Morgunblaðið - 05.12.2009, Síða 47

Morgunblaðið - 05.12.2009, Síða 47
Umræðan 47 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 HAGFRÆÐI er frekar ófullkomin vís- indi og algengt er að hagfræðingar deili um orsakasamhengi hlutanna. Mýmörg dæmi eru til um slíkt. Eitt af þessum dæm- um er íslenska krón- an og gildi hennar fyrir lítið „opið“ hag- kerfi. Sumir hallast að því að hún sé eitt af höfuðvandamálum núverandi efnahagsástands meðan aðrir telja að kreppan muni ekki verða jafn djúpstæð vegna sveigjanleika okk- ar gjaldmiðils. Nú er það svo að báðar þessar kenningar eiga sér málsbætur og fer það að miklu leyti eftir því hvernig röksemdunum er stillt upp hvort þetta fyrirbæri sé blóraböggull eða bjargvættur. Óumdeilt á að vera að ekkert verðbréf (enda er krónan ekkert annað en verðbréf) er of lítið til að mega vera til. Það stenst ekki skoðun og þeir sem halda slíku fram eru ráðþrota með aðrar og inni- haldsríkari röksemdir. Fjárfestar – hins veg- ar – á markaði eiga það til að verðleggja verðbréf rangt og við því er ekkert að segja. Sem dæmi má nefna að hagrann- sóknir á raunverulegu verðmæti ýmissa gjaldmiðla benda einatt í þá veru að gjaldmiðlar séu rangt verðlagð- ir – bæði stórir og miklir gjald- miðlar eins og bandaríski dalurinn og evrópska evran (eða und- anfarar hennar s.s. þýska markið) sem og minni gjaldmiðlar eins og svissneski frankinn – og mörg ár geti liðið þar sem gjaldmiðill er annaðhvort undir- eða yf- irverðlagður. Ein evra kostaði sem dæmi „aðeins“ um 85 bandarísk cent fyrir 8-9 árum en kostar núna um 1,5 dollara – bandarískar eignir eru þar með orðnar að hálf- drættingum mældar í evrum á 8-9 árum. Og reyndar eru það algerar undantekningar – og þá aðeins í skamman tíma – að gjaldmiðlar séu rétt verðlagðir. Stór þáttur í þeirri umræðu sem fram mun fara á næstu misserum vegna umsóknar Íslands til Evr- ópusambandsins verður um ís- lensku krónuna – þennan bjarg- vætt eða blóraböggul – og stöðu hennar og þýðingu fyrir okkar litla „opna“ hagkerfi. Í þeirri um- ræðu má ekki missa sjónar á því að ekkert verðbréf er svo smátt í sniðum að það eigi sér ekki til- verugrundvöll. Íslenska krónan – bjarg- vættur eða blóraböggull? Eftir Kjartan Brodda Bragason » Óumdeilt á að vera að ekkert verðbréf (enda er krónan ekkert annað en verðbréf) er of lítið til að mega vera til. Kjartan Broddi Bragason Höfundur er hagfræðingur. ATVINNUREK- ENDUR hafa rekið upp mikið ramakvein vegna hugmynda rík- isstjórnarinnar um að leggja á orku- og auð- lindaskatt. Gert er ráð fyrir því í fjár- lagafrumvarpinu, að slíkur skattur gæti gefið 16 milljarða í ríkissjóð en ekki er að finna í frumvarpinu neina út- færslu á slíkum skatti. Það verður gert í sérstöku frumvarpi um skattamál, sem lagt verður fram í byrjun næsta mánaðar. Sér- staklega hefur verið kvartað mikið vegna nýja skattsins af hálfu ál- fyrirtækjanna eða talsmanna þeirra. Hugmyndin er sú, að skatturinn verði lagður á orkusölu til þeirra, t. d. 20-30 aurar á kilo- wattstund. Ekki virðist þetta það svo hár skattur, að hann mundi íþyngja álfyrirtækjunum um of. Umhverfið hér hefur verið þessum fyrirtækjum mjög hagstætt að undanförnu m.a. vegna mikils gengisfalls krónunnar. Þau hafa hagnast mikið á hagstæðu gengi. Meira réttlæti í skattamálum Ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna er ákveðin í því að koma á meira réttlæti í skatta- málum, leggja hærri skatta en áð- ur á hátekjumenn og fyrirtæki en lægri skatta en áður á lág- tekjufólk. Ríkisstjórnir Sjálfstæð- isflokks og Framsóknar höfðu þveröfuga stefnu í skattamálum. Þær léttu sköttum af hátekjufólki og atvinnurekendum en þyngdu skatta á lágtekjufólki. Þessi stefna jók ójöfnuð í landinu og var mjög óréttlát skattastefna. Kominn er tími til að leiðrétta hana. Álagning orku-og auðlindaskatts er liður í því, svo og að hækka verulega fjármagnstekjuskatt. Hann hefur verið 10%, sennilega sá lægsti á byggðu bóli. Margir fjármagnseig- endur hafa ekki greitt neinn tekjuskatt eða útsvar heldur að- eins 10% fjármagnstekuskatt á sama tíma og launafólk hefur greitt 37% skatt. Ríkisstjórnin hyggst minnka þetta bil og fara með fjármagns- tekjuskatt nálægt því sem tekjuskattur af launatekjum er. Það er rétt skref. Jafn- framt hyggst rík- isstjórnin setja frí- tekjumark fyrir ákveðnar sparifjár- upphæðir, sem fólk á í banka, svo það þurfi ekki að greiða fjár- magnstekjuskatt af tiltölulega lágum sparifjárupphæðum. Marg- ir mundu fagna því, ef það yrði gert. Hækka verður skattleysismörkin Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verða skattar hækkaðir mikið, bæði beinir og óbeinir skattar. Það er óhjákvæmilegt vegna mik- ils halla á ríkissjóði. Það þarf að minnka hallann verulega. Ekki hefur enn verið greint frá því hver skattprósentan verður við álagningu tekjuskatts ein- staklinga. Það mun koma fram í sérstöku skattafrumvarpi. Fjár- málaráðherra segir að skattar í heild verði svipaðir sem hlutfall af landsframleiðslu og þeir voru 2002. Ég fagna því, að rík- isstjórnin ætli að leggja skattana þannig á einstaklinga að þeir komi léttar niður á lágtekjufólki og þyngra á hátekjufólki. En fréttir um að ekki verði staðið við hækkun skattleysismarka eins og lofað hafði verið eru ekki í sam- ræmi við fyrri stefnu ríkisstjórn- arinnar. Ríkisstjórnin verður að standa við það fyrirheit. Skatt- leysismörkin verða að hækka. Það er besta leiðin til þess að bæta kjör láglaunafólks og eldri borg- ara. Verkalýðsheyfingin hefur þegar mótmælt því að rík- isstjórnin sé að falla frá hækkun skattleysismarka og krefst þess að staðið verði við það fyrirheit. Það var ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks sem ákvað að skattleysismörkin skyldu hækkuð á áföngum á nokkrum árum og það var síðan ítrekað í stöð- ugleikasáttmálanum. Núverandi ríkisstjórn er aðili að sáttmál- anum. Hún verður að standa við hann. Samkvæmt ákvörðun rík- isstjórnar Samfylkingar um Sjálf- stæðisflokks áttu skattleysismörk að hækka um 20 þús. (á mánuði) árlega í 3 ár. Skattleysismörkin áttu í ár að hækka um 20 þús á mánuði. Stefna félagshyggju að dreifa sköttum réttlátlega Stefnan í skattamálum segir mikið til um það hvert stjórnvöld vilja stefna. Núverandi ríkisstjórn Samfylkingar og VG vill kenna sig við félagshyggju og velferð- arkerfi. Stefnan í skattamálum segir mikið til um það hvort rík- isstjórnin stendur undir nafni. Það er eðlilegt að félagshyggju- stjórn noti skattastefnuna til þess að jafna tekjur í þjóðfélaginu. Og það er hún nú að reyna að gera með því að hækka skatta á fyr- irtækjum, fjármagnseigendum og háum tekjum og létta skatta lág- launafólks. Það er tími til kominn eftir að láglaunafólk hefur árum saman verið skattpínt af rík- isstjórnum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. Ég skora á rík- isstjórnina að halda fast við þessa stefnu þrátt fyrir hávær mótmæli samtaka atvinnurekenda og full- trúa álverksmiðja. Samkvæmt skýrslu, sem OECD birti um skattamál á Íslandi í fyrra hækkuðu skattar hér á tímabilinu 1990-2006 úr 38% af landsframleiðslu í 48% . Á sama tíma hækkuðu skattar á lág- tekjufólki um 15 prósentustig. Þessi skýrsla talar sínu máli um áhrif íhalds og framsóknar á skattamálin hér á landi. Skattastefnan á að stuðla að jöfnuði í þjóðfélaginu Eftir Björgvin Guðmundsson »Ríkisstjórn Samfylk- ingar og Vinstri grænna er ákveðin í því að koma á meira rétt- læti í skattmálum, leggja hærri skatta á hátekjumenn og fyr- irtæki Björgvin Guðmundsson Höfundur er viðskiptafræðingur. ÞEGAR kreppa er skollin á skapast mörg tækifæri til lausnar á krónískum vanda- málum sem oft þjaka þjóðfélög. Slík tæki- færi eigum við að grípa, nýta okkur að- stæðurnar til að koma á breytingum til góðs. Við erum flest sam- mála því að allar helstu stofnanir okkar ástkæra lands, Al- þingi, stjórnmálaflokkarnir og eft- irlitsstofnanir, brugðust í aðdrag- anda hrunsins og eftir það. Afleiðingarnar verða okkur dýr- keyptar hvernig sem á það er litið en nú höfum við einstakt tækifæri til að koma í veg fyrir að slík ósköp gerist aftur. Icesavemálið, svo undarlega sem það kann að hljóma, er sann- arlega einstakt tækifæri til að sýna og sanna að þjóðin á og verður að taka beina afstöðu til allra stærri mála því reynsla síðustu mánaða hefur sýnt að við getum engum öðr- um treyst en okkur sjálfum. Nú er sögulegt tækifæri til að breyta um stefnu. Þeir sem vilja ekki axla ábyrgð ættu ekki að fá að taka ákvarðanir og því fer best á því að þjóðin sem ber byrðarnar, taki ákvörðun um stefnuna. Icesave-málið hefur tryggt að allir stjórnmálaflokkarnir – í fyrsta skipti í sögunni – eru sammála um að þjóð- aratkvæðagreiðsla er leiðin í stærri málum. Vinstri grænir, Hreyfingin, Samfylking og Framsóknarflokkur voru öll á þeirri línu fyrir kosningar. Framgöngu sjálfstæðismanna í um- ræðum á Alþingi síðustu daga um Icesave má túlka sem svo að þeir hafa snúið við blaðinu. Nú er lag. Til að leysa vandamál þarf að greina orsök vandans. Meginorsök hnignunar lykilstofnana íslensks samfélags er samþjöppun valds í skjóli klíkuskapar sem þrífst og dafnar í skjóli flokksræðis – í þéttum jarðvegi leyndar og ógagnsæis. Lausnin er einföld en viljann til verksins hefur skort. Lausnin er að opna samfélagið og auka aðhaldið gagnvart fyrrgreindum lykilsstofn- unum og þar er Alþingi efst á blaði, því eftir höfðinu dansa limirnir. Um Alþingi, þar sem þingmenn og ráð- herrar sitja, hverfist valdið. Valdið þarf aðhald. Reglulegt aðhald frá okkur kjósendum er það sem þarf og það miklu oftar en bara á fjögurra ára fresti. Áhrifaríkasta leiðin til að veita þeim reglulegt aðhald sem leika lyk- ilhlutverk á löggjafarþinginu eru þjóðaratkvæðagreiðslur og sú ógn við valdið sem þær eru. Óttinn við að stjórnmálaöflin geti ekki lengur leik- ið sér að því, bak við tjöldin, að koma málum í gegn í andstöðu við meiri- hluta þjóðarinnar. Óttinn við að þjóðin tali. Stærsti hluti þjóðinnar er hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslum en margir óttast að ekki verði neinn friður fyrir stanslausum atkvæða- greiðslum. Það er skiljanlegur mis- skilningur en svo verður ekki raun- in. Það sem mun hins vegar gerast þegar stjórnmálamennirnir vita af ógninni er að þá munu þeir vinna málefnin sem borin verða fyrir hið háa Alþingi á lýðræðislegri hátt strax frá upphafi. Þá verður þörfin á þjóðaratkvæðagreiðslum eingöngu í stóru málunum eins og æskilegt er. Annað sem margir óttast og sumir stjórnmálamenn halda fram er að al- menningur hafi ekki vit á flóknum og erfiðum málum. Þetta er auð- vitað algjör firra og þarf ekki annað en að horfa til fyrirmynd- arríkisins Sviss sem gengur enn lengra við útfærslu hugmynd- arinnar um þjóðaratkvæða- greiðslur. Ég sé fyrir mér að tveir mögu- leikar verði til að knýja á um þjóð- aratkvæðagreiðslu og verði báðir jafngildir. Annarsvegar verði minni- hluta á þingi, t.d. 1/3 þingmanna, gert kleift að krefjast þjóð- aratkvæðagreiðslu um tiltekið mál og hinsvegar geti almenningur safn- að undirskriftum að lágmarki 10% kosningabærs hluta þjóðarinnar og krafist þjóðaratkvæðagreiðslu. Í dag stöndum við frammi fyrir stórmáli sem lætur öll önnur mál blikna í samanburði. Vigdís Finn- bogadóttirm, fyrrum forseti, steig næstum það skref að senda samn- inginn um Evrópska efnahags- svæðið til þjóðarinnar. Ólafur Ragn- ar Grímsson, núverandi forseti, brást við áskorun rúmlega 30 þús- unda um að skrifa ekki undir fjöl- miðlalögin og þingið dró í land í kjöl- farið. Aftur tregaðist Ólafur Ragnar við og skrifaði undir Icesave- ríkisábyrgðina með sérstakri til- vísun í fyrirvara Alþingis. Við erum á þröskuldi þess að valdamestu stjórnmálaöflin – fjórflokkarnir – gefi núna eftir og hleypi loksins þjóðinni að í stórum og mikilvægum málum. Málin gerast einfaldlega ekki stærri eða mikilvægari en Icesave. Skrifum undir áskorun á vefsíðunni www.indefence.is til forseta Íslands um að neita staðfestingar á lögunum um Icesave-ríkisábyrgðina og vísum þeim þannig til þjóðarinnar. Látum þjóðina hafa úrslitavaldið. Áhættan er lítil því valið stendur um að skrifa strax undir skuldbindingarnar eða fresta því og tapa hugsanlega mál- inu og taka örlítið síðar á sig skuld- bindingarnar. Vextirnir eru hvort eð er farnir að tikka og það fyrir löngu. Við getum treyst því að lýðræð- isþjóðirnar Bretar og Hollendingar skilja leikreglur lýðræðisríkisins og munu bíða þolinmóðar eftir nið- urstöðunni. Við eigum að taka af skarið og fara á undan með góðu fordæmi sem frelsiselskandi þjóð með það í huga að önnur viðbrögð viðsemjenda okkar mætti túlka sem afskipti af málefnum fullvalda ríkis. Slíkt væri óhugsandi og afar hættu- legt fordæmi. Icesave, nýtum tækifærið til góðs Eftir Egil Jóhannsson Egill Jóhannsson » Áhrifaríkasta leiðin til að veita þeim reglulegt aðhald sem leika lykilhlutverk á lög- gjafarþinginu eru þjóð- aratkvæðagreiðslur og sú ógn við valdið sem þær eru. Höfundur er forstjóri og er áhugamaður um þjóðarhag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.