Morgunblaðið - 16.12.2009, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 16.12.2009, Qupperneq 22
22 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009 STJÓRNARAND- STAÐAN á Alþingi malaði vel og lengi um Icesave-málið án þess þó að margt nýtt kæmi fram í máli þeirra. Skammirnar dundu á ríkisstjórninni og orða- val einstakra þing- manna í þeim efnum vart sæmandi og verða gífuryrðin ekki höfð eftir í þessum pistli. Vissulega er Icesave-málið hið versta mál, um það eru allir sammála. En á hverju var von? Og við hverja er að sakast? Icesave gat aldrei orðið annað en ömurlegur og ósanngjarn baggi á þjóðinni, um það hafði vandlega ver- ið séð af fyrri ríkisstjórn Sjálfstæð- isflokks og Samfylkingar sem lofaði því skýrt og skorinort að íslenska ríkið myndi sjá til þess að inni- stæðueigendur í Hollandi og Bret- landi myndu ekki tapa fjármunum. Þessi loforð voru gefin af þáverandi stjórnvöldum sem Geir H. Haarde og Árni M. Mathiesen voru í forystu fyrir. Alla tíð síðan hefur hlutverk ríkisstjórna og Alþingis fyrst og fremst verið að lágmarka tjónið. Á fyrstu dögum hrunsins, strax þann 8. október 2008, sendi for- sætisráðherra Geir H. Haarde frá sér yfir- lýsingu þess efnis að ríkisstjórn Íslands mæti mikils að bresk stjórnvöld hafi í hyggju að tryggja að eigendur Icesave-reikninga Landsbankans í Bret- landi muni ekki tapa peningum á viðskiptum við Icesave. Jafnframt er í yfirlýsingunni ítrekað að ríkissjóður Íslands „muni styðja Tryggingasjóð innistæðueigenda og fjárfesta við öflun nægjanlegs fjár.“ Hvað Holland varðar þá tók ríkis- stjórnin af allan vafa um það þann 11. október 2008. Í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu þann dag kom fram að náðst hafi samkomulag við Hollendinga sem feli í sér að Ís- land muni ábyrgjast lágmarkstrygg- inguna en fjármunirnir, þ.e. inni- stæðurnar, verði „greiddar út í gegnum Hollenska seðlabankann sem síðan fái endurgreitt lánið frá Íslenska ríkinu.“ Þar með er það skjalfest og má öllum vera ljóst að ríkisstjórn Geirs H. Haarde hafði undirgengist það að borga Icesave- reikningana. Endanlega var frá fyrirkomulaginu gengið með þings- ályktunartillögu þann 5. desember 2008 þar sem Alþingi fól „ríkis- stjórninni að leiða til lykta samninga við viðeigandi stjórnvöld vegna inni- stæðna í útibúum íslenskra við- skiptabanka á Evrópska efnahags- svæðinu á grundvelli þeirra sameiginlegu viðmiða sem aðilar hafa komið sér saman um.“ Fyrr- verandi ríkisstjórn fór fyrir tillög- unni en þingmenn VG greiddu at- kvæði á móti, enda vildi VG láta reyna á þjóðréttarlega stöðu lands- ins í kjölfar þess að Bretar beittu okkur hryðjuverkalögum. Málið hefði mátt leiða til lykta með stjórn- sýslukæru í kjölfar beitingu hryðju- verkalaganna en frestur til þess rann ónýttur út í byrjun janúar þessa árs. Þá sat enn að völdum rík- istjórn undir forystu Sjálfstæð- isflokksins. Í þingræðu þann 28. nóvember 2008 sagði Bjarni Bene- diktsson, núverandi formaður Sjálf- stæðisflokks, um kæruleiðir það vera „alveg ljóst að sú leið sem valin var og sá farvegur sem málið er í núna mun alveg örugglega skila okkur hagstæðari niðurstöðu en við hefðum fengið með því að láta reyna á rétt okkar og ef við hefðum síðan mögulega tapað þeirri þrætu fyrir dómstólum.“ Ef marka má nýlegri þingræður Bjarna sést að hann hef- ur hringsnúist og nú hugnast honum illa sú leið sem lögð var upp af for- vera hans. Þótt Bjarni og fleiri vilji nú skrifa söguna upp á nýtt hygg ég að þjóðin muni vel hverjir það voru sem komu okkur í vandann og vörð- uðu í framhaldinu veginn dýpra ofan í svaðið. Hlutur Davíðs og Dóra Víkur næst að aðdragandanum. Hverjir voru það sem komu Lands- bankanum í eigu vina sinna skv. helmingaskiptareglu sem leiddi af sér að Búnaðarbankinn, síðar Kaup- þing, varð bráð svokallaðra „kjöl- festufjárfesta“ sem voru nátengdir samstarfsflokknum? Jú svarið er Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn- arflokkurinn í forsætisráðherratíð Davíðs Oddssonar. Síðar færði nefndur Davíð sig yfir í Seðlabank- ann þar sem hann brást þjóð sinni í tvígang. Fyrst með því að leyfa vin- um sínum í bönkunum að safna er- lendum innlánum langt umfram það sem Tryggingasjóður innistæðueig- enda gat ábyrgst og síðan með því að lána bönkunum út á svokölluð „ástarbréf“ haustið 2008 í stað hald- bærra veða. Tapið vegna þessara lánveitinga Seðlabankans nam um 270 milljörðum og er að sögn Gylfa Magnússonar, efnahags- og við- skiptaráðherra, stærsta einstaka áfallið sem ríkissjóður varð fyrir vegna bankahrunsins. Síðar varð Davíð ritstjóri Morgunblaðsins og vonast hann lík- lega til þess að þjóðin trúi þeim söguskýringum sem miðill undir hans stjórn hefur fram að færa um efnahagshrunið. Úr hörðustu átt Eftir að hafa verið gerendur í glæfralegri einkavæðingu bankanna 2002 og síðar aðgerðarlausir áhorf- endur í ríkisstjórn hrunsins 2008, tala sjálfstæðismenn á Alþingi eins og Icesave sé viljaverk og óskabarn núverandi ríkisstjórnar. Málþófið á Alþingi minnir hvað helst á uppþot brennuvarga, sem grípa til þess ör- þrifaráðs að grýta slökkviliðið. Þjóð- in þarf á vandaðri vinnubrögðum að halda til þess að komast úr þeim vondu aðstæðum sem nýfrjáls- hyggja og græðgi kom okkur í. Að hringsnúast í grjótkasti Eftir Berg Sigurðsson » Sjálfstæðismenn, sem voru gerendur í glæfralegri einkavæð- ingu bankanna og að- gerðalausir ráðherrar í ríkisstjórn hrunsins, reyna að endurrita sög- una. Bergur Sigurðsson Höfundur er framkvæmdastjóri þingflokks Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Fimmtudaginn 10. desember sl. birti Samkeppniseftirlitið álit um samruna Kaupfélags Skagfirð- inga svf. og Mjólku ehf. undir yfirskrift- inni „Skaðleg sam- þjöppun í mjólkur- iðnaði og áhrif búvörulaga á sam- keppni“. Í sjálfu sér er það umhugsunarefni, hvað kem- ur opinberri eftirlitsstofnun til að máta starfsemi einstakra fyr- irtækja að markmiðum laga sem þau heyra ekki undir, eins og gert er í umræddu áliti. Það er þó ekki tilefni þessarar greinar heldur hitt að í álitinu er á köflum hallað mjög réttu máli þegar kemur að umhverfi mjólkurframleiðslunnar og stöðu hennar gagnvart búvöru- lögum. Rétt er að minna á að allt starfsumhverfi mjólkurframleiðsl- unar byggir á lögum nr. 99/1993 um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum (búvörulögum), þar sem römmuð eru inn réttindi og skyldur þeirra er málið varðar. Samningur bænda við ríkisvaldið um starfsskilyrði mjólkurfram- leiðslunar er m.a. reistur á grunni þessara laga, sem og rekstr- aumhverfi mjólk- uriðnaðarins. Árlega er gefið út heildar- greiðslumark vegna mjólkurframleiðslu sem byggir á áætl- aðri sölu komandi árs. Tryggir það framleiðendum fullt verð og aðgang að markaði fyrir sína framleiðslu, innan greiðslumarksins, hvar á landinu sem bú þeirra standa. Sameining mjólkuriðnaðar Gríðarleg hagræðing hefur náðst fram í íslenskum mjólk- uriðnaði síðustu ár með samein- ingu og sérhæfingu vinnslustöðva. Þó þessar aðgerðir hafi orðið til m.a. fyrir tilverknað heimilda bú- vörulaga, fer fjarri að þær séu einsdæmi í heimi mjólkuriðnaðar- ins. Nærtækt er að nefna samein- ingu MD Foods í Danmörku og Arla í Svíþjóð fyrir um áratug, sem og samruna hollensku mjólk- urrisanna Friesland og Campina nýlega. Eins má geta þess að á Nýja Sjálandi fer 95% allrar mjólkurvinnslu í gegn um eitt fyr- irtæki, Fonterra. Þessi fyrirtæki vinna hvert um sig 80-150 sinnum meira mjólkurmagn en íslenskur mjólkuriðnaður. Fróðlegt er í þessu ljósi að skoða hver þróunin hefur verið hér síðustu ár. Frá árinu 2004 hafa beingreiðslur ríkissjóðs til bænda lækkað umtalsvert, sam- hliða gríðarlegum hækkunum á öllum aðföngum mjólkurframleið- enda. Þetta leiddi af sér að óhjá- kvæmilegt var að leiðrétta mjólkurverð til bænda ef ekki átti illa að fara. Frá því í janúar 2006 til október 2009 hækkaði því afurðastöðvaverð til bænda vegna þessa um 57%. Á sama tímabili lækkaði vinnslukostn- aður mjólkur um 34% að raun- gildi og skilaði það sér í 17% raunlækkun á heildsöluverði mjólkurvara. Engum vafa er undirorpið að þessi árangur náð- ist vegna rekstarhagræðingar í mjólkuiðnaði sem framkvæmd var í skjóli búvörulaga. Í áliti Samkeppniseftirlitsins kemur fram sú fullyrðing „að virk samkeppni sé ávallt skilvirk- asta aðferðin til þess að stuðla að hagkvæmum rekstri og auka samkeppnishæfni fyrirtækja“. Eins má skilja á álitinu að sam- eining mjólkuiðnaðarins hafi leitt af sér lakari kjör bæði fyrir bændur og neytendur. Eðlilegt er að gera þá kröfu að Samkeppniseftirlitið styði þetta álit sitt tölulegum rökum, sem þá sýni sambærilegan eða betri ár- angur en að framan greinir bæði fyrir neytendur og bændur. Að öðrum kosti verður að líta svo á að einungis sé um hagfræðilegar trúarsetningar að ræða. Mjólk utan greiðslumarks Í áliti Samkeppniseftirlitsins kemur einnig fram að tilkoma Mjólku hafi leitt af sér hærra verð fyrir mjólk framleidda utan greiðslumarks. Hinsvegar kemur ekki fram að á þessum tíma urðu samliggjandi ástæður, annars vegar verulega aukin neysla og hinsvegar minnkandi framleiðsla, til þess að birgðastaða mjólkuiðn- aðarins var á þessum tíma orðin óþægilega lítil. Samtímis voru uppi talsverðar væntingar um að verðmætir markaðir væru að opnast erlendis fyrir íslenskar mjólkurvörur. Þetta leiddi síðan af sér að á tímabili var öll mjólk sem skilað var í afurðastöð greidd fullu verði. Þessar að- stæður allar eru nú mjög breytt- ar. Verðlagning mjólkur Undir lok álitsins er síðan undarleg klausa þar sem látið er að því liggja að sameining Mjólku við Kaupfélag Skagfirðinga séu svo alvarleg tíðindi, að nærri láti að allar varnir íslenskra neytenda séu brunnar til grunna. Ekkert er þó fjær sanni og í raun hefur ekkert breyst. Verðlagsnefnd bú- vöru sem m.a. hefur á að skipa fulltrúum ASÍ og BSRB ákveður heildsöluverð flestra mikilvæg- ustu vöruflokka mjólkuafurða og lágmarksverð til bænda. Eins ákveður Verðlagsnefnd verð „mjólkur í lausu máli“ sem svo er kölluð og er MS skylt að selja hana á því verði hverjum þeim er óskar til vinnslu mjólkurafurða á innanlandsmarkaði. Á það t.d. við um Vífilfell hf. sem framleiðir kókómjólk og Bio-bú sem fram- leiðir lífrænar mjólkurafurðir. Ekkert í lagaumhverfinu stendur því í vegi þeirra sem vilja fjölga valkostum á markaði með mjólk- urvörur. Það er ekki síður mikilvægt ís- lensku samfélagi nú en áður, að hafa á að skipa öflugum eftirlits- stofnunum til að tryggja eðlilega samkeppni og viðskiptahætti. Slíkar stofnanir eru hinsvegar gagnslausar njóti þær ekki al- menns trausts í samfélaginu. Því verður að gera þá kröfu að þær hagi vinnubrögðum sínum þannig að svo megi verða. Samkeppniseftirlitið og starfsum- hverfi mjólkurframleiðslunnar Eftir Sigurð Loftsson » Í álitinu er á köfl- um hallað mjög réttu máli þegar kemur að umhverfi mjólkurframleiðsl- unnar og stöðu henn- ar gagnvart búvörulögum Sigurður Loftsson Höfundur er formaður Landssambands kúabænda. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Föstudaginn 11. desember var spilað á 15 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Jón Hallgrímsson – Bjarni Þórarinss. 361 Oliver Kristófersson – Magnús Oddss. 353 Sæmundur Björnsson – Örn Einarss. 327 Skarphéðinn Lýðss. – Eiríkur Eiríkss. 323 A/V Katarínus Jónsson – Bragi V. Björnss. 380 Ólafur Ingvarsson – Þorsteinn Sveinss. 363 Tómas Sigurjss. – Jóhannes Guðmanns. 355 Sverrir Jónsson – Óli Gíslason 352 Gullsmárinn Mánudaginn 14. des. var spilað á 12 borðum í Gullsmára. Staða efstu para í N/S Þorsteinn Laufdal og Jón Stefánss. 227,5 Elís Kristjánss. og Páll Ólason 195,7 Hrafnh. Skúlad. og Þórður Jörundss. 188,1 A/V Jón Jóhannss. og Haukur Guðbjartss. 202,3 Elís Helgas. og Gunnar Alexanderss. 190,8 Anna Hauksd. og Hulda Jónasard. 180 Síðasti spiladagur fyrir jól verður fimmtudaginn 17. des. Fyrsti spila- dagur eftir áramót verður fimmtu- daginn 7. janúar. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.