Morgunblaðið - 05.12.2009, Page 18

Morgunblaðið - 05.12.2009, Page 18
18 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 19 dagar til jóla Á morgun, sunnudag, kl. 13.30 heldur Kvenfélagið Hringurinn sitt árlega jólakaffi í Broadway. Dag- skráin er glæsileg að vanda enda koma margir þekktir listamenn fram með hljóðfæraleik, söng, danssýningu og glensi fyrir unga sem aldna. Allir gefa þeir vinnu sína. Þá verður happdrætti með góðum vinningum sem ýmis fyr- irtæki hafa gefið. Allur ágóði renn- ur til veikra barna á Íslandi og að- standenda þeirra. Hringskonur hafa með miklum dugnaði stutt Barnaspítala Hrings- ins í meira en fimmtíu ár. Á árinu sem er að líða eru sex ár liðin frá því að Barnaspítalinn flutti í núver- andi húsnæði. Var þá stigið stórt skref í þjónustu við veik börn á Ís- landi og áttu Hringskonur þar stór- an hlut að máli. Árlegt jólakaffi Kvenfélagsins Hringsins UM HELGINA býðst tækifæri til að kynnast íslenskri hunangsgerð á Jólamarkaðnum á Elliðavatni, hlusta á delta-blús og hlýða á rithöfunda lesa upp úr jólabókum sínum. Markaðshelgin hefst kl 11 í dag, en menningardagskráin hefst með dynj- andi harmonikkutónlist og síðan les Vilborg Davíðsdóttir úr bók sinni Auði. Barnastund verður í Rjóðrinu kl. 14 og kl. 15 mun Johnny Strong- hands spila delta-blús. Á morgun hefst markaðurinn á sama tíma, Steinar Bragi les úr bókinni Himinninn yfir Þingvöllum kl. 13 og kl. 15 ætlar Þorsteinn Sigmundsson bóndi í Elliðahvammi að miðla af reynslu sinni við hunangsgerð, en eftir fyrirlesturinn mun gestum gefast færi á því að nálgast þessa fágætu sölu- vöru í söluskúr á Hlaðinu. Hunang, blús og upplestur Á morgun, sunnudag, kl. 13.30- 16.30 verður dagskrá í Gamla bæn- um í Laufási við utanverðan Eyja- fjörð þar sem fólk getur fylgst með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga. Dagskráin hefst með guðsþjón- ustu í Laufáskirkju kl. 13.30 þar sem sungnir verða aðventusálmar. Í Gamla bænum mun eldur loga á hlóðum og krauma í feitinni meðan laufabrauðið er skorið og steikt. Unnið verður að kertagerð og börn munu geta föndrað jólaskraut eins og tíðkaðist þegar langafar og langömmur voru lítil börn. Aðgangseyrir er 500 kr. fyrir fullorðna en ókeypis fyrir börn. Jólaannir í Gamla bænum Jólin eins og þau voru í gamla daga HINN árlegi jólafundur KRFÍ verð- ur haldinn á fimmtudag nk. kl. 20- 22. Margrét K. Sverrisdóttir, for- maður KRFÍ, ávarpar fundinn og Auður Styrkársdóttir, forstöðu- kona Kvennasögusafns Íslands, opnar formlega heimasíðu um Laufeyju Valdimarsdóttur. Þá mun Þórdís Elva Þorvaldsdóttir kynna bók sína „Á manna máli“ og Elín Albertsdóttir les úr bók sinni „Ís- lenska undrabarnið – saga Þór- unnar Ashkenazy.“ Allir eru velkomnir. Jólafundur Kven- réttindafélagsins JÓLAKORT Soroptimistaklúbbs Grafarvogs eru komin í sölu. Kortin eru seld 10 saman í pakka með um- slagi á 1.500 kr. Kortin er hægt að nálgast hjá klúbbssystrum. Myndin sem prýðir kortin heitir Vetradrottningin og er hún hönnuð af Ólöfu Erlu Einarsdóttur, graf- ískum hönnuði í FÍH. Hægt er að fá kortin bæði með og án eftirfarandi texta: „Megi ljós og friður lifa með okkur öllum – Gleði- lega jólahátíð – farsælt komandi ár.“ Allur ágóði af sölu kortanna renn- ur til líknarmála. Jólakort Soroptimistaklúbbs Grafarvogs Á fimmtudag 10. desember nk. kl. 16-18, verður jólabasar klúbbsins Geysis haldinn í húsnæði klúbbsins Skipholti 29. Til sölu verður fjöl- breytt handverk og hannyrðir sem klúbbfélagar hafa unnið. Einnig verður boðið upp á veitingar á vægu verði. Allur ágóði rennur til starfsemi klúbbsins. Klúbbfélagar bregða á leik. Klúbburinn Geysir með jólabasar Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is „ÞETTA eru stórkostlegar breyt- ingar fyrir Fimleikadeildina,“ segir Eva Sveinsdóttir, formaður Fim- leikadeildar Keflavíkur. Verið er að breyta íþróttasal Íþróttaakademí- unnar í fimleikahöll og er áformað að taka hana í notkun með viðhöfn í jan- úar. Glæsilegt hús var byggt yfir Íþróttaakademíuna í nágrenni Reykjaneshallarinnar og vígt fyrir fjórum árum. Eftir að Keilir tók yfir starfsemi skólans var hann fluttur að Ásbrú. Fimleikahúsi var frestað Öflugt starf er hjá Fimleikadeild Keflavíkur en það hefur þó háð starf- seminni að félagið hefur ekki haft yf- ir að ráða þeirri sérhæfðu aðstöðu sem talin er æskileg. Síðustu árin hefur deildin haft aðstöðu í íþrótta- húsinu við Sunnubraut en þurft að fjarlægja tæki sín á hverjum degi, eftir notkun. Nýtt fimleikahús var á starfsáætl- un bæjaryfirvalda en vegna efna- hagserfiðleikanna var byggingu þess frestað. Ekki þarf að gera miklar breyt- ingar á húsi Íþróttaakademíunnar. Aðal kostnaðurinn er við að grafa og steypa fimleikagryfju í salnum. Það verk er langt komið. Kostnaður við breytingarnar er áætlaður tólf millj- ónir kr., samkvæmt upplýsingum frá Reykjanesbæ, auk tækja og annars búnaðar sem keyptur hefur verið. „Við fáum loksins sal sem við get- um haft áhöldin okkar í og þurfum ekki að bera út á hverjum degi. Það er mikil vinna og kostnaður og bún- aðurinn hefur skemmst,“ segir Eva. Auk gryfjunnar fá þau ýmsan búnað sem mun lyfta undir starfið, meðal annars færanlega „gryfju“ og tvö trampólín. Auk fimleikasalarins fær Fim- leikadeildin sal til að æfa áhaldafim- leika, danssal með speglum og skrif- stofuaðstöðu. Aðrar íþróttadeildir fá einnig inni í húsinu. Þótt Eva sé ánægð með að komast í nýja aðstöðu tekur hún fram að Íþróttaakademían sé ekki sérhannað fimleikahús, eins og þau höfðu von- ast til að fá. Þar vanti til dæmis dans- gólf til að æfa hópfimleika. Þá komist ekki nema 80 til 100 áhorfendur í húsið. Hún vonast til að starfið muni efl- ast og verði til þess að fleiri góður þjálfarar fáist til starfa. Íþróttaakademíunni breytt í fimleikahöll Jólasýning Fimleikakrakkarnir fá betri aðstöðu til að æfa fyrir sýningar. Í HNOTSKURN »Nú eru um 340 iðkendurhjá Fimleikadeildinni og 30 börn eru á biðlista. »Árleg jólasýning Fim-leikadeildarinnar verður 13. desember. Hátt í þúsund gestir hafa sótt sýningarnar. Fimleikadeildin fær gryfju og ný áhöld og búnað Lífeyrisþjónusta Arion banka er opin alla virka daga frá kl. 9 til 16. Hafðu samband sími 444 7000 • arionbanki.is ÍS L E N S K A S IA .I S A R I 48 33 3 444 7000 Hvað viltu vita um lífeyrismál?

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.