Morgunblaðið - 16.12.2009, Side 44

Morgunblaðið - 16.12.2009, Side 44
MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 350. DAGUR ÁRSINS 2009 »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana FÓLK Í FRÉTTUM» Heimild: Seðlabanki Íslands DOLLARI STERLINGSPUND KANADADOLLARI DÖNSK KRÓNA NORSK KRÓNA SÆNSK KRÓNA SVISSN. FRANKI JAPANSKT JEN SDR EVRA MEÐALGENGI/VIÐSKIPTAVOG ÞRÖNG 126,25 204,92 118,81 24,647 21,596 17,55 121,29 1,4117 199,41 183,45 Gengisskráning 15. desember 2009 126,55 205,42 119,16 24,719 21,66 17,601 121,63 1,4158 200 183,96 237,2324 MiðKaup Sala 126,85 205,92 119,51 24,791 21,724 17,652 121,97 1,4199 200,59 184,47 Heitast 7°C | Kaldast 1°C  Skýjað að mestu fyr- ir vestan og norðan, en annars víða léttskýjað. NV-strekkingur við NA- og A-ströndina. »10 Janus Bragi Jak- obsson, heimild- armyndagerð- armaður, hefur opnað glænýja vef- síðu. » 36 KVIKMYNDIR» Imbinn er æði KVIKMYNDIR» Golden Globe-tilnefn- ingar kynntar. »38 Bók Helga Björns- sonar, Jöklar á Ís- landi, þykir ótrúlegt þrekvirki og fær fullt hús hjá gagn- rýnanda. »37 BÆKUR» Jöklar á Íslandi TÓNLIST» Leoncie gefur út nýja plötu. Hallelúja! »41 AF FJÖLMIÐLUM» Nýju Lottóauglýsing- arnar eru snilld. »38 Menning VEÐUR» 1. Andlát: Friðjón Þórðarson 2. Selfyssingar ekki lengur í …? 3. Sjö úrskurðir Íslandi í hag 4. Eins og blaut tuska í andlitið  Íslenska krónan veiktist um 0,1% »MEST LESIÐ Á mbl.is  Hann er maður fjölhæfur, Krummi Björg- vinsson, sem jafn- an er kenndur við Mínus. Hann og fé- lagi hans úr sveit- inni Esju, Halldór Björnsson, hafa nú myndað með sér rafpoppsveit sem kallast Legend. Um er að ræða taktfasta sveit í anda Nine Inch Nails, Ultravox, Pet Shop Boys og Human League og segir í tilkynningu að sveitin fari helst ekki undir hundrað slög á mínútu þegar hún komi fram en hægt verður að sjá hana á Jól Jólsson 18. desember. TÓNLIST Krummi stofnar dúett í anda Pet Shop Boys  Þórir Hergeirs- son, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta, fagnaði ótrúlegum 27:24- sigri í gær með liði sínu á heims- meistaramótinu í Kína gegn Spánverjum. Með sigr- inum tryggði ólympíu- og Evrópu- meistaralið Noregs sér sæti í undan- úrslitum en Noregur var sex mörkum undir í hálfleik, 14:8. „Í síðari hálfleik fórum við að brosa og hafa gaman af því að spila handbolta. Sex marka munur er ekki neitt í handbolta,“ sagði Þórir við Aftenposten. HANDBOLTI Þórir í undanúrslit á HM í Kína með norska landsliðið  „Þetta gekk sæmilega. Ég fékk í tvo góða kassa,“ segir Jóhanna Finnbogadóttir sem stóð fyrir smá- kökusöfnun í Vest- mannaeyjum í gær. Kökurnar fara til Fjölskylduhjálp- arinnar í Reykjavík sem úthlutar þeim til fólks fyrir jólin. Jóhanna er öryrki og segir að sér hafi runnið blóðið til skyldunnar. „Samfélagið hér í Eyjum er mjög gott en ef ég byggi í Reykjavík gæti ég alveg eins verið ein af þeim sem þyrftu á hjálp að halda.“ HJÁLPARSTARF Eyjamenn senda smákökur til Fjölskylduhjálparinnar Morgunblaðið/Ómar Örbók Elísabet Jökulsdóttir tekur við fyrsta eintakinu af bók sinni úr hendi Friðriks Friðrikssonar hjá Prentmeti að viðstöddum Zizou og Keano. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÉG held stundum að ég hafi svo mikið utangarðselement í mér að ég vilji standa utan við allt, en svo fann ég að mig langaði að vera með í jólabókaflóðinu og þessari stemn- ingu sem fylgir því að vera með bók fyrir jólin. Því þótt þessi stemning geti verið geggjuð er hún líka ljúf og skemmtileg,“ segir El- ísabet Jökulsdóttir rithöfundur. Hún ákvað með aðeins tíu daga fyrirvara að gefa út bók fyrir jólin. Bókin nefnist Bænahús Ellu Stínu, er í örsmáu broti og inniheldur bænir og þakkargjörðir. „Þetta er erfiðasta verkefnið sem ég hef tek- ist á við. Því þótt þetta sé bara lítil bók er Guð svo óendanlega stór,“ segir Elísabet og tekur fram að auðmýktin hafi verið lykillinn að bænaskrifunum. Að sögn Elísabetar var stór hluti bókarinnar skrifaður sumarið 2008, en lokahönd lagði hún á bókina fyrr í þessum mánuði. Segir hún bænirnar hafa byrjað að flögra í kringum sig líkt og fiðrildi en síðan hafi komið flaumur af bænum. „Fyrst hafði ég ákveðnar efasemdir um það að mér væri heimilt að gefa út bænabók, en þegar ég sá hönnun Jóns Óskars á bókinni sannfærðist ég um að þetta væri í lagi.“ Elísabet mun kynna bókina með lúðrablæstri fyrir utan Melabúðina í dag kl. 17 og selja hana í búðinni fram að jólum milli kl. 17 og 19. Jafnframt mun hún lesa upp úr bókinni í Fornbókabúð Braga Kristjónssonar nk. föstudag kl. 16. Erfiðasta verkefnið til þessa  Ákvað með aðeins tíu daga fyrirvara að taka þátt í jólabókaflóðinu þetta árið  Ætlar að kynna bókina með lúðrablæstri fyrir utan Melabúðina í dag HÚN er mikil og rík, arfleifð rokk- arans Rúnars Júlíussonar, en hann lést sem kunnugt er á síðasta ári. Minningarnar um þennan mikla tónlistarmann lifa góðu lífi í hjarta þeirra sem voru honum nákomnir og þannig hafa synir hans verið eljusamir við að halda nafni hans á loft með margháttaðri starfsemi. Fyrir þessi jól koma út tveir tvö- faldir hljómdiskar sem tengjast Rúnari, annar þeirra inniheldur upptökur frá minningartónleikum sem haldnir voru 2. maí í ár en hinn er safndiskur með listamönnum sem gefið hafa út á vegum Geim- steins, útgáfunnar sem Rúnar stofnsetti fyrir rúmum 33 árum. Þá er komin út ljósmyndabók sem ber heitið Dagur með Rúnari – laug- ardagur 30. ágúst 2008, sem inni- heldur ljósmyndir eftir Þorfinn Sig- urgeirsson af Rúnari á heima- slóðum. | 36 Goðsögn Rúnar Júlíusson. Nafni Rúnars Júlíussonar haldið á loft í tónum og texta ÍSLENSKIR vísindamenn, með Bjarna Jónsson í broddi fylkingar, eiga grein í nýjasta hefti vísinda- tímaritsins Science um rannsóknir sínar á sérstöku afbrigði af hornsíli sem talið er varpa ljósi á þróun hryggdýra. Rannsóknina, sem vakið hefur heimsathygli, vinnur hópurinn í sam- vinnu við læknadeild Stanford-há- skóla í Bandaríkjunum. | 20 Síli varpar ljósi á þróun hryggdýra „Þegar ég kom gangandi heim að húsinu mínu í dag sá ég að það hafði breyst í bænahús, og að það hafði verið bænahús allan tímann, þetta var bara dagurinn sem ég sá það. Og ég fór að hugsa um allt sem ég hef gert í húsinu í tuttugu ár, vaskað upp, sópað gólfin, ryksugað, þvegið gluggana, strokið af dyrakörmum, skipt um sængurfötin, allt þetta eru bænir einsog til að staðfesta líf mitt til dýrðar guði.“ Úr Bænahúsi Ellu Stínu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.