Morgunblaðið - 16.12.2009, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 16.12.2009, Qupperneq 37
Menning 37DÓMAR MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009 Sstórvirki – það er orðið semmér finnst eiga best viðum bókina Jöklar á Ís-landi. Þá á ég fyrst og fremst við þá miklu og víðtæku þekkingu sem dr. Helgi Björnsson jöklafræðingur hefur safnað saman og setur hér fram á auðskilinn hátt. Bókin er einnig stórvirki í sjálfri sér, bæði stór og mikil. Vegna stærðarinnar er bókin ekki beint ákjósanlegur rekkjunautur fyrir þá sem vilja liggja út af við lesturinn. Það er ef til vill helsti gallinn á þessu ágæta verki! Ísland er gjarnan nefnt land elds og ísa. Jöklar og jarðeldar hafa mótað þetta land frá upp- hafi og haft mikil áhrif á mannlíf frá því land byggðist. Virkustu eld- stöðvar lands- ins eru undir jökli og eldgos með tilheyr- andi jökul- hlaupum eru hrikalegar hamfarir. Helgi gerir ít- arlega grein fyrir öllu þessu. Hann útskýrir myndun jökla og mismun- andi gerðir þeirra. Einnig rifjar hann upp heimildir um jökla allt frá upphafi Íslandsbyggðar. Helgi rek- ur söguna af því hvernig þekkingu manna á jöklunum og eðli þeirra fleygði fram í aldanna rás. Þar er margur forvitnilegur fróðleiksmol- inn, t.d. að Íslandskort Guðbrands Þorlákssonar Hólabiskups er það elsta í heiminum sem sýnir jökla. Einnig hve mikill frumkvöðull Sveinn Pálsson var á sviði jökla- fræði þegar á ofanverðri 18. öld. Loftslagsmálin eru nú í brenni- depli. Helgi gerir ítarlega grein fyr- ir ísöldum og hlýskeiðum líku því sem við lifum á. Saga loftslags- breytinga hefur verið lesin úr jökl- um og sjávarseti. Af lestrinum að ráða er líklegt að aftur kólni á jarð- ríki. Saga jöklarannsókna er hér rakin í máli og myndum. Þar eru jökla- rannsóknir á Íslandi skiljanlega í forgrunni. Vísindamenn hafa hér notið liðsinnis áhugasamra leik- manna í Jöklarannsóknafélaginu. Eflaust þykir fleiri lesendum en undirrituðum forvitnilegt að sjá hulunni flett af landinu undir jökl- unum. Ef svo fer sem horfir í hlýn- un loftslags kann það að verða landslagið sem kynslóðir framtíð- arinnar hafa fyrir augunum – ef ekki bregður aftur til kólnunar. Helgi gerir grein fyrir stórum og smáum jöklum í öllum landshlutum og landslaginu undir mörgum þeirra. Hann lýsir tilurð, eðli, stað- háttum og sérkennum jöklanna og rifjar upp ýmsan fróðleik þeim tengdan. Þar er mikinn þjóðlegan fróðleik að finna. Öldum saman voru jöklarnir ekki í alfaraleiðum og sveipaðir dulúð. Þar var talið að útilegumenn byggju í gróðursælum dölum umluktum jöklum. Helgi tínir einnig fram margt forvitnilegt úr frásögnum jöklafara fyrri ára. Þær ferðir voru farnar í ýmsum tilgangi. Hér má t.d. lesa frásagnir jafnólíkra manna og Hannesar Jónssonar landpósts á Núpsstað og Þórbergs Þórðarsonar rithöfundar af viðskiptum þeirra við Skeiðarárhlaup og Skeiðarár- sand. Eldstöðvar er víða að finna undir jöklum. Saga þeirra er einnig rakin. Til dæmis eru hér ítarlegir kaflar um Kötlu undir Mýrdalsjökli og Kötluhlaupin sem fylgt hafa eldgos- unum í gegnum aldirnar. Sömuleið- is um Grímsvötn og aðrar eldstöðv- ar undir Vatnajökli. Glæsilegt myndefnið, ljósmyndir, kort og skýringarmyndir, nýtur sín einkar vel á stórum síðum bókar- innar. Helgi á þar margar ljós- myndir og í þeim birtist hann les- endum sem næmur og snjall myndasmiður. Margar myndanna eru teknar á slóðum utan alfara- leiða og gefa því nýja sýn á landið. Einnig er akkur að mörgum göml- um myndum frá jöklaferðum fyrri tíða. Aftast í bókinni er rakinn annáll jöklarannsókna á Íslandi allt frá landnámsöld og fram á þetta ár. Í viðauka eru ýmsar kennistærðir helstu jökla og annar fróðleikur. Ágrip af efni bókarinnar á ensku er þar einnig að finna sem og tilvís- anaskrá, heimildaskrá og nafna- skrá. Helgi er í fremstu röð vísinda- manna á sínu sviði. Hér tekst hon- um einkar vel að opna undraheim íslensku jöklanna með þeim hætti að óbreyttir lesendur á borð við undirritaðan hafa gaman af og verða stórum fróðari. Þessi bók á mikið erindi til Íslendinga, ekki síst hinna ferðaglöðu. Hún opnar augu allra sem hafa unun af að lesa í landið fyrir undrum náttúruaflanna. Þeir munu líta landið öðrum augum eftir lesturinn. Morgunblaðið/RAX Helgi „[O]pnar augu allra sem hafa unun af að lesa í landið.“ Eftir dr. Helga Björnsson Bókaútgáfan Opna Reykjavík 2009, 479 bls. GUÐNI EINARSSON BÆKUR Sannkallað stórvirki Fræðirit Jöklar á Íslandi bbbbb ÞAÐ á ekki af þeim Gallagherbræðrum að ganga. Síðasta rifrildi bræðranna varð til þess að Noel gekk úr sveitinni – fyrir fullt og fast. Hann hefur svo komið flestum að óvörum með því að neita að grafa stríðsöxina, eins og venja hefur verið. Liam litli lætur hins vegar engan bilbug á sér finna og ætlar að keyra sveitina áfram án Noels og í gær var til- kynnt um nýja breiðskífu, sem á að koma út næsta sumar. „Platan á að koma út í júlí,“ er haft eftir kokhraustum söngvaranum. „Við erum þegar búnir að klára þrjú lög og þau eru algerlega stórkostleg.“ Þeir Andy Bell og Gem Archer, bassa- og gít- arleikari, eru enn í bandinu og þá hafa trymbillinn Chris Sharrock og hljóm- borðsleikarinn Jay Darlington verið ráðnir sem fullgildir meðlimir. Ný Oasisplata næsta sumar Reuters Bræðra- víg Þessi mynd af Oasis er víst orðin ónothæf. 568 8000 – borgarleikhus.is – midasala@borgarleikhus.is Fjölskyldan - ágúst í Osagesýslu (Stóra sviðið) Fös 18/12 kl. 19:00 aukas Sun 3/1 kl. 19:00 Fim 21/1 kl. 19:00 Lau 19/12 kl. 19:00 Fös 8/1 kl. 19:00 Sun 24/1 kl. 19:00 Þri 29/12 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Mið 30/12 kl. 19:00 Sun 17/1 kl. 19:00 Sýningin er þrír þættir, hver 1 klst að lengd. Hlé eftir 1. og 2. þátt. Söngvaseiður (Stóra sviðið) Sun 27/12 kl. 14:00 Sun 3/1 kl. 14:00 Sun 17/1 kl. 14:00 Sun 27/12 kl. 19:00 Sun 10/1 kl. 14:00 Sun 24/1 kl. 14:00 Vinsælasti söngleikur ársins - tryggðu þér miða strax Jesús litli (Litla svið) Fim 17/12 kl. 20:00 8.K Þri 29/12 kl. 19:00 Sun 3/1 kl. 20:00 Lau 19/12 kl. 21:00 9.K Þri 29/12 kl. 21:00 aukas Lau 9/1 kl. 20:00 Sun 20/12 kl. 20:00 aukas Mið 30/12 kl. 19:00 Fimm stjörnu leiksýning. Snarpur sýningartími, sýningum líkur í janúar Harry og Heimir (Litla sviðið) Fös 18/12 kl. 19:00 49.K Fös 15/1 kl. 19:00 Lau 23/1 kl. 22:00 Fös 18/12 kl. 22:00 50.K Lau 16/1 kl. 19:00 Sun 24/1 kl. 20:00 Lau 19/12 kl. 16:00 Lau 16/1 kl. 22:00 Fös 29/1 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 22:00 Sun 17/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 19:00 Mán 28/12 kl. 19:00 Fim 21/1 kl. 20:00 Lau 30/1 kl. 22:00 Fös 8/1 kl. 19:00 Fös 22/1 kl. 20:00 Sun 31/1 kl. 20:00 Fös 8/1 kl. 22:00 Lau 23/1 kl. 19:00 Rautt brennur fyrir (Nýja svið) Þri 29/12 kl. 20:00 síðasta sýn Ekki við hæfi barna. Síðasta sýning 29. des Bláa gullið (Litla svið) Fim 17/12 kl. 10:00 Uppsetning Opið út í samstarfi við Borgarleikhúsið. Djúpið (Litla svið/Nýja svið) Mið 30/12 kl. 21:00 aukas Síðustu sýningar! Sýningartími: 1 klst, ekkert hlé. Jesús litli hringir jólin inn Gjafakort Borgarleikhússins – gjöf sem lifnar við GJAFAKORT ÞJÓÐLEIKHÚSSINS Einstakt tilboð til jóla ÞJÓÐLEIKHÚSI SÍMI: 551 1200 • WWW.LEIKHUSID.IS Brennuvargarnir (Stóra sviðið) Fös 8/1 kl. 20:00 Fim 21/1 kl. 20:00 Fös 15/1 kl. 20:00 Fös 22/1 kl. 20:00 Nýjar sýningar komnar í sölu! Oliver! (Stóra sviðið) Lau 26/12 kl. 20:00 Frums. Sun 3/1 kl. 20:00 6. K Lau 23/1 kl. 15:00 Sun 27/12 kl. 16:00 Aukas. Lau 9/1 kl. 16:00 Aukas. Fös 29/1 kl. 19:00 Sun 27/12 kl. 20:00 2. K Lau 9/1 kl. 20:00 7. K Lau 30/1 kl. 15:00 Þri 29/12 kl. 20:00 3. K Sun 10/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 30/1 kl. 19:00 Mið 30/12 kl. 20:00 4. K Sun 10/1 kl. 20:00 8. K Lau 6/2 kl. 15:00 Lau 2/1 kl. 16:00 Aukas. Fim 14/1 kl. 19:00 Lau 6/2 kl. 19:00 Lau 2/1 kl. 20:00 5. K Lau 16/1 kl. 15:00 Sun 3/1 kl. 16:00 Aukas. Lau 16/1 kl. 19:00 Gjafakort á tilboðsverði til jóla! Sindri silfurfiskur (Kúlan) Sun 27/12 kl. 15:00 Þri 29/12 kl. 15:00 Mið 30/12 kl. 15:00 Miðaverð aðeins 1500 kr. Leitin að jólunum (Þjóðleikhúsið) Mið 16/12 kl. 17:00 Aukas. Lau 19/12 kl. 13:00 Sun 20/12 kl. 13:00 Fim 17/12 kl. 17:00 Aukas. Lau 19/12 kl. 14:30 Sun 20/12 kl. 14:30 Lau 19/12 kl. 11:00 Sun 20/12 kl. 11:00 Aukasýningar komnar í sölu! Ókyrrð (Kassinn) Þri 29/12 kl. 20:00 Mið 30/12 kl. 20:00 Gestaleikur - aðeins þessar tvær sýningar! Ð Leikfélag Akureyrar Miðasölusími: 4 600 200, netfang: midasala@leikfelag.is Lykillinn að jólunum (Rýmið) Lau 19/12 kl. 11:00 Lau 19/12 kl. 13:00 Lau 19/12 kl. 15:00 Síðustu sýningar 39 þrep (Samkomuhúsið) Fim 7/1 kl. 20:00 fors. Lau 16/1 kl. 19:00 6. k. Sun 24/1 kl. 20:00 11. k. Fös 8/1 kl. 20:00 frums. Sun 17/1 kl. 20:00 7. k. Fös 29/1 kl. 19:00 Lau 9/1 kl. 19:00 2. k Fim 21/1 kl. 20:00 8.k. Lau 30/1 kl. 19:00 Sun 10/1 kl. 20:00 3.k. Fös 22/1 kl. 19:00 9.k. Lau 30/1 kl. 22:00 Aukas Fim 14/1 kl. 20:00 4. k. Lau 23/1 kl. 19:00 10. k. Fös 5/2 kl. 19:00 Fös 15/1 kl. 19:00 5. k. Lau 23/1 kl. 22:00 Aukas Lau 6/2 kl. 19:00 Forsala er hafin

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.