Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 42
42 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 GÓÐUR samningur Reykjanesbæjar um kaupum á meirihluta í HS veitum og sölu þriðjungshlutar í HS orku er nú í höfn en með þessum samn- ingum eykst eigið fé bæjarsjóðs úr 2.4 millj- örðum í 11 milljarða króna. Samhliða keypti Reykjanesbær land og auðlindaréttindi virkjana á Reykja- nesi til að tryggja íbúum bæjarins öryggi til framtíðar en fær samt sem áður tugi milljóna króna tekjur á hverju ári vegna arðs og leigu á land- og jarðhitaréttindum. Þrátt fyrir þessi kaup á HS veitum sem og landa- og auðlindakaupum er eig- infjárhlutfall Reykjanesbæjar komið yfir 40% sem er með því allra besta sem þekkist hjá stærri sveit- arfélögum á Íslandi. Þetta eru já- kvæðar fréttir á erfiðum tímum en sterkur efnahagur Reykjanesbæjar er gríðarlega mikilvægur á þessum tímapunkti. Á sama tíma er útlit fyrir að verkefni meir- hlutans síðustu árin séu að skila sér eitt af öðru á gríðarlega mik- ilvægum tíma í öfl- ugum atvinnuverk- efnum s.s. álveri, gagnaveri, ferðaþjón- ustu o.s.frv. Gagnrýni á framtíðarsýn meiri- hlutans með uppbygg- ingu í Helguvík og verkefnum tengdum Keflavíkurflugvelli, þegar góðærið yfirgnæfði baráttuna fyrir fram- tíðar-atvinnutækifærum, hefur snú- ist í eitt mikilvægasta verkefni síð- ustu áratuga sem flestallir Suðurnesjamenn styðja nú og vilja sjá fram ganga. Sú von hefði að engu orðið ef markviss uppbygging síð- ustu ára hefði ekki verið til staðar enda hefði sú uppbygging ekki feng- ið brautargengi á tímum kreppu og framtíðarmöguleikarnir þá að engu orðnir. Ný atvinnutækifæri gefa að auki meiri tekjumöguleika en svæðið hefur búið við hingað til en það er í raun forsenda þess að bæjarsjóður Reykjanesbæjar skili hagnaði af rekstri. Reykjanesbær var árið 2008 um 900 milljónum króna undir landsmeðaltali í skatttekjum og stæði því mjög sterkur í rekstri ef skatttekjur myndu aukast í átt að meðaltali landsins. Þessi tækifæri eru nú til staðar og vonandi mun þeim töfum, sem bæði kreppan og ríkisstjórn hafa valdið, linna svo að öll þessi mikilvægu verkefni nái fram að ganga sem allra fyrst. Í dag er jákvætt að:  Reykjanesbær er kominn með yf- ir 40% eiginfjárhlutfall sem er með því besta á Íslandi  Reykjanesbær á meirihluta eða 66,7% í HS veitum sem og land- svæðin undir virkjunum og auð- lindina sjálfa  Reykjanesbær fær tugi milljóna króna auðlindagjald árlega frá HS orku  Reykjanesbær hefur meiri mögu- leika en flest sveitarfélög á Íslandi til að auka tekjur og atvinnustig á næstu mánuðum. Framundan eru nýir tímar og mikilvægara en nokkru sinni fyrr að leggja sig fram til að ná árangri að bættum lífskil- yrðum. Í fallegum og góðum bæ ætti sú vinna að vera skemmtileg og skila góðum árangri. Jákvæðir hlutir að gerast í Reykjanesbæ Eftir Steinþór Jónsson »Reykjanesbær erkominn með yfir 40% eiginfjárhlutfall sem er með því besta á Íslandi. Steinþór Jónsson Höfundur er bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ. Í VOR gerði Morg- unblaðið rækilega grein fyrir afstöðu manna til fyrningar aflaheimilda, sjá til dæmis blaðið 24. maí. Þar var því mjög haldið fram, að fyrning þeirra gæti spillt af- komu útgerðarinnar og stofnað lánardrottnum hennar, bönkunum, í hættu. Nú eru ýmsir, sem telja, að deilan um fyrningu afla- heimilda sé deila á röngum for- sendum; menn geti nefnilega ekki ákvarðað hagkvæma heildarafla- heimild með viti. Vitað er, að meðal þeirra, sem svo telja, eru menn, sem yfirleitt eru taldir málsmetandi, sbr. grein eftir mig í Morgunblaðinu í júlí 2007. En í þessu efni er ekki hirt um álit þeirra. Hér verður athugað, hvað gæti orðið um bankaskuldir útgerð- arinnar, ef gagnrýnið álit svofellt gilti vegna fiskveiða við Ísland. Fyr- irkomulagið yrði þá þannig, að menn sæki sjó, eins og hver telur sér hag í, og ráði veiðarfærum sínum, svo sem möskvastærð, en, eins og lengi hefur verið, þarf að vera skipulag á því, hvar hver tegund veiðiskipa sækir til veiða. Þegar vanþrif sýnast vera í fiskinum, eru góð aflabrögð ekki að- eins beinn hagur einstakra útgerða, heldur eru þau til bóta fyrir fiskstofn- inn; þá hafa nefnilega verið of margir ein- staklingar í honum í hlutfalli við næring- arskilyrði. Þannig batna þau. Þegar ekki sýnast vera vanþrif, heldur góð þrif, bendir það til þess, að veiði hafi verið nægilega mikil, til að ekki hafa orðið of margir um æt- ið. Þá veiðir hver eins mikið og hann sér sér hag í, og um leið dregur slík veiði úr hættu á, að vannæring verði og þrif fisksins skili þá lélegum afla. Ef slíku fyrirkomulagi yrði komið á, yrði engin aflaheimild skert (fyrnd), hins vegar yrði heimildin verðlaus. Ástæðulaust yrði fyrir út- gerð að kaupa til sín aukna heimild, þar sem hver sem er hefur ótak- markaða aflaheimild ókeypis. Útgerðarfélög hafa stofnað til bankaskulda til kaupa á aflaheim- ildum. Viðskipti með aflaheimildir draga ekki endilega úr heild- arskuldum útgerðarinnar, því að einn selur og getur létt skuldabyrði sína, en annar kaupir, og það kann að auka skuldabyrði hans. Ef viðskipti með aflaheimildir hætta, af því að þau skila engu, verða heildarskuldir út- gerðarinnar óbreyttar, að öðru jöfnu. Vel að merkja, að öðru jöfnu. Þarna verður nefnilega ekki annað jafnt, ef marka má álit þeirra merk- ismanna, sem ég vísa til í upphafi greinarinnar. Með veiði, þar sem að- eins arðsemi einstakrar útgerðar set- ur henni hömlur, gæti veiði hér við land náð því stigi, sem hún var á fyrir hálfri öld, þegar hundruð breskra og þýskra togara voru hér að veiðum, jafnvel skammt undan landi, veiðin gæti tvöfaldast eða þrefaldast. Vegna verðmunar sóttu bresku togararnir mjög í smáa fiskinn. Hugsanlegt er, að afli þeirra í smáum fiski hafi verið álíka mikill og allur þorskafli íslend- inga nú. Það er merkilegt fyrir afla- sældina. Slík aflabrögð mundu vitaskuld stórbæta afkomu útgerðarfyrirtækja og gera þeim auðvelt að greiða bankaskuldir, sem stofnað hefur ver- ið til vegna kaupa á aflaheimildum. Bankaskuldir útgerðarinnar Eftir Björn Stefánsson »Með veiði, þar sem aðeins arðsemi ein- stakrar útgerðar setur henni hömlur, gæti veiði hér við land náð því stigi, sem hún var á fyr- ir hálfri öld, þegar hundruð breskra og þýskra togara voru hér að veiðum ...Björn S. Stefánsson Höfundur er dr. scient. ÞANN 9. nóvember var í Kastljósþætti Ríkissjónvarpsins kynntur til sögunnar „heimsþekktur“ hrá- fæðimeistari að nafni David Wolfe. Það eitt og sér væri ekki í frá- sögur færandi nema fyrir þá sök að í þætt- inum var hann titlaður næringarfræðingur. Titillinn gefur viðkomandi vægi sem sérfræðingur á sviði almennrar næringar mannsins. Almenningur getur þá treyst að upplýsingarnar séu þar með frá manni sem hafi við- urkennda háskólamenntun í faginu. Þess má geta að hráfæðikenningin gengur meðal annars út á það að eingöngu er neytt jurtafæðis og ekki má hita matinn yfir ca. 48 gráður á celsíus því of mikil hitun á að leiða til eyðileggingar ensíma (próteina). Hráfæðikenningin tengist hefð- bundinni næringarfræði á engan hátt og David Wolfe hefur ekki hlotið næringargráðu hjá neinum háskóla sem viðurkenndur er af menntamálaráðuneyti nokkurs lands. Í upplýsingum sem grein- arhöfundar hafa undir höndum og fengust hjá ritstjóra Kastljóss kem- ur fram að David Wolfe sé með meistaragráðu í næringarfræði og þar að auki prófessor í sömu fræð- um. Þegar hinir svonefndu skólar eru athugaðir kemur í ljós að ekki er um raunverulega háskóla að ræða heldur „stofnanir“ sem gera út á „óhefðbundnar mennt- unarleiðir“. Öfgaboðskapur í mataræði og næringu er ekki nýr af nálinni og því miður bendir flest til þess að lít- ið lát verði þar á í framtíðinni og má sjá þess víða merki í þjóðfélaginu um þessar mundir. Sem dæmi má nefna að áróður gagnvart neyslu fæðubótarefna hefur aldrei verið meiri. Enda kappkosta seljendur að telja fólki trú um að neysla verk- smiðjuunninna fæðubótarefna hafi ótvíræðan lækningamátt þrátt fyrir staðreyndir um annað. Enn aðrir flykkjast í svo kallaða dítoxmeðferð þar sem meðferðin felst ekki síst í svelti og ristilskolun og á víst að lækna allflesta heilsutengda kvilla, bæði andlega sem líkamlega. Því miður eru heilsuöfgar sem þessar farnar að bitna á þeim sem síst skyldi, sem eru börnin okkar. Þau fá gjarnan að heyra að margt af því sem er hollt og gott sé óholl- usta hin mesta. Dæmi þar um er sorglegt viðtal sem tekið var við starfsmann leikskóla sem greindi frá því að þar á bæ væri búið að setja ný „piparkökulög“ þar sem ákveðið hefði verið að í stað „venju- legs“ hveitis hefði verið ákveðið að notast við spelti, í stað sykurs hrá- sykur og í staðinn fyrir mjólk soja- mjólk. En reyndin er sú að spelti er ekki hollara öðru hveiti, hrásykur gefur reyndar örlítið af næring- arefnum sem ekki er að finna í hvít- um sykri en í svo litlum mæli að þau leggja sama og ekkert til nær- ingargildis fæðunnar og mjólkin okkar er á margan hátt næring- arríkari en sojamjólkin (enda baunaseyði). Höfum einnig hugfast að þrátt fyrir allt hafa Íslendingar dafnað vel á íslenskum mat og geta átt von á langri ævi og því fáránlegt að halda hollri fæðu, eins og mjólk, frá börnum. Það er trú okkar sem þessar lín- ur rita að öfgakenndur heilsuboð- skapur ýti undir átröskun. Ábyrgð fjölmiðla er mikil þegar kemur að því að miðla fréttum og boðskap til almennings. Það er því mjög mik- ilvægt þegar einstaklingar eru kynntir til leiks sem boðberar heilsu og heilbrigði að réttar upp- lýsingar komi fram um viðkomandi. Þar sem David Wolfe er svo sann- arlega ekki næringarfræðingur að mennt teljum við að ekki sé til of mikils ætlast að ritstjóri Kastljóss leiðrétti þá rangfærslu. Næringarfræði á villigötum? Eftir Ólaf Gunnar Sæmundsson og Ólaf Sigurðsson Ólafur Sigurðsson » Öfgaboðskapur í mataræði og nær- ingu er ekki nýr af nál- inni og því miður bendir flest til þess að lítið lát verði þar á í framtíðinni og má sjá þess víða merki í þjóðfélaginu um þessar mundir. Ólafur Sigurðsson matvælafræðingur, B.Sc. - Ólafur G. Sæmundsson næringarfræðingur, M.Sc Ólafur Gunnar Sæmundsson Stórfréttir í tölvupósti Reykjavík Sími 588 9090 Síðumúla 21 • 108 Reykjavík www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Hesthús við borgarmörkin Stórt og gott 177,7 fm hesthús. Húsið skiptist í hlöðu með stórum dyrum, anddyri, geymslu undir reiðtygi, spónageymslu, bása fyrir 24-26 hross, kaffistofu, eldhús, salerni, búningsherbergi og skrifstofu. Stórt hestagerði. Húsið er staðsett við Hólmsheiði (tryppadalur - b-gata nr. 18). Verið er að leggja hitaveitu á svæðinu. Í húsinu er kalt vatn og rafmagn. Húsið lítur vel út og er m.a. nýmálað að innan að hluta til. V. 21,5 m. 5214 Allar nánari uppl. veitir Magnús Geir Pálsson í síma 892-3686. Reykjavík Sími 588 9090 Síðumúla 21 • 108 Reykjavík www.eignamidlun.is Sverrir Kristinsson, lögg. fasteignasali Einbýlishús í Þingholtunum Vorum að fá til sölu eitt af þessum eftirsóttu funkis einbýlishúsum. Húsið stendur á góðum stað við Sjafnargötu og er um 384 fm og skiptist þannig: Aðalhæð: Stórar saml. stofur og borðstofa, eldhús, hol og snyrting. 2. hæð: 4-5 herbergi og bað. Í kjallara eru 2 herbergi, eldhús, snyrting, þvottaherbergi, geymslur o.fl. Möguleiki á íbúð. Á efstu hæð (3. hæð) er turnherbergi (bókaherbergi). Bílskúr. Stór lóð til suðurs. Húsið er teiknað af Þorláki Ófeigssyni fyrir hinn kunna stjórnmála- og athafnamann, Héðin Valdimarsson og byggt árið 1930. V. 89,0 m. 5218 Allar nánari uppl. veitir Hilmar Þór Hafsteinsson í síma 824-9098.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.