Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 36
36 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 SAMTÖK áhuga- fólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) voru stofnuð árið 1977 af ein- staklingum sem höfðu átt við áfengis- og aðra vímuefnafíkn að stríða og höfðu fengið lækningu erlendis. Þessir aðilar vildu færa nýjar hugmyndir um vandann og vímu- efnameðferð til Íslendinga. SÁÁ eru frjáls félagasamtök sem eru rekin án hagnaðarvonar og til- heyra hinum svokallaða þriðja geira. SÁÁ er stofnað með það að meginmarkmiði að eyða fordómum í garð vímuefnasjúkra og bæta að- stæður þeirra og fjölskyldna þeirra. Samtökin hafa verið þrótt- mikil á þessu sviði og haft mikil áhrif í þjóðfélaginu. SÁÁ hefur frá upphafi rekið heildstæða meðferð, þ.e. afvötnun, eftirmeðferð, göngu- deild og í seinni tíð einnig búsetu- úrræði. Með tilkomu samtakanna og stafsemi þeirra varð geysileg aukning á þjónustu við vímuefna- sjúka og fjölskyldur þeirra. Starf- semi samtakanna spratt upp úr mikilli þörf fyrir meðferð fyrir vímuefnasjúka og með tilkomu þeirra hafa orðið gífurlegar fram- farir í málefnum þeirra. Fjöldi ein- staklinga hefur átt gott líf vegna möguleika á góðri meðferð, sem þeir annars hefðu ekki átt. SÁÁ hefur verið rekið að stórum hluta með opinberu fé enda um lögbundna þjónustu að ræða. Sam- tökin hafa gert þjónustusamninga við ríkið í þessu sambandi um þá meðferð sem veita skal. Mörg und- anfarin ár hefur verið á brattann að sækja með að afla fjár hjá rík- inu fyrir lögbundinni þjónustu með slíkum þjónustusamningum. Heil- brigðisráðuneytið gerði þjónustu- samning við SÁÁ um rekstur Sjúkrahússins Vogs í janúar 2008. Við gerð þjónustu- samningsins var gætt ýtrasta sparnaðar. Til að koma í veg fyrir skerðingu á þjónustu féllst SÁÁ í þessari samningagerð á að greiða árlega 50-60 milljónir af sjálfsafla- fé sínu til rekstursins á Vogi. Að mati und- irritaðrar er það með öllu óásættanlegt að samtökin greiði með sjálfsaflafé sínu lög- bundna þjónustu. Sjálfsaflaféð er þar með ekki leng- ur til, sem kemur í veg fyrir að samtökin geti eflt félagsstarf og unnið að fræðslu og forvörnum. Enn einu sinni þarf SÁÁ að standa í erfiðum samræðum við heilbrigðisráðuneytið. Ríkið hefur einhliða og án rökstuðnings minnkað greiðslur um 3,4% á árinu 2009 og boðar nú enn meiri breyt- ingar. Samkvæmt rekstrarreikn- ingi SÁÁ hefur sá sparnaður sem öðrum heilbrigðisstofnunum er uppálagður þegar náðst á Sjúkra- húsinu Vogi. Við ósköpin sem dundu yfir þjóðina þegar kreppan skall á varð SÁÁ fyrir miklu tekju- tapi þar sem tekjur frá fyr- irtækjum sem studdu mikilvæga þætti í meðferðarstarfinu féllu nið- ur. Fjárframlög sem komu til móts við starfið í bráðamóttöku og vegna skyndiinnlagna. Frá því að SÁÁ var stofnað hef- ur hópurinn sem hefur farið í með- ferð á Vogi sífellt stækkað og þeir sem þangað leita verða sífellt veik- ari og veikari. Þó margir fái bót er sigurinn ekki alltaf vís og þrátt fyrir að allir leggi sig fram deyr einn á viku úr hópnum langt um aldur fram. Sprautufíklar verða sí- fellt eldri og veikari og dagd- rykkjufólk sem komið er yfir miðj- an aldur er oft komið í beina lífshættu þegar það kemur á Vog. Félagslega illa statt fólk sem hefur átt við langvarandi vanda að stríða vegna vímuefnasýki missir algjörlega fótanna ef ekki er greið- ur aðgangur að Vogi fyrir það. Um er að ræða það fólk sem hefur átt erfitt uppdráttar í námi og á vinnumarkaði vegna neyslu vímu- efna og býr við sára fátækt og mikla hrakninga í húsnæðismálum. Oft hafa þessir einstaklingar verið langtímum án atvinnu og tekjur þeirra verið framfærsla frá sveit- arfélagi eða TR. Þessir ein- staklingar eru í mestu hættu á að verða heimilislausir á Íslandi. Að lifa af slíkum tekjum til langs tíma býður ekki upp á annað en sára fá- tækt og ómögulegt er að komast út úr því án fjölþættrar aðstoðar. Meðferðarkerfið og félagskerfið þarf að taka betur saman höndum við að vinna að því að bæta að- stæður þessa fólks. Grundvall- aratriði í aðlögun að samfélaginu er að virkja fólk til þátttöku á vinnumarkaði og auka þannig tekjur þess. Til þess að hægt sé að end- urhæfa vímuefnasjúka þarf að vera góð og aðgengileg meðferð, sem SÁÁ hefur staðið fyrir fram til þessa og er þar með ein af grunn- stoðum heilbrigðiskerfisins. Þeir sem ná bata þurfa síður á þjónustu heilbrigðiskerfisins að halda. Þess ber að geta að neysla áfengis og annarra vímuefna er skaðleg fyrir líkamlega heilsu og er orsök að slysum, afbrotum og öðru sem er óæskilegt í samfélagi okkar. Það er því óskynsamlegt og ekki til sparnaðar að SÁÁ eigi að skerða þjónustu sína. Ef dregið verður úr starfseminni á Vogi munu önnur meðferð- arúrræði SÁÁ nýtast verr eða leggjast af. Ef dregið verður úr bráðainnlögnum minnkar þjónusta við aðrar stofnanir eða leggst af. Ekki verður hægt að taka við sjúk- lingum frá lögreglunni, Landspít- alanum og öðrum stofnunum með sama hætti. Sjúklingar sem eru í viðhaldsmeðferð við morfínfíkn búa í búsetuúrræði SÁÁ eða eru í annarri meðferð eða eftirfylgni og falla komast ekki auðveldlega á Vog þó að þeir þurfi þess og munu þurfa að bíða. Starfsemi SÁÁ er nauð- synleg heilbrigðisþjónusta Eftir Erlu Björg Sigurðardóttur » Frá því að SÁÁ var stofnað hefur hóp- urinn sem hefur farið í meðferð á Vogi sífellt stækkað og þeir sem þangað leita verða sífellt veikari og veikari. Erla Björg Sigurðardóttir Höfundur er félagsráðgjafi MA og er í ársleyfi frá störfum sem for- stöðumaður heimila á vegum Velferð- arsviðs og situr í stjórn SÁÁ. NÚ ÞEGAR Sam- fylkingin hefur setið í ríkisstjórn í rúmlega eitt og hálft ár og Vinstri grænir í tæpt ár er orðið ljóst að allt sem áður var að á að gera verra. Öll hagfræði og almenn skynsemi er komið í ruslatunnuna, og í staðinn komin hjörð ráðherra sem tala í kross, segja ósatt og valta ítrekað með fram- kvæmdavaldinu yfir Alþingi. Hagfræðin hunsuð Þeir sem einhvern tímann hafa lesið rétta hagfræði vita að hækk- andi skattar virka eins og sandur á tannhjól hagkerfisins. Með hækkandi sköttum er mjólk- urkýrin smátt og smátt tekin af lífi í stað þess að fá frelsi og fóður til að vaxa og dafna og mjólka betur í framtíðinni. Hækkandi skattar, ásamt hækkandi opinber- um skuldum, gjaldeyrishöftum og pólitískri afskiptasemi af fyr- irtækjum og framkvæmdum eru beinar aðfarir gegn hagvexti og almenningi á Íslandi. Þingmenn meirihlutans hafa hins vegar meiri áhuga á að taka úr vasa eins og setja í vasa annars en að leyfa veskjum allra að vaxa með vinnu og framleiðslu. Almenn skynsemi hunsuð Slæmt er að hunsa grundvall- aratriði hagfræðinnar. Verra er að stinga almennri skynsemi ofan í skúffu. Af hverju er ennþá verið að ausa fé í tónlistarhús, söfn, sin- fóníu, listamannalaun og önnur áhugamál menningarelítunnar? Elítu sem lifir á launum almenn- ings sem nær ekki endum saman. Það er gaman að vera ríkur og hafa efni á alls kyns afþreyingu, en Íslendingar í dag eru ekki ríkir og hafa hreinlega ekki efni á því að halda uppi heilli hjörð lista- manna í einhverri dýpstu kreppu sögunnar. Almenningi sagt ósatt Til að herða tök sín á almenn- ingi eru ráðherrar byrjaðir að segja ósatt upp í opið geðið á fjöl- miðlamönnum sem ekkert gagn- rýna. Fjármálaráðherra hefur t.d. sagt að þjóðnýting Icesave- skuldbindinganna sé forsenda láns frá Al- þjóðagjaldeyr- issjóðnum á meðan forstjóri sama sjóðs segir hins gagnstæða – hvor ætli hafi rétt fyrir sér? Umhverf- isráðherra segist ekk- ert hafa á móti stórum framkvæmdum sem nú þegar eru hafnar en snýr sér svo við og kaffærir þeim í papp- írsflóði frá hinu opinbera, þvert á vilja forsætisráðherra. Það er orð- ið engin leið að átta sig á því hvað er raunverulega sagt á bak við luktar dyr í Stjórnarráðinu. Hvenær er nóg komið? Fjölmiðlamenn á Íslandi hafa kokgleypt hverja vitleysuna á fæt- ur annarri sem vellur út úr Stjórnarráðinu þessa mánuðina. Almenningur fylgist spenntur með á hverjum degi til að sjá hvar næsti skattaskellur lendir, kross- leggur fingur og vonar að hann lendi á einhverjum „öðrum“. Al- menningi er sagt að hann þurfi að eyða næstu árum í að greiða fyrir skuldbindingar einkafyrirtækis í útlöndum. Ráðherrar hlaupa um eins og hauslausar hænur í leit að nýjum leiðum til að koma sér á framfæri með fagurgala um rétt- læti og jöfnuð, miðstýring sam- félagins eykst og norræna skatt- byrðin (án velferðarinnar) færist sífellt nær. Ekkert af þessu hefur bætt ástand sem fyrir um ári var þó orðið mjög slæmt. Ríkisstjórn Ís- lands er að gera illt verra, og fyrr en hún víkur mun Ísland ekki geta hafið endurreisn sína. Vonandi þarf ekki mikið fleiri mánuði af skemmdarverkastarfsemi í Stjórn- arráðinu til að almenningur átti sig á því. Ríkisstjórnin gerir illt verra Eftir Geir Ágústsson Geir Ágústsson »Ríkisstjórn Íslands er að breyta slæmu ástandi í mun verra ástand. Endurreisn Ís- lands hefst ekki fyrr en skipt hefur verið um stjórn. Höfundur er verkfræðingur og situr í stjórn Frjálshyggjufélagsins. Innsendikerfið Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðsins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ ofarlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn slóðina www.mbl.is/sendagrein Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lyk- ilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri há- markslengd sem gefin er upp fyrir hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri greina á vefnum. Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeildar. Móttaka aðsendra greina                                                                                                     .                                                                                                  Reykjavík Sími 588 9090 Síðumúla 21 • 108 Reykjavík www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Ziemsenhúsið í Grófinni Til sölu Ziemsenhúsið. Glæsilegt hús við Grófina í hjarta Reykjavíkur. Húsið er kjallari og tvær hæðir, samtals um 670 fermetrar. Í kjallaranum er rekinn vinsæll veitingastaður. Á hæðunum eru skrifstofur. Um er að ræða um hundrað og tuttugu ára gamalt sögufrægt hús sem var flutt í Grófina og uppgert á glæsilegan hátt af Mynjavernd. Húsið er allt í útleigu. Góðir leigusamningar. 5060 Allar nánari upplýsingar veitir Hilmar Þór Hafsteinsson í síma 824-9098.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.