Morgunblaðið - 16.12.2009, Side 36
36 MenningFÓLK
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009
Tónlistarmaðurinn Davíð
Berndsen, sem notar eftirnafnið
sem listamannsnafn, hefur sent frá
sér breiðskífuna Lover in the Dark.
Skífan sú er jafnframt sú síðasta
sem útgáfan Borgin sendir frá sér
fyrir jól, enda æði stutt til jóla.
Berndsen ku sækja í fortíðina í tón-
list sinni, þá er einkenndi 9. áratug
síðustu aldar. Lover in the Dark
var unnin í samstarfi við Hermi-
gervil en á henni er að finna popp
undir sterkum áhrifum frá syntha-
popptónlist 9. áratugs síðustu ald-
ar, m.a. O.M.D, Ultravox og Pet
Shop Boys.
Plata Berndsen bætist
í jólaplatnaflóðið
Fólk
IMBINN.IS er nýr vefur Janusar Braga Jakobs-
sonar heimildargerðarmanns. Janus útskrifaðist
frá Danska kvikmyndaskólanum síðastliðið vor
og fljótlega uppúr því kviknaði hugmyndin um
Imbann.
„Ég talaði mikið við Mugison og Rúnu konuna
hans og konuna mína, Tinnu Ottesen. Rúnu og
Mugison, sem búa hérna fyrir vestan, hefur lengi
fundist vanta eitthvað fyrir fólk á dvalarheim-
ilum. Það er útvarp og sjónvarp seinna á daginn,
en það vantar einhverja meiri afþreyingu, en
þetta hefur nú þróast aðeins og höfðar til allra,“
segir Janus. Vefsíðan sýnir stuttar heimildar-
myndir Janusar þar sem hann talar við vest-
firskt fólk.
„Þetta er á sama tíma söfnun á sögum og
heimildum um Vestfirði. Þessi staður hefur allt-
af heillað mig, þetta er afskekkt og á mörgum
stöðum er ekki mikið um byggð og er þar af leið-
andi ósnert, maður býr öðruvísi hérna.“
Janus Bragi lýsir því hvernig orðatiltækið
maður er manns gaman á vel við á Vestfjörðum.
„Fólk þekkist mikið, það er ekki alltaf tækifæri
til að fara í leikhús eða bíó þannig að það er því
vant að skemmta sér og öðrum sjálft.“
-Stendur til að gera eitthvað líkt þessu í fleiri
landshlutum?
„Það kemur vel til greina, allir landshlutar
hafa eitthvað upp á að bjóða, einhver einkenni.
Það myndi gefa mér tækifæri til að kynnast nýju
fólki og ferðast,“ segir hann að lokum.
kristrun@mbl.is
Vestfirðingar myndaðir
Halldór Hermannsson Eldhress Vestfirðingur.
Hin geysiöfluga útgáfa Nýhil
hefur nú sent frá sér ritgerðasafnið
Af marxisma í ritstjórn Magnúsar
Þórs Snæbjörnssonar og Viðars
Þorsteinssonar. Verkið inniheldur
fimm frumsamdar greinar og fjór-
ar þýðingar sem fjalla um menn-
ingu, hugmyndafræði og stjórnmál
samtímans með hliðsjón af marx-
ískri kenningahefð. Bókin er prýdd
marxískum klippimyndum eftir rit-
höfundinn Óttar M. Norðfjörð.
Dæmi um slíka klippimynd má
finna á nyhil.org, tvær léttklæddar
konur að velta því fyrir sér hvort
þær muni sjá útópíu Marx rísa upp
úr rústum auðvaldskerfisins.
Marxískar klippimyndir
að hætti Óttars M.
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
SYNIR Rúnars heitins Júlíussonar og Maríu Bald-
ursdóttur, þeir Baldur og Júlíus, hafa unnið hörðum hönd-
um að því að halda minningu föður síns á lofti í ár, með út-
gáfu og tónleikahaldi auk þess að opna safn til minningar
um hann. 2. maí sl. voru haldnir miklir minningartónleikar
um Rúnar sem nú eru komnir út á tvöföldum diski. Auk
þess hefur verið gefin út önnur tvöföld plata, Geimsteinn
33 1/3 ára, sem inniheldur öll bestu lög útgáfunnar. Rúnar
og María stofnuðu hljómplötuútgáfuna Geimstein árið
1976 og sex árum síðar settu þau á laggirnar hljóðver á
heimili sínu í Keflavík. Var það nefnt Upptökuheimilið
Geimsteinn.
Blaðamaður ræddi við Baldur í gær og spurði hvort ekki
hefði verið erfitt að velja lög á Geimsteins-plötuna í ljósi
þess hversu viðamikil útgáfan er orðin hjá þessari elstu
hljómplötuútgáfu landsins. „Þetta er náttúrlega orðaleikur
eins og Rúnari var mjög tamur,“ segir Baldur um titil plöt-
unnar, vísað þar í snúningshraða LP-platna. „Við hefðum
alveg getað farið út í þrefaldan, fjórfaldan disk,“ svaraði
Baldur en benti á að afmæli útgáfunnar hefði áður verið
fagnað með plötuútgáfu. Þeir bræður völdu lögin á diskana
tvo en nutu einnig aðstoðar sonar Baldurs, Björgvins Ív-
ars. Nokkur ný lög má finna á plötunni, m.a. „Ég sá ljósið“
flutt af Sigurði Guðmundssyni og lög með hljómsveitinni
Lifun sem Björgvin stýrir, en þau hafa ekki hafa komið út
áður á plötu.
Gekk frá öllu
Rúnar gerði það aldrei endasleppt og á dánarárinu 2008
var hann á fullu stími. „Hann hélt yfirlitstónleika í Laug-
ardalshöll, hann gifti sig, það kom út ævisaga hans, hann
fékk heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna, var
útnefndur Listamaður Reykjanesbæjar og tók saman
safndisk,“ rifjar Baldur upp, en safndiskurinn Söngvar um
lífið kom út í fyrra. „Við erum farin að halda það,“ svarar
Baldur, spurður að því hvort haldi að faðir hans hafi fundið
það á sér að hann ætti stutt eftir. „Það var gengið frá öllu,
einhvern veginn. Það eina sem klikkaði var að Keflvíkingar
urðu ekki Íslandsmeistarar í knattspyrnu,“ bætir hann við.
Fjölsnærður Rúni Júl
Uppáhaldsgítarinn Rúnar með uppáhaldsgítarinn sinn. Ljósmyndarinn segir í bók sinni að Rúnar hafi minnt sig á Johnny Cash, hokinn af lífsreynslu.
Margir kóngar Elvis Presley á vegg, Rúnar í eldhúsinu
og Hljómar á mynd fyrir ofan eldhúsdyrnar.
Kveðja Í bók sinni segir Þorfinnur að engu líkara sé en
Rúnar gangi til móts við ljósið, kvaddur með krossmarki.
Rokkgoðsins Rúnars
Júlíussonar er minnst
með veglegri jólaútgáfu
Ljósmynd/Þorfinnur Sigurgeirsson
Þorfinnur Sigurgeirsson heim-
sótti Rúnar laugardaginn 30.
ágúst í fyrra í þeim tilgangi að
taka ljósmyndir af honum fyrir
diskasafnið Söngva um lífið.
Þorfinnur og Baldur, sonur Rún-
ars, eru æskuvinir og eftir að
Þorfinnur hóf störf sem auglýs-
ingateiknari leitaði Rúnar til
hans með hönnun á geisla-
diskaumslögum og fleiru
tengdu tónlistinni. Rúnar lést
5. desember í fyrra og segir
Þorfinnur þessa skrásetningu
sína af degi í lífi rokkgoðsins
hafa öðlast dýpri merkingu fyr-
ir vikið. „Þá fór maður að sjá
líka alls konar tákn og forboða í
myndunum,“ segir hann. „Þó
að hann væri kannski ekkert að
flíka því sjálfur þá hafði maður
á tilfinningunni að hann vissi
meira en aðrir í hvað stefndi.“
– Þó alltaf sami töffarinn …
„Hann hét því þegar hann
kom úr hjartaaðgerð að hann
myndi gera a.m.k. eina plötu á
ári,“ segir Þorfinnur. Þegar
Rúnar hafi komið með diska-
safnið Söngva um lífið til hans
hafi hann sagst vera búinn að
gera upp þetta tímabil og svo
myndu þeir gera eitthvað
skemmtilegt á næsta ári, nýtt
efni. „Þá sagði ég við hann: Við
skulum vona það, ef Guð lofar.
Nokkrum dögum síðar hringir
Baldur í mig og segir að hann
sé dáinn.“
Ljósmyndirnar sem Þorfinnur
tók eru nú komnar út á bók sem
ber titilinn Dagur með Rúnari –
laugardagur 30. ágúst 2008.
Tákn og forboðar
Þeir gera það ekki endasleppt,
félagarnir í rokksveitinni Nögl, en
á dögunum tóku þeir upp mynd-
band við jólalag uppi á Turninum
við Smáratorg. Um er að ræða
rokkaða útgáfu af slagaranum
„Snjókorn falla“. Það gekk ekki
skammlaust að komast á toppinn,
en húsvörðurinn víldi fá skriflegt
loforð um að liðsmenn myndu ekki
„klikkast og stökkva framaf“! Til
að auka á dramatíkina fór svo að
sjálfsögðu að snjóa þegar upptökur
voru nýhafnar – og myndbandið og
lagið bera því nafn með rentu.
Myndbandið er hægt að nálgast á
Youtube og Tonlist.is en einnig er
það í spilun á Nova TV.
Hljómsveitin Nögl í
hæstu jólahæðum