Morgunblaðið - 16.12.2009, Qupperneq 1
M I Ð V I K U D A G U R 1 6. D E S E M B E R 2 0 0 9
STOFNAÐ 1913
334. tölublað
97. árgangur
Landsprent ehf.
MBL.IS
Morgunblaðið
hvar sem er
hvenær sem er
95
ára
mbl.is
Takk fy
rir skóf
irnar!
Kveðja, Pottaskefill
*Nánar um skilmála á flytjandi.is
PI
PA
P
R
\\
BW
AA
TB
••
SÍ
A
•
9
SÍ
A
•
91
8
818
S
91
8
8
«DAGLEGTLÍF
GÓÐVERK UNNIÐ MEÐ
HJÁLP FRÁ KETKRÓKI
«CHRISTINA SUNLAY
Íslensk frásagnarlist
í bandarísku blóði
6
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
TIL að sveitarfélagið Álftanes gæti staðið undir
rekstri og borgað af lánum sem koma á gjalddaga á
næsta ári, þyrfti það að skera niður um 900 milljónir.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu sem
unnin var fyrir eftirlits-
nefnd með fjármálum
sveitarfélaga, sam-
kvæmt heimildum
Morgunblaðsins.
Þessi upphæð jafn-
gildir um 70% af
rekstrarútgjöldum
sveitarfélagsins árið
2008. Slíkur nið-
urskurður er auðvitað
ómögulegur eigi sveit-
arfélagið að standa und-
ir lögbundinni þjónustu
og því hlýtur að vera ljóst að ríkið verður að koma að
málum með einhverjum hætti.
Þá standa Álftnesingar nú að öllum líkindum frammi
fyrir því að álag verði sett á hámarksútsvar og að
gjöld verði hækkuð. Jafnframt er ljóst að skera verður
niður í rekstri bæjarsjóðs en mikill halli hefur verið á
rekstri hans.
Í fyrrnefndri skýrslu kemur fram að skuldir og
skuldbindingar bæjarsjóðs nema um 7,4 milljörðum
króna. Þar af eru um þrír milljarðar svonefndar skuld-
bindingar utan efnahags en þær stafa einkum af lang-
tímasamningum vegna nýrra og glæsilegra íþrótta-
mannvirkja.
Þurftu neyðarhjálp
Álftanes er komið í greiðsluþrot og til að sveitarfé-
lagið geti greitt laun og aðrar forgangskröfur þarf rík-
ið að greiða því fyrirfram úr Jöfnunarsjóði sveitarfé-
laga.
Kristján L. Möller samgönguráðherra segir að staða
sveitarfélagsins gefi aukið tilefni til að endurskoða
reglur um fjármál sveitarfélaga. | 6
Þyrfti að
skera niður
um 70%
Í HNOTSKURN
»Skuldir nema um7,4 milljörðum.
»Þrír milljarðar erutil komnir vegna
íþróttamannvirkja.
»Hundraða milljónahalli er á bæjarsjóði.
Álag sett á hámarksútsvar á
Álftanesi og gjöld hækkuð
FÓLK mætti með snjó á Austurvöll í gær og mótmælti bráðnun jökla. Annar hópur kom með
kyndla á sama stað til að sýna samstöðu með baráttu SÁÁ við að verja áfengismeðferð á Ís-
landi og efla þingmönnum kjark, en á Alþingi var hægagangur gagnrýndur. Snjórinn og
kyndlarnir fönguðu hug barna sem létu mótmæli og háreysti sem vind um eyru þjóta.
MÓTMÆLI Á AUSTURVELLI
Morgunblaðið/Ómar
Ráðuneytin
greiddu samtals
um 150 milljónir
króna í sérverk-
efni frá 1. febr-
úar til dagsins í
dag. Þar af lagði
fjármálaráðu-
neytið út um 40
milljónir og for-
sætisráðuneytið
um 18 milljónir.
Capacent Glacier hf. fékk um 3,6
milljónir kr. fyrir mat á ríkisábyrgð
í tengslum við Icesave og Helgi Áss
Grétarsson um eina milljón fyrir
gerð lagafrumvarps um ríkis-
ábyrgðir vegna Icesave. Þá var
Karli Th. Birgissyni greitt fyrir
Morgunblaðsgrein.
Alþjóðaver í eigu Kristjáns Guy
Burgess, aðstoðarmanns utanrík-
isráðherra, fékk um eina milljón
frá forsetaembættinu fyrir sérverk-
efni frá því í lok júní 2008. »4
Um 150 milljónir í sérverk-
efni ráðuneyta á árinu
Í frumvarpi til
fjárlaga 2010 er
gert ráð fyrir
50% samdrætti
námsframboðs í
fjarkennslu
framhaldsskóla
og kvöldskólum,
þjónusta við
nemendur í 10.
bekk grunnskóla
verður felld nið-
ur og framlag til eignakaupa skól-
anna helmingað.
Skólastjórnendur hafa áhyggjur
af stöðunni og til dæmis blasir við
að sumarfjarnám í Fjölbrautaskól-
anum við Ármúla verður blásið af,
nemendum í kvöldskóla Fjölbrauta-
skólans í Breiðholti fækkar um 300
til 400 og öldungadeild MH er í
hættu.
Sigríður Huld Jónsdóttir, aðstoð-
arskólameistari Verkmenntaskól-
ans á Akureyri, segir að verst sé að
þurfa að segja nei þegar unga, at-
vinnulausa og ómenntaða fólkið
banki á dyrnar. »14
Fjarnám, öldungadeild
og kvöldskóli í uppnámi
Stúdentar Færri
útskrifast.
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
BRESKA fjármálaeftirlitið, FSA,
sendi Landsbankanum bréf 3. októ-
ber 2008 þar sem settar voru strang-
ar kröfur um bindiskyldu og var erfið
lausafjárstaða bankans gefin sem
ástæða. Bréfið bar þá sakleysislegu
yfirskrift „Fyrsta eftirlitstilkynning“,
en í raun var um frystingu að ræða,
fimm dögum áður en bresk stjórnvöld
notuðu hryðjuverkalögin.
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var í tilkynningunni vísað til
laga um fjármálaþjónustu og markaði
frá árinu 2000 og reglna eftirlitsins
um ráðdeild, GENPRU, og sagt að á
grundvelli þeirra hefði fjármálaeftir-
litið ákveðið að setja Landsbankanum
ákveðin skilyrði, sem tækju til útibús
hans á Bretlandi. Landsbankinn
þyrfti að eiga á bankareikningi á
Bretlandi forða í reiðufé, sem sam-
svaraði ekki minna en 10% af inni-
stæðum á óbundnum reikningum hjá
bankanum í breskum pundum. Pen-
ingaforðann á þessum reikningum
þyrfti að hækka upp í ekki minna en
20% af innistæðum strax 6. október.
Á þessum tíma var veruleg þurrð á
lausafjármörkuðum og nánast útilok-
að að bankinn gæti útvegað slíka fjár-
hæð með svo skömmum fyrirvara.
Tekið er fram að bankareikningurinn
eigi að vera hjá breska seðlabankan-
um, Englandsbanka, eða reikningur
sem FSA veiti skriflegt leyfi fyrir.
Meðferð eigna takmörkuð
Að auki segir að Landsbankinn
verði þegar að stofna aðskilinn
vörslureikning hjá breska seðlabank-
anum eða hjá annarri stofnun, sem
fjármálaeftirlitið samþykki.
Í þessum fyrirmælum breska fjár-
málaeftirlitsins frá 3. október segir
jafnframt að þau taki til peningaforða
bankans og allra eigna hans á Bret-
landi frá og með deginum, sem þau
taki gildi. Sérstakar takmarkanir eru
settar að því leyti að bankinn megi
ekki gera neinar ráðstafanir varðandi
þessar eignir ef þær gætu leitt til þess
að þær flyttust frá Bretlandi eða
leiddu til þess að tekið yrði veð í þeim,
þær veðsettar eða hefðu svipaðar
fjárhagslegar afleiðingar.
Eignir Landsbanka kyrr-
settar fyrir hryðjuverkalög
Gert að binda í reiðufé 10% af innistæðum 3. október 2008 og 20% frá 6. október
Eignir kyrrsettar með leynd | 4