Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 27
Fréttir 27VIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 FRÉTTASKÝRING Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is FARI framlag launagreiðanda til öflunar lífeyrisréttinda yfir tvær milljónir á ári skal skattleggja það sem eftir stendur sem hefðbundna launagreiðslu. Felst þetta í frum- varpi til breytinga á lögum um tekjuskatt. Þegar kemur að því að launþegi fái greitt úr lífeyrissjóði eru þær greiðslur einnig skattlagðar. Í þessu tilviki er því um tvísköttun að ræða. Greiðslurnar verða skatt- lagðar sem launatekjur áður en þær eru lagðar inn í lífeyrissjóð og aftur þegar þær eru greiddar út. Undantekning er þó frá þessari reglu. Fari framlag launagreiðanda yfir tvær milljónir vegna ákvæða í kjarasamningi stéttarfélags skal ekki fara með neinn hluta fram- lagsins sem laun í skattalegu tilliti. Byggist framlagið hins vegar á einhverju öðru samkomulagi milli launagreiðanda og launþega er hætta á tvísköttun. Vissulega eru fæstir launþegar í landinu með svo rífleg kjör að þeir fari yfir áðurnefndar tvær millj- ónir. Opinberir starfsmenn eru aft- ur á móti með ákvæði í sínum kjarasamningum sem gera ráð fyr- ir 11,5 prósenta framlagi í lífeyr- issjóð auk tveggja prósenta í sér- eignarsparnað. Hæst launuðu embættismenn stjórnkerfisins geta því farið yfir tveggja milljóna króna markið án þess að þurfa að greiða af því tekjuskatt. Getur skipt milljónum Einstaklingur í einkageiranum, með sömu laun og sem samið hef- ur um sambærilegt framlag í líf- eyrissjóð gæti hins vegar þurft að greiða áðurnefndan skatt. Því hærri laun, og þar með lífeyr- isgreiðslur, sem þessir tveir ein- staklingar fá því meiri er mun- urinn á stöðu þeirra þegar þeir loks komast á eftirlaunaaldur. Get- ur hann skipt milljónum í ákveðnum tilvikum. Halda ber því til haga að þessi mismunun á því hvort framlag byggist á ákvæðum í kjarasamn- ingi stéttarfélags eða ekki er einn- ig í gildandi lögum. Hins vegar er í gömlu lögunum ekki nein föst krónutala, sem miða á við við ákvörðun um skattlagningu. Eldri reglur voru mjög flóknar og erf- iðar í framkvæmd og var því ekki beitt nema í takmörkuðum fjölda tilfella. Munurinn á raunverulegri stöðu launþega og þeirri sem blas- ir við er því enn meiri en lagabók- stafurinn einn gefur til kynna. Tökum dæmi um tvo ein- staklinga. Báðir fá 11,5 prósenta framlag frá launagreiðanda í líf- eyrissjóð auk tveggja prósenta í viðbótarsparnað. Annar hefur sam- ið sérstaklega um þetta við vinnu- veitanda sinn en hinum er þessi réttur tryggður í kjarasamningi. Séu þeir báðir með 1,5 milljónir króna í mánaðarlaun greiðir vinnu- veitandi 202.500 krónur samtals í lífeyrissparnað á mánuði. Í tilviki hins fyrrnefnda greiðir hann af þessari upphæð í skatt, en sá síð- arnefndi greiðir ekkert. Miðað við 3,5 prósenta raun- ávöxtun á 25 ára starfsævi er mun- urinn á uppsafnaðri inneign í líf- eyrissjóði einstaklinganna tveggja 7,7 milljónir króna, þeim í vil sem starfar eftir kjarasamningi. Greiddur lífeyrir hans eftir skatta verður 4,2 milljónum hærri en þess, sem samið hefur sjálfur við vinnuveitanda. Ekki liggur fyrir um hve háar fjárhæðir er að ræða í heildina séð, en gera má ráð fyrir því að í kjöl- far hugsanlegrar setningar nýju laganna muni margir endurhugsa fyrirkomulag lífeyrissparnaðar hjá sér. Enda er lítið fengið með því að leggja í lífeyrissjóð fé, sem skattlagt er tvisvar sem launa- tekjur. Væntanlega væri heppi- legra fyrir viðkomandi að ganga úr skugga um að lífeyrisgreiðslur færu aldrei yfir tvær milljónir á ári, og leggja frekar aukalega fyrir í banka eða fjárfesta með öðrum hætti. Bætast slíkar vangaveltur fólks við áhrif skattabreytinga, sem áður hefur verið skrifað um í Morg- unblaðinu. Þeir sem hafa tök á að skipuleggja tekjur sínar og fjöl- skyldunnar munu standa betur en þeir sem ekki geta slíkt. Þá geta skattalagabreytingarnar ekki haft önnur áhrif en að gera enn fýsi- legra í hugum fólks að flytja úr landi. Tvísköttun lífeyris Fari framlag vinnuveitanda í lífeyrissjóð yfir tvær milljónir á ári, verður það sem eftir stendur skattlagt tvisvar sem laun Morgunblaðið/Ásdís Skattar Áform ríkisstjórnarinnar fela í sér umfangsmiklar breytingar á skattkerfinu, meðal annars í skattlagningu framlags í lífeyrissjóð. Lagersala allt að80% afsláttur úr blómabúðinni BLÓMÁLFINUM VesturgötuJóla lag ersa la kerti servéttur jólakúlur jólatréstoppar og margt fleira Lagersala úr þrotabúi Heildverslunarinnar Kveiks fuglar englar fiðrildi diskar glös kerti servéttur Einn skemmtilegasti jólamarkaður landsins Notað & Nýtt Mörkinni 1 108 Reykjavík sími 517 2030 Opið mán.–föstud. 11–18 laugardag 11–18 sunnudag 13–16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.