Morgunblaðið - 05.12.2009, Page 10

Morgunblaðið - 05.12.2009, Page 10
10 Fréttir MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 Jóhanna Sigurðardóttir, formaðurSamfylkingarinnar, er með fyrir Alþingi sérstakt frumvarp um þjóð- aratkvæði. Ástæðan er lýðræðisást stjórnarflokkanna.     SteingrímurJ. Sigfús- son, formaður VG, er líkt og Jóhanna yfir- lýstur stuðn- ingsmaður þess að haldin verði þjóðaratkvæða- greiðsla ef landsmenn kalla eftir slíku.     Á þessu er þó ein mikilvæg und-antekning: Ef sýnt þykir að landsmenn eru ósammála Stein- grími og Jóhönnu, þá er engin þjóðaratkvæðagreiðsla haldin.     Þegar þannig ber undir heldurSteingrímur því fram að það sé „mjög erfitt að sjá hvernig menn geta í innlendri kosningu kosið sig undan skuldbindingum sem tengjast öðrum ríkjum og þarf að semja um“, eins og hann orðaði það í samtali við sjónvarp mbl.is í gær.     Þessu heldur hann fram þrátt fyrirað stjórnvöld hafi sjálf bent á að íslenska ríkinu beri engin skylda til að greiða Icesave-skuldina. Þetta er með öðrum orðum engin skuldbinding.     Nú þegar hafa um 25.000 Íslend-ingar, meira en 10% atkvæðis- bærra manna, lýst yfir vilja til að fá að kjósa um Icesave-frumvarp ríkis- stjórnarinnar. Ástæðan er sú að al- menningur veit að ríkisstjórnin er að reyna að leggja á hann óbærileg- an skuldaklafa.     Getur verið að ríkisstjórn, sem ermeð frumvarp fyrir þinginu um þjóðaratkvæði, ætli að neita lands- mönnum um að kjósa um þetta risa- vaxna mál? Jóhanna Sigurð- ardóttir og Stein- grímur J. Sigfússon. Þjóðaratkvæði – nema um það sem skiptir máli Byggt á upplýsingum frá Veðurstofu Íslands Veður víða um heim kl. 18.00 í gær að ísl. tíma °C Veður Reykjavík 5 alskýjað Lúxemborg 3 skýjað Algarve 18 léttskýjað Bolungarvík 1 alskýjað Brussel 6 skýjað Madríd 12 heiðskírt Akureyri 1 alskýjað Dublin 9 skýjað Barcelona 15 léttskýjað Egilsstaðir 0 alskýjað Glasgow 3 heiðskírt Mallorca 16 skýjað Kirkjubæjarkl. 3 alskýjað London 6 heiðskírt Róm 12 léttskýjað Nuuk -7 heiðskírt París 7 skýjað Aþena 15 skýjað Þórshöfn 7 skýjað Amsterdam 6 skýjað Winnipeg -11 snjóél Ósló 0 snjókoma Hamborg 4 skúrir Montreal 5 léttskýjað Kaupmannahöfn 5 skýjað Berlín 1 skýjað New York 9 heiðskírt Stokkhólmur 4 skýjað Vín 4 alskýjað Chicago -4 alskýjað Helsinki 0 alskýjað Moskva 4 þoka Orlando 14 skúrir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ HALLDÓR STAKSTEINAR VEÐUR 5. desember Fjara m Flóð m Fjara m Flóð m Fjara m Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 1.56 0,4 8.11 4,3 14.35 0,5 20.41 3,7 10:57 15:41 ÍSAFJÖRÐUR 4.05 0,2 10.09 2,3 16.48 0,2 22.43 1,9 11:36 15:12 SIGLUFJÖRÐUR 0.33 1,2 6.14 0,2 12.28 1,3 18.57 -0,0 11:20 14:54 DJÚPIVOGUR 5.26 2,2 11.47 0,3 17.39 1,9 23.51 0,2 10:35 15:02 Sjávarhæð miðast við meðalstórstraumsfjöru Sjómælingar Íslands/Morgunblaðið Á sunnudag Austan 8-15 m/s, en sums staðar hvassara á Vestfjörðum og við suðurströndina. Rigning S- og A-lands, en annars skýjað og þurrt að mestu. Hiti 1 til 8 stig, svalast inn til landsins. Á mánudag Austan- og síðan norðaust- anátt, víða 8-13 m/s, en 13-18 á Vestfjörðum. Rigning um aust- anvert landið, slydda norðvest- antil, en annars skýjað með köflum. Hiti breytist lítið. Á þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag Útlit fyrir austlægar áttir með rigningu, en lengst af úrkomu- lítið SV-lands. Milt veður. VEÐRIÐ NÆSTU DAGA SPÁ KL. 12.00 Í DAG Sunnan og suðaustan 5-10 með skúrum SV-lands, en lægir og styttur upp NV-lands eftir há- degi í dag. Fremur hæg austlæg átt í kvöld og skýjað með köfl- um, en áfram dálítil rigning A- lands. Hiti 2 til 7 stig, hlýjast syðst. „VIÐ höfum sýnt aðhald í rekstri undanfarin ár og ekki farið út í neinar stórkostlegar æfingar, ef svo má segja. Við höfum komið vel út úr þessum lóðaúthlutunum okk- ar. Það er ekki miklu af lóðum skil- að, þannig að við liggjum ekki með mikla fjármuni í jörðu. Og við höf- um ekki tekið erlend lán,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Samkvæmt fjárhags- áætlun bæjarins sem var kynnt í gær er gert ráð fyrir 67 milljóna króna afgangi, óbreyttu útsvars- hlutfalli og óbreyttum fasteigna- sköttum. Skuldir verði greiddar niður um 340 milljónir. Í fjárhagsáætlunin kemur fram að grunnþjónusta verði ekki skert og öll störf varin. Gjaldskrár hækki ekki og að framkvæmt verði fyrir 453 milljónir án lánveitinga. Sér- stakar fjárveitingar verða lagðar í barna- og unglingastarf og einnig til að styðja við sveigjanlegt skóla- starf. Gunnar segir skuldastöðuna góða en nánast allar skuldir séu í ís- lenskum krónum. Langtímaskuldir nema um 2,1 milljarði. Við þá fjár- hæð má bæta skuldbindingu við fasteignafélagið Fasteign vegna 1. áfanga Sjálandsskóla sem nam ríf- lega milljarði í fyrra. „Meginmálið er að við sýnum trausta fjárhags- stöðu og gefum í í æskulýðs- og skólamálum,“ segir Gunnar. Framfærsla hækkar ekki Fjárframlög til lágmarks- framfærslu og til húsaleigubóta hafa aukist verulega. Upphæð lág- marksframfærslu er ríflega 115.000 krónur sem er sama fjár- hæð og í Reykjavík. Aðspurður seg- ir hann að ekki sé gert ráð fyrir hækkun lágmarksframfærslunnar. „Við fylgjumst með þeirri umræðu hjá sveitarfélögum á höfuðborg- arsvæðinu en menn hafa verið að samræma sig í því. Við erum alveg tilbúnir að skoða þann möguleika.“ runarp@mbl.is Góð staða Staða bæjarsjóðs er góð. Morgunblaðið/ÞÖK Aðhald í rekstri bæj- arins borgaði sig Garðabær greiðir niður skuldir um 340 milljónir Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is „VIÐ munum leita allra ráða til að stöðva þetta,“ segir Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkju- garða Reykjavíkurprófastsdæma, um starfsemi Draugaferða, sem skipuleggja göngur um kirkju- garðinn við Suðurgötu og segja ferðamönnum ósannar hryllingssögur af raunverulegu fólki. Stjórn garðanna mun funda með lögmanni til að sjá til hvaða ráða megi taka. „Það sjá allir sanngjarnir menn að svona málatilbúnaður, eins og hafður er í frammi þarna, er ekki líðandi að leiðsögumanna, segir að framferði þeirra sem sjá um draugaferðirnar sé greinilega ekki í neinu samræmi við siðareglur félagsins og að Jónas Freydal hjá Draugaferðum sé ekki meðlimur í Félagi leiðsögumanna. Hún viti ekki til þess að hann sé lærður leiðsögumaður. „Við höfum barist fyrir því að einungis fólk sem hefur fengið tilhlýðilega menntun sinni leið- sögn,“ segir Ragnheiður. „Margir hafa enga þekkingu á því sem þeir eru að fjalla um. Þetta er langt frá því sem lærðir leiðsögumenn myndu gera. Við búum ekki til sögur um raunverulegt fólk.“ haldi áfram,“ segir Þórsteinn. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í gær sagði Þór Magnússon, fyrr- verandi þjóðminjavörður, frá því að ein sagan snerist um hálfsystur hans, sem lést sex ára vegna sprungins botnlanga. Voru henni þar gerð upp hörmuleg örlög og hún sögð afturganga. Jafnframt var beðið fyrir henni í draugaferð- unum. Ragnheiður Björnsdóttir, formaður Félags Falsaðar sögur af látnum ekki líðandi Stjórn kirkjugarðanna fundar með lögmanni

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.