaman að vinna með Sigga enda var hann hraustmenni, forkur mikill og óhræddur við að taka á. Kannski kunni hann ekki fótum sínum for- ráð þegar kom að vinnu og dugn- aði, ég veit það svosem ekki en hann var alltaf ánægður eftir vel unnið verk. Ég man svo vel þennan vetur sem við kynntumst hvað það var hlegið mikið á Útnyrðingsstöðum. Margt var ágætlega gáfulegt sem við skröfuðum um, en sumt var ekkert gáfulegt, en það gerði ekk- ert til. Siggi var mjög orðheppinn og hafði gaman af því að segja sög- ur, skemmtilegar sögur og mjög fyndnar, sögurnar voru þá gjarnan um hann sjálfan eða þá góðlátlegar sögur, skemmtilega kryddaðar um fólkið í sveitinni hans. Jökulsárhlíðin og Breiðamörk var Sigga mjög kær. Það var hans draumur að setjast að á heimaslóð og taka við búinu af foreldrum sín- um. Við ræddum þetta stundum og ég fann alltaf hvað hann þráði inni- lega að stunda sauðfjárrækt og taka við búinu á Breiðumörk. Þessi draumur Sigga Jökuls rættist, en því miður alltof stutt. Það er sorg- legra en tárum tekur hve stutt hann fékk að eiga þessa ósk sína uppfyllta. Ég vissi að Siggi Jökull var mjög hamingjusamur með að eignast konu og börn, litla fjöl- skyldu. Þó ég hafi ekki hitt Þór- eyju, þá veit ég að öll púslin hjá Sigga Jökli voru komin þegar þau felldu hugi saman. Hann var ást- fanginn, hamingjusamur, sæll og sáttur. Ég felli tár og spyr þig Guð, af hverju tekur þú Sigga Jökul frá svo miklu? Lífið hans var rétt að byrja, hann krafðist ekki svo mik- ils. Kæra fjölskylda og vinir, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Góður drengur er farinn, hann skil- ur eftir sig fallegar minningar og hans verður sárt saknað. Guð veri með ykkur. Ragnheiður Samúelsdóttir. Það er erfitt að skilja hvers vegna skörð eru höggvin í lítil sam- félög hvað eftir annað og ungir menn í blóma lífsins kallaðir í burtu. Á einu augnabliki er sem dragi fyrir sólu, myrkrið hellist yfir og fótunum er kippt undan þeim sem eftir lifa. Í dag er til grafar borinn einn af þessum mönnum, Sigurður Jökull frændi minn frá Breiðumörk. Siggi átti fáa sína líka, smitandi hlátur hans, sterkar skoð- anir, hnyttin tilsvör og orðheppni voru hans aðalsmerki og gerðu samverustundirnar með honum ógleymanlegar. Hann kom til dyr- anna eins og hann var klæddur og leysti þau verkefni sem lífið lagði fyrir hann af dugnaði og festu. Siggi fór snemma út á vinnumark- aðinn og var eftirsóttur í vinnu bæði á sjó og landi fyrir dugnað, áræðni og bjartsýni. Hann kom því víða við á starfsferli sínum og upp- skar stóran vina- og kunningjahóp enda var hann góður vinur sem alltaf var tilbúinn að rétta hjálp- arhönd ef eitthvað bjátaði á. Örlög- in höguðu því þannig til að hann varð oftar en einu sinni og oftar en tvisvar vitni að alvarlegum slysum þar sem góðir félagar hans létu líf- ið. Slík reynsla er hverjum manni þungbær en Siggi bar harm sinn í hljóði og vann úr áföllunum af æðruleysi. Hann tók alla tíð virkan þátt í búskapnum á Breiðumörk meðfram annarri vinnu og á síðustu árum hafði hann tekið alfarið við búinu af foreldum sínum ásamt fjölskyldu sinni. Með því fetaði hann í fótspor föður síns og afa og það er sárt til þess að vita að hann fái ekki að fylgja þeim draumi sín- um eftir. Við börn kom hann fram af virðingu sem væru þau fullorðin og uppskar þannig aðdáun þeirra, ekki síst hjá örverpum eins og mér. Það er erfitt til þess að hugsa að yngsta frændfólkið eigi ekki eftir að kynnast þessum góða frænda sem ég var svo heppin að þekkja og njóta samvista við. Stórt skarð hef- ur verið höggvið í frændgarðinn, skarð sem verður aldrei fyllt. Um leið og sorgin fyllir hugann er ég þakklát fyrir að hafa fengið að kynnast Sigurði Jökli. Mínar dýpstu samúðarkveðjur sendi ég Þóreyju, Kristbjörgu, Stefáni, Ingunni, Sesselju, fjöl- Sigurður Jökull Stefánsson ✝ Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, GRÉTA STEFÁNSDÓTTIR, Þórunnarstræti 136, Akureyri, lést miðviðkudaginn 2. desember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 11. desember kl. 13:30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Akureyrar og Heimahlynninguna Akureyri. Páll Gíslason, Bergþóra Pálsdóttir, Sigurður Pálsson, Hólmfríður Sveinmarsdóttir og barnabörn. ✝ Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GUÐJÓN ANTON GÍSLASON, Bakkastíg 8, Eskifirði, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu , Neskaupstað 28. nóvember. Útförin fer fram frá Eskifjarðarkirkju 12. desember kl. 14:00. Ingibjörg Þuríður Stefánsdóttir, Gísli Hjörtur Guðjónsson, Jóhanna Lindbergsdóttir, Stefán Ingvar Guðjónsson, Kristín Sigurðardóttir, Jón Trausti Guðjónsson, Guðný Gunnur Eggertsdóttir, Sævar Guðjónsson, Berglind Steina Ingvarsdóttir, Guðrún Jónína Guðjónsdóttir, Björgmundur Ö. Guðmundsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, amma og systir, SÓLVEIG TRAUSTADÓTTIR, lést á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja mánu- daginn 30. desember. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju miðviku- daginn 9. desember kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélag Íslands. Magnús Þór Jónsson, Helga Lind Hjartardóttir, Drífa Þöll Arnardóttir, Gunnlaugur Erlendsson, Örn Arnarson, Harpa Sif Þráinsdóttir, Lucinda Hulda Fonseca, Trausti Magnússon, Hulda Jónsdóttir, systkini og barnabörn. ✝ Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTBJÖRG GUÐBRANDSDÓTTIR, Gilstúni 26, Sauðárkróki, lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga fimmtudaginn 3. desember. Útförin verður frá Sauðárkrókskirkju laugardaginn 12. desember kl. 11.00. Magnús Heiðar Sigurjónsson, Guðbrandur Magnússon, Ragnheiður Ýr Grétarsdóttir, Sigurjón Magnússon, Guðrún Bjarney Leifsdóttir, Heiðdís Lilja Magnúsdóttir, ömmu- og langömmubörn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur, tengdasonur og afi, AGNAR ÞÓR HJARTAR, Heiðargerði 23, Reykjavík, lést laugardaginn 28. nóvember. Útförin fer fram frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 7. desember kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Guðrún Anna Antonsdóttir, Hörður Agnarsson, Haukur Agnarsson, Kolbrún Benediktsdóttir, Birna Björnsdóttir, Anna Katrín Jónsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.