Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 46
46 Umræðan BRÉF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 ÞAÐ er hrein og klár tímaskekkja að rjúka í göng undir Vaðlaheiði í hvelli. Miklu mikilvægara er að tengja saman Norðurland og Suð- urland með góðum hálendisvegi yfir Sprengisand. Þess ut- an er kostnaðurinn við slíkan veg aðeins brot af kostnaði við þessi ógöng. Aðrar lausnir Göng undir Vaðlaheiði auðvelda á engan hátt aðgengi ferðamanna til þeirra staða sem þeir sækjast eftir. Nú þegar er straumur ferða- manna í náttúruperlur Norður- lands mikill og stofnendur Vatna- jökulsþjóðgarðs þykjast geta sýnt fram á tuga ef ekki hundraða þús- unda aukningu í fjölda ferðamanna til Norðausturlands á næstu árum. Þeir sem ætla að stofna og reka Eldfjallaþjóðgarð í Gjástykki segj- ast ætla að koma með trilljón gesti á tíu árum. Mikið liggur því við. Miklu auðveldara og ódýrara er að koma þessum fjölda á sinn stað eftir góðum hálendisvegi sem kæmi niður í Mývatns- sveit yfir Sprengisand. Raunar verður aðeins þriggja tíma akstur frá þéttbýli Suðvest- urlands í nátt- úruperlur Norðaust- urlands. Betra fyrir flugið – betra fyrir hundana Ekki er heldur verra að slíkur vegur myndi létta á hinu erfiða flugi á Akureyrarflugvöll. Léttir efa- laust mörgum að þurfa ekki að bo- rast þar upp eða niður í misjöfnum veðrum og hafa þann valkost að aka góðan hálendisveg. Auk þess kæmu þá aðrir flugvellir til greina sem liggja nær hálendisveginum og þjóðgarðinum. Bættar samgöngur yfir Eyjafjörð Vissulega mætti bæta sam- göngur við Eyjafjörð. Bílferja frá Víkurskarðsafleggjara yfir á Hauganes eða á Árskógssand er góður valkostur og myndi stytta leiðina suður um ca 25 kílómetra. Slík ferja gengi allan sólarhringinn með 12 mín millibili enda fjörð- urinn ekki nema 6-10 km breiður. En auðvitað mun hálendisvegurinn minnka þörf á slíkri ferju. Hlýtur að vera gott fyrir skólabæinn Ak- ureyri og háskólasamfélagið að losna við þungaumferð í gegnum sinn fallega bæ. Og gamalgrónir Akureyringar þyrftu ekki að óttast um hunda sína á gönguferðum á Drottningarbrautinni framar. Afstaða lífeyrissjóða Það er undarlegt að sjóðir sem landsmenn hafa samkvæmt laga- boði lagt í hluta launa sinna árum saman skuli endilega vilja koma að framkvæmdum til einkabíladekurs. Á sama tíma líða raunverulegar framkvæmdir, sem geta aflað gjaldeyris, fyrir fjárskort. Er líf- eyrissjóðaspillingin næsta hruna- syrpa þjóðarinnar? Lausn úr Vaðlaheiðarógöngum? Eftir Sigurjón Benediktsson Sigurjón Benediktsson » Gott fyrir skólabæ- inn Akureyri og há- skólasamfélagið að losna við þungaumferð og Akureyringar þyrftu ekki að óttast um hunda sína á gönguferðum. Höfundur er tannlæknir. NÝGENGINN er dómur fyrir hér- aðsdómstóli NV þar sem föður er veitt full umgengni við barn sitt þó svo að hann hafi verið dæmdur til ökuleyfissvipt- ingar og sektar fyrir að hafa ekið bíl sínum undir áhrifum mjög mikilla fíkniefna þar sem hann var talinn hafa ógnað öðrum ökumönn- um með akstri sínum og þar að auki verið með barnið í bílnum umrætt sinn. Ekki kom einu sinni til tals að hann þyrfti að sýna fram á að hann væri hættur neyslu. Fram að áramótum fær hann barnið afhent í gegnum barnavernd, sem gerir lyfjapróf og eru þetta ein- ungis 2 helgar sem þetta varir og fær hann drjúgan tíma til að „rétta sig af“ því hann var látinn vita af prófinu í tíma. Eftir það … hver veit. Hvar er réttur barnsins til að lifa öruggu lífi. Eru íslensku barna- verndarlögin svona foreldramiðuð að réttur foreldra til barns er varinn af dómstólum þrátt fyrir að lífi barnsins sé ógnað af völdum neyslu foreldris? Og hvað um rétt hins foreldrisins til að verja barn sitt. Í dag er litið svo á að ef hitt foreldrið neitar að senda barn sitt með neysluforeldr- inu sé verið að tálma umgengni og barnið er tekið með lögregluvaldi af heimili sínu. Það eina sem við getum vonað er að börn sem eru neydd til að um- gangast foreldra í neyslu skaðist ekki. Kannski verður þessu ekki breytt fyrr en barn hefur skaðast bæði á líkama og sál og verður þar með fordæmi fyrir þá sem á eftir koma. Vona ég að þessi skrif veki fólk til umhugsunar um rétt barna til ör- yggis og að kannski séu foreldrar sem eru með tálmanir ekki að því í eiginhagsmunaskyni, heldur til að verja börn sín. Rut Guðfinnsdóttir foreldri. Dómstólar og barnavernd Frá Rut Guðfinnsdóttur Rut Guðfinnsdóttir ÉG HVET ykkur til að samþykkja ekki Icesave-frumvarpið í núverandi mynd. Icesave samningurinn er einfald- lega ekki nógu góður. Bretar og Hol- lendingar verða líka að axla ábyrgð á því sem úrskeiðis fór. Einfaldasta leiðin er að þeir gefi okkur sína lægstu seðlabankavexti á hverjum tíma. Þessi leið ætti að vera ásætt- anleg fyrir þeirra skattgreiðendur og okkar þjóðarstolt því hún gerir okkur kleift að borga til baka það sem okkur ber án þess að eiga á hættu að það verði okkur um megn. Hafa ber í huga að það var ekki allt íslenskt við Landsbankann. Til dæmis voru eigendur og sumir stjórnendur búsettir í Bretlandi og stór hluti af lánastarfsemi bankans var til breskra fjárfesta í breskan rekstur. Laga- og eftirlitsumgjörðin var byggð á lögum Evrópusam- bandsins og voru það líka breska og hollenska fjármálaeftirlitið sem brugðust. Kæru þingmenn, ykkar æðsta ábyrgð er gangvart íslensku þjóð- inni og eigin samvisku. Ef þið sam- þykkið Icesave-frumvarpið eru þið að bregðast ykkar hlutverki og ykk- ar þjóð. SIGURÐUR MAGNÚSSON, námsmaður og íslenskur ríkisborgari. Opið bréf til þingmanna ríkisstjórnarinnar Frá Sigurði Magnússyni EFNAHAGSÁSTANDIÐ hjá okkur er ekki stöðugt, eða ég á líklega að vera nútímalegur og segja sjálfbært, en það er ekki einu sinni á (mann- legu) valdi ríkisstjórnar að halda aft- ur af kaupmætti, hagvexti og gengi til lengri tíma. Ríkisstjórnin gæti með skattlagningu og öðrum hindr- unum haldið genginu niðri eins og það nú er (þ.e. stöðugu eins og Seðla- bankinn vill) í jafnvel 3 ár, en ekki lengur. Árið 2007 gat engin mann- legur máttur haldið gengi krónunnar eins háu og það var þá lengur en í 3 ár (reyndin varð eitt ár, þrátt fyrir himinháa stýrivexti). Ástandið þá var ekki sjálfbært og ekki einu sinni stöð- ugt. Við hvaða gengi fæst sjálfbær stöðugleiki? Það veit enginn, en við höfum heyrt sjónarmið kunn- náttumanna um 30% hærra gengi en nú er. Sem betur fer þurfum við ekki að vita þetta, meðan við höldum í ís- lensku krónuna. Við þurfum bara að vita hvernig við stefnum í átt til stöð- ugleika. Til þess er ein leið til og ég er hræddur um ekki nema ein úr þessu, ef við viljum komast þangað á einu ári. Við þurfum að afnema gengishöft og lækka vexti (hjá Seðlabankanum niður í ca. fjórðung þess sem nú er) strax. Við þurfum ekkert meir við AGS að tala og Icesave má bíða þess að EBE geri eitthvað af viti. Eina hættan við afnám gjaldeyrishafta hefur legið í útstreymi gjaldeyris vegna erlends eignarhalds á íslensk- um krónum. Þótt ekki streymi meir út en við eigum, þá hefur eign okkar verið það lítil að útstreymið hefði get- að tekið langan tíma. Við höfum séð af skráningu evrópska seðlabankans á íslensku krónunni, hvað erlendu krónuhafarnir vilja fá minnst fyrir sínar krónur í evrum. Eina gagnið, ef gagn skal kalla, sem háir vextir Seðlabankans okkar hafa gert, er að halda genginu í Seðlabanka Evrópu uppi, þ.e. nær okkar gengi. Það hefur kostað okkur stórfé. Nú sjáum við loks að krónan hefur hækkað und- anfarið erlendis. Það bendir til þess að flestir krónueigendur séu farnir með sínar krónur (Seðlabankinn seg- ist ekkert vita um það og rengi ég það ekki). Þeir sem eftir eru vilja fá fleiri evrur, eru þolinmóðari. Það segir okkur að gengislækkun við afnám hafta verður lítil og varir bara í nokkra daga, enda verða íslenskir út- flytjendur að flýta sér heim með sinn gjaldeyri, ef þeir eiga ekki að missa af kauptækifærinu þessa fáu daga. Seðlabankinn mætti raunar líka nota eitthvað af varasjóðnum. Því má ná til baka með miklum hagnaði þegar krónan hækkar. Hér dugar ekki að nota líkindareikning á grunni sam- anburðar við söguna sem hefur ekk- ert með okkar aðstæður að gera, heldur verðum við einfaldlega að beita skilningi okkar á samhengi stærðanna eins og það er við núver- andi aðstæður. Hver sem er má vé- fengja minn skilning, en verður þá að beita til þess málefnalegum rökum. HALLDÓR I. ELÍASSON, stærðfræðingur. Sjálfbær stöðugleiki Frá Halldóri I. Elíassyni Í BYRJUN desember fer fram í Kaupmannahöfn, COP15 ráðstefna Sameinuðu þjóðanna. Hinir svokölluðu leið- togar ríkja heimsins munu þar ásamt við- skiptaelítunni þykjast hafa lausnir við einu þyngsta pólitíska hitamáli síðari tíma: loftslagsbreytingum. Mörgum spurningum er ósvarað, t.d. hvað tekur við þegar Kyoto bókunin fellur úr gildi 2012, en nú er ljóst að Ísland mun ekki biðja um aukn- ar undanþágur á losunarheimilum – stóriðjusinnum til mikils ama. Frá því að hnattræn hlýnun jarðar var viðurkennd sem vanda- mál af ríkisstjórnum og viðskipta- lífinu hefur málefnið verið rætt fram og aftur. Ýmsar kenningar hafa sprottið upp um hugsanleg ósannindi í umræðunni og halda því margir fram að hlýnunin sé ekki staðreynd. Burtséð frá því hver sannleikurinn er, er alveg ljóst að loftslagsbreytingar eru nú á dagskrá allra pólitískra og efna- hagslegra afla. Ríkisstjórnir boða aðgerðir og stórfyrirtæki keppast við að reyna að sannfæra neyt- endur um að lausnin felist í því að versla við þau. Nýtt orðagjálfur hefur orðið til í kringum málefnið: „grænn“ kapítalismi. Vegna aukinnar náttúruvernd- arvitundar um alla veröld – sem einskorðast síður en svo við lofts- lagsbreytingar – og vegna yf- irstandandi hruns hugmyndafræði kapítalismans, neyðast þau öfl sem halda uppi kerfinu til að taka upp umræðuna um náttúruvernd. En vegna þess að drifkraftur kerf- isins, sífelld og aukin framleiðsla og neysla, fer ekki saman með raunverulegri náttúruverndarhug- sjón, neita þessi öfl að horfast í augu við og viðurkenna rót vand- ans. Vandamálin eru þ.a.l. sett fram á fölskum forsendum og mætt með fölskum lausnum. Bílamenningin er gott dæmi. Í stað þess að viðurkenna grundvall- argalla hennar og ráðast þannig að rótum þess vanda sem hún hefur skapað, reyna bílaframleið- endur og ráðandi öfl að telja fólki trú um að hana sé hægt að „grænka.“ Hin svo- kallaða lausn felst þá í því að viðhalda og jafnvel auka þann fjölda bíla sem nú keyra um, en keyra þá á öðru eldsneyti en olíu, t.d. rafmagni og lífrænu eldsneyti. Fyrir utan efasemd- arraddir um hversu „græn“ raf- magnsframleiðsla er – og fyrir ut- an þá staðreynd að framleiðsla lífræns eldsneytis hefur í för með sér gífurlega eyðileggingu á lands- svæðum, sérstaklega í þriðja heim- inum – er hér algjörlega horft framhjá þeirri staðreynd að burt- séð frá því hvers konar eldsneyti keyrt er á, þarf framleiðslan að halda áfram. „Grænu“ bílarnir eru að miklu leyti til úr áli, sem krefst þá aukins námugraftar á báxíti, sem hefur í för með sér aukna eyðileggingu á vistkerfum þeirra svæða sem báxít finnst á. Eitt tonn af rauðri drullu sem drepur allt líf, fylgir hverju tonni af fram- leiddu súráli; skógar eru ruddir og lifnaðarháttum innfæddra er út- rýmt. Hraðbrautir verða áfram byggðar og þeim gömlu viðhaldið. Þannig er markvisst atast í vist- kerfinu með mjög alvarlegum af- leiðingum fyrir allt líf á jörðinni. Einkavæðing andrúmsloftsins er annað dæmi; viðskipti með los- unarheimildir þar sem ríki heims- ins geta keypt og selt meng- unarkvóta sín á milli. Hafi ákveðið ríki klárað sinn kvóta en vilji menga meira, t.d. vegna aukinnar uppbyggingar þungaiðnaðar, getur það keypt kvóta af ríkjum sem ekki hafa klárað sinn kvóta. Það sér hver maður, út frá nátt- úruverndar- jafnt sem mann- úðarsjónarmiðum, að þessi við- skipti hafa einungis eitt í för með sér: aukna hnattræna auð- og stéttskiptingu. Svona spilltar og skaðsamar eru allar þær „lausnir“ sem „græni“ kapítalisminn boðar. En vegna þess hversu fjarlæg flest umhverf- isáhrifin eru almenningi, gleypir hann við þessum lygum. Fjar- lægðin við náttúrulega umhverfið hefur gert okkur firrt. Og með firringuna að vopni – og þá rang- hugmynd að ekki þurfi að slaka á þeim efnislegu „lífsgæðum“ sem byggð hafa verið upp á vest- urlöndum – er áfram ráðist gegn jörðinni. Markaðsvæðing lífs er allráðandi og það sorglegasta er þegar einstaklingar og hópar sem kenna sig við náttúruvernd gang- ast undir hugmyndina um rétt- mæti þess að verðleggja, kaupa og selja náttúruna. Mestu máli skiptir fyrir and- ófshreyfingarnar að þær átti sig á því að orðagljáfrið í kringum lofts- lagsbreytingar er notað til að knýja fram ákveðnar hnattrænar breytingar á kerfinu, heimselít- unni einni til hagnaðar. Þær breytingar eru helsta viðfangsefni COP15-fundarins og munu, ef ekki verður gripið inn í af fullri hörku, eiga sér stað algjörlega óháð því hvort andrúmsloft jarðar sé í raun að hitna eða ekki. Í Kaupmanna- höfn verður kappkostað ná fram einu markmiði: að halda lífi í ósjálfbæru efnahagskerfi kapítal- ismans, framleiðslu þess og neyslu, með tilheyrandi eyðilegg- ingu náttúrulega umhverfisins og ofbeldi gegn fólki. Allt annað er aukaatriði. COP15-fundurinn kemur til með að mæta harðri andspyrnu; í töl- uðu og skrifuðu máli, en einnig lík- amlega. Það er nauðsynlegt að náttúruverndarhreyfingin hér á landi mæti allri umræðu um COP15 af ítarlegri gagnrýni, byggðri á róttækri hugmyndafræði um verndun náttúrunnar, náttúr- unnar vegna! Því mun ég í það minnsta halda áfram. Orðagjálfur loftslagsbreyt- inga: „Grænn“ kapítalismi Eftir Snorra Pál Jónsson Úlfhildarson » Loftslagsfundur SÞ fer fram í desember nk. Orðagjálfur lofts- lagsbreytinga er nú not- að til að halda lífi í ósjálfbæru efnahags- kerfi kapítalismans. Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson Höfundur er listamaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.