Morgunblaðið - 16.12.2009, Side 15
Fréttir 15INNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
ALLS hafa 3.089 óskað eftir aðstoð á
vegum Hjálparstarfs kirkjunnar,
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur
og Reykjavíkurdeildar Rauða kross-
ins fyrir jólin. Samkvæmt upplýs-
ingum frá fyrrgreindum aðilum má
reikna með að allt að fimm hundruð
umsóknir eigi enn eftir að berast. Til
samanburðar má nefna að alls voru
afgreiddar 2.546 umsóknir um aðstoð
fyrir jólin í fyrra. Nýskráningum
fjölgar mikið milli ára, þær voru 260
fyrir jólin í fyrra en eru í ár 806.
Fyrsta sameiginlega úthlutun fór
fram í gær og verður framhaldið dag-
lega alla virka daga til þriðjudagsins
22. desember.
Tæplega 80% þeirra sem þurfa á
aðstoð að halda fyrir jólin búa á höf-
uðborgarsvæðinu, næstflestir eða
12% á Suðurlandi. Sé rýnt í aldurs-
dreifingu þeirra sem þurfa að leita
sér aðstoðar má sjá að flestir eru á
aldrinum 20-59 ára. Á fjórða tug
hjálparbeiðna hefur borist frá ein-
staklingum sem eru yngri en 19 ára.
Allir geta lagt lið
Hjá Ásgerði Jónu Flosadóttur,
framkvæmdastjóra Fjölskylduhjálp-
ar Íslands, fengust þær upplýsingar
að um 460 fjölskyldur hefðu óskað
eftir mataraðstoð sl. miðvikudag og
bjóst hún við að um 500 fjölskyldur
myndu þiggja úthlutun á mat í dag.
Síðasta úthlutun Fjölskylduhjálp-
arinnar fyrir jól fer fram í Eskihlið
2-4 mánudaginn 21. desember milli
kl. 15 og 18. Tekur hún fram að fólk
þurfi ekki að sækja sérstaklega um
jólaaðstoðina heldur nægi að mæta.
Hjálparsamtök hafa auglýst eftir
styrkjum til þess að geta sinnt hlut-
verki sínu sem skyldi fyrir jólin. Að-
spurð segir Ásgerður viðbrögð hafa
verið einstaklega góð bæði frá ein-
staklingum og fyrirtækjum. Hún
bendir á að nú geti allir á auðveldan
hátt lagt Fjölskylduhjálpinni lið með
því að senda ein smáskilaboð með
textanum „FIH“ í símanúmerið 1900
og skrá sig á styrktarlista. Þeir sem
þar eru skráðir fá eitt sms á mánuði
sem kostar viðtakandann 100 kr. er
bætast við símreikning viðkomandi
mánaðarlega. Vilji fólk afskrá sig af
af listanum sendir það skilaboð með
textanum „FHI STOP“ í 1900. „Þetta
er lítill kostnaður fyrir hvern og einn,
en safnast þegar saman kemur.“
Fyrsta jólaúthlutunin
Rúmlega 3.000 manns sækja um sameiginlega úthlutun
fyrir jólin Fjölskylduhjálpin aðstoðar 1.500 fjölskyldur
Morgunblaðið/Ómar
Undirbúningur Nóg var að gera hjá sjálfboðaliðum þegar fyrsta sameiginlega úthlutun Hjálparstarfs kirkjunnar,
Mæðrastyrksnefndar Reykjavíkur og Reykjavíkurdeildar Rauða krossins fyrir jólin fór fram í gær.
Morgunblaðið/Ómar
Matarbirgðir Mörg hundruð kíló af mat verða gefin í aðdraganda jóla.
Uppgefin framfærsla
Framfærsla sem fólk gefur upp
þegar það óskar aðstoðar
Veikindadagpen. 1% Fæðingarorlof 2%
Annað4%
Atvinna 15%
Örorkubætur45%
Atvinnuleysis-
bætur 22%
Félags-
þjónustan 8%
Ellilífeyrir 3%
Á morgun
Fjárveiting til háskólanna sjö
lækkar um 1.343 milljónir
króna og því þarf að hagræða
þar eins og annars staðar í
skólakerfinu.
Rúmlega 1.200 nemendur eru í
Verkmenntaskólanum á Akureyri.
Að auki stunda um 700 nemendur
nám í fjarnámsdeild skólans, en þar
verður að fækka um 300 til 400 nem-
endur vegna niðurskurðar mennta-
málaráðuneytisins.
Sigríður Huld Jónsdóttir, aðstoð-
arskólameistari VMA, segir að
framlag ríkisins til skólans breytist
lítið í krónum talið á milli ára, en
skólanum sé gert að fækka nem-
endaígildum (eitt nemendaígildi
jafngildir 17,5 námseiningum). Hún
segir að í fjarnámi hafi verið um 120
nemendaígildi en þau fari niður í 80
til 90 á næstu önn. Meiri nið-
urskurður myndi hreinlega drepa
fjarnámið. Auk þess þurfi að hafna
um 100 manns inn í dagskólann á
næstu önn. „Svigrúmið til þess að
taka inn nýja nemendur um áramót
er mjög lítið,“ segir hún og bætir við
að nemendum hafi fjölgað á hverju
ári undanfarin ár.
Uppsagnir ekki sjáanlegar
Færri nemendur þýða minna
kennslumagn. Kennslan í fjarnám-
inu hefur í flestum tilfellum verið
aukavinna kennara við VMA eða
aðra skóla og yfirvinna þeirra
minnkar því við breytingarnar, að
sögn Sigríðar Huldar. Uppsagnir
séu hins vegar ekki sjáanlegar.
Vegna verknámsins þarf VMA
meira rými og segir Sigríður Huld
að skólinn njóti aukins rýmis í fyrsta
sinn í sambandi við húsaleigubæt-
urnar. Auk þess hafi skólinn fengið
leiðréttingu vegna starfsbrautar
fyrir fatlaða nemendur og verið sé
að byggja við skólann fyrir brautina.
Samkvæmt fjárlögum eru öll bún-
aðarkaup dregin saman um 50%.
Sigríður Huld segir það sérlega erf-
itt fyrir verknámsskóla, sem þarf að
geta boðið nemendum upp á það
sem er að gerast hverju sinni.
Sparnaður í tölvukaupum hjálpi þó
upp á stöðuna.
Sigríður Huld segir að þegar
horft sé á atvinnuleysistölur og það
sem búi að baki þeim megi sjá að
unga fólkið sé án atvinnu, ómennt-
aða fólkið fái ekki vinnu og þegar
þetta fólk banki á dyrnar neyðist
skólinn til að segja nei. „Það er það
skelfilegasta við þetta,“ segir hún.
Hún bendir á að VMA hafi að jafnaði
verið með um 10 nemendur frá
Starfsendurhæfingu Norðurlands
og þeir hafi staðið sig vel en nú sé
skorið á þessa uppbyggingu. Þarna
sé um eldri nemendur að ræða,
flesta á aldrinum 25 til 35 ára, sem
hafi fengið stuðning og styrk til þess
að stunda nám við VMA, en nem-
endur yngri en 18 ára hafi forgang
samkvæmt lögum. „Það er mjög
vont að þurfa að segja nei við þetta
fólk,“ segir hún.
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Verkmenntaskólinn verður
að neita atvinnulausum
Námið dregst
„Verði sumarfjarnámið lagt niður
frestar það háskólanámi mínu,“
segir Hanna Margrét Úlfsdóttir,
sem býr á Þórshöfn á Langanesi og
er á sinni fimmtu önn í fjarnámi í
Fjölbrautaskólanum við Ármúla.
Hanna Margrét er í lausu lofti í
fjarnáminu. Hún hafði hugsað sér
að taka einn eða tvo áfanga eftir
áramót og ljúka síðan stúdentspróf-
inu í sumar. „Ég verð sennilega
eitthvað lengur að ljúka náminu,
gangi niðurskurðurinn eftir,“ segir
Hanna Margrét, sem starfar sem
leiðbeinandi í grunnskólanum á
Þórshöfn.
holar@simnet.is
holabok.is
Milli mjalta og messu
Fríkirkjupresturinn hefur
umburðarlyndi að leiðarljósi,
ung kona er strútabóndi í
Suður-Afríku, einn af 24 bestu
ljósmyndurum veraldar
bregður upp myndum í orðum,
rafvirkinn og miðillinn eiga það
sameiginlegt að þurfa að kunna
tengja og kona sem missti
stóran hluta fjölskyldu sinnar í
snjólflóði segir frá afleiðingum
þess á líf hennar.
Magnaðar lífsreynslusögur.
2. PRENTUN
komin í búðir