Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 KAJAKKONAN Freya Hoff- meister sem reri við annan mann í kringum Ísland sumarið 2007 er nú komin langleiðina með að ljúka hringróðri um Ástralíu. Aðeins einum manni, Paul Caffyn, hefur áður tekist að ljúka þessum gríð- arerfiða og langa hringróðri en alls er róðrarleiðin ríflega 15.000 kílómetrar. Að því gefnu að veður haldist skaplegt mun Freya væntanlega ljúka hringróðrinum á betri tíma en Caffyn en róður hans tók alls 361 dag. Hægt er að fylgjast með framvindu Freyu á vefnum www.qajaqunderground.com. Freya, sem er fædd árið 1964, er mikil afrekskona eins og ber- lega kom í ljós þegar henni og Greg Stamer tókst að róa í kring- um Ísland, alls 1620 km, á aðeins 33 dögum. Eftir Íslandsleiðangurinn lá leið Freyu til Nýja-Sjálands. Þar setti hún enn eitt met þegar hún varð fyrst kvenna til að róa í kringum syðri eyjuna á 70 dögum en leiðin er alls 2.386 km. runarp@mbl.is Fær Freya Hoffmeister sýnir jafn- vægislistir á Neskaupstað. Kominn langleiðina umhverfis Ástralíu Í dag 5. desem- ber er Al- þjóðadagur sjálfboðaliðans og af því tilefni hefur Margrét Tómadóttir skátahöfðingi sent frá sér til- kynningu þar sem hún hvetur stjórnmála- menn, sem nú sitja við gerð fjár- hagsáætlana og fjárlaga, til þess að muna eftir því mikilvæga starfi sem sjálfboðaliðar skáta- hreyfingarinnar sinna. „Í tilefni dagsins er rétt að vekja örlitla athygli á því óeig- ingjarna starfi sem sjálfboðaliðar vinna fyrir íslenskt samfélag,“ segir í tilkynningu skátahöfð- ingja. „En vinnuframlag sjálf- boðaliðanna er því miður ekki eitt og sér nægjanlegt. Það er oft sagt að fjármagn sé hreyfiafl og það á einnig við í æskulýðsstarfi. Stuðningur hins opinbera, ríkis og sveitarfélaga, við skátastarf er lífsnauðsynlegur til þess að skapa aðstæður fyrir sjálf- boðaliðana til þess að sinna sín- um verkum.“ Alþjóðadagur sjálfboðaliðans Margrét Tómasdóttir Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is MEÐ nýjum samningi um ræstingu í 63 af 78 leikskólum borgarinnar mun takast að spara um 80 milljónir króna ári, um fimmtung þess sem leikskólasviði borgarinnar er gert að spara sam- kvæmt frumvarpi að fjárhagsáætlun Reykjavíkur 2010. „Við höfum endurskoðað hversu mikið þarf að ræsta og bóna í leikskólum þannig að vel sé gert,“ segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðs- stjóri leikskólasviðs. „Það er til dæmis ekki ástæða til að ræsta skrifstofu leikskólastjórans fimm daga vikunnar.“ Hún er fullviss um að hægt verði að spara um 400 milljónir í rekstri sviðsins, án þess að það komi niður á þjónustu við börnin. Þegar búið er að taka mið af nýja ræsting- arsamningnum á leikskólasvið eftir að spara um 320 milljónir. Ragnhildur Erla segir að mikið megi spara með samrekstri leikskóla, nánara eft- irliti með innkaupum, útboðum og rammasamn- ingum. Meðal þess sem verði skoðað séu innkaup í mötuneyti leikskólanna og flutningskostnaður, t.d. hvort ekki megi samnýta ferðir með aðföng í grunn- og leikskóla í borginni. Enginn hefur kvartað Stöðugleiki í starfsmannamálum leikskóla er með mesta móti um þessar mundir. Ragnhildur Erla segir að stöðugleikinn leiði til umtalsverðs sparnaðar enda sé mjög dýrt að þurfa sífellt að þjálfa nýja starfsmenn. Þá bendir hún á að tæpur helmingur leikskól- anna sé nú þegar rekinn fyrir það fjármagn sem þeim er ætlað í fjárhagsáætlun 2010. Enginn hafi kvartað yfir því að í þessum leikskólum sé ekki frábær rekstur, þjónusta og faglegt starf. Þetta styrki hana í þeirri vissu að leikskólum muni tak- ast að spara án þess að sparnaðurinn komi niður á gæðum skólastarfsins. Skýr lína við grunnþjónustu Menntasviði, sem rekur grunnskóla borg- arinnar, er gert að hagræða um 775 milljónir. Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri, segir að eftir sé að útfæra hvernig hagræðingin muni koma fram en búast megi við að það verði mis- jafnt eftir skólum. Aðspurður hvernig hægt sé að fullyrða að þjónustan minnki ekki, ef ekki sé ljóst hvernig sparnaðurinn komi niður, segir hann að skýr lína hafi verið lögð um að grunn- þjónusta breytist ekki. Ragnar segist sannfærður um að börn í grunnskólum verði ekki vör við hagræðinguna. Hagrætt verði í innkaupum, orkukaupum og fleiru. Þá sé ýmislegt í skólastarfi sem sé ekki víst að falli undir grunnþjónustu, s.s. skólaferðalög en hann tekur þó fram að ekki sé búið að ákveða að fækka þeim. „Það getur vel verið að sveigjanleiki í skólastarfinu verði ekki eins og hann var þegar peningarnir voru sem mestir,“ segir Ragnar. Hugsanlega þurfi skólar t.d. að breyta valgreina- kennslu og gera hana hagkvæmari. Morgunblaðið/Árni Sæberg Minni þrif Það er fullkomlega óvíst að börnin muni finna fyrir því að þrif verða eitthvað dregin saman í leikskólum borgarinnar. Líklega stendur flestum nákvæmlega á sama um slíkan hégóma. Um 80 milljónir sparast við þrif á leikskólum í borginni Nákvæm útfærsla á sparnaði í grunnskólum bíður afgreiðslu fjárhagsáætlunar Til skamms tíma hafa foreldrar ungra barna getað sótt um svonefnda þjónustutryggingu, að upphæð 35.000 kr., njóti þau hvorki nið- urgreiðslu hjá dagforeldrum né séu með börn í leikskólum. Samkvæmt frumvarpi að fjár- hagsáætlun er gert ráð fyrir að þjónustu- trygging verði lækkuð í áföngum. Lækkunin nemur 10.000 kr. um áramót og verður komin í 20.000 í ágúst. Ragnhildur Erla Bjarnadóttir segir að mjög aukin ásókn hafi verið í trygg- inguna og stefndi í tugmilljónum hærri út- gjöld en 2009. Lækkar um 15.000 Rangt var haft eftir Einari Skúla- syni, sem skipar 1. sæti á lista Fram- sóknarflokksins fyrir borgarstjórn- arkosningar, í Morgunblaðinu í gær, að upp undir 10% af þeim sem hefðu kosningarétt á Íslandi væru innflytj- endur. Hið rétta er að Einar sagði innflytjendur upp undir 10% af þeim sem hefðu kosningarétt í sveit- arstjórnarkosningum, en þar eru rýmri skilyrði fyrir kosningarétti. Beðist er velvirðingar á þessum mis- tökum. LEIÐRÉTT 10% kjörgengra í sveitarstjórnar- kosningum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.