Morgunblaðið - 16.12.2009, Qupperneq 17
Fréttir 17ERLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009
VELKOMIN Á VESTURSTRÖNDINA
Viðtalstímar sendiherra
Íslands í Washington
www.utflutningsrad.iswww.utn.stjr.is
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
9
2
4
6
8
Hjálmar W. Hannesson, sendiherra Íslands í Washington,
verður til viðtals fimmtudaginn 17. desember.
Fundirnir eru ætlaðir þeim sem vilja ræða viðskiptamöguleika,
menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmi
sendiráðsins.
Auk Bandaríkjanna eru umdæmislönd sendiráðsins:
Argentína, Brasilía, Chile, El Salvador, Gvatemala og Mexíkó.
Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs Íslands,
Borgartúni 35, og má bóka þá í síma 511 4000 eða með
tölvupósti, utflutningsrad@utflutningsrad.is.
Nánari upplýsingar veita Andri Marteinsson,
andri@utflutningsrad.is, og Hermann Ottósson,
hermann@utflutningsrad.is.
HÁHÝSAÞYRPING í Abu Dhabi, sem ásamt sex öðrum
smáríkjum myndar Sameinuðu furstadæmin á Arabíu-
skaganum. Abu Dhabi ræður yfir nær öllum olíulindum
ríkisins. Nú hafa þarlendir ráðamenn loks ákveðið að
rétta bræðraþjóðinni í Dubai hjálparhönd og lána
henni 10 þúsund milljónir dollara. Dubai er geysilega
skuldsett og ákvað nýlega að fresta um hálft ár afborg-
unum af 26 þúsund milljón dollara láni.
Reuters
ABU DHABI FLÝTUR Á OLÍUNNI
STJÓRN Ástralíu stefnir að lögum
um að síur verði settar í allar tölvur
til að hindra aðgang að vefsíðum
sem innihalda glæpsamlegt efni,
t.a.m. barnaklám, myndir af nauðg-
unum eða upplýsingar um hvernig
nota eigi fíkniefni.
Stephen Conroy, ráðherra fjar-
skiptamála í stjórninni, sagði að sér-
stök nefnd yrði skipuð til að ákveða
hvaða vefsetur yrðu bönnuð. Nefnd-
in ætti að taka mið af kvörtunum frá
almenningi.
Conroy sagði að sjö mánaða til-
raunir með síurnar hefðu leitt í ljós
að hægt væri að hindra aðgang að
bönnuðum vefsíðum með 100% ná-
kvæmni án þess að það hefði veruleg
áhrif á tengihraðann. Netþjónustu-
fyrirtæki gætu einnig fengið opin-
bera styrki til að bjóða upp á viðbót-
arsíur, t.d. til að hindra aðgang að
netspilavítum, en þau yrðu ekki
skylduð til þess.
Hreyfingar netnotenda hafa lagst
gegn áformunum, m.a. vegna þess
að þær telja slíkar síur geta grafið
undan tjáningarfrelsinu. Ein hreyf-
inganna, Electronic Frontiers, segir
að áformin veki spurningar um hvað
sé réttlætanlegt að banna og hverjir
eigi að ákveða það. „Þetta eru síur
sem hindra aðeins aðgang fyrir
slysni að bönnuðu efni,“ segir tals-
maður hreyfingarinnar. „Þeir sem
ætla sér að komast framhjá síunum
geta það hæglega.“
Stjórn Verkamannaflokksins
hyggst leggja fram lagafrumvarp
um síurnar í ágúst á næsta ári. Hann
er ekki með meirihluta á þingi Ástr-
alíu og þarf því að reiða sig á stuðn-
ing Græna flokksins sem hefur efa-
semdir um síurnar.
Stjórn Kína ákvað í júlí að fresta
áformum um að láta setja síur í allar
tölvur, sem seldar eru þar í landi,
vegna harðra mótmæla. bogi@mbl.is
Lög um netsíur í allar
tölvur boðuð í Ástralíu
Hreyfingar netnotenda leggjast gegn áformum stjórnarinnar
ÍTALINN Massimo Tartaglia sem
komst í heimsfréttirnar þegar hann
grýtti afsteypu af dómkirkjunni í
Mílanó í andlit Silvios Berlusconis,
forsætisráðherra Ítalíu, á laugardag
mætti vel undirbúinn þegar hann lét
bræði sína í ljós í Mílanóborg.
Hann var með piparúða og út-
skorna mynd af Kristi á krossinum í
fórum sínum og því viðbúinn átökum
við lífverði forsætisráðherrans.
Hatur og ofsóknaræði
Tartaglia er sagður óflokksbund-
inn en honum er lýst sem sinnisveik-
um manni sem hafi alið hatur í
brjósti sínu gagnvart leiðtoganum.
Hann er ókvæntur og á við ofsókn-
aræði að stríða, að sögn Roberto
Maroni innanrík-
isráðherra.
Sjálfur hefur
Tartaglia sent frá
sér yfirlýsingu í
formi bréfs sem
var afhent Berlu-
sconi á sjúkrabeði
í Mílanó þar sem
hann afsakar
„huglausa“ árás,
byggða á augna-
bliks bræði. Hann kveðst þó hata
Berlusconi, manninn sem sé að leiða
Ítalíu til „glötunar“.
Berlusconi meiddist illa. Hann
nefbrotnaði, fékk skarð í vör og
missti tvær tennur. Búist er við að
sjúkrameðferðin taki 25 daga.
Vel undirbúinn
og með piparúða
Berlusconi
eftir ódæðið.
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
AÐALFULLTRÚI Bandaríkjanna á loftslags-
ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Kaupmanna-
höfn, Todd Stern, dró í gær mjög úr vonum
margra um að stjórn Baracks Obama forseta
muni skuldbinda sig til að minnka losun gróð-
urhúsalofttegunda meira en hún hefur áður gert.
Sagðist hann ekki gera ráð fyrir neinni breytingu
á afstöðu þingsins í Washington í málinu.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, hefur nú
áhyggjur af ráðstefnunni og segir tímann vera að
lokayfirlýsingu eru engar tölur um losun gróð-
urhúsalofttegunda og engin markmið sett fram
um samdrátt. Ekki eru heldur tilgreindar fjár-
hæðir til fátækari ríkja vegna loftslagsbreytinga.
Bandaríkin og Kína deila nú m.a. um það
hvernig tryggja eigi að aðildarríki hlíti ákvæðum
væntanlegs samnings um aukinn samdrátt í kol-
díoxíðlosun, verði hann að veruleika. Að sögn
The New York Times hafna Kínverjar með öllu
að alþjóðlegir eftirlitsaðilar verði látnir kanna
málið þar í landi. Og Bandaríkjamenn muni ekki
undirrita samning sem ekki sé hægt að sann-
reyna.
Merkel efast um árangurinn
Engar tölur tilgreindar um takmörk á losun gróðurhúsalofttegunda í nýjum
drögum að lokayfirlýsingu loftslagsráðstefnunnar í Kaupmannahöfn
renna út. „Ég dreg ekki dul á það að ég hef
nokkrar áhyggjur af því hvort við munum ná ein-
hverjum árangri,“ sagði hún. Í nýju uppkasti að
Reuters
Ríkisstjóri Arnold Schwarzen-
egger á ráðstefnunni í gær.
Í HNOTSKURN
»Hart er lagt að Bandaríkjunum og Kína,sem eiga samanlagt sök á um 45% af
allri losun koldíoxíðs í heiminum, að sýna
gott fordæmi á ráðstefnunni með því að
heita auknum samdrætti í losun.
KYRRAHAFSEYJAN Náru varð í
gær fjórða ríki heims til að taka
upp stjórnmálasamband við Abkaz-
íu, hérað í Georgíu sem lýst hefur
yfir sjálfstæði með hjálp Rússa. Ut-
anríkisráðherra Náru, Kieren
Keke, staðfesti viðurkenninguna í
Sukhumi í Abkazíu í gær ásamt
Sergei Shamba, utanríkisráðherra
Abkazíu.
„Við vonum að upptaka stjórn-
málatengsla milli ríkja okkar verði
til að leggja grunn að friði og
stöðugleika,“ sagði Keke. Náru er
eitt af minnstu ríkjum heims, um 10
sinnum stærra en Viðey og með um
14 þúsund íbúa. Það er fámennasta
aðildarríki Sameinuðu þjóðanna.
Fyrir höfðu aðeins Rússland, Vene-
súela og Níkaragva viðurkennt
sjálfstæði Abkazíu.
Náru og fimm önnur fátæk smá-
ríki á Kyrrahafi viðurkenna einnig
Taívan sem sjálfstætt ríki þrátt fyr-
ir hörð mótmæli stjórnvalda í Kína.
Rússneska blaðið Kommersant
hafði eftir diplómötum að Náru
hefði farið fram á 50 milljón doll-
ara, liðlega sex milljarða króna, í
aðstoð frá Rússlandi áður en Keke
fór til Abkazíu. kjon@mbl.is
Náru viðurkennir Abkazíu
Blíða Náru er í S-Kyrrahafi.