Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 ÞVÍ er spáð af Rannsóknasetri verslunarinnar að jólaverslunin í ár verði svipuð að raunvirði og fyrir ári. Reikn- að er með að veltan verði um 58 milljarðar króna og aukist að nafnvirði um 8%, eða sem nemur um fjórum milljörðum. Virðisaukaskattur er þá ekki talinn með. Í skýrslu um verslunina er bent á að áhrif efnahagskreppunnar hafi komið rækilega fram í jólaversl- uninni í fyrra. Samdráttur varð um 18% frá árinu 2007, miðað við fast verðlag, en árin þar áður hafði ver- ið stöðug aukning. Nam samdrátt- urinn 800 milljónum króna. Meðal þeirra þátta sem skýrslu- höfundar, þeir Emil B. Karlsson og Kári Joensen, nefna að dragi úr væntingum til aukinnar jólaversl- unar eru minnkandi kaupmáttur, óvissa í atvinnumálum, niður- skurður hins opinbera, skatta- hækkanir og minnkandi velta með greiðslukort. Ýmis jákvæð áhrif eru nefnd, eins og betri samkeppn- isstaða íslenskra framleiðenda gagnvart innflutningi, samdráttur í verslunarferðum Íslendinga til út- landa, minni verðbólga og aukin bjartsýni neytenda samkvæmt væntingarvísitölu Gallup. bjb@mbl.is Búist við 58 millj- arða veltu ÞÓ að mesta ver- tíðin sé eftir finn- um við þetta stig- magnast með hverjum deg- inum. Það er ekkert í kort- unum sem segir okkur að einhver samdráttur verði í sendingum með pakka og bréf fyrir þessi jól,“ segir Anna Katrín Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Íslandspósts. Hún segir aukningu hafa verið í pakkasendingum til útlanda allt þetta ár og aukning hafi einnig ver- ið í jólakorta- og pakkasendingum um síðustu jól. Anna Katrín sér ekki fram á breytingu í ár og segir viðbúnað Póstsins hinn sama. Samdráttur sést ekki í kortunum Pakkar Ekki færri sendingar í ár. Eftir Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is SAMKVÆMT samtölum við kaup- menn og talsmenn stærstu versl- unarmiðstöðvanna á höfuðborg- arsvæðinu virðist jólavertíðin fara vel af stað. Fyrstu dagana í desem- ber hafi verið meira að gera en á sama tíma fyrir síðustu jól. Nú fer í hönd fyrsta alvöru innkaupahelgin, eftir að þorri landsmanna hefur fengið launin sín greidd. Henning Freyr Henningsson, framkvæmdastjóri Smáralindar, segir síðustu helgi hafa verið í ró- legri kantinum en verslunin strax tekið kipp eftir 1. desember. Jóla- verslunin hefjist með heldur meiri krafti en á sama tíma í fyrra. „Hér hefur mikil stemning verið í vikunni og við reiknum með mikilli verslun um helgina og næstu helgar fram að jólum. Jólaævintýrinu hefur verið vel tekið hjá okkur,“ segir Henning og vísar þar til ókeypis jólaskemmt- unar fyrir fjölskylduna sem verður í Smáralind um helgar fram að jólum. „Við finnum fyrir breyttri kaup- hegðun viðskiptavina, fólk spáir meira í verðmiðann og leitar hag- stæðustu tilboða hverju sinni. Rekstraraðilar hafa skynjað þetta og eru með breyttar áherslur í versl- unum sínum,“ segir Henning. Jákvæðni í miðbænum Guðrún Jóhannesdóttir, eigandi verslunarinnar Kokku við Lauga- veg, segir jólaverslunina fara vel af stað og góð stemning sé bæði meðal kaupmanna og viðskiptavina við Laugaveginn. „Fólk velur frekar að fara niður Laugaveginn en að fara til útlanda. Við finnum minna stress, fólk gefur sér meiri tíma í innkaupin og vandar valið betur. Sýnir meiri skynsemi og kaupir nytsamari jóla- gjafir,“ segir Guðrún. Hjá henni var strax byrjað að kaupa jólagjafir í ágúst sl. Innkaupin hafi dreifst yfir lengri tíma en í fyrra. Guðrún segist einnig finna fyrir meiri samtakamætti kaupmanna í miðbænum en áður. Jákvæð stemn- ing hafi skapast í kringum nýtt félag um miðborgina. „Margt skemmti- legt er í gangi, eins og jólamark- aðurinn, og um helgina verður Nor- ræna félagið með kakósölu og fleiri uppákomur. Það er um að gera að draga fram hið jákvæða í lífinu núna. Við þurfum á góðum jólaanda að halda og vera góð hvert við annað,“ segir Guðrún hjá Kokku. Sigurjón Örn Þórsson, fram- kvæmdastjóri Kringlunnar, segir kaupmenn þar á bæ almennt vera bjartsýna. Fyrstu dagar desember hafi farið mjög vel í gang miðað við síðasta ár og vonandi viti það á gott. „Neytandinn er sér meðvitandi um verð og leitar að hagkvæmu verði. Ég tel að jólaverslun verði ekki undir 8% aukningu að nafn- virði, jafnvel heldur meira,“ segir Sigurjón en margt verður um að vera í Kringlunni um helgina. Morgunblaðið/Árni Sæberg Jólaverslunin Kaupmenn í miðborginni, Smáralind og Kringlunni virðast sáttir við hvernig jólaverslunin fer af stað þetta árið, borið saman við síðasta ár. Jólaverslunin á fullt  Kaupmenn virðast sáttir við hvernig jólaverslunin fer af stað  Finna breytta kauphegðun þar sem meira er spáð í verðlag  „Þurfum á jólaanda að halda“ Árleg breyting á veltu jólaverslunar á breytilegu verðlagi í nóv. og des. í smásölu frá árinu 2002 og spá um veltu 2009 Heimild: Hagstofa Íslands. Spá fyrir 2009 er gerð af Rannsóknarsetri verslunarinnar 0,15 0,1 0,05 0 -0,05 -0,1 -0,15 -0,2 % 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 Hve miklu munu Íslendingar eyða í jólagjafir í ár? Rannsóknasetur verslunarinnar reiknar með að velta sem eingöngu tengist jólagjöfum eða öðrum jóla- innkaupum verði um 13,4 milljarðar króna, þar af 5,6 milljarðar í dagvöru og 7,8 milljarðar í sérvöru. Miðað við það mun landinn að meðaltali verja um 42 þúsund krónum til innkaupa, borið saman við 38 þúsund í fyrra. Hvenær eru gjafirnar keyptar? Þrátt fyrir efnahagskreppu virðast Íslendingar ætla að halda í fastar hefðir yfir hátíðirnar. Könnun Rann- sóknasetursins sýnir m.a. að mun fleiri en áður nota allt árið til jólainn- kaupa, eða 43% aðspurðra sem sögðust byrja innkaupin áður en desember gengur í garð. Þó ætla fleiri en áður, um 10%, að vera á lokasprettinum rétt fyrir jól. S&S ÞAÐ virðist stefna í að verða álíka margir ferðamenn hér um jól og áramót og voru í fyrra,“ segir Erna Hauksdóttir, framkvæmda- stjóri Samtaka ferðaþjónust- unnar, spurð um horfurnar fyrir þessi jól hjá veit- ingahúsum og hótelum. Undanfarin ár hefur fjöldi ferða- manna eytt jólunum á Íslandi yfir jól og áramót. Í fyrra er talið að um 1.200 erlendir ferðamenn hafi kom- ið hingað til lands gagngert til að eiga íslensk jól, sem var 20% aukn- ing frá árinu áður. Um síðustu ára- mót voru ferðamenn hér um 3.600, sem var örlítil fækkun milli ára. Erna bendir hins vegar á þá þró- un að bókunartími fyrir flug og gistingu hafi sífellt verið að stytt- ast. Eftir efnahagshrun í heiminum hafi sá tími styst enn frekar. Staðan muni því skýrast betur eftir því sem líður á mánuðinn. bjb@mbl.is Svipaður fjöldi ferðamanna Erna Hauksdóttir HÖFUNDAR skýrslu Rann- sóknaseturs verslunarinnar vitna m.a. í bandaríska hagfræðiprófess- orinn Joel Waldfogel í bók- inni Nísku- hagfræði (e. Scroogenomics), sem sagði: „Jólagjafir eru mesta bruðl sem hugsast getur. Ómældu fé er varið til kaupa á jólagjöfum sem móttakendur hafa engan áhuga á og nota aldrei.“ Kaupmenn eru áreiðanlega flest- ir hverjir ekki sammála þessu en kreppan gæti getið af sér persónu- legri og hagkvæmari gjafir en áð- ur. Enda er jólagjöfin í ár, að mati sérstakrar dómnefndar, sögð vera „jákvæð upplifun“, allt eftir efnum og aðstæðum hvers og eins. Mesta bruðl sem hugsast getur? Jólin Styttist í jóla- pakkaflóðið.                        Lán til íbúðakaupa Lán til endurbóta og viðbygginga Aukalán vegna sérþarfa (skert starfsorka) Úrræði í greiðsluvanda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.