Morgunblaðið - 15.12.2009, Page 17

Morgunblaðið - 15.12.2009, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 2009 www.noatun.is 40% afsláttur ÍM KJÚKLINGALEGGIR KR./KG479 Ódýrt og gott í Nóatúni CERESTAR, 1 KG GRAUTARGRJÓN KR./PK. 439 EMMESSÍS JÓLAÍS, 1,5L KR./STK. 779 FP RÚSÍNUR KR./PK. 169 SÓLKJARNA- RÚGBRAUÐ KR./STK. 199 ÞYKKVABÆJAR FORSOÐNAR KARTÖFLUR KR./PK. 575 Setjið aldrei servéttu utan á kerti Munið að slökkva á kertunum Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins FÉLAGAR í kvenréttindahreyfingunni „Femen“ í Úkraínu mótmæla vændi í mótmælagöngu sem farin var í Kíev í gær til að krefjast þess að yfirvöld gerðu ráðstafanir til að stemma stigu við vændi þegar úrslitakeppni Evrópumóts karla í fótbolta verður haldin í Úkraínu og Póllandi árið 2012. Konurnar héldu meðal annars á borða með áletruninni „Við erum ekki söluvara“. Úrslitakeppni Evrópumótsins á að fara fram í fjórum úkraínskum borg- um og fjórum pólskum. Úrslitaleikurinn verður í Kíev 1. júlí 2012. VÆNDI MÓTMÆLT Í KÍEV Reuters ÁÆTLAÐ er að um 14.000 manns hafi beðið bana á síðustu þremur árum í ofbeldis- hrinu sem hófst í Mexíkó þegar her landsins lét til skarar skríða gegn eitur- lyfjasmygl- hringum sem hafa borist á banaspjót. Algengt er að eiturlyfjasmyglar- arnir reyni að hafa áhrif á störf mexíkóskra blaðamanna með lífláts- hótunum, mútum og jafnvel morð- um. Að sögn samtakanna Frétta- manna án landamæra hafa 57 blaða- menn verið myrtir í Mexíkó frá árinu 2000 og tíu til viðbótar horfið sporlaust. Mexíkó er nú álitið eitt af þeim löndum þar sem fréttamenn eru í mestri hættu. Juan Cuevas, ritstjóri dagblaðs í sambandsríkinu Guerrero, segir að eiturlyfjasmyglarar hringi og hóti blaðamönnum öllu illu ef þeir rann- saki glæpastarfsemina og fjalli um hana. „Þeir spyrja hvers vegna við birtum ekki skilaboð sem þeir skilja eftir hjá líkunum, eða biðja okkur um að skýra ekki frá skilaboðum annarra glæpagengja,“ segir Juan Cuevas. Smyglarar ógna frétta- mönnum Eiturlyfjasmygl- arar handteknir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.