Morgunblaðið - 16.12.2009, Síða 12

Morgunblaðið - 16.12.2009, Síða 12
12 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009 Morgunblaðið birtir fram til jóla upplýsingar um einhverja þeirra viðburða sem eru á dagskrá vítt og breitt um landið. 8 dagar til jóla VINNSLUSTÖÐIN í Vest- mannaeyjum afhenti í fyrradag Fjölskylduhjálp Íslands og Mæðra- styrksnefnd Reykjavíkur að gjöf samtals 900 kíló af humri til dreif- ingar meðal skjólstæðinga samtak- anna fyrir jólin. Landsflutningar- Samskip tóku að sér að flytja humarinn til Reykjavíkur endur- gjaldslaust. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar, segir að margir starfsmenn Vinnslustöðvarinnar hafi kynnst at- vinnuleysi og erfiðleikum þegar fyrirtækið átti í rekstrarvanda með tilheyrandi uppsögnum fyrir rúm- um áratug. Þeir geti því auðveld- lega sett sig í spor fólks sem hefur þolað tekjufall, atvinnumissi og erf- iðleika í kjölfar efnahagshrunsins. Vinnslustöðin gefur 900 kíló af humar Góð gjöf Fulltrúar hjálparsamtaka taka við hinni höfðinglegu gjöf. ÞAÐ eru margar leiðir til að styðja Hjálparstarf kirkjunnar fyrir jólin og ein þeirra er að skila inn gömlum og notuðum farsímum. Græn framtíð og Síminn hvetja fólk til að koma með gamla GSM síma í verslanir Símans, en þeir verða svo sendir í endurnýtingu og mun andvirðið renna til innanlandsaðstoðar Hjálparstarfs kirkjunnar. Þeir sem eiga ónotaða síma geta þannig stutt gott málefni og um leið lagt sitt á vogarskál- arnar í umhverfisvitund. Afrakstur söfnuninnar verður afhentur Hjálparstarfi kirkjunnar í byrj- un janúar. Að sögn Bjarna Gíslasonar, fræðslu- og upplýsingafulltrúa Hjálpar- starfs kirkjunnar hefur þörfin fyrir aðstoð vaxið gríðarlega á þessu ári. „Rúmlega helmingi fleiri leituðu til Hjálparstarfs kirkjunnar í október 2009 miðað við sama mánuð í fyrra, eða 319 í október í fyrra en 886 í sama mánuði í ár. Að baki hverjum umsækjanda voru 2,7 einstaklingar að meðaltali sem þýðir að 2.300 einstaklingar nutu aðstoðar í október- mánuði í ár,“ segir Bjarni. Safna ónotuðum símum fyrir hjálparstarf EINS og undanfarin ár stendur Skógræktarfélag Hafnarfjarðar fyrir jólatrésölu í bækistöðvum fé- lagsins við Kaldárselsveg í Hafnar- firði, skammt frá hestaleigu Ís- hesta. Jólatrésalan verður opinn föstudag, laugardag og sunnudag nk. kl. 10-18 alla dagana. Félagið býður upp á íslenska ný- höggna stafafuru og rauðgreni. Einnig er í boði greinar, könglar, leiðisskreytingar, hurðakransar, jólavendi og fleira sem allt er gert úr efni sem sótt er í skóginn. Til að tryggja að rauðgreni end- ist sem best inni í stofu er gott ráð að saga aðeins neðan af trénu og jafnvel að tálga aðeins af neðsta hluta stofnsins, stinga síðan end- anum í sjóðandi heitt vatn í 20-30 sekúndur og setja síðan tréð í jóla- trésfót og fylla hann af vatni. Bæta þarf vatni í fótinn minnst daglega. Morgunblaðið/Heiddi Búið að velja Leikskólabörn í Hafn- arfirði með tré fyrir skólann sinn. Jólatrésala Skóg- ræktarfélagsins SAMAN- hópurinn, samstarfs- hópur um forvarnir sem stuðla að velferð barna og ungmenna á 10 ára af- mæli um þessar mundir. Af því tilefni var ákveðið öll börn í 5. bekk í grunnskólum landsins fái veglega gjöf frá Samanhópnum og verður hún afhent núna fyrir jólin. Gjöfin er spilastokkur sem börnin fá afhentan í sínum skóla en á spil- unum eru skilaboð þar sem áhersla er lögð á gildi samverustunda fjöl- skyldunnar. Vill hópurinn með því hvetja fjölskylduna til að verja sem mestum tíma saman. „Niðurstöður rannsókna hafa leitt í ljós að samvera foreldra og barna dregur verulega úr líkum á því að börn og unglingar neyti vímuefna. Því meiri tíma sem börn og unglingar verja með fjölskyldu sinni því minni líkur eru á því að þau neyti vímuefna. Því er óhætt að segja að samvera með börnunum sínum sé besta forvörnin.“ segir í tilkynningu frá hópnum. Þessar samverustundir geti orðið að ógleymanlegri og dýrmætri stund. Því eru fjölskyldur hvattar til að verja sem mestum tíma saman og sérstaklega á hátíð ljóss og frið- ar sem senn gengur í garð. Öll börn í 5. bekk fá spilastokk fyrir jólin ÚT er komin Krossgátubók ársins 2010, en þessi bók hefur verið gefin út fyrir jólin um langt ára- bil. Að þessu sinni er bókin 68 blaðsíður að stærð og er þar að finna krossgátur á nær öllum síðum. Ráðningar á annarri hverri gátu er að finna aft- ast í bókinni. Ó.P. útgáfa prentstofa ehf. gefur bókina út og ábyrgðarmaður er Ólafur Pálsson. Eins og fyrri ár prýðir teikning eftir Brian Pilkington forsíð- una og að þessu sinni er Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra að ráða krossgátu og í bak- grunni má sjá Steingrím J. Sigfússon. Krossgátubók ársins 2010 fæst í öllum helstu bókabúðum og söluturnum landsins. Þar eru einnig til sölu aðrar krossgátubækur, sem fyrirtækið gefu út. Krossgátubók ársins 2010 komin út Eftir Önund Pál Ragnarsson onundur@mbl.is TÍU af þeim tuttugu og tveimur sem áttu að sækja fundi velferðarráðs Reykjavíkurborgar á þessu kjör- tímabili hafa mætt á 90% funda eða oftar. Aðeins þrír fulltrúar hafa mætt í öllum tilvikum, einn úr Framsókn- arflokki, einn úr Sjálfstæðisflokki og einn úr Samfylkingu. Aðeins fimm fulltrúar eru með minna en 70% mætingu og sá sem minnst hefur mætt á fundi á kjör- tímabilinu er Margrét Sverrisdóttir, með 57% mætingu. Ekki hafa sömu aðalmenn setið í ráðinu allt kjörtímabilið og tekur prósentureikningur mið af mætingu þeirra þann tíma sem þeir sátu í ráðinu. Þaulsætnir mæta best Þrír fulltrúar hafa þó átt sæti í ráðinu allt kjörtímabilið og átt að mæta á alla 83 fundina sem haldnir hafa verið. Það eru þær Jórunn Ósk Frímannsdóttir, sem mætt hefur í 77 skipti, eða 93% funda, Björk Vil- helmsdóttir sem mætt hefur í 76 skipti eða 92% funda og Marsibil Sæ- mundardóttir, sem mætt hefur í 73 skipti, eða 88% funda. Samtals voru 663 mætingar í boði og var mætt í 568 skipti. Að meðaltali er mætingin á fundi velferðarráðs því 86%. Þeir fulltrúar sem áttu að mæta á flesta fundi voru því með mætingu yfir meðallagi. Morgunblaðið hefur sl. daga birt upplýsingar um mætingu aðalmanna í hinum ýmsu ráðum og stjórnum borgarinnar. Misjafnlega vel hefur gengið að fá þessar tölur og hafa t.a.m. ekki ennþá skilað sér upplýs- ingar um borgarráð, skipulagsráð sem og nothæfar tölur yfir mannrétt- indaráð og stjórnarfundi hjá Orku- veitu Reykjavíkur. Samskonar töflur yfir þessi ráð og OR verða þó birtar í blaðinu berist tölurnar. Í frétt um fundarsetu í íþrótta- og tómstundaráði í Morgunblaðinu á mánudag var sagt að Marta Guðjóns- dóttir sæti í ráðinu fyrir hönd frjáls- lyndra. Hið rétta er að hún hefur set- ið þar fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Beðist er velvirðingar á þessu. 86% mæting í velferðarráð Fundarseta í velferðarráði Mætingar aðalmanna og áheyrnarfulltrúa velferðarráðs kjörtímabilið 2006 – 2010. Velferðarráð hefur haldið 83 fundi frá 13. júní 2006 – 25. nóvember 2009. Á kjörtímabilinu hafa starfað fjórir meirihlutar. Flokkur Fundarmæting Hlutfall Eiríkur Sigurðsson 14 af 14 100% Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir 2 af 2 100% Oddný Sturludóttir 11 af 11 100% Hallur Magnússon 23 af 24 96% Elínbjörg Magnúsdóttir 16 af 17 94% Drífa Snædal 13 af 14 93% Jórunn Ósk Frímannsdóttir 77 af 83 93% Björk Vilhelmsdóttir 76 af 83 92% Björn Gíslason 10 af 11 91% Stefán Jóhann Stefánsson 9 af 10 90% Marsibil Sæmundardóttir 73 af 83 88% Sif Sigfúsdóttir 60 af 70 86% Jóhanna Hreiðarsdóttir 32 af 38 84% Þorleifur Gunnlaugsson 52 af 62 84% Dofri Hermannsson 5 af 6 83% Guðrún Ásmundsdóttir 5 af 6 83% Gunnar H Hjálmarsson 40 af 49 82% Steinarr Björnsson 9 af 13 69% Friðrik Dagur Arnarson 4 af 6 67% Stefán Benediktsson 12 af 18 67% Einar Örn Jónsson 9 af 15 60% Margrét Sverrisdóttir 16 af 28 57% PIPA R\TBW A • SÍA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.