Morgunblaðið - 16.12.2009, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 16.12.2009, Qupperneq 40
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009 Einhvers staðar verðamenn að byrja og ein-hvern tímann verðamenn að ákveða um hvað líf þeirra skuli snúast. Í tónlistinni er það oft svo hjá einum að hljóð- færið verður hluti líkamans; án þess ekkert. Hjá öðrum er tónlistin skemmtileg vinna með skemmtilegu fólki og hjá þeim þriðja er hún skemmtun fyrst og síðast. Allt á þetta rétt á sér; en það er aðeins þeir í fyrst talda flokknum sem skapa listaverk – verk sem bregða nýrri sýn á líf okkar í núinu og lifir jafnframt í framtíðinni. Það þýðir ekki að önnur tónlist sé lít- ils virði – hún er oftast góð til síns brúks. Matthías Baldursson, eða Matti sax eins og hann er jafnan nefndur, er duglegur músíkant, eldhugi og sagður frábær kennari. Hann stjórnar nú Lúðrasveitinni Svani og Stórsveit Svansins og fetar þar í fót- spor Sæbjörns heitins Jónssonar. Hann hefur nú gefið út aðra plötu sína, en hin fyrri var afrakstur burt- farartónleika hans í Tónlistarskóla FÍH. Matti er kröftugur saxisti með dálítið frumstæðan tón, sem minnir á fyrstu saxista djassins, kalla eins og Don Readman og jafnvel Frankie Trumbauer, og er dálítið sér á báti í flóru nútímadjassleikara. Fyrsta lagið á nýju plötunni, „Tengda- pabbablús“, er stórskemmtilegur „djömpblús“ og hefði platan verið mun betri ef sú stefna hefði markað hana alla, en Matti hleypur úr einum stíl í annan og þarf að koma öllu til skila. Það verður ekki gert á heild- stæðri plötu. Sólistar auk hans eru fyrst og fremst Pálmi Sigurhjart- arson, sem minnir í mörgu á Ingi- mar Eydal; firnafær og músíkalskur en djasssóló hans dálítið grautarleg, og ungi gítaristinn í hópnum, Rafn Emilsson, sem spinnur ágæt sóló á rafgítarinn sinn. Rafn hefur gef- ið út fyrstu plötu sína, Eftir 8, þar sem finna má níu frumsamin lög eftir hann. Þetta er ljúf plata, tilvalin við kertaljós á síð- kvöldi. Rafn á margt ólært sem gít- aristi en mörg laganna eru vel sam- in. Óskar Guðjónsson blæs í tenór- saxófón á plötunni og það er sama hvar sá maður kemur við sögu – allt- af verður sagan betri. Aftur á móti er gjá milli blásarans mikla og hrynsveitarinnar sem enn hefur yfir sér skólabraginn. Rafn gerir margt vel hér og vonandi halda hann, Ingólfur Magnússon bassisti og Þorvaldur K. Ingólfsson slag- verksleikari áfram upp brattann. Leiðin liggur alltaf upp á við séu menn trúir hlutverki sínu. Tveir geisladiskar Matthías Baldursson og Rafn Emilsson bbmnn Matti sax: M-blues project –2009 Rafn Emilsson: Eftir 8 – 2009 VERNHARÐUR LINNET TÓNLIST Haldið á brattann ÞEIR félagar Friðrik Ómar og Jógv- an Hansen eru þessa dagana í heim- sókn í Færeyjum að fylgja eftir vin- sældum plötunnar Vinalög sem hefur gert það gott bæði þar og á Íslandi. „Við erum á lokahnykknum að fylgja plötunni eftir, hún er með sölu- hæstu plötunum hér og við heim- sækjum sextán verslanir víðsvegar um eyjuna, syngjum fyrir gesti og áritum,“ segir Friðrik í símaspjalli við blaðamann frá Færeyjum. Í gær heimsóttu Friðrik og Jógvan aðalræðismann Íslands í Færeyjum, Albert Jónsson, eins og meðfylgjandi mynd sýnir. Á morgun halda þeir síð- an stutt boð í sendiráði Íslands í Þórshöfn og þangað er öllu Íslend- ingafélaginu í Færeyjum boðið. „Við höfum fengið rosalega góð viðbrögð hér og fólk syngur með okkur þar sem við erum að spila. Okkar takmark náðist með plöt- una og vel það, við höfum verið sölu- hæstir í báðum löndunum og komið laginu „Tú nart við hjartað á mær“ á toppinn í Færeyjum og nú er „Ég er á leiðinni“ („Eg eri enn á veg“) eftir Magnús Eiríksson mikið spilað hér,“ segir Friðrik. „Við eigum einnig í við- ræðum við aðila á Grænlandi og í Danmörku um að gefa plötuna út þar. Við ætluðum ekkert víðar með plötuna en vinsældir hennar spyrjast út.“ Spurður hvort þeir séu farnir að huga að Vinalögum nr. 2 segir Frið- rik að þeir séu með það á bak við eyr- að en ætli nú að klára að fylgja fyrstu plötunni eftir áður en þeir fara að huga að þeirri næstu. Friðrik og Jógvan koma aftur til Íslands á föstudaginn og verða víða um komandi helgi. „Við verðum með alla hljómsveitina í Norræna húsinu á sunnudaginn kl. 12. Svo verðum við á rúntinum á laugardaginn og sunnu- daginn víða á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Friðrik að lokum. ingveldur@mbl.is Í Færeyjum Frá vinstri: Jógvan, Albert Jónsson, ræðismaður Íslands í Fær- eyjum, og Friðrik Ómar. Platan Vinalög hefur gert það gott þar í landi. Fólk syngur með í Færeyjum FRÁBÆR SPENNUMYND Í ANDA SCREAM OG I KNOW WHAT YOU DID LAST SUMMER ÞÆR ÆTLA AÐ REYNA AÐ ÞAGA YFIR LEYNDARMÁLI DAUÐANS! EKKI VIÐ HÆFI UNGRA BARNA JIM CARREY Sýnd með íslensku og ensku tali HHHH „JÓLASAGA Í FRÁBÆRRI, NÝRRI ÞRÍVÍDD SEM SLÆR ÚT ANNAÐ ÁÐUR HEFUR SÉST“ „CARRY ER ENGUM LÍKUR...“ – S.V – MBLBYGGT Á HINNI GRÍÐARLEGU VINSÆLU BÓKASERÍU STEPHENIE MEYER SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI, KEFLAVÍK OG SELFOSSI ÞRIÐJA STÆRSTA FRUM- SÝNINGAR- HELGI ALLRA TÍMA Í USA STÆRSTA BÍÓOPNUN Í USA Í ÁR! VINSÆLASTA MYNDIN Á ÍSLANDI, 2 VIKUR Í RÖÐ! EINHVER FLOTTUSTU BARDAGAATRIÐI SEM SÉST HAFA Í LAAANGAN TÍMA!SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI OG AKUREYRI SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI TVEIR VINIR TAKA AÐ SÉR 7 ÁRA TVÍBURA MEÐ ÁKAFLEGA FYNDNUM AFLEIÐINGUM OldDogs JOHN TRAVOLTA OG ROBIN WILLIAMS FARA Á KOSTUM Í ÞESSARI SPRENGHLÆGILEGU MYND SÝND Í ÁLFABAKKA, KRINGLUNNI, AKUREYRI OG KEFLAVÍK „AFÞREYING MEÐ HRÖÐUM HASAR, SJÓNRÆNUM NAUTNUM... SEM HALDA ATHYGLI ÁHORFANDANS.“ *** H.S.-MBL HÖRKU HASAR- MYND SÝND Í ÁLFABAKKA OG KRINGLUNNI / ÁLFABAKKA OLDDOGS kl. 6-8D-10:10D L DIGITAL OLDDOGS kl. 8 - 10:10 LÚXUS SORORITYROW kl. 8 -10:20 16 NINJAASSASSIN kl. 8 - 10:10 16 THETWILIGHT2NEWMOON kl. 5:30-8-10:30 12 THETWILIGHT2NEWMOON kl. 5:30 LÚXUS ACHRISTMASCAROLm.enskutali kl.5:503D ótextuð 7 ACHRISTMASCAROLm.ísl.tali kl.5:50 7 ACHRISTMASCAROLm.enskutali kl.8 7 PANDORUM kl.5:50 16 LAW ABIDING CITIZEN kl.10:10 16 OLD DOGS kl. 8 - 10 L THE TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 8 12 PARANORMAL ACTIVITY kl. 10:30 16 / KEFLAVÍK THE TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 8 12 PANDORUM kl. 10:40 16 MY LIFE IN RUINS kl. 8 L MORE THAN A GAME kl. 10:20 7 / SELFOSSI / KRINGLUNNI OLD DOGS kl.6 -8-10 L DIGITAL SORORITY ROW kl.8 -10:20 16 NINJA ASSASSIN kl.10:40 16 THE TWILIGHT NEW MOON kl.5:30-8 12 A CHRISTMAS CAROL m. ensku tali kl.5:503D ótextuð 7 3D-DIGITAL OLD DOGS kl. 8 - 10 L THE TWILIGHT 2 NEW MOON kl. 8 12 NINJA ASSASSIN kl. 10:20 16 / AKUREYRI 25. janúar 2010. WWW.NOMA.NU JÓN BÖ Á BÓK! holar@simnet.is Einn fremsti sagnamaður landsins segir frá. Sumar sögurnar eru græskulaus- ar, aðrar með broddi í og auðvitað verður staldrað við fornsögurnar. Finnum við ef til vill samsvörun í Sturl- ungu við átök nútímans? Fróðleg en umfram allt skemmtileg bók. 2. PRENTUN komin í búðir

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.