Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 38
38 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 Vindsveipur eða gegnumtrekkur getur kveikt eld á ný Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins ALLTAF er mér minnisstæð ferð sem ég fór með útlendum ferðamönnum um há- lendið okkar. Leiðin lá um fáfarnar slóðir á Arnarvatnsheiði. Þá var maður frá Ísrael með í ferðinni, starfs- maður í sendiráði. Hann var fyrst mjög taugaveiklaður yfir því að komast ekki í símasamband í marga daga. Sennilega var hann vanur (eða átti) að tilkynna sig á hverjum degi. En eftir að leið á ferðina varð hann sífellt afslapp- aðri og virtist njóta hvers augna- bliks. Hann gat ekki stillt sig af hrifningu yfir öllu þessu hreina góða vatni sem spratt allstaðar upp úr óteljandi lindum. „Mikið eru þið ríkir á Íslandi,“ sagði hann. Nú stendur til að leggja nýja raflínu til að þjóna tilvonandi ál- veri í Helguvík. Þessi lína mun fara hættulega nálægt vatnsvernd- arsvæðinu. Samkvæmt forsíðufrétt í Fréttablaðinu þann 6.11. hafa heilbrigðisnefndir sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu áhyggjur af þessu. Slys við þessar fram- kvæmdir gætu spillt neysluvatni, aldrei mætti útiloka að slíkt slys gæti átt sér stað. Og svo kemur mögnuð setning: „Framkvæmdin er engu að síður talin svo þjóð- hagslega mikilvæg að rétt er að ráðast í hana“. Er svo að skilja að ódýrasta leiðin við að leggja raf- línu fyrir eitt álver enn sem krefst ódýrra orku sé mikilvægara en óspillt neysluvatn fyrir að minnsta kosti þriðjung þjóð- arinnar? Ekki getum við allt- af hugsað um svona hluti af léttúð og trú- að að ekkert komi fyr- ir okkur. „Þetta redd- ast“ hugsunin er svo sannarlega „2007“. En hvað er þjóðhagslega mikilvægt? Horfum á grunnþarfir mannsins: Fyrst eru það matur og klæði sem við get- um ekki verið án. Þar á eftir koma þörf fyrir öryggi og skjól. Og svo þarfnast maðurinn félagslegra tengsla svo honum liði vel. Þar á eftir koma þá þarfir fyr- ir mótun sinnar eigin persónu. Hverjar eru þá krefjandi þarfir þess að setja drykkjarvatn í hættu sem telst til þess allra nauðsynleg- asta fyrir okkur líf? Jú, við gætum náð í vatn lengra í burtu ef allt fer á versta veg. Hvað mun það kosta? Eru fyrirtækin tryggð sem standa að framkvæmdunum eða eru það ríkið og sveitarfélögin sem munu borga brúsann eins og venjulega? Er álverið í Helguvík þjóðhagslega mikilvægt? Er mikilvægt að boxa í gegn áætlanir af hálfu bæjarstjór- ans í Reykjanesbæ í aðdraganda kosninga? Hugsið ykkur að heil samtök hér á landi eru með áróður í garð umhverfisráðherra sem sinnir bara sínum málaflokki af heilindum og fagmennsku. Hvað liggur mönnum á? Mikið er talað um að nýta auð- lindirnar okkar og er sjálfsagt að við gerum það. En við þurfum að gera það á sjálfbæran hátt- .„Sjálfbærni“ er sennilega það orð sem er mest misnotað í dag. Sjálf- bærni í auðlindanotkun þýðir að við göngum ekki á forðann, að við skiljum landið okkar eftir fyrir komandi kynslóðir í ekki lakara ástandi en við tökum við. Hvar eru helstu auðlindir okkar? Það er landið sem við nýtum til ræktunar og matvælaframleiðslu en einnig til hvíldar og yndisauka. Þar erum við heldur betur búin að ganga á forðann frá því að landið byggðist. Að vísu áttu menn ekki marga val- kosti þegar neyðin var mikil fram á 20. öld, en undanfarin ár hefur ekki neyð stýrt því að við rústum landið, heldur neysluhyggjan og græðgin. Fiskurinn í sjónum hefur gefið mikið í þjóðarbúið. En það er ekki endalaust hægt að moka upp úr sjónum og er flestum ljóst að þar þarf að stíga varlega til jarðar. Þegar hafsbotninn er skrapaður með veiðarfærum sem eyðileggja uppeldisstöðvar margra sjáv- ardýra þá er sjálfbærum veiðum gefið langt nef. Við eigum á Íslandi aðgang að ódýrri orku sem gefur okkur hita og rafmagn til ýmissar notkunar. Þegar fyrstu stóru vatnsaflsvirkj- anirnar voru byggðar þá töldu margir að endalaust væri til af um- hverfisvænni orku. Svo er ekki, það hefur heldur betur komið í ljós. Í Reykjanesbæ naga menn sig núna í handarbökin og vita ekki hvert þeir geta sótt orkuna fyrir risaálver án þess að ganga á svæð- in sem eru þjóðhagslega mikilvæg á margan hátt: Fyrir ferða- mennskuna, fyrir útivist og sem náttúruminjar. Við státum af því að eiga gott vatn og hreint loft. Þessar auðlindir þykja okkur það sjálfsagðar að við gætum þeirra illa eins og ofannefnt dæmi um fyrirhugaða raflínu á vatnsvernd- arsvæði sýnir. Tæp helmingur allra ökumanna notar nagladekk sem valda loftmengun og aðgerðir til að draga úr notkun einkabíla eiga ekki upp á pallborðið hjá mörgum ennþá. Að mínu mati erum við á villi- götum hvað atvinnuuppbygging- una snertir. Við eigum ekki að ein- beita okkur að nokkrum stórum verksmiðjum sem krefjast eins og eiturlyfjasjúklingur sífellt stærri skammta af orku og fórna nátt- úruperla. Litlu og meðalstóru fyr- irtækin skapa vinnu og verðmætin. Það á að hlúa að þeim og styrkja, t.d. garðyrkjubændum. Menntun og hugvit eru auðlindir sem munu gefa mikið af sér í framtíðinni. Við eigum að rækta upp og bæta land- ið, vernda dýrmætu svæðin fyrir eyðingaröflunum og stíga varlega til jarðar í mannvirkjagerð. Þannig sköpum við hægt og bitandi verð- mæti og auðlindirnar okkar verða ennþá til fyrir komandi kynslóðir. Auðlindirnar okkar Eftir Úrsúlu Jünemann » Við eigum að rækta upp og bæta landið, vernda dýrmætu svæðin fyrir eyðingaröflunum og stíga varlega til jarð- ar í mannvirkjagerð. Úrsúla Jünemann Höfunudr er kennari og leið- sögumaður. HINN 5. júní árið 1989, fyrir 20 árum, var Grafarvogssókn stofnuð. Söfnuðurinn hófst handa við kirkjustarfið af mikl- um og einlægum áhuga. Félagsmið- stöðin Fjörgyn í Foldaskóla varð að „kirkju“ á sunnudög- um. Gífurlegur áhugi skapaðist á öllu safn- aðarstarfi. Ósjaldan var húsfyllir í messum fyrir og eftir hádegi. Andi frumkvöðlanna, „frumherj- anna“, sveif yfir vötnunum. Í fé- lagsmiðstöðinni ríkti svo sann- arlega góður andi, allir sameinuðust um að „lyfta grett- istökum“ í safnaðarstarfinu. Þess- ir tímar, þegar Grafarvogssöfn- uður var að „ýta úr vör“ í öllu safnaðarstarfi, voru einstakir og ógleymanlegir. Leikmenn hafa frá stofnun sóknarinnar verið mjög virkir í safnaðarstarfinu. Þegar söfnuðurinn var stofnaður voru sóknarbörnin rúmlega þrjú þús- und talsins. Nú, á 20. afmælisári sóknarinnar, eru þau nærri tutt- ugu þúsund. Sóknin er því sú fjöl- mennasta í landinu. Starfið hefur því breyst, prestarnir eru orðnir fjórir og starfsfólki kirkjunnar hefur fjölgað. Eðlilega var kirkju- kór stofnaður og fyrsti organist- inn og kórstjórinn, Sigríður Jóns- dóttir, var ráðinn. Sigríður lést fyrir aldur fram eftir að hafa unn- ið gott starf við það að móta kór- starfið fyrir framtíðina. Núver- andi organisti er Hákon Leifsson. Fimm kórar starfa í kirkjunni. Stjórnendur þeirra eru þau Oddný J. Þorsteinsdóttir, Arn- hildur Valgarðsdóttir og Guð- laugur Viktorsson. Mikil og góð áhrif á kirkjustarfið hafði og hef- ur starf Safnaðarfélags Graf- arvogskirkju. Félagið hefur fært kirkjunni margar veglegar gjafir og haldið marga góða og upp- byggjandi fundi um mikilvæg málefni kirkju og þjóðar. Fljót- lega eftir að Grafarvogssókn var stofnuð var fyrsta skóflustungan að Grafarvogskirkju tekin, hinn 18. maí árið 1991. Arkitektarnir sem valdir voru eftir samkeppni voru þeir Finnur Björgvinsson og Hilmar Þór Björnsson. Fyrri hluti Grafarvogskirkju var vígður hinn 12. desember árið 1993. Herra Ólafur Skúlason biskup vígði. Ákveðið var að flýta byggingu kirkjunnar og taka lán til fram- kvæmda. Það kæmi í veg fyrir að kirkjan yrði 20-30 ár í byggingu. Lánin voru tekin og skuldar kirkjan ekki mest allra kirkna, ef tekið er mið af höfðatölureglunni, skuldir á þúsund sóknarbarna. Hönn- un kirkjunnar hefur verið lofuð, bæði innanlands og er- lendis. Bent hefur verið á mikilvægi þess hve fjölnota kirkjan er í öllu safnaðarstarfi. Hún er í senn lítil kirkja og stór. Getur rúmað allt að þús- und manns í sæti. Hinn 18. júní árið 2000, á kristnihátíðarári, var Grafarvogskirkja síðan vígð af herra Karli Sigurbjörnssyni biskupi Íslands. Einnig afhenti þáverandi forsætisráðherra Dav- íð Oddsson „æsku Íslands“ gjöf frá ríkisstjórninni á kristnihátíð- arári árið 2000. Gjöfin er alt- arismynd, steindur gluggi eftir listamanninn Leif Breiðfjörð. Hann sýnir kristnitökuna á Þing- völlum árið 1000. Í dag starfa fjórir prestar við Grafarvogs- kirkju. Þeir eru auk undirritaðs séra Bjarni Þór Bjarnason, séra Lena Rós Matthíasdóttir og séra Guðrún Karlsdóttir. Nýlega var vígður djákni, Gunnar Einar Steingrímsson, til að þjóna við Grafarvogskirkju. Lýtur starf hans einkum að sviði æskulýðs- mála, en að þeim málaflokki vinna margir leiðtogar við kirkj- una. Starf eldri borgara í Graf- arvogssókn hefur vaxið og dafn- að á liðnum árum, fjölmenni sækir opið hús hvern þriðjudag kl. 13.30. Á næstunni verður án efa í brennidepli að taka í notkun Kirkjusel á Spönginni. Nýlega tók borgarstjóri, Hanna Birna Kristjánsdóttir fyrstu skóflu- stungu að þjónustumiðstöð – menningarmiðstöð og Kirkjuseli á Spönginni í Grafarvogi. Einnig er unnið að því að eignast nýtt kirkjuorgel sem er verið að hanna af hinni þekktu þýsku org- elverksmiðju Romans Seiferts. Við þessi tímamót í sögu safn- aðarins viljum við þakka öllum þeim sem hafa komið að safn- aðarstarfinu á síðustu tveimur áratugum Tuttugu þúsund sóknarbörn í Grafarvogssókn Eftir Vigfús Þór Árnason » Starf eldri borgara í Grafarvogssókn hefur vaxið og dafnað á liðnum árum. Vigfús Þór Árnason Höfundur er sóknarprestur Grafarvogssafnaðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.