Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 51
snyrtingu og pökkun. Þegar unnið var við saltfiskpökkun vann Jón við fiskmatið og vann ég við hlið hans og var svo lánsöm að kynnast honum allvel. Mér fannst hann ákaflega skemmtilegur maður, viðræðugóður með munninn fyrir neðan nefið og talaði sko hreina íslensku. Þetta kunni ég vel að meta. Árið 1978 varð ég þeirrar gæfu aðnjótandi að koma inn í fjölskyldu Jóns og Nínu er ég kynntist Kristberg syni þeirra. Það voru ófáar stundirnar á Hlíð- arvegi 1 í eldhúskróknum, Jón með pípuna og sínar föstu skoðanir á bæjar- og landsmálapólitík, og Nína fyllandi borðið af heimagerðum kræsingum. Það hefur áreiðanlega ekki alltaf verið létt verk að ala upp átta börn, en þeim sómahjónum fórst það vel úr hendi, enda ákaflega samhent hjón og dugleg. Þegar barnabörnin fóru að koma eitt af öðru var Jón fullur af stolti og umhyggju fyrir sínum ungum og hvatti þau óspart í lífinu, enda þykir þeim öllum ákaflega vænt um afa sinn og ömmu. Og ekki minnkaði stoltið af barnabarnabörnunum, ófá- ar ferðir farnar á hvaða árstíma sem var, í skírnarveislur og afmæli, svona var tengdapabbi, alltaf að halda utan um sína hjörð. Þegar ég lít um öxl og rifja upp liðin ár, fyllist ég hlýju og þakklæti fyrir að hafa kynnst og átt svona trygglyndan og hreinskiptinn tengdaföður. Okkar á millum fór aldrei eitt styggðaryrði. Elsku Nína, missir þinn er mikill en tíminn linar sorgina og við yljum okkur við góðar minningar um Jón. Blessuð sé minning Jóns Elbergs- sonar. Sigrún Tómasdóttir. Kæri tengdapabbi, það eru að verða 30 ár frá því að ég kom inn í þína fjölskyldu og margar góðar minningar koma upp í hugann. Ég man vel þegar ég var að koma í fyrstu skiptin heim til ykkar og var hálffeiminn og smeykur og bankaði á dyrnar og beið þangað til einhver kæmi til dyra. Þegar þetta hafði gengið í nokkur skipti komst þú til dyra og sagðir: „Hér eftir bankar þú ekki hér, heldur kemur beint inn, þú ert orðinn einn af fjölskyldunni.“ Þetta varst akkúrat þú, hleyptir manni ekki alveg strax að þér en svo var opnað og eftir það var maður alltaf velkominn. Upp frá þessu fann ég alltaf fyrir hlýhug og vináttu frá þér og ykkur. Þú hafðir þínar skoð- anir á hlutunum og ég tala nú ekki um pólitíkina, það var alltaf tilhlökk- un að vita að þið voruð að koma í heimsókn, þú hafðir svo mikinn áhuga á að vita hvernig allt gengi sem við vorum að gera og fylgjast með. Við gátum alltaf spjallað um svo margt; búskapinn, sjóinn, leig- una og skeifurnar, alltaf hafðir þú áhuga á að fylgjast með. Alltaf varstu tilbúinn að hjálpa meðan heilsan var góð, í heyskap, dytta að húsunum, passa börnin og margt fleira og undanfarið talaðir þú um að ef þú værir yngri væri gaman að geta smíðað skeifur með okkur. En svo var það síðastliðið sunnudags- kvöld að þitt kall kom með engum aðdraganda, nákvæmlega eins og þú hafðir oft rætt við mig um að þú vild- ir hafa það þegar að því kæmi. Elsku vinur, hafðu þökk fyrir allt gegnum árin. Elsku Nína og fjöl- skylda, megi guð styðja okkur gegn- um þessi þungu spor. Þinn tengda- sonur, Agnar Jónasson. Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra :,:veki þig með sól að morgni:,: Drottinn minn faðir lífsins ljós lát náð þína skína svo blíða. Minn styrkur þú ert mín lífsins rós tak burt minn myrka kvíða. :,:Þú vekur hann með sól að morgni.:,: Farðu í friði vinur minn kær faðirinn mun þig geyma. Um aldur og ævi þú verður mér nær aldrei ég skal þér gleyma. svefnsins draumar koma fljótt. :,:svo vöknum við með sól að morgni:,: (Bubbi Morthens.) Elsku besti afi minn. Það er svo ótal margs að minnast en samt er lít- ið sem kemst á blað. Þegar ég hugsa um þig finn ég pípulykt, ég er aftur orðin lítil og sit við eldhúsborðið hjá þér og ömmu á Hlíðarveginum. Þú reykir pípuna þína og amma leggur kapal. Einhvern veginn hefur mér alltaf fundist góð lykt af píputóbaki, kannski vegna þess að ég tengi hana alltaf við þig. Ég vil þakka þér fyrir allar stundirnar sem við áttum sam- an, ég vil þakka þér fyrir þann tíma sem þú gafst þér til að koma í afmæli hjá börnunum mínum. Ég vildi óska að Margrét Steinunn og Kristberg Snær hefðu getað eytt meiri tíma með þér en ég er jafnframt þakklát fyrir það eitt að þau fengu að kynn- ast þér. Við eigum eftir að sakna þín alveg óskaplega mikið en ég veit að það hefur verið tekið vel á móti þér þar sem þú ert núna og ég efast ekki um að þú haldir áfram að láta skoð- anir þínar í ljós um menn og málefni þar eins og þú varst vanur að gera hérna hjá okkur. Hvíldu í friði, afi minn. Elsku amma, megi guð styrkja þig í sorginni og hjálpa þér í gegnum þennan erfiða tíma. Með saknaðarkveðju, þín sonar- dóttir, Jónína Guðrún. Fátt er dýrmætara í lífinu en að eiga fólk að sem maður ósjálfrátt fer að virða og láta sér þykja vænt um vegna mannkosta þess. Afi okkar sem kvaddur er í dag var slíkur mað- ur. Jón afi eins og við þekktum hann var okkur afar kær og eigum við góðar minningar um hann frá barn- æsku en við systkinin urðum þeirra forréttinda aðnjótandi að alast upp í næsta húsi við afa og ömmu. Við vor- um tíðir gestir á heimili þeirra en þau áttu afar fallegt heimili þar sem iðulega var hægt að næla sér í ný- bakaðar kökur eða nammi frá afa. Afi hefur aldrei legið á skoðunum sínum og var ekki lengi að láta í sér heyra ef honum mislíkaði eitthvað. Hann virkaði harkalegur út á við en fyrir innan var hinn ljúfasti maður. Stærsti kostur afa var þó hvernig hann sló skjaldborg um sína. Hann tók alltaf upp hanskann fyrir þá sem á því þurftu að halda. Hann hafði mikla trú á okkur öllum, hrósaði okkur stöðugt og lét okkur vita hvað honum fannst mikið til okkar koma. Í seinni tíð hefur þróast á meðal okkar góður vinskapur, afi var dug- legur við að segja okkur sögur af sín- um yngri árum og ádeilum sínum á samfélagslegt óréttlæti. Við afa var hægt að ræða allt á milli himins og jarðar, í honum bjó mikil viska og hann naut þess að takast á við okkur um öll heimsins mál. Með þessum orðum kveðjum við afa okkar með miklum söknuði. Við elskum þig, afi. Álfheiður, Laufey Lilja og Sigurður Helgi. Að kvöldi sunnudags 29. nóvem- ber bárust okkur þær hræðilegu fréttir að þú hefðir kvatt þennan heim. Afi, þú varst tekinn allt of fljótt frá okkur. Þú varst alltaf svo góður og stoltur af þínu fólki, frábær barnakarl og sýndir okkur barna- börnum og börnum okkar mikla ást og hlýju. Nú munum við kveðja þig með þessum texta, elsku Nonni afi: Mér finnst ég varla heill né hálfur maður og heldur ósjálfbjarga, því er verr. Ef værir þú hjá mér vildi ég glaður verða betri en ég er. Eitt sinn verða allir menn að deyja. Eftir bjartan daginn kemur nótt. Ég harma það en samt ég verð að segja, að sumarið líður allt of fljótt. Við gætum sungið, gengið um, gleymt okkur með blómunum. Er rökkvar ráðið stjörnumál. Gengið saman hönd í hönd, hæglát farið niður á strönd. Fundið stað, sameinað beggja sál. (Vilhjálmur Vilhjálmsson.) Hvíldu í friði, elsku afi, við munum sakna þín. Elsku amma, guð veri með þér á þessum erfiðu tímum. Þín barnabörn, Jón Beck, Rut, Sif og Guðrún Bergmann. Minningar 51 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 Sigurbjörn Ófeigur Hallgrímsson ✝ SigurbjörnÓfeigur Hall- grímsson, húsa- smíðameistari í Vestmannaeyjum, fæddist 6. desem- ber 1965. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi 27. mars sl. Útför Ófeigs fór fram frá Landakirkju 7. apríl sl. Meira: mbl.is/minningar  Fleiri minningargreinar um Jón Beck Elbergsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Elsku afi minn, Að hugsa til þín og vita að þú ert farinn er erfitt. En ég hugsa um alla góðu tímana sem við áttum saman. Þú hugsaðir alltaf vel um mig, þú varst alltaf stolt- ur af mér og leyfðir mér alltaf að fá súkkulaðibrauð. Mér finnst mjög erfitt að þú hafir farið fyrir jól en ég á eftir að hugsa til þín þegar ég tek fyrsta bitann af hamborgarhryggnum. Afi, ég elska þig og sakna þín, Rebekka. Afi, ég, Ásgerður, sakna þín og Laufey, Kristberg, Rakel, Svala, Heimir, Gústi, Vilborg, Ásrún og amma. Ég vona að þú munir vaka yfir mér og ég skal gefa þér góða ást. Góði Guð, viltu gæta afa míns og gefa afa mínum og bræðrum og systrum mikla ást og blessa þau. Takk fyrir mig. Bæ, bæ, elsku afi. Kveðja frá Ásgerði Jing. Ég á eftir að sakna afa út af því að hann var mjög góður vin- ur minn og ég heimsótti hann nokkrum sinnum í viku. Ég vil þakka afa fyrir að hafa leyft mér að koma í heimsókn og að hafa gefið mér að borða í hvert skipti sem ég kom. Ég á aldrei eftir að gleyma afa og ég á eftir að sakna hans mjög mikið. Samúel Garrý. HINSTA KVEÐJA Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Okkar innilegustu þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR MARGRÉTAR GÍSLADÓTTUR, Hlévangi, áður til heimilis Sólvallagötu 6, Keflavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Hlévangi fyrir frábæra umönnun. Magnús Bergmann, Gunnar Bergmann, Anna Gunnarsdóttir, Sigríður Benía Bergmann, Gísli Einarsson, Helga Fanney Bergmann, Jóhann H. Grétarsson, Gunnar Sæþórsson, Heiðdís Jónsdóttir, Jóhann Axel Thorarensen, Ásdís Kristinsdóttir, Jóna Katrín Gunnarsdóttir, Tryggvi Þór Róbertsson og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför KRISTÍNAR FRIÐRIKSDÓTTUR frá Norður-Hvoli, Mýrdal. Bjarni Kristjánsson, Snjólaug Bruun, Elínborg Kristjánsdóttir, Baldur Jóhannesson, Ester Kristjánsdóttir, Bjarni Gestsson, Friðrik Kristjánsson, Auður Sigurðardóttir, Magnús Kristjánsson, Tordis A. Leirvik, Þórarinn Kristjánsson, Sigríður Kristjánsdóttir, Guðmundur Antonsson, Sigurður Kristjánsson, Alfa V. Sigurðardóttir Hjaltalín, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, systur, mágkonu og ömmu, SUSIE BACHMANN, Depluhólum 10, Reykjavík. Páll Friðriksson, Stefán Jóhann Pálsson, Kristín Lilliendahl, Regína Gréta Pálsdóttir, Einar Sveinn Hálfdánarson, Páll Heimir Pálsson, Bryndís Skaftadóttir, Gréta Bachmann, Magnús Kristinsson og barnabörn. ✝ Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, RAGNHILDAR G. FINNBOGADÓTTUR frá Fremri-Hvestu, Arnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á deild H-1, Hrafnistu í Reykjavík. Börn, tengdabörn, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.