Morgunblaðið - 05.12.2009, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 05.12.2009, Qupperneq 34
34 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 Femínistar hafa barist fyrirmörgu merkilegu á und-anförnum árum. T.d. hafaþeir (þær) viljað finna kvenkynsorð yfir ráðherra. Ég græjaði málið í snarhasti fyrir þá (þær) og kom með orðið „ráð- herfa“. Það orð sló strax í gegn og nú kallast allir kvenkyns ráð- herrar „ráð- herfur“ og þær gátu tekið gleði sína á ný. Smáralind- arbæklingurinn frægi fór mikið fyrir bæði brjóstin á femínistum því þar sást ung stúlka beygja sig eftir dóti. Málið var sett í nefnd og komist að þeirri niðurstöðu að það væri klámfengið og glæp- samlegt að ungar stúlkur væru að beygja sig eftir dóti í auglýsinga- bæklingum. Á femínistasíðunni smugan.is hafa femínistar verið að telja typpin á RÚV. Þar verði að koma á kynja- kvóta sem og í öðrum fyrirtækjum. Fyrirsögnin er mjög greindarleg: „Hæst glymur í eintómum typpum.“ Á sömu síðu er barist fyrir því að á Grundarfirði verði ekki talað um „gulir, rauðir, grænir og bláir“, held- ur verði þetta haft í kvenkyni: „Gul- ar, rauðar, grænar og bláar.“ Biblíuna sjálfa er búið að fem- ínisera. Þegar Kristur segir: „Bræð- ur,“ þá ber honum að segja: „Bræð- ur og systur,“ jafnvel þótt engar kellingar hafi verið á staðnum. Engu að síður er kristið fólk ekki velkomið í raðir femínista eftir því sem trúað- ur maður segir mér og má það undr- um sæta. Strax eftir hrunið fannst femín- istum mikilvægast að berjast fyrir því að hvítvoðungar klæddust fötum í kynlausum litum á fæðingar- deildum því það gæti haft alveg gríð- arleg áhrif á launakjör þeirra í fram- tíðinni. Einmitt. Greindarlegt allt saman. Listinn er óendanlegur. Á nýju plötunni minni er lag eftir mig sem kallast Femínistinn. Hér er textinn: Ég er forljótur femínisti, er fylgjandi Stalín og Kristi. Ég er kvenrembukommúnisti og kynjakvóta ég styð. Ég er ófullnægð, bæld og bitur, bráðum ég kafna úr fitu. Ég varla get talist vitur, en það venst eins og útlitið. Ég láta vil loka stöðum með léttklæddum stelpum gröðum. Ég hlynnt er höftum og kvöðum og hindrunum út í eitt. Ég kála vil karlrembunöðrum sem káfa á viljugum blöðrum. Ég vil hafa vit fyrir öðrum þó viti ég sjálf ekki neitt. Það hyski’ætti’að hengja og brenna sem hlutgerir líkama kvenna. Ekki skal gantast og glenna neitt grínklám í feisið á mér. Mér líður svo ill’yfir öllum ánægðum drulluböllum. Ég vil’ekki vita af köllum vera að skemmta sér. Ég banna vil klám og bölvun, ég banna vil kynlífsölvun, ég banna vil blowjob í tölvum, ég banna vil ljóskugrín. Ég banna vil frjálslyndi’og frelsi, ég fagna hér hverskonar helsi. Þeim grýta’á í rammgirt fangelsi sem grínast með kvenrembusvín. Ef að ég gæti þá myndi ég afnema mannréttindi. Vil eingöngu kvenréttindi, alls ekkert karllægt shit. Ég’er hluti’af þeim gaggandi hænum sem hírast í Vinstri grænum. Í guðanna guðanna bænum gefðu mér atkvæði þitt. Ég er svo beisk og bæld, ég er svo breið og spæld. Helvítis rassinn á mér hann þarf sér póstnúmer. www.stormsker.blog.is Laugardagshugvekja Sverris Stormskers Femínistinn Sverrir Stormsker ÞORVALDUR Gylfason, prófessor við Háskóla Íslands, skrif- ar grein í Fréttablaðið 26. nóvember. Greinin er eins og framhalds- saga frá 2007. Hann hjólar þar í Björgólf Guðmundsson og Dav- íð Oddsson og vitnar í tölvupósta sem skrum- skældir voru af um- bjóðendum hans í áratug; Baugs- mönnum. Fréttablaðið er í eigu „dæmds sakamanns“, svo að notaðar séu sömu forsendur og Þorvaldur gefur sér. Greinin endurspeglar reiði prófess- orsins vegna nýrrar bókar Styrmis Gunnarssonar, Umsátursins. Þro- valdar er hvergi getið í bókinni. Prófessorinn kippir sér ekki upp við að vera fastur dálkahöfundur í blaði sakamanns. Raunar skaut hann sér utan aðild að rannsókn á máli blaðeigandans með því að segjast sem blaðamaður verða að veita heim- ildarmanni sínum skjól! Prófessorinn hefur um árabil varið þann hóp manna sem lagt hefur þjóð þessa í rúst. Ég verð að viðurkenna að grein- ar hans hafa ítrekað gefið mér tilefni til þess að fella tár því ég veit að Þor- valdur býr yfir greind. Því miður mis- notar hann hana til sögufölsunar og afvegaleiðir þannig almenning þessa lands. Þorvaldur á engin styggðaryrði um þá sem tryggja honum heiðurspláss í Fréttablaðinu. Að ala á Davíðshatr- inu finnst honum meira virði en gagn- rýna dæmalausa aðför óreiðumanna að þjóðinni. Þessi áralangi PR-leikur prófessorsins hefur villt um fyrir al- menningi. Í tilefni af nýjasta framlagi Þor- valdar Gylfasonar til varnar ósóm- anum vil ég spyrja hann: Sérðu ekki hvað flokksbræður þín- ir eru að gera í ríkisstjórn Jóhönnu? Selja fyrirtæki í ríkiseign til saka- manna með kúlulánum. Raða flokks- mönnum á garðann. Gefa velunn- urum flokksins milljarða afslætti til þess að þeir geti áfram átt 70% fjöl- miðla í landinu. Þorvaldur veit sem er að hverfi Fréttablaðið í eigu annarra verður ekki lengur þörf fyrir hann á heið- ursessi í fjölmiðli Bónusfeðga. Til að Þorvaldur geti áfram mundað leigu- pennann, verður þjóðin að sitja uppi með 1.000 milljarða skuld og heimila Baugsliðinu að halda áfram að velta gullegginu. Þorvaldur komst ekki í Seðlabankann. Komst hann á blað meðal hæf- ustu umsækjenda? Ég held bara ekki. Flokks- bræður hans bera ábyrgð á úrræðaleysi Seðlabankans, Icesave- deilunni, rándýrri og ótímabærri ESB- umsókninni, Örygg- isráðsmilljarðabullinu, verðlausum gjaldmiðli og skorti á gegnsæi í starfsemi bankanna. Til að halda því til haga, vegna orða prófessorsins, vil ég enn árétta: Ég bað Styrmi Gunnarsson um að sann- færa mig og Jón Gerald Sullenberger um að Jón Steinar Gunnlaugsson væri ekki innmúraður í klíku Baugs- manna eins og Tryggvi Jónsson og Hreinn Loftsson höfðu gefið í skyn. Þeir létu þannig við mig að Baugs- menn hefðu ráð þessa arms Sjálf- stæðisflokksins í hendi sér. Okkur Jóni Gerald þótti miklu skipta að vita hið sanna, áður en hann lagði gögn um glæpsamlegt athæfi Baugsmanna til lögreglu, að Jón Steinar væri óháð- ur Baugi og Davíð væri óháður mafí- unni. Finnst fólki sérkennilegt að við Jón Gerald treystum því ekki að Baugsmenn hefðu náð Davíð Odds- syni og jafnvel Jóni Steinari Gunn- laugssyni inn í klíkuna þegar millj- ónahundruð voru í boði? Tengsl Tryggva Jónssonar og Hreins Lofts- sonar voru þess eðlis að full ástæða var að tortryggja alla þessa menn. Þessi varúð okkar Jóns Geralds hefur verið afflutt árum saman af Baugsliðinu með stuðningi lögmanna og prófessors Þorvaldar Gylfasonar. Og hann er enn við sama heygarðs- hornið, gamli leigupenninn – módel 2007. Lögmennirnir hafa uppskorið tugi eða hundruð milljóna fyrir við- vikið. Dýrasta vörn sögunnar í þágu hvítflibbaglæpa, sem almenningur þarf nú að greiða sjálfur fyrir. Hve- nær skyldi Þorvaldur fá nóg? Hvenær leggur þú leigupennanum, Þorvaldur Gylfason? Eftir Jónínu Benediktsdóttur Jónína Benediktsdóttir » Finnst fólki sér- kennilegt að við Jón Gerald treystum því ekki að Baugsmenn hafi ekki náð Davíð Odds- syni og Jóni Steinari Gunnlaugssyni í klík- una? Höfundur er framkvæmdastjóri detox.is. SAGA verðtrygg- ingar er sorgarsaga. Það er ótrúlegt að svo mörg ár hafi liðið og verðtryggingu sé við- haldið. Alþingismenn virðast á sínum tíma hafa farið af stað með lagasetningu sem var ekki fullhugsuð og svo afskræmt hana. Enn eru samt til hagfræð- ingar og stjórnmálamenn sem verja verðtrygginguna og virðast sumir vera þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að fjármagna húsnæðiskerfið eða verja innistæður öðruvísi en með verðtryggingu. Nýlega sagði Krist- rún Heimisdóttir í Silfri Egils að for- sætisráðherra hefði skipað nefnd um afnám verðtryggingar og nefndin hefði komist að því að ekki væri hægt að afnema verðtryggingu. Það hefur lítið farið fyrir þessari nefnd eða niðurstöðum hennar. Tilurð verðtryggingar Guðbjörn Jónsson hefur kynnt sér tilurð verðtryggingar vel og segir hann í skrifum sínum: „Allan átt- unda áratuginn var vaxandi óánægja með það að sparifé landsmanna væri að brenna upp í bönkunum, eins og það var kallað, þar sem þeir er tækju lán til nokkurra ára, greiddu ekki nema hluta verðmætisins til baka … en lausna á því vandamáli var ekki leitað í hinum raunverulega vanda, sem olli þessu misvægi, sem var efnahagsleg óstjórn stjórnmála- manna. Lausna var leitað með því að búa til formúlu sem fjölgaði krón- unum sem greiddar væru til baka, svo sparifjáreigandinn væri að fá til baka „raunvirði“, eins og það hefur verið kallað.“ Þegar Ólafslög voru skrifuð áttu þau að verja innistæður fyrir verðbólgubruna og virtust alþing- ismenn á þeim tíma ekki skilja hvað það væri sem styrkti eða veikti gjaldmiðil okkar og virðast ekki gera enn. Sumir virðast falla í þá gryfju að kenna gjaldmiðli okkar um gengissveiflur, slæm útlán, litla verðmæta- sköpun, viðskiptahalla, fjárlagahalla o.s.frv. Enn segir Guðbjörn: „Verðtrygg- ing gjaldmiðils okkar gæti því helst grundvallast af samsöfnuðum sjóði gjaldeyristekna okkar. Var stjórn- málamönnum ítrekað bent á að hið raunverulega verðgildi gjaldmiðils fælist í verðmætasköpun og þeim tekjum sem verðmætasköpunin skil- aði inn í þjóðarbúið. Bent var á að verðgildi gjaldmiðils okkar gæti aldrei falist í innlendum eða erlend- um verðhækkunum vöru eða þjón- ustu, því í slíku væri engin þjóð- hagsleg eign. Tilgangur laganna virtist eiga að vera, að leggja grunn að hugsanlegri verðtryggingu eignar. Fram- kvæmdin varð hins vegar sú að tryggja kaupgetu þeirra sem ættu peninga til útlána; kaupgetu þeirra umfram kaupgetu annarra þegna þjóðfélagsins. Með því að binda væntanlega verðtryggingu við vísi- tölur útgjaldaþátta yrði grundvöllur verðtryggingar fyrst og fremst að tryggja kaupgetu þeirra sem ættu peninga, umfram kaupgetu annarra. Um lögeyrinn krónuna Það er almennt viðurkennt að langvarandi verðbólga upp fyrir 5% stafi af of miklu peningamagni í um- ferð miðað við vermætasköpun í hagkerfinu. Þetta er ekki umdeilt at- riði. Of mikið framboð af peningum eykur eftirspurn eftir vörum og þjónustu, og verð hækkar fyrir vikið. Þannig verður verbólga til og svo gengisfelling. Það er þess vegna ekki lausn að biðja um annan gjaldmiðil. Heldur er það okkar nærtækasta lausn að láta ráðamenn og fjár- málastofnanir bera þá ábyrgð sem þeir réttilega og sannarlega eiga að bera. Samkvæmt 3. gr. laga nr. 22/1968 um gjaldmiðil Íslands er krónan „lögeyrir“, sem þýðir að enginn, ut- an Alþingis, á að geta fengið heim- ildir til breytinga á verðgildi hennar, gagnvart sjálfri sér, í viðskiptum milli aðila innan samfélagsins og verðgildi hennar verður að vera það sama til allra sem nota hana. Guðbjörn skrifar: „Rýrni raun- gildi þess fjár (lögeyris) sem geymd- ur er á bestu vaxtakjörum hjá inn- lánsstofnun, stafar það líklegast af slæmri frammistöðu ríkisstjórnar og Alþingis, við stjórnun efnahagsmála. Bæði því að gjaldeyrisnotkun haldist innan þolmarka gjaldeyristekna, sem og því að regluverk atvinnu- og viðskiptalífs sé með þeim hætti að eðlilegt jafnvægi ríki í hringrás fjár- magns um samfélagið. Mikill vafi leikur á að ríkisstjórn eða Alþingi sé í raun heimilt, með vísan til sjálfs- ábyrgðar þeirra á afleiðingum gjörða þeirra – eða sinnuleysis – að ákveða með lögum hvort tiltekinn þjóðfélagshópur skuli greiða kostn- aðinn af vankunnáttu þeirra. Eða hvort þessir aðilar séu yfirleitt hæfir til þess að sinna sómasamlega þeim verkum sem þeir buðu sig fram til að sinna, og voru kjörnir til að sinna.“ Breytum kerfinu – afnemum verðtryggingu Afnám verðtryggingar og lækkun vaxta mun leiða til verðmætasköp- unar í hagkerfinu. Þá lækka óraun- hæfar kröfur og útbólgnar skuldir er verðgildi krónunnar styrkist. Kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna eru úthugsaðar og stuðla að styrkingu krónunnar. Tillögurnar eru ekki sniðnar að sérhagsmunum heldur eru þær til góða fyrir allt hagkerfið og fjármálalíf. Fyrir þeim liggja hag- fræðileg rök og þær hafa samfélags- legt mikilvægi. Um fáránleika verðtryggingar Eftir Vilhjálm Árnason »Kröfur Hagsmuna- samtaka heimilanna ganga m.a. út á afnám verðtryggingar og eru til góða fyrir allt hag- kerfið og fjármálalíf. Vilhjálmur Árnason Höfundur situr í varastjórn Hags- munasamtaka heimilanna. MORGUNBLAÐIÐ birtir alla útgáfudaga aðsendar umræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki greinar, sem eru skrif- aðar fyrst og fremst til að kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og ráðstefnur. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/ sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið. Móttaka aðsendra greina
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.