Morgunblaðið - 05.12.2009, Side 45

Morgunblaðið - 05.12.2009, Side 45
Umræðan 45 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 MEÐAL þess sem almenningur hefur lært af hruninu er hve launamunur er and- styggilega mikill. Það hefur alltaf ver- ið sagt að þeir sem eru ábyrgir fyrir miklu þurfi að hafa hærri laun en aðrir. Hvað segir hrunið okkur um ábyrgðina og launamuninn? Þeir sem brugð- ust okkur voru einmitt þeir sem höfðu hæstu launin. Það voru þeir sem voru með tíu sinnum hærri laun en hinir lægst launuðu, svo ekki sé nú minnst á þá sem voru ennþá hærri. Það virðist vera þann- ig að þeir launahæstu, þeir sem áttu að hafa ábyrgðina, hafi einmitt brugðist okkur. Þeir voru með svo há laun að þeir fylltust löngun eftir enn meiri ágóða, tóku þátt í hruna- dansinum, fannst þeir passa best meðal auðmanna og gættu hags- muna annarra slíkra, ef þeir höfðu til þess aðstöðu. Í gamla daga þeg- ar launamunur var miklu minni en núna var samt spurt hvers vegna bankastjórar hefðu svona miklu hærri laun en aðrir. Jú, svarið kom að bragði, það er til þess að þeir þurfi ekki sjálfir að stela úr bönk- unum. Þetta voru greinilega öf- ugmæli, þeir sem fá mest í laun stela mestu, reyndar á „lögvarðan“ hátt eins og einn bankatoppurinn orðaði það. „Atgervisflótti“ Því er líka stöðugt haldið fram að þeir sem hafa mikla menntun eigi að hafa miklu hærri laun en þeir sem hafa litla menntun. Þetta á að vera til að hvetja fólk til að mennta sig. Svo er bætt við að ef laun hinna mest menntuðu verði ekki jafnhá og það sem tíðkast við sam- bærileg störf annars staðar verði atgervisflótti. Atgervisflótti mun vera þýðing á enska orðasamband- inu brain drain, eða heilaþurrkun. Þetta þýðir þá að þeir sem eru með góðan heila, sem sagt greindir og vel gefnir, eins og það heitir, flytj- ist bara burt ef þeim er ekki umb- unað með nógu miklum peningum. Þetta er nú þvert á okkar reynslu. Allir hagfræðingarnir okkar eru mjög vel menntaðir á sinn hátt en þeir brugðust okkur. Ekki af því að þeir vissu ekki betur, heldur flæktust þeir inn í kerfi samtryggingar hinna ríku og vold- ugu. Hvers vegna ættu þeir að bregðast þeim sem borguðu þeim svona há laun? Vel menntaðir pró- fessorar við háskóla eru gjarnan með um 500 þúsund á mánuði, og flytjast til Íslands frá útlöndum í stórum stíl eftir nám ef þeim bjóðast slík laun hér. Við þurfum bara lífvænleg laun Ég held að fólk sem passar upp á að ávaxta sparifé okkar og þeir sem sjá um að mennta okkur séu alveg til í að starfa með okkur ef þeir fá laun sem þeir komast sæmilega af með. Ég held jafnvel að það skipti meira máli að sam- félagið okkar sé réttlátt og gott. Flestir þeir sem ég þekkti og voru við nám um sama leyti og ég er- lendis fluttu til Íslands að námi loknu af því þeim þótti vænt um íslenskt samfélag. Hér gætu þeir látið gott af sér leiða, hér áttu gömlu vinirnir og fjölskyldan heima og hér væri gott að ala upp börn. Menn vonuðust líka eftir skemmtilegu og skapandi starfi, miklu meira en eftir miklum pen- ingum. Jú jú, menn vildu það há laun að það væri lifandi af þeim, eins og allir vilja og þurfa. Sjálfsagt er það óraunhæft að gera þá kröfu hér og nú að allir fái sömu laun. Mannfólkið er líklega ekki enn komið á það menning- arstig að það nenni að mennta sig ef það fær ekki eitthvað pen- ingalega út úr því. Einn ágætur alþingismaður, Stefán Jónsson, betur þekktur sem fréttamaður, lagði það til í kringum 1970 að sett yrðu lög um að enginn skyldi frá hærri laun en tvisvar sinnum meira en þeir lægst launuðu. Kannski orðaði hann þetta þannig að enginn skyldi fá lægri laun en helmingi lægri en hinir hæst laun- uðu. Við núverandi efnahags- aðstæður gæti þetta þýtt að eng- inn væri með lægri laun en 300 þúsund og enginn með hærra en 600 þúsund krónur á mánuði. Nýtt samfélag okkar þarf að byggja á réttlæti Hrunið og yfirstandandi kreppa veita okkur tækifæri til að skapa réttlátt samfélag. Eftir það sem á undan er gengið finnst almenningi mikill launamunur andstyggilegur og hann gagnar okkur ekki til neins góðs, ekki einu sinni þeim sem mest bera úr býtum. Þegar verið er að tala um að nú verði all- ir að vera reiðubúnir til þess að taka á sig byrðar kreppunnar og hrunsins mun fólk eðlilega svara að þeir sem bera mest úr býtum þurfi að taka mest á sig. Það er réttlæti. Ef þjóðin á að standa saman þurfa stjórnvöld að segja að þau stefni að tekjujöfnuði, og þau stefni að réttlæti í skiptingu þjóðarauðsins, og fylgi því eftir með málflutningi og lagasetningu. Samtök launafólks þurfa að berj- ast fyrir því sama. Ef við eigum að standa saman núna þarf framar öllu öðru að ríkja réttlæti í samskiptum manna, hvað varðar launamál, möguleika til menntunar, heilsu- gæslu o.s.frv. Allir þurfa að hafa sama rétt til að hafa vinnu, at- vinnuleysi á að banna. Samfélagið á að passa upp á að allir hafi vinnu, bæði af manneskjulegum ástæðum en líka vegna þess að það er nauðsynlegt fyrir sam- félagið að nýta alla sína starfs- krafta. Gamla lögmálið um svo- kallað hæfilegt atvinnuleysi er kjörorð hagspekinga hins gamla kerfis, rangláts kerfis sem við er- um vonandi að losa okkur undan. Réttlæti Eftir Ragnar Stefánsson »Ef við eigum að standa saman núna þarf framar öllu að ríkja réttlæti í samskiptum manna, um launamál, möguleika til mennt- unar, heilsugæslu o.s.frv. Ragnar Stefánsson Höfundur er jarðskjálftafræðingur og prófessor. Menntaáætlun Nordplus Norrænir styrkir til nágrannasamstarfs Kynningarráðstefna á Hótel Sögu, salnum Stanford, 2. hæð (inngangur Guðbrandsgötu) 11. desember 2009 frá kl. 14:00 - 16:30 Dagskrá 13:30-14:00 Skráning, afhending ráðstefnugagna. 14:00-14:10 Setning: Karitas Kvaran, forstöðumaður Alþjóðaskrifstofu háskólastigsins – Landskrifstofu Nordplus. 14:10-14:25 Almenn kynning á menntaáætlun Nordplus: Guðmundur Ingi Markússon, verkefnastjóri Nordplus. 14:25-14:40 Uppbygging Nordplusverkefna og nýting styrksins: Ragnhildur Zoega, verkefnastjóri Nordplus. 14:40-14:55 Kynning á verkefni í Nordplus Horisontal: Margrét Guðmundsdóttir, verkefnastjóri á menntavísindasviði H.Í. 15:00-16:00 Vinnustofur fyrir undiráætlanir Nordplus: Junior: Styrkir leik-, grunn- og framhaldsskólastigið. Voksen: Styrkir fullorðinsfræðslu og símenntun. Háskólastigið: Styrkir samvinnu og samstarf háskóla. Sprog og kultur: Styrkir norræn mál og menningu. Horisontal: Styrkir sem tengja saman aðrar undiráætlanir Nordplus. 16:00-16:30 Jólaglögg og piparkökur í ráðstefnulok. Skráning fer fram á http://ask.hi.is/page/Nordplus11des Nánari upplýsingar á skráningarsíðu og í síma 525 4311 Umsóknarfrestur í Nordplus er í byrjun mars á hverju ári www.nordplus.is afsláttur 33% afsláttur 27% 14.490 kr. verð áður 19.990 kr. 3.390 kr. verð áður 4.990 kr. 2.990 kr. verð áður 4.490 kr. „MÖGNUÐ, DJÖRF, STÓRBROTIN OG HEILLANDI“ afsláttur 32%

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.