Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 26
26 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 Þetta helst ... ● ÓNÁKVÆMNI gætti í orðalagi í frétt blaðsins um nýtt frumvarp um inni- stæðutryggingar í gær. Þar var sagt að hámark innistæðutryggingar fram að bankahruni hefði verið 20 þúsund evr- ur. Núgildandi lög kveða hinsvegar á um að þessi fjárhæð sé bætt að lágmarki en það sem umfram er af kröfum inni- stæðueigenda á sjóðinn verði greitt eft- ir því sem eignir hans hrökkva til. Árétting ● MP banki mun flytja höf- uðstöðvar sínar úr Skipholti 50d í Ár- múla 13a á nýju ári, að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Í Ár- múla 13a voru áður höfuðstöðvar SPRON. „Aukin starfsemi og vöxtur bankans kalla á stækkun húsnæðis. Starfsemi MP banka hefur vaxið og dafnað á árinu 2009 ekki síst með til- komu alhliða viðskiptabankaþjónustu og rekstri útibúsins í Borgartúni 26. Öll aðstaða fyrir starfsmenn og við- skiptavini verður til fyrirmyndar í nýjum húsakynnum og mun gera starfsfólki enn betur kleift að sinna þjónustu við viðskiptavini bankans,“ segir í tilkynn- ingunni. MP banki flytur höfuð- stöðvar í Ármúla ● HEIMSMARKAÐSVERÐ á gulli hefur hækkað mjög undanfarna mánuði og misseri og gera sérfræðingar ráð fyrir enn meiri hækkunum. Nítján af þeim 24 fjórum sérfræð- ingum sem Bloomberg fréttastofan ræddi við gera ráð fyrir því að gull hækki í verði í næstu viku, einkum vegna þess að fjárfestar og seðlabankar um heim allan muni sækja í gull til að verjast áhrifum af frekari gengisveik- ingu dollarans. Segja þeir að aukin eft- irspurn eftir gulli vegna veikleika dals- ins auk verðbólguáhættu auki líkur á frekari verðhækkunum. bjarni@mbl.is Spá enn frekari hækkun á gullverði Eftir Ívar Pál Jónsson ivarpall@mbl.is SAMEINAÐ félag 365 miðla ehf. og Rauðsólar, eignarhaldsfélags að mestu leyti í eigu Jóns Ásgeirs Jó- hannessonar, skuldar 7,4 milljarða króna. Eignir á móti þessum skuld- um eru að mestu óefnislegar, eða 5,7 milljarðar króna. Vaxtaberandi skuldir eru 4,8 milljarðar króna.EBITDA-hagnaður síðasta árs nam 398 milljónum króna, sem þýðir að skuldir sameinaðs félags eru tólf- faldur rekstrarhagnaður. Almennt er talið að lífvænleg fyrirtæki geti mest borið skuldir sem eru 3-5-faldur rekstrarhagnaður. Þetta kemur fram í ársreikningi 365 miðla, sem reka m.a. Stöð 2 og Fréttablaðið, fyrir ár- ið 2008. Þar kemur einnig fram að styrkja verður 365 um einn milljarð króna með eiginfjárframlagi fyrir 1. apríl næstkomandi, ef Landsbankinn á ekki að gjaldfella og innheimta lán sín til fyrirtækisins, sem nema rúm- lega 4,2 milljörðum króna. Samkvæmt ársreikningnum nam tap 365 miðla eftir skatta tæpum 1,7 milljörðum króna á síðasta ári, en ár- ið á undan var félagið rekið með 628 milljóna króna hagnaði. 365 miðlar ehf. skulda tólffaldan rekstrarhagnað Leggja verður félag- inu til milljarð fyrir 1. apríl næstkomandi FYRIRTÆKJARÁÐGJÖF Lands- bankans hefur verið falið af skiptastjóra þrotabús útgerðarfyr- irtækisins Festi ehf. að sjá um sölu á rekstri og eignum þess. Starfsemi félagsins felst í rekstri útgerðar og fiskvinnslu í Hafn- arfirði sem samanstendur af sex bátum, fiskvinnslu og aflaheim- ildum. Héraðsdómur Reykjaness úr- skurðaði útgerðarfélagið Festi gjaldþrota 5. nóvember. Fyr- irtækið hafði átt í langvarandi erf- iðleikum, líkt og fram kom í frétt- um á þeim tíma. Landsbankinn var einn þeirra aðila sem lagt höfðu fram kröfu um að félagið yrði tekið til gjaldþrotaskipta. Ríkisbankinn Landsbanki selur kvóta Útgerðarfyrirtækið Festi ehf. í sölu FIMM tilboð bárust í nýtt hlutafé Steypustöðvarinnar ehf., sem fyrir- tækjaráðgjöf Íslandsbanka er með í söluferli. Þeim þremur tilboðs- gjöfum, sem áttu hæstu tilboðin verður gefinn kostur á áframhald- andi þátttöku í söluferlinu. Ekki hafa fengist upplýsingar um hverjir skiluðu inn tilboðum eða hverjum var boðið að halda áfram. Endanlegum tilboðum ber að skila í síðasta lagi 16. desember næstkomandi. Glitnir yfirtók Steypustöðina sumarið 2008 þegar félagið fór í þrot og er hún að fullu í eigu dótturfélags Íslandsbanka, Mið- engi. bjarni@mbl.is Fimm tilboð í Steypustöðina FORRITIÐ Smelltu gerir auglýs- endum kleift að fylgjast nákvæm- lega með því hversu vel auglýs- ingaborðar á vefsíðum virka og til hversu margra þeir ná. Forritið er það fyrsta sem sprotafyrirtækið Transmit ehf. þróar en markmið þess er að þróa forrit sem hjálpa markaðsfólki að koma skilaboðum sínum á framfæri. Agnar Sigmarsson hjá Transmit segir hugmyndina að forritinu hafa vaknað af nauðsyn. „Ég á, ásamt systur minni, bróður og mági, litla bókaútgáfu. Við auglýs- um bækur okkar eingöngu á net- inu og þegar við fórum á stjá var engin leið fyrir okkur að vita hvar best væri að auglýsa og hvar við fengjum mest fyrir peningin. Við hófum því hönnun á forritinu, sem hefur litið dagsins ljós á www.smelltu.is.“ Segir Agnar að með ákveðnum undantekningum hafi auglýsendur ekki getað séð með nákvæmum hætti hvar auglýsingafjármagni þeirra er best varið á netinu og hvort skilaboðin sem þeir vilja senda eru að komast til skila. „Smelltu leysir þetta vandamál. Með því að setja kóða í vefauglýs- ingu getur auglýsingastofa eða annað fyrirtæki fylgst nákvæmlega með því hve oft auglýsing birtist og hversu oft er smellt á hana.“ Hægt að fylgjast með virkni auglýsinga Auglýsingar Smelltu gefur notanda færi á að bera saman virkni einstakra auglýsingaborða á mismunandi vefsíðum og kostnað við hvern smell. Örn Arnarson ornarnar@mbl.is MIKIL velta og töluverðar sviptingar hafa verið á skuldabréfamörkuðum undanfarna tvo daga. Er þetta rakið til frumvarps viðskiptaráðherra um nýtt þak á heildarfjárhæð tryggðra innistæðna og óvissu um hvenær yfir- lýsingar stjórnvalda um að allar inni- stæður séu tryggðar renni úr gildi. Þetta bætist við þá óvissu sem hefur ríkt um verðbólguhorfur næstu miss- era, Síðustu tvo daga vikunnar var velt- an á skuldabréfamarkaði um 36 millj- arðar og er það með mesta móti mið- að við meðaltveltu það sem af er ári. Þeir sérfræðingar sem blaðið ræddi við voru sammála um að þessa veltuaukningu megi rekja til þess að innistæðueigendur væru í auknum mæli að færa sig yfir í ríkisbréf. Óvissan endurspeglast meðal annars í mikilli sókn í stystu verðtryggðu íbúðabréfin. Veltan með HFF14 nam tæpum 6 milljörðum í gær. Eins og einn sérfræðingur sem blaðið ræddi við sagði, hefur ávöxtunarkrafan á þeim flokki ekki verið lægri síðan í október í fyrra þegar bankakerfið riðaði til falls. Velta með þennan flokk er alla jafnan fremur lítil. Að sama skapi var töluverð velta með lengstu óverðtryggðu ríkis- bréfin. Þeir sem blaðið ræddi töldu að eftirspurnin eftir þeim hefði fyrst og fremst komið frá stofnanafjárfestum á borð við lífeyrissjóði. Sumir í hópi þeirra sérfræðinga sem blaðið ræddi við í gær bentu á að áhrifin af frumvarpinu gætu hugs- anlega orðið til þess að bankar þyrftu á einhverjum tímapunkti að hækka innlánsvexti til þess að mæta aukinni ásókn fjármangseigenda eftir skulda- bréfum. Frumvarpið hafi minnt innistæðu- eigendur á að óumflýjanlegt sé að ríkið muni á endanum draga til baka tryggingu sína á öllum innistæðum. Það útskýri eftirspurnina á skulda- bréfamarkaðinum undanfarna daga. Verði hún áfram mikil og á kostnað innistæðna er ljóst að á einhverjum tímapunkti mynda þrýsting á banka til þess að hækka vexti á innláns- reikningum sínum. Ekki er þó gefið að svo verði. Eins og fyrr segir þá má rekja aukna eftir- spurn á skuldabréfamarkaði til frum- varpsins og óvissunnar sem það skap- aði. Stjórnvöld hafa enn og aftur ítrekað yfirlýsingar sínar um að allar innistæður séu tryggðar og allar breytingar á þeirri skipan mála yrðu gerðar með drjúgum fyrirvara. Þó svo að yfirlýsingin hafi ekki lagagildi þá gilda neyðarlögin ennþá og komi upp sú aðstæða að tryggja þurfi allar innistæður þá hafa stjórnvöld fulla heimild til þess. Fjárfestar flykkjast á skuldabréfamarkaðinn Skuldabréfavísitala Gamma Skuldabréfavísitölurnar eru reiknaðar ogbirtar afGAMManagementhf. Vísitölurnar eru settar 100 þann 1. janúar 2005. 185 180 175 170 165 160 155 150 178,1 173,6 154,0 180,9 175,8 154,9 30. nóv. 2009 4. des. 2009 Áframhaldandi þróun gæti leitt til hærri innlánsvaxta ● NÝLEGA var opnaður nýr heim- ilisfjármálavefur, meniga.is, sem er sér- hannaður til að aðstoða fólk við að stjórna heimilisfjármálunum. Í frétt frá aðstandendum vefjarins segir að hann hjálpi fólki að öðlast heildaryfirsýn yfir fjármál heimilisins, halda bókhald og bendi á raunhæfar leiðir til sparnað- ar, sem séu sérsniðnar að neyslu- mynstri hvers og eins. „Meniga vefurinn greinir neyslu- mynstur notenda og bendir þeim á sparnaðarráð, tilboð, afslætti og hag- nýtar upplýsingar til að hjálpa þeim að nýta peningana betur,“ segir í fréttinni. Nýr vefur um fjármál heimilisins opnaður Ari Edwald, forstjóri 365 miðla, segir að staðan um áramótin gefi ekki mynd af stöðunni eins og hún er orðin núna. „Ég viðurkenni alveg að skuldirnar eru miklar, enda var félagið selt á háu verði og með miklum skuldum frá Ís- lenskri afþreyingu til Rauð- sólar á sínum tíma. Of háu verði, að margra mati,“ segir hann. Ari segir að mikið hafi verið tekið til í rekstri fyrirtækisins á árinu, rekstrarkostnaður skorinn töluvert niður. Því geri áætlanir ráð fyrir mjög aukn- um EBITDA-hagnaði á þessu ári, eða 625 milljónum króna, „og við verðum vel yfir þeirri tölu,“ segir hann. Með sama áframhaldi verði næsta ár nær þúsund milljónum. „Ég tel því að eftir fyrirhug- aða hlutafjáraukningu verði efnahagur félagsins í þokka- legu lagi.“ Gefur ekki mynd af stöðunni núna Ari Edwald
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.