Morgunblaðið - 16.12.2009, Side 28

Morgunblaðið - 16.12.2009, Side 28
28 Minningar MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009 ✝ Pétur HafliðiÓlafsson, fæddist í Stykkishólmi 10.febr- úar 1920. Hann lést á líknardeild Landspít- ala Landakoti laug- ardaginn 5. des. sl. Hann var sonur hjónanna Ólínu J. Pét- ursdóttur, f. í Svefn- eyjum 1887, d. 1979 og Ólafs J.Jónasson- ar, Innra-Leiti, Skóg- arstrandarhreppi, f. 1887, d. 1929. Pétur var einn af þrettán börnum þeirra hjóna. Fjölskyldan fluttist 1923 til Reykjavíkur. Pétur kvæntist Jóhönnu Guðrúnu Davíðsdóttur frá Patreksfirði, f. 3.9. 1920, d. 4.1. 2003. Foreldrar hennar voru Davíð Friðlaugsson, f. í Skápa- dal, Rauðasandi 1885, d. 1934 og Sesselja G. Sveinsdóttir, f. 1892, d. 1985. Pétur og Jóhanna eignuðust 6 börn. 1) Davíð, f. 14.9. 1940, d. 24.12. 1973. Davíð eignaðist tvo syni, þá Guðmund, f. 1961, hann á 5 börn Margréti Hrefnu, Petru Guðný, Davíð, Agnar Guðna og Tindru og 3 barnabörn og Sigurð, f. 1965, hann á tvo syni, Pétur Hafliða og Davíð. Einnig átti Davíð eina 1973, hans kona er Unnur Anna Valdimarsdóttir, þau eiga eina dótt- ur, Lilju Hugrúnu. Íris Dögg, f. 1982, hún á eina dóttur Hafrúnu Emblu. 5) Pétur, f. 28.2. 1953, kvæntur Önnu S. Einarsdóttur, þau eiga þau Ásdísi, f. 1973, hennar maður er Jóhann Þórarinsson, þau eiga þrjár dætur, Fanney Lind, Laufey Birna og Lovísa Anna. Dag- mar, f. 1980, hennar maður er Gunnar Egill Egilsson, þau eiga tvö börn, Andreu Dís og Aron Darra. 6) Ólína Björk, f. 13.12. 1956, hún á þrjá syni, Hafliða Þór, f. 1986, hann á einn son Daníel, Davíð Ágúst, f. 1989 og Ólaf Alex, f. 1991. Pétur hóf sjómennsku 15 ára gamall fyrir alvöru. Árið 1942 fór hann með skipalest PQ13 sem sigldi frá Íslandi til Murmansk í Rúss- landi. Síðar varð hann farmaður hjá Eimskipafélagi Íslands til margra ára. Pétur kenndi í verklegri sjó- vinnu á vegum Æskulýðusráðs Reykjavíkur. Björgunarskipið Sæ- björg, má segja að hafi verið fyrsta skólaskip Íslendinga. Einnig starf- aði hann sem fiskmatsmaður fyrir Ríkismat sjávarafurða. Pétur koma að stofnun Félags eldri borgara í Reykjavík. Pétur verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju í dag, miðvikudag- inn 16. desember og hefst athöfnin kl. 15. Meira: mbl.is/minningar fósturdóttur, Helgu Magnúsdóttur. 2) Hrefna Sesselja, f. 2.10. 1943. Hennar börn eru: Hafþór, f. 14.11. 1961, d. 22.6. 2007, hann á einn son og tvær dætur, þau eru Kristján, Tinna María og Alexandra. Jóhanna Ágústa, f. 1965, hennar maður er Jóhann Tómasson, þau eiga fjögur börn, Huldu Hönnu, Andreu Rán, Telmu Lind og Viktor Gauta. Ásdís, f. 1967, hún á þrjá syni Eið Aron, Theodór og Martein. Erla, f. 1979. 3) Hafliði, f. 22.6. 1945, d. 2.12.1982, hann eign- aðist tvær dætur með konu sinni Vigdísi Sigurðardóttur. Jónína Sig- ríður, f. 1967 , hennar maður er Friðrik Ágústsson Kaldal, dóttir þeirra Eva Kaldal. Berglind, f. 1975, hennar maður er Einar Geir Jóns- son, synir þeirra eru Jón Karl og Einar Geir. 4) Hugrún, f. 29.10. 1950, gift Marteini Eli Geirssyni, þau eiga þrjú börn: Margrét, f. 1971, hennar maður Brynjólfur Hilmarsson, þau eiga 2 börn, Rakel og Martein Elí. Pétur Hafliði, f. Hann pabbi minn er látinn eftir erfið veikindi. Sjómennskan var hans ævistarf, og þess vegna var hann mikið í burtu frá fjölskyldu sinni, en við vorum 6 systkinin, 2 bræður farnir, mamma okkar lést 2003. Eftir eru 3 systur og 1 bróðir. Minnisstæð er mér Þorláksmessa 1955, en þá var skipið, sem hann var á, sent úr höfn á miðnætti, og jólin framundan. Þessi ferð varð ein sú lengsta sem hann var í burtu, en skipið fraus inni til vors í höfn í Finn- landi, því mikill frostavetur var þar þetta árið. En við héldum okkar jól með honum þegar hann kom heim, þó kominn væri apríl. Ég var til sjós með honum í u.þ.b. eitt ár, þá uppgötvaði ég að hann var alltaf sjóveikur fyrstu dagana á sigl- ingu, mikið var ég undrandi. Aldrei sagði hann frá þessu. Þegar ég var barn, og vissi að hann var að koma í land, var erfitt að vera í skólanum. En ég var fljót að hlaupa heim úr skólanum þegar honum lauk, og um leið og ég opnaði útidyrnar, vissi ég að hann var kominn, því mild vindla- lykt barst á móti mér. En pabbi fékk sér stundum vindil á þessum árum. Hann var einn af stofnendum Fé- lags eldri borgara, og skipulagði ferðalög, bæði innanlands og til út- landa. En hann elskaði að gera sem mest fyrir „stelpurnar“ og „strák- ana“, eins og hann kallaði þennan hóp. Og hann stjórnaði dansleikjum í sal Eldri borgara í 21 ár. Hætti 2009. Við systur fórum vestur á firði sl. sumar, og buðum honum með. Það endaði þó með því að hann fór á öðr- um bíl, því hann var með kvikmynda- tökumann, Örn, og bílstjóra, Hilmar. En hann átti, að sögn, erindi vestur á Keflavíkurbjarg, við fengum að vita seinna hvert erindið var. Þessi ferð var öll tekin á kvikmynd. Pabbi var svo tæknivæddur, þegar okkur syst- ur vantaði t.d. minniskubba í mynda- vélar þá átti hann þá, fyrirhyggju- semin hjá honum var einstök, búinn að fara á tölvunámskeið, það munaði öllu sagði hann. Síðustu árin hefur hann verið að safna að sér gögnum um skipalestir, sem sendar voru frá Íslandi, til að sigla til Murmansk Í Rússlandi. En hann var skipsmaður um borð í einu skipanna, en það hét Ballak. Skipa- lestin sem hann var í bar einkenn- isstafina PQ-13. Hann var aðalhvatamaður að ráð- stefnu sem haldin var í Reykjavík 2008. Ráðstefnan var um skipalestir bandamanna til Rússlands. Hann hefur verið sæmdur þremur heiðurs- orðum af Rússum , m.a. rússnesku ríkisorðunni. Hann á heilt safn af kvikmynduðum atburðum v/ stríðs- ins, og af ráðstefnunni og öðrum at- burðum er lúta að þessum atburðum, bæði gamalt og nýtt. Hann pabbi var ekki alveg hættur, þó veikindin héldu í við getuna til framkvæmda. Þá kallaði hann í ættingja eða vini til að bæta við, ef hann taldi sig hafa gleymt einhverju, alltaf að bæta við. En hann hafði mjög gott minni. Hann var mjög söngelskur. Þau sungu oft saman foreldrar mínir og við systkinin tókum undir, það var oft glatt á hjalla í þá daga. Elsku pabbi minn, nú er þínum lífsdansi lokið. Þín er sárt saknað. Ég efa ekki, að tekið hefur verið vel á móti þér við brottför þína héð- an. Hvíl í friði. Þín dóttir, Hrefna Pétursdóttir. Móðurfólk mitt er ættað úr Breiðafirðinum, eyjum og umhverfi. Þetta er stór og fjölmenn ætt og amma mín, Ólína Pétursdóttir átti 13 börn. Pétur H.Ólafsson móðurbróðir minn var elsti sonur hennar og 9 ára gamall þegar faðir hans lést 1929 frá barnahópnum og eitt á leiðinni. Hann þurfti því að vera til gagns og afla matar eins og aðrir og sérstak- lega sem elsti karlmaður heimilisins. Það mótaði líf hans frá upphafi sam- ábyrgð við að „skaffa“. Hann lærði því fljótt að treysta á mátt sinn og megin. Hann vildi lifa lífinu lifandi. Lífsandinn og lífsáhuginn var ótæm- andi það voru alltaf verkefni sem þurfti að vinna og skila. Auðvitað gat enginn gert það betur en hann. Mót- vindur lífsins lét hann ekki í friði frekar en aðra en sorgina bar hann í hljóði og lífið liðaðist alltaf áfram. Hann lifði að mínu mati seinustu ára- tugina sem mikill lífslistamaður. Ábyrgðarstörf hlóðust á hann, m.a. stjórnunarstörf, dans, kórastarf og ferðalög eldri borgara heima og er- lendis. Hann varð glæsilegur fulltrúi íslenskra farmanna frá stríðsárum og orðum prýddur frá rússneskum stjórnvöldum og sigldi m.a. með rússneska flotanum í heiðursskyni. Ég held að rússarnir hafi fundið í honum alþýðuhetju sem þeir kunnu vel að meta. Þess á milli sé ég hann og fleira frændfólk borða selkjöt, lúðuhausa og annað góðgæti sem gaf lífinu líka sérstakt gildi. Hann og móðurbræður mínir, Gísli sem er látinn, Jónas og Skafti, voru mér ákaflega minnistæðir. Af þeim stafaði ævintýraljómi athafna, sjálfsbjargar og dugnaðar. Skemmtilegt var sem barn að hlusta á alþekkingu þeirra á öllum málefn- um þar voru engin vandamál, heldur bara lausnir sem maður yrði auðvit- að að leysa sjálfur. Sterk rökræða þeirra yfir kaffibollunum gaf okkur börnunum grunn af réttlætiskennd sem þeim var sterkt í blóð borið og þoldu engum órétt. Sannir íslending- ar sem vildu lifa sínu lífi í friði og sanngirni. Ég votta börnum hans mökum og afkomendum samúð mína við fráfall hans. Við söknum hans öll en vitum að hann vildi að lífið héldi áfram. Far í friði frændi og þökk fyrir samfylgdina. Atli. Fallinn er góður vinur minn Pétur H. Ólafsson sjómaður og mikill bar- áttumaður fyrir réttlætinu. Pétur var einn af brautryðendum að verk- legri sjóvinnukennslu fyrir sjómenn ásamt mági sínum Herði Þorsteins- syni. Þeirra takmark var að sjómenn gætu bjargað sér við almenna sjó- vinnu, sem er á undanhaldi í dag. Pétur hélt ótrauður áfram í sinni baráttu, gekk á milli ráðherra. Einn af þeim var Lúðvík Jósepsson sem gekk í það að afla fé til starfsins. Hans draumur var að þetta yrði gert að valgreinum í skólum landsins. Ekki var setið auðum höndum eftir að fé fékkst til starfsins, þá var hald- ið á fund menntamálaráðherra sem var Vilhjálmur Hjálmarsson sem tók undir með Pétri að þörf væri á að taka verklega sjóvinnu inn sem val- grein í gagnfræðiskólum landsins ár- ið 1977. Þegar Pétur hætti þessu starfi voru 1.500 börn í námi í verk- legri sjóvinnu og eftir hann liggur fjöldi greinagerða um þessi mál. Pét- ur var sannkallaður leiðtogi sem lét engan bregða fyrir sig fæti, þegar hann sá að brotið var á sínu fólki gerði hann strax athugasemdir. Það skipti ekki máli hver maðurinn var eða hvaða stöðu hann gegndi. Hann var harður í horn að taka þegar hon- um fannst vegið að sér með óréttum hætti, þá var minn maður ekki lengi að svara fyrir sig svo undir tók í öllu. Pétur var kosinn í samninganefnd Sjómannafélags Reykjavíkur árið 1968. Mikil átök fylgdu í kjölfarið þegar hann tók þátt í kjarabaráttu farmanna vegna þess að félagar hans bjuggu við laun sem voru ekki sam- boðin neinum. Kjaradeilan varð til þess að árið 1971 bauð Pétur sig fram sem formannsefni B-lista starf- andi sjómanna Sjómannafélags Reykjavíkur, tilgangur var að hrista vel upp í verkalýðshreyfingunni. Pétri bættist mikill liðsauki manna sem fylgdu honum að máli og varð til þess að vinnutími og laun urðu betri en þau voru áður. Það var hinn 21. júlí 1971 sem við Pétur sigldum sam- an í fyrsta skiptið á m/s Dettifossi, sem var nýlegt skip í flota Eimskipa- félagsins og þótti hið glæsilegasta fley. Þar ræddum við mál sem hon- um voru hugleikin. Þegar skipið hafði lagt að bryggju í Felixstowe sem er höfn á Englandi og landgang- inum hafði verið komið fyrir á bryggjunni birtust verkamenn sem hófu að losa skipið. Allt í einu sneri sér að Pétri einn verkamaðurinn og spurði hvað heitir þessi nýi háseti hjá ykkur? Pétur svaraði um hæl og sagði, „kallið hann Cocomo“. Næstu ferð á eftir, þá var Pétur í fríi, birtist allt í einu sami maður og segir, „Góð- an daginn Cocomo“. Ég sagði við hann að ég héti ekki Cocomo, en nafnið væri Jói. Hann var ekki lengi að snúa þessu við og segja með til- finningu, „Joe from Cocomo“. Við það sat og vinur minn Pétur hafði mikið gaman af þessum verkum sín- um, að ganga í störf prestsins og endurskíra félaga sinn. Nafnið hefur síðan fylgt mér sem gælunafn. Það var sama hvar maður hitti Pétur á förnum vegi, alltaf var hann glaður og hress, ekki vantaði frá- sagnarhæfileika hans því hann var snillingur að segja frá og koma því til skila. Þín er sárt saknað, kæri vinur Jóhann Páll Símonarson, sjómaður. Þegar maður hefur notið hádeg- ismatar og samræðna með vini sín- um um nokkurra ára skeið, finnst manni að þannig muni það alltaf verða. Við Pétur kynntumst ekki fyrr en í Félagsmiðstöðinni Vitatorgi þar sem við deildum borði með góð- um félögum. Oft beið Pétur fyrir há- degið eftir að ég kæmi svo við gætum farið saman niður í salinn. Þá ók hann hjólastólnum mínum um þrönga stigu að borðinu okkar. Ein- hvern veginn fannst mér að Pétur mundi verða hundrað ára. Alltaf hress og tilbúinn að ræða málin, enda ótæmandi fróðleiksbrunnur. Margþætt og á stríðsárunum hrika- leg lífsreynsla þessa aldna öðlings, styrkti hann, öndvert við marga. Kornungur byrjaði hann að vinna og lét kaup sitt allt, renna til móður sinnar sem var ekkja og barðist við að halda börnum sínum. Í kvæði Davíðs segir um forn- hetju: „Hann var logi, aðrir reykur“. Þannig kom Pétur mér fyrir sjónir. Hann var nefnilega sannkölluð hetja. Barátta hans fyrir sjómenn, já fyrir landsmenn alla sannar það. Hann bætti lífskjör sjómanna og varði þjóðina fyrir svikulum fiskútflytj- endum. Heiðarleiki hans og réttlæt- iskennd, var mörgum svikahröppum torskilin. Sem fiskimatsmaður, feldi hann alla skreið sem ekki var í lagi. Útflytjendur reyndu að múta hon- um, en dugði það ekki, hótuðu þeir öllu illu og sökuðu um að skaða þjóð- ina. Þá var hann kallaður á fund sjáv- arútvegsráðherra og krafinn svara. Hann sannaði á eftirminnilegan hátt að hann hafði rétt fyrir sér. Skreiðin var möðkuð og síldin í tunnunum með margvíslegum aðskotahlutum. Hann upplýsti þjóðina um stórfellt og skaðleg útflutningssvik. Það þurfti meira en lítinn kjark til að berjast við þá valdamiklu þursa sem réðu útflutningi þjóðarinnar og svif- ust einskis til að græða á kostnað hennar. Í fiskmatinu vann hann þjóð sinni stórkostlegt gagn, sem aldrei hefur verið þakkað sem skyldi. Lítilsigldir hafa hlotið orður úr hendi forseta lýðveldisins. Ekki Pét- ur. Rússar hafa hinsvegar marg- verðlaunað hann. Þegar aldurinn færðist yfir Pétur hóf hann að sinna öldruðum og tók þátt í stofnun félags eldri borgara, byrjaði fyrstur manna með kór þeirra og stóð fyrir mörgum ferðum sem fararstjóri. Minni Péturs var með ólíkindum gott og frásagnargleðin eftir því. Við borðið okkar í Félagsmiðstöðinni við Vitatorg, horfði eldhuginn hvössum augum á okkur félaga sína, um leið og hann fræddi okkur um liðna tíma. Það er ógleymanlegt. Eitt sinn kom níræður borðfélagi okkar með mar- bletti í andliti eftir byltu. Þegar ég vissi að allt sást sem að var, varð mér að orði. „Runólfur, þetta setur mik- inn svip á þig“. Hann var fljótur að átta sig og spurði „Finnst þér það virkilega“.Þá sagði Pétur: „Runólf- ur, en þú færð falleinkunn“. Þegar slíkur fullhugi sem Pétur er fallinn í valinn, þá er skarð fyrir skildi. Ég sakna þessa góða vinar og sendi fjölskyldu hans innilegar sam- úðarkveðjur. Albert Jensen. „Við höfðum ekkert vit á stríði,“ sagði einhver í hópnum. Meira en hálf öld liðin. Andlitin sæbarin og sálirnar markaðar reynslunni af hildarleiknum hryllilega sem fáir ef nokkrir Íslendingar skildu af eigin raun, nema þeir. Komnir saman und- ir forystu Péturs H. Ólafssonar til að tala við þrítugan pilt með kvik- myndavél, doktorspróf í sagnfræði og ómælda samlíðan og vilja til að miðla sögu hvers og eins í hópnum. Einar Heimisson hafði auglýst í dag- blöðum gerð sjónvarpsmyndar um íslenska sjómenn í síðari heimsstyrj- öld, verið bent á Pétur og fyrr en varði voru þeir tveir farnir að geys- ast um bæinn á drossíu öldungsins, íslensku stríðshetjanna á milli. Sum- ir höfðu aldrei áður talað upphátt eða við nokkurn mann um skothríðina, þorstann á litlum fleka dögum sam- an á opnu úthafi, aflimaða deyjandi félaga, óttann við þýsku kafbátana né lífið eða ólífið í höfn í Englandi – aðrir fóru með þaulunnar sögur. Ólíkir menn jafnt þá sem í æsku. Á stuttri en mikilvægri samleið ár- ið 1998 sá ég í verki sérgáfu Péturs sem hann svo greinilega kunni að nýta til að bæta og fegra mannlífið. Forystueiginleikar hans voru hertir í eldi og urðu að því er mér sýndist áreynslulaus og smitandi lífsgleði sem dreif aðra með og lyfti móral. Áhrifamaður í bestu merkingu hinn- ar glöðu forystu sem tekur utanum fólk. Heimildarkvikmyndin „Við höfð- um ekkert vit á stríði,“ var frumsýnd fyrir fullum sal í Laugarásbíói vorið 1998 og sýnd í Sjónvarpinu nokkrum dögum síðar. Seinna það sólríka sumar, þegar Einar bróðir minn var allur, óbærilega ungur, báðum við fjölskyldan Pétur að vera í hópi þeirra sem báru kistuna. Hann sýndi honum sem við höfðum misst ein- læga virðingu og okkur styrkjandi samúð þann dag. Stærri ríki en Ísland standa í ómældri þakkarskuld við íslensku sjómennina sem tryggðu stríðandi þjóðum mataröryggi sem ella hefðu einangrast og soltið. Ríkisstjórn Bretlands gaf út skýrslu eftir lok stríðsins þar sem fiskflutningum frá Íslandi var þakkað að tekist hefði að fæða bresku þjóðina. Rússland veitti Pétri sjálfum heiðursorður og hefur fram á síðustu ár lagt ríka áherslu á að halda á lofti minningunni um dirfsku og fórnir íslensku sjómann- anna. Það myndi styrkja Ísland að þekkja betur þessa sögu. Nú þegar sú frétt barst að Pétur væri fallinn frá fannst mér landið fábrotnara og samfélagið snauðara. Ég votta minn- ingu hans djúpa virðingu mína og fjölskyldu hans samhug. Kristrún Heimisdóttir. Pétur Hafliði Ólafsson  Fleiri minningargreinar um Pétur Hafliða Ólafsson bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist val- kosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein ber- ist áður en skilafrestur rennur út. Greinar, sem berast eftir að útför hefur farið fram, eftir tiltekinn skila- frests eða ef útförin hefur verið gerð í kyrrþey, eru birtar á vefnum, www.mbl.is/minningar. Æviágrip með þeim greinum verður birt í blaðinu og vísað í greinar á vefnum. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Engin lengdar- mörk eru á greinum sem birtast á vefnum. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.