Morgunblaðið - 16.12.2009, Side 21

Morgunblaðið - 16.12.2009, Side 21
21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009 Ertu ekki að ýta? Góða veðrið er nýtilegt til ýmissa verka, eins og þess að prófa nýja farartækið. Spurning hversu mörg hestöfl fást með þessu lagi. Í það minnsta er þarna vel tekið á og öllum kröftum beitt við erfitt verkið. RAX Á ALÞINGI liggur fyrir frumvarp sem mun umbylta núver- andi skattkerfi, verði það að lögum. Skiljan- lega hefur margt ver- ið gagnrýnt í frum- varpinu, enda inniheldur það tillögur sem eru vægast sagt varhugaverðar. Ein þeirra er breyting á ákvæði tekjuskattslaganna um út- greiðslu arðs sem mun leggjast þungt á frumkvöðla og einyrkja með lítil og meðalstór fyrirtæki. Þeir sem stunda atvinnurekstur á eigin kennitölu eða í félagi er gert að reikna sér endurgjald fyrir þau störf. Endurgjaldið tekur mið af markaðslaunum, sem tekjuskattur er svo er greiddur af, áður en hagn- aður frá atvinnurekstri er greiddur út. Viðmiðunarfjárhæð til markaðs- launa er fjárhæð sem ætlað er að viðkomandi hefði fengið greitt ef hann hefði unnið sömu störf fyrir ótengdan aðila. Breytingin um út- greiðslu arðs mun hafa það í för með sér að hagnaður af atvinnu- rekstri verður að hluta skilgreindur sem laun. Nánar tiltekið mun helm- ingur af úthlutuðum hagnaði um- fram 20% af skattalega bókfærðu virði eigin fjár, reiknast sem launa- tekjur sem þýðir að rekstraraðilinn þarf að greiða viðbótarskatt auk þess sem tekjur hans skerðast vegna almennra skattahækkana. Þar sem þessi viðbótarskattur á að taka mið af skattalegu bókfærðu virði eigin fjár leggst hann ójafnt á rekstraraðila. Þyngst mun hann þó leggjast á frumkvöðla og einyrkja með lítil og meðalstór fyrirtæki. Annar rekstur, til dæmis félög með miklar eignir, getur hins vegar not- ið skattalegs hagræðis af því að fá stærri hluta hagnaðar í lægra skatthlutfalli. Verði tillaga rík- isstjórnarinnar að lög- um er hætt við því að einstaklingar veigri sér við að fara í eigin rekstur því við áhætt- una sem fylgir rekstri bætist nú viðbót- arskattlagning. Ekki þarf að fjölyrða um þann skaða sem sam- félagið yrði fyrir færi það á mis við jákvæð afleidd áhrif rekstrar, nýsköpunar og atvinnusköpunar. Ríkisstjórnin færir þau rök fyrir viðbótarskatt- inum að brögð hafi verið að því að einhverjir hafi í gegnum tíðina reiknað sér of lág laun og þannig misnotað kerfið. Sé þetta raunveru- legt áhyggjuefni stjórnvalda væri nærtækara að styrkja eftirlit með reiknuðu endurgjaldi í stað þess gera rekstrarumhverfi lítilla og meðalstórra fyrirækja enn erfiðara. Sú leið hefur þær afleiðingar einar að samfélagið verður af þeim miklu verðmætum sem slíkur rekstur skapar og það er einmitt eitt af megin hlutverkum stjórnvalda að skapa umhverfi þar sem ein- staklingar sjá sér áfram hag í því að efla atvinnulífið með því að stunda eigin rekstur. Annað mun hafa letjandi áhrif á rekstur fyr- irtækja og hægja á allri endurreisn samfélagsins. Endurskilgreining fjármagns- tekna í launatekjur, eins og lagt er til, mun hafa þau áhrif að heimili með meðaltekjur þurfa í auknum mæli að greiða hátekjuskatt. Þessi aðför að heimilum þeirra sem hafa tekjur sínar af litlum og með- alstórum fyrirtækjum er verulegt áhyggjuefni. Ef haldið er áfram að ganga með slíkum hætti á heimilin munu þau að lokum kikna undan álaginu. Ljóst er að margar fjöl- skyldur í Reykjavík eru komnar að þolmörkum hvað varðar greiðslu- getu. Borgarstjórn Reykjavíkur ber að gera sitt til þess að koma í veg fyrir að þannig verði með því að sjá til þess að gjaldheimtan í borginni aukist ekki. Miklir hagsmunir eru fólgnir í því fyrir Reykjavík að borgarbúar geti lifað og starfað í höfuðborginni því fólksflótti þaðan myndi hafa í för með sér hrun í að- altekjustofni borgarinnar. Fulltrúi VG í borgarstjórn lagði á dögunum til að útsvarið yrði hækkað upp í leyfilegt hámark eða um 0,25%. Borgarstjórinn í Reykjavík varaði réttilega við því enda munar heim- ilin í Reykjavík mikið um slíka hækkun. Sóley Tómasdóttir borg- arfulltrúi VG fannst þá tilheyrilegt að láta þau ummæli falla að meiri- hlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur væri haldinn útsvarsfælni. Það er vont til þess að vita að slík umæli séu viðhöfð um svo mikilvægt mál því það hlýtur að vera meginatriði að stjórnvöld taki ekki slíkar ákvarðanir nema að vandlega íhug- uðu máli og að stigið sé mjög var- lega til jarðar ef taka á íþyngjandi ákvarðanir fyrir borgarbúa. Ítrekað hefur heyrst í þessari efnahagslegu ótíð að fjölskyldur landsins verði að taka á sig auknar byrðar. Það hlýtur þó að vera sjálf- sögð krafa að stjórnvöld leiti fyrst allra leiða til að bregðast við vand- anum áður en ábyrgðinni er varpað yfir á fjölskyldurnar með aukinni gjaldheimtu á gjaldþung heimilin. Eftir Hildi Sverrisdóttur » Þyngst mun viðbótarskatturinn leggjast á frumkvöðla með lítil og meðalstór fyrirtæki. Hildur Sverrisdóttir Höfundur er lögfræðingur. Skaðlegir skattar ALLIR landsmenn gera sér grein fyrir því að niðurskurður er óhjákvæmilegur hjá hinu opinbera. Hann verður erfiður og við eigum öll eftir að finna fyrir honum. Mikilvægt er að við þann niðurskurð verði beitt skýrri forgangs- röðun og jafnræðis gætt. Fjárlagafrumvarpið 2010 sem er nú til meðferðar á Alþingi uppfyllir ekki framangreindar kröfur, því miður. Nauðsynlegt er að grípa til aðhaldsaðgerða til að ná tökum á ríkisrekstrinum. Ríkis- stjórnarflokkarnir virðast ekki ráða við það verkefni og það mun hafa þau áhrif ef ekkert er að gert að niðurskurður komandi ára verður enn viðameiri en ef strax væri grip- ið í taumana. Ýmsir hafa uppi þá skoðun að vernda þurfi heilbrigðiskerfið, menntakerfið og velferðarkerfið og vissulega væri ágætt ef það væri hægt en það er hins vegar ekki raunhæft. Skera þarf niður á öllum sviðum og þess verður að krefjast af öllum ríkisstofnunum að vel sé farið með þá fjármuni sem til skipt- anna eru. Ég hef þá trú að ef rétt er á spil- um haldið verði efnahagslægðin skammvinn þó að ýmsar efasemdir sæki að manni þegar litið er til vinnubragða ríkisstjórnarflokkanna við fjárlagagerðina. Ég hef ávallt sagt að við niðurskurð í ríkisrekstri verði að taka mið af því fyrst og fremst að öryggi landsmanna sé tryggt. Þar á áherslan að mínu viti að liggja og verður í því sam- bandi að líta sér- staklega til verkefna lögreglunnar og gæta þess að ganga ekki of harkalega að þeirri grunnstoð örygg- iskerfis landsins. Fulltrúar Sjálfstæð- isflokksins í fjár- laganefnd hafa lagt fram ítarlegt nefndar- álit þar sem vakin er athygli grundvallargöllum fjárlaga- frumvarpsins. Tekjuhlið frumvarps- ins er óklár, þegar hefur verið slak- að á aðhaldskröfu milli fyrstu og annarrar umræðu um frumvarpið og ekki liggja fyrir ákvarðanir um hvort stofnanir hafi heimild til að flytja óráðstafaðaðar fjárheimildir milli fjárlagaára, svo nokkur dæmi séu tekin. Sjálfstæðismenn benda jafnframt á aðrar leiðir til tekjuöfl- unar, m.a. með skattlagningu sér- eignarsparnaðar, aukningu afla- heimilda auk þess að leggja til frekari sparnaðaraðgerðir. Ég von- ast til þess að fjárlaganefnd taki ábendingar sjálfstæðismanna til al- varlegrar íhugunar og kasti þeim ekki fyrir róða. Við höfum ekki efni á því. Framtíðin hefur ekki efni á því. Að skera niður Eftir Unni Brá Konráðsdóttur Unnur Brá Konráðsdóttir » Við niðurskurð í ríkisrekstri verður að taka mið af því fyrst og fremst að öryggi landsmanna sé tryggt. Höfundur er þingmaður. ÉG ER lærður matreiðslumeistari og hef starfað á leik- skóla í Reykjavík í 15 mánuði. Þegar ég kom til starfa ákvað ég að baka allt brauð sjálf á leikskólanum. Það kom ekki til vegna sparnaðar heldur gat ég tryggt börnunum hollt brauð, laust við sykur, rotvarnar- efni og jafnvel egg og mjólk, ef því er að skipta. Ég nota íslenskt byggmjöl og fleira gott hráefni til að tryggja sem næringaríkast brauð fyrir börnin. Um leið er þetta ódýrara fyrir leikskólann. Ég tók upp þann sið að hafa hafragraut á morgnana þrisvar í viku. Ég var ekki að spara. Hafragrautur er afskaplega góð undirstaða fyrir orkumikla krakka í byrjun dags. Hann er mun ódýrari en að kaupa morg- unkorn. Þeir peningar sem til féllu vegna þessa og brauðbakst- urs notum við svo til að kaupa meira af ferskum fiski. Þar erum við að prófa okkur áfram með ýmsar tegundir. Keilu, löngu og hlýra. Krökkunum finnst þetta spennandi og fá að sjá myndir af hinum ólíku tegundum. Þessi fiskur er hollur og mun ódýrari en aðkeyptur fullunninn fiskur. Mér hefur leiðst að hlusta á og lesa þá umræðu sem nú fer fram um leikskóla borgarinnar. Auð- vitað erum við að spara. Það er ekkert bruðl í leikskólum sem reknir eru fyrir útsvar borg- arbúa. En það er líka alveg á hreinu að öryggi barnanna – á allan hátt – er í fyrirrúmi. Við hugsum ekki um annað en að tryggja þeim sem best atlæti og við gefum engan afslátt af næringargildi eða nokkru sem tengist velferð barnanna okkar. Í þeirri umræðu sem nú er farin af stað er því jafnvel haldið fram að öryggi barnanna sé í hættu. Þetta er fjar- stæðukennt og ég bið þá sem leggja orð í belg að haga umræðunni þannig að hún sé málefnaleg. Alger óþarfi er að hræða foreldra og aðstandendur með gífuryrðum sem eiga ekki við rök að styðjast. Um leið og ekki er bruðlað er farið vel með allt. Á því er mikill munur. Börn- um er ekki skammtaður salern- ispappír. Börnin okkar fá nóg að borða og líka hollan mat. Um- ræða um aðhald má ekki fara í pólitískan hráskinnaleik þar sem börn og foreldrar eru einhver tæki og tól til að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Stillum okkur og verum ábyrg í þessari umræðu. Hún snýst líka um starfsfólk leikskólanna sem allt er að gera sitt besta. Nú eins og áður. Sýnum sanngirni í umræðu um leikskóla Eftir Önnu Guðmundsdóttur Anna Guðmundsdóttir » Alger óþarfi er að hræða foreldra og aðstandendur með gíf- uryrðum sem eiga ekki við rök að styðjast. Um leið og ekki er bruðlað er farið vel með allt. Höfundur er matreiðslumeistari í leikskóla í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.