Morgunblaðið - 16.12.2009, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009
ÁSDÍS RÁN og Jóhanna Sigurðar-
dóttir á Facebook eru meðal umfjöll-
unarefna Helga Jeans Claessen í nýju
rapplagi hans Flottastur-@feisbúkk.
Helgi gaf nýlega út bókina Flott-
astur@feisbúkk ásamt Sölva
Tryggvasyni sem fjallar um hvernig
fólk kýs að lifa lífinu á samskipta-
vefnum Facebook.
– Er þetta í fyrsta skipti sem þú
rappar?
„Sástu ekki Ice Ice Iceland?“ spyr
Helgi hneykslaður á móti.
– Nei, reyndar ekki.
„Ertu ekki að grínast? Ég gerði
það í snemma í sumar, það er hægt
að sjá það líka á youtube.com.“
Helgi samdi textann í nýja laginu
en fékk Snorra Snorrason, fyrrver-
andi Idol-stjörnu, til að semja lagið.
Textinn lýsir meðal annars þeirri til-
finningaflækju og vanlíðan sem
Facebook-notandinn gengur í gegn-
um þegar hann uppfærir stöðuna en
fær engin viðbrögð annarra notenda.
– Ertu að lýsa þínum tifinningum í
textanum? „Já, þetta er harmsaga
ævi minnar. Nei nei, þetta er ábyggi-
lega tilfinning sem margir kannast
við, þegar þú setur eitthvað inn og
enginn svarar. Það er svo óþægileg
þögn. Þá kemur í ljós að fólk er í
raun að biðja um eitthvað meira en
að láta aðra vita, það þarf að fá við-
brögð frá fólki,“ segir rapparinn og
rithöfundurinn.
„Svo persónugeri ég þetta meira í
lok lagsins, er með smáskot á fræga
fólkið. Set pólitíkusana í samhengi
við þetta samfélag. Það er nefnilega
svo skrýtið við facebook að það eru
allir þarna og enginn betri en annar,
einkalíf fólks hefur minnkað, allir
eru jafnir. Það á enginn eitthvað
flottari facebooksíðu en annar.
Kannski fleiri vini en sá næsti, það er
eiginlega það eina, en annars er eng-
in aðgreining.“
Lagið fer væntanlega í spilun í út-
varpi á næstunni, en annars er hægt
að hlusta á það og sjá myndbandið á
YouTube.com. kristrun@mbl.is
Helgi Fer hamförum í myndbandinu við lagið Flottastur á Facebook.
Flottastur á youtube
– meira fyrir áskrifendur
Fáðu þér áskrift á
mbl.is/askriftPöntunartími auglýsinga er fyrir klukkan 16.00
föstudaginn 18. desember 2009.
Nánari upplýsingar veitir Katrín Theódórsdóttir
í síma 569 1105, kata@mbl.is
Í þessu blaði verða kynntir fullt af þeim mögu-
leikum sem í boði eru fyrir þá sem stefna á
heilsuátak og bættan lífstíl í byrjun ársins 2010.
Heilsa og
lífsstíll
Morgunblaðið gefur út
glæsilegt sérblað um
heilsu og lífstíl mánudaginn
4. janúar 2010.
Meðal efnis verður:
Hreyfing og líkamsrækt.
Hvað þarf að hafa í ræktina.
Vinsælar æfingar.
Heilsusamlegar uppskriftir.
Andleg vellíðan.
Bætt heilsa.
Ráð næringarráðgjafa.
Umfjöllun um fitness.
Jurtir og heilsa.
Hollir safar.
Ný og spennandi námskeið
á líkamsræktarstöðvum.
Skaðsemi reykinga.
Ásamt fullt af
fróðleiksmolum og
spennandi viðtölum.
INDVERSKA prinsessan Leoncie hefur sent frá
sér nýja plötu, Wild American Sheriff. Platan er
sú sjötta sem Leoncie gefur út og verður seld í
verslun 12 Tóna við Skólavörðustíg.
Leoncie hefur látið lítið fyrir sér fara síðan hún
flutti af landi brott ásamt eiginmanni sínum árið
2004. Að undanförnu hafa þau verið búsett í Bret-
landi þar sem Leoncie vinnur að tónlist sinni.
Uppskera undanfarinna missera er nú komin á
plast. Öll lög og textar eru eftir söngkonuna sjálfa
auk þess sem hún sér um hljóðfæraleik, upp-
tökustjórn og hönnun umslags.
Samkvæmt því sem kemur fram um Leoncie á
Wikipedia er hún fædd í Góahéraði á Indlandi.
Hún hefur búið í Kanada og í Kópavogi og Sand-
gerði á Íslandi. Leoncie er kaþólsk og segist fá
innblástur við bænir. Meðal hennar vinsælustu
laga má nefna „Ást á pöbbnum“, „Ástina“ og
„Wrestler“.
Ný plata frá Leoncie
Eðalborin Leoncie er hress.
Morgunblaðið/Svavar Knútur