Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 05.12.2009, Blaðsíða 30
30 Daglegt líf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 5. DESEMBER 2009 Það líður að jólum og ljósin sem þeim fylgja lýsa óðum upp skamm- degismyrkrið. Aðventan er líka tími væntinga og tilhlökkunar, ekki að- eins hjá börnunum, sem bíða spennt eftir jólunum, heldur líka hjá þeim sem eldri eru og eiga von á kærkomnum vinum og ættingjum um jólin. Fyrsta sunnudag í að- ventu var aðventuhátíð í Þórshafn- arkirkju með þátttöku barnanna sem sýndu þar helgileik. Kirkjan er mjög gott tónleikahús með ágætum hljómburði en nýverið voru þar frá- bærir listamenn með tónleika; Ás- hildur Haraldsdóttir á þverflautu og Katie Elizabeth Buckley á hörpu. Hljómsveitin Rússíbanar gladdi einnig íbúa með spilverki sínu í nóvember og nokkru fyrr var Karlakórinn Hreimur á ferðinni svo tónlistarunnendur hafa átt góða daga. Lestrarhestar geta líka glaðst, því bókasafnið í bænum var opnað í vikunni í nýju húsnæði en það hefur verið lokað um hríð.    Hin árvissa hátíð leikfélagsins og björgunarsveitarinnar Hafliða var haldin um síðustu helgi í Þórsveri fyrir fullu húsi. Þetta samvinnu- verkefni félaganna tveggja, oftast nefnt „fyrsti des“, var vel heppnað en þar sá leikfélagið um stór- skemmtilegan leikþátt og björg- unarsveitarfólk um jólahlaðborð. Mikil vinna liggur alltaf að baki slíkum verkefnum, bæði við und- irbúning veisluborðs og leiksýn- ingar, allt unnið af áhuganum ein- um saman í sjálfboðavinnu. Að þessu sinni sýndi leikfélagið frum- samið verk, sem bar heitið Bretti á bláu teppi, og réð til sín leikstjór- ann Margréti Óskarsdóttur. Við- tökur áhorfenda voru afar góðar og leikfélagið var síðan með aðra sýn- ingu eftir helgina. Féð sem safnast með þessum hætti og öðrum er báðum félögunum mikilvæg búbót. Leikfélagið stuðlar að menningar- starfsemi í heimabyggðinni og björgunarsveit er nauðsynleg í hverju byggðarlagi. Desember er annasamur tími hjá björgunarsveit- arfólki sem tekur þann mánuð í að heimsækja íbúana og kanna ástand slökkvitækja og reykskynjara en boðið er upp á nýjar rafhlöður í skynjarana og aðstoð við skipti ef þess er óskað. Björgunarsveit- armenn eru líka vanir fjallaferðum og hafa komist í góð kynni við jóla- sveinana þar efra. Jólasveinarnir hafa þann sið að koma alltaf í bæ- inn á aðfangadag og færa fólki jóla- kortin sín úr heimabyggðinni og fá þá lánaðan björgunarsveitarbílinn og keyra á honum á milli húsa. Þeim fylgir jafnan kæti og stundum læti en bæði börn og fullorðnir kunna vel að meta þessar fjörlegu heimsóknir sveinka um hádegisbilið á aðfangadag.    Á hafnarsvæðinu hafa staðið yfir endurbætur sem lýkur fyrir jól ef tíðin verður góð. Ysti hluti haf- skipabryggju, um 4.000 fermetrar, hefur verið endurnýjaður og þessa dagana er verið að ljúka við vatns- lagnir og steypu á ljósamasturshúsi en rysjótt veður hefur tafið fram- kvæmdir. Íslenska gámafélagið er með þetta verk og athafnasvæði og rými í höfninni er nú að verða mjög gott. Morgunblaðið/Líney Sigurðard Jólahlaðborð Björgunarsveitarmenn standa sig vel í eldhúsinu. ÞÓRSHÖFN Líney Sigurðardóttir fréttaritari Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is VISKUBRUNNUR í Álfalundi er heiti miðstöðvar fyrir útikennslu og afþreyingu sem undirbúinn er á Akranesi. Visku- brunni er ætlað að auka aðdráttarafl bæjarins fyrir ferðafólk. Viskubrunnur verður í Garða- lundi, skógrækt- arsvæði ofan Akraness. Tómas Guðmundsson, verkefnisstjóri Akranesstofu, segir að lögð sé áhersla á að uppbyggingin falli vel að því sem fyrir er á svæðinu enda sé þetta fjölsótt útivistarsvæði og ein af perlum Akraness. Innihaldið ræður uppbyggingu Unnið var að undirbúningi verk- efnisins á síðasta ári og var hann langt kominn þegar allt stöðvaðist vegna efnahagsþrenginga. Bærinn fékk á þessu ári styrk frá iðn- aðarráðuneytinu til uppbyggingar og nýsköpunar í ferðaþjónustu og varð það til þess að bæjarráð Akraness samþykkti að halda áfram. Tómas segir unnið að breytingum á deili- skipulagi og reiknar með að hafist verði handa við verklegar fram- kvæmdir næsta haust og að þá hefjist jafnframt útikennslan. „Við munum láta innihaldið ráða uppbyggingunni en ekki öfugt,“ segir Tómas. Búist við skólahópum víða að Hugmyndin er að byggja upp að- stöðu fyrir útikennslu en skólahópar nota Garðalund þegar mikið. Jöfnum höndum verður unnið að útivistar- og afþreyingarsvæði fyrir gesti, jafnt innlenda sem erlenda ferðamenn – og vitaskuld Skagamenn sjálfa. Starfsfólk mun annast móttöku hópa, leiðsögn, fræðslu og dagskrá sem vonast er til að hafi aðdráttarafl fyrir gesti. Ætlunin er að starfsemi verði allt árið. Tómas gerir sér vonir um að skóla- hópar af öllu landinu vilji nýta sér þá aðstöðu sem byggð verður upp og einnig erlendir hópar. Aðstaðan þarna sé mjög góð, fjölbreytt náttúra frá fjalli til fjöru og teygir hann þá svæðið í huganum niður í hinar róm- uðu fjörur Skagamanna. Íslenskur burstabær Þótt svæðið sé einkum hugsað til útikennslu og náttúruskoðunar er stefnt að því að koma þar upp húsum fyrir kennslu, námskeið og skemmt- anir. Verið er að skoða hvort unnt sé að reisa íslenskan burstabæ á svæð- inu fyrir þessa starfsemi. „Þannig hús myndi falla vel að svæðinu og dag- skránni sem þar verður,“ segir Tóm- as og vísar til þess að á dagskránni verði meðal annars íslenskar þjóðsög- ur þar sem álfar koma við sögu. Jafnframt er verið að útfæra hug- myndir um leiktæki og aðra aðstöðu, meðal annars í skógarrjóðrum. Leik- tækin verða öll gerð úr íslenskum trjávið, köðlum og netum og eiga því að falla vel inn í umhverfið. Þá er stefnt að því að koma upp grillskála með bekkjum og borðum. Hann verð- ur sömuleiðis úr íslenskum trjám. Þá nefnir Tómas hugmyndir um að koma upp lítilli eldsmiðju og skapa þannig aðstöðu fyrir eldsmiði lands- ins. Vantar aðdráttarafl Í hugmyndum Akranesstofu um Viskubrunn kemur fram að vantað hafi sterkara aðdráttarafl fyrir gesti og ferðafólk. Ferðamenn verði að eiga erindi til Akraness, hafa tilefni til að sækja bæinn heim og nýta um leið ýmsa aðstöðu og þjónustu sem þar er. Nýi fjölskyldugarðurinn er í ná- grenni golfvallar og margrómaðs safnasvæðis þar sem margt er um að vera. Þá hefur verið skipulagt stórt hótel við golfvöllinn. „Viskubrunni er ætlað að verða slíkt aðdráttarafl með áherslu á fjöl- breytta afþreyingu, fróðleik og skemmtun fyrir innlenda og erlenda ferðamenn, ekki síst fjölskyldur á ferð,“ segir í tillögunum. Grafinn Viskubrunnur til að draga að ferðafólk  Miðstöð fyrir útikennslu og afþreyingu byggt upp í Garðalundi á Akranesi  Hugmyndin að laða að innlenda og erlenda skólahópa og ferðafólk Teikning/Jakob Jóhannsson Viskubrunnur Reynt verður að skapa íslenska fjölskyldustemmningu í Viskubrunni og þar koma álfar við sögu. Tómas Guðmundsson Grunnskólabörn á Akranesi koma að undirbúningi Viskubrunns í Álfalandi. Börn úr Grundaskóla hafa heim- sótt Garðalund að undanförnu og komið fram með hugmyndir að leiktækjum og annarri aðstöðu. Síðan er hugmyndin að eldri börn- in í skólanum hafi umsjón með nánari útfærslu hugmynda yngri barnanna og uppsetningu tækj- anna undir handleiðslu kennara. Börnin aðstoða við undirbúning GESTIR þáttarins Orð skulu standa í dag eru Guðmundur Ólafsson og Sverrir Friðþjófsson. Þeir fást m.a. við „trékött“ og „Kanada“. Fyrriparturinn er eftir Eystein Pétursson sem sá byrjun á vísu í fyr- irsögn í Morgunblaðinu: Vegagerðin mokar minni snjó, mikill skal nú sparnaðurinn vera. Um nýliðna helgi var fyrripart- urinn eftir Þorkel Skúlason í Kópa- vogi: Lækkar ört á lofti sól, líður að skemmsta degi. Í þættinum ákvað Davíð Þór að „taka Guðmund Andra á þetta“ og skipti um umræðuefni: Þegar ég sé karl í kjól kími ég, en þegi. Finnur Arnar fór þessa leið: Verði rokk og verði jól, vík burt – tregi. Úr hópi hlustenda botnaði Jónas Frímannsson: Kreppu-Grýla, gamla fól, gakk þú burt úr vegi. Valur Óskarsson hugsaði í þessa átt: Hoppa ég í Hlínar ból og hérna frá því segi. Hörður Jóhannesson hugsaði frekar um vorið: Svo lifnar tjörn við lágan hól og ljós á þjóðarvegi. Ingólfur Ármannsson bætti við formið: Nú er dimmt um byggð og ból en bráðum koma dýrðleg jól. Burt víki böl og tregi. Þór Gils Helgason: Háir tónar heims um ból heyrast þótt Davíð þegi. Halldór Halldórsson, fv. skip- stjóri: Hér er margt um flærð og fól, fleiri en segja megi. Guðni Þ.T. Sigurðsson: Fer þá hratt um byggð og ból að birtu fagna megi. Kristján Ásgeirsson: Hátíð ljóssins heims um ból, haldist á friðarvegi. Erlendur Hansen á Sauðárkróki: Komist menn á kvíaból, er kastað í þá heyi. Hlustendur geta sent botna og til- lögur að fyrripörtum í ord@ruv.is eða til Orð skulu standa, Rík- isútvarpinu, Efstaleiti 1, 150 Reykjavík. Orð skulu standa Spurt verður um Kanada
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.