Morgunblaðið - 16.12.2009, Síða 35

Morgunblaðið - 16.12.2009, Síða 35
Menning 35FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009 Jólakonsertinn eftir Corelli erskiljanlega vinsæll um þettaleyti, eins og raunar barokk-tónlist yfirleitt. Konsertinn var fyrsta verkið á jólatónleikum Sin- fóníunnar, en að þessu sinni stjórnaði Daníel Bjarnason hljómsveitinni. Út- koman var á margan hátt góð, hljóm- sveitin var ágætlega samhæfð og fiðlueinleikur Sigrúnar Eðvalds- dóttur konsertmeistara var glæsi- legur. Sumt var þó furðulegt, nokkrir kaflarnir voru svo hraðir að þeir nutu sín ekki. Það á sérstaklega við þann næstsíðasta, sem virkaði eins og hljómsveitin hefði drukkið alltof mik- ið kaffi, og fengið sér örvandi efni í ofanálag. Annað sem hljómsveitin spilaði án einsöngvara var miklu betra. Wachet auf, ruft uns die Stimme eftir Bach í útsetningu Stokowskis, var t.d. glæsi- legt, með áhrifamikilli stígandi, þótt málmblásararnir hefðu verið nokkuð yfirgnæfandi á köflum. Tveir einsöngvarar komu fram með hljómsveitinni, þau Ingibjörg Guðjónsdóttir og Gissur Páll Giss- urarson. Ingibjörg stóð sig prýðilega, hún hefur fallega, hljómmikla rödd sem barst ágætlega, a.m.k. þar sem ég sat. Ég ætla ekki að telja upp allt sem hún söng, en það voru verk sem pössuðu vel inn í jólastemninguna. Ingibjörg túlkaði tónlistina af sann- færingarkrafti, öryggi og léttleika; maður naut þess að hlýða á hana syngja. Sömu sögu er ekki að segja um Gissur Pál, sem virtist eiga í mikl- um vandræðum fyrir hlé. Röddin var ekki í fókus, mismunandi blæbrigði voru klaufalega útfærð og útkoman almennt fremur pínleg. Það var ekki fyrr en eftir hlé að hann fór að syngja eins og maður, sem var auðvitað heldur seint. Eins og áður sagði stjórnaði Daníel Bjarnason hljómsveitinni. Hann hef- ur þægilega nærveru, og þótt hann skorti enn reynslu er auðfundið að hann er einstaklega músíkalskur. Það er hugsun á bak við allt sem hann gerir. Ég vona að ég eigi eftir að sjá hann þarna oft í framtíðinni. Gott og ekki gott Sinfóníutónleikar bbbnn Háskólabíó Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Handel, Bach, Mozart, Corelli, Reg- er, Sigvalda Kaldalóns og fleiri. Ein- söngvarar: Ingibjörg Guðjónsdóttir og Gissur Páll Gissurarson. Daníel Bjarna- son stjórnaði. JÓNAS SEN TÓNLIST BLÁSARAKVINTETT Reykjavíkur og félagar halda sína árlegu serenöðutónleika undir heitinu „ Kvöldlokkur á jólaföstu“ í kvöld, miðvikudag, í Fríkirkjunni í Reykjavík. Þar gefur að heyra ómblíð nætur- ljóð og aðra lokkandi fagur- tónlist fyrir blásara eftir Beethoven, Mozart svo og tímamótatónskáldin Haydn og Mendelssohn, en sá fyrrnefndi lést árið 1809, en þá fæddist sá síðarnefndi. Öll tónskáldin lögðu blásurum til perlur sem löngum hefur þótt unun að flytja og á að hlýða, eins og segir í tilkynningu. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og standa yfir í u.þ.b. 1 klukkustund án hlés. Tónlist Kvöldlokkur Blás- arakvintettsins Blásarakvintett Reykjavíkur SÖNGHÓPURINN Sopranos heldur jólatónleika í Hafnar- borg í kvöld, miðvikudaginn 16. desember, og hefjast þeir klukkan 20.00. Með þeim koma fram Bjarni Thor Kristinsson bassasöngvari, Hólmfríður Sigurðardóttir píanóleikari og Örnólfur Kristjánsson selló- leikari. Sopranos eru þær Margrét Grétarsdóttir, Svana Berglind Karlsdóttir og Hörn Hrafnsdóttir. Boðað er að tónleikarnir verði léttir og leikandi en jafnframt verður hátíðleika jólanna gefið til- skilið rými; heyra má bæði bandarísk jólalög og klassískar perlur. Tónlist Sopranos og Bjarni Thor í Hafnarborg Sopranos í jólaskapi. STÓRSVEIT Reykjavíkur heldur sína árlegu jólatónleika í kvöld, miðvikudaginn 16. desember kl. 20.30, í Ráðhúsi Reykjavíkur. Flutt verður fjölbreytt dagskrá jólatón- listar í djassútsetningum, inn- lendum og erlendum, nýjum og gömlum. Stjórnandi á þess- um tónleikum verður Stefán S. Stefánsson. Einsöngvari og sérstakur gestur stórsveitar- innar verður Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú. Að- gangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Fólki er bent á að mæta tímanlega því að- sókn hefur verið mikil á jólatónleika Stórsveitar- innar undanfarin ár. Tónlist Diddú og Stórsveit- in á jólatónleikum Stjórnandinn Stef- án S. Stefánsson. Eftir Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Mamma sagði mér alltaf aðég væri undir áhrifumfrá íslenskum for-feðrum mínum, hún sá rithöfundinn í mér og þegar ég var barn sagði hún mér að frændur ömmu hefðu verið þekkt skáld á Ís- landi og frásagnarlistin rynni í blóði mínu.“ Svo mælir bandaríska konan Christina Sunlay, en skáldsaga henn- ar, Freyjuginning (The Tricking of Freya), sem fjallar um bandaríska stúlku og heim íslensku forfeðranna í gegnum Gimli í Kanada, kom út í Bandaríkjunum fyrr á árinu og í ís- lenskri þýðingu hjá Bókafélaginu Uglu fyrir skömmu. Öskjugos 1875 kveikjan „Ein af fyrstu minningum mínum er af mömmu segja mér frá því að þegar afi var fimm ára vaknaði hann einn morguninn og gat ekki séð hönd sína fyrir framan sig vegna þess að himinninn var svartur af völdum Öskjugoss,“ rifjar Christina upp. Hún segir að þessi sýn hafi fylgt sér alla tíð. Afi sinn hafi flutt með fjöl- skyldu sinni til Vesturheims ári síðar og hún hafi viljað segja þessa sögu eins og hún ímyndaði sér hana, færa lesendur þannig inn í sinn drauma- heim. „Ég vildi kynna lesendur mína fyrir stöðum sem þeir þekktu senni- lega ekki, hinu ótrúlega Íslandi og hinni sérstöku kanadísk-íslensku menningu á Gimli.“ Christina heimsótti Gimli einu sinni og Ísland þrisvar til að afla sér upplýsinga og undirbúa ritun bók- arinnar, en hún ólst upp í New York og kynntist ekki íslensku skyldfólki sínu fyrr en á þessu undirbúnings- stigi. Hún kom fyrst til Íslands 1998 og var þá í 10 daga. Árið 2000 bjó hún í mánuð hjá ættingjum, sem hún hafði ekki séð áður, meðan hún stundaði ís- lenskunám við Háskóla Íslands og síðan var hún mánuð á Skriðuklaustri árið 2001. „Mamma sagði mér marg- ar sögur af íslenskum ættmennum í Kanada og Norður-Dakóta, þar sem hún ólst upp, en ég hitti aldrei skyld- fólk mitt af íslenskum uppruna fyrr en ég heimsótti Gimli og Winnipeg 1999,“ segir Christina, sem býr í Oakland í Kaliforníuríki. Heiður Christina fylgdi útkomu bók- arinnar eftir með kynningum í Bandaríkjunum og Kanada, m.a. í San Francisco og Seattle, á Þjóð- ræknisþingi og Íslendingadegi á Gimli og í Winnipeg, og segir að bók- in hafi fengið frábærar viðtökur. „Það er mikill heiður fyrir mig að bókin skuli hafa verið þýdd á íslensku og ég vildi óska að móðir mín væri á lífi svo hún gæti upplifað þetta,“ segir hún og gerir ráð fyrir kynningarferð til Ís- lands í sumar. Freyjuginning eftir Vestur-Íslendinginn Christinu Sunlay komin út á íslensku Með frásagnarlistina í blóðinu Rithöfundurinn Christina Sunlay er með efni í aðra „Íslandsbók“. EDITH Bjornson, móðir Christinu, fæddist í Winnipeg í Kanada 1924. Foreldrar hennar voru Ólafur Björnsson frá Gíslastöðum nálægt Egilsstöðum, sem flutti til Nýja Ís- lands 1876, og Sigríður Elínborg Brandson, sem fæddist í Görðum, Norður-Dakóta 1889. Foreldrar Ólafs voru Björn Pétursson alþing- ismaður og Ólafía Ólafsdóttir, syst- ir Jóns Ólafssonar ritstjóra og Páls Ólafssonar skálds. Sigríður Elínborg, sem var fjall- kona á Íslendingadagshátíðinni 1932, var dóttir Jóns Brandssonar og Margrétar Guðbrandsdóttur sem bjuggu áður á Fremribrekku í Dalasýslu. Af íslensk- um ættum Eftir Sigurð Boga Sævarsson sbs@mbl.is „EKKI er nóg að söngvari hafi mikla og háa rödd heldur þarf hann líka að beita henni af smekkvísi og móta þannig hvert lag og gefa því sinn eigin blæ,“ segir Björgvin Þ. Valdi- marsson tónskáld sem á dögunum sendi frá sér geisladiskinn Allt sem þú ert. Lögin eru öll eftir Björgvin sem nú sem oft áður hefur leitað til söngvarans að norðan, Óskars Pét- urssonar, sem er einn Álftagerðisbræðra úr Skagafirði. Aðrir söngvarar eru Björgvin Halldórsson, Guðrún Gunnarsdóttir og Guð- jón Davíð Karlsson. Þrettán lög eru á geisla- diskinum en í tímans rás rás hefur Björgvin samið lög af ýmsu tagi, og grípandi lög jafnt sem erfiðari verk. „Eitt lag á diskinum gengur hér á heim- ilinu undir nafninu Eurovision-lagið. Það kom þannig til að við fjölskyldan vorum að horfa á Eurovision-keppnina eitt vorið í sjón- varpinu og mér varð að orði að lögin þetta ár- ið væru ansi léleg. Dætur mínar svöruðu mér um hæl og sögðu mér þá að semja betra lag sjálfur. Ég tók þær á orðinu, settist við píanó- ið og samdi lag, sem í dag er titilag disksins og heitir „Allt sem ég er“. Þetta lag syngur Björgvin Halldórsson ásamt Óskari og fara þeir báðir á kostum. Á diskinum eru einnig eldri og þekktari lög eins og „Mamma“ og „Maríukvæði“. Það er alltaf gaman að finna nýja fleti á eldri lögum og þess vegna fékk ég til samstarfs við mig tónlistarmanninn snjalla Karl Olgeirsson sem útsetti lögin og sá einnig um upptökur.“ Textarnir og ljóðin á þessum geisladisk sem Björgvin hefur samið lög við eru eftir ýmsa höfunda, bæði lítt þekkta samtíð- armenn sem þjóðskáldin Davíð Stefánsson frá Fagraskógi og Sigurbjörn Einarsson bisk- up. „Ég legg mikið upp úr því að textarnir séu góðir og vel ortir. Ekki sakar ef þeir hafa ein- hverja sögu á bak við sig, eins og texti Sig- urbjörns Mig dreymdi mikinn draum, en þetta ljóð byggir hann á sögunni Sporin í sandinum sem fræg er,“ segir Selfyssing- urinn Björgvin, sem að aðalstarfi er tónlistar- kennari og kórstjóri í Reykjavík. Söngvarinn gefi lögunum sinn eigin blæ Morgunblaðið/Golli Félagar Óskar, til vinstri, og Björgvin. Óskar Pétursson frá Álftagerði aðalsöngvari á nýjum geisladiski Björgvins Þ. Valdimarssonar Bankaauglýsingar eru síðan svo falsk- ar að maður fær smá- velgju …38 »

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.