Morgunblaðið - 16.12.2009, Side 16

Morgunblaðið - 16.12.2009, Side 16
16 FréttirVIÐDKIPTI | ATVINNULÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009 Virðing RéttlætiVR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | S. 510 1700 | F. 510 1717 | WWW.VR.IS Minnum á desember- uppbótina Desemberuppbót á að greiða ekki seinna en 15. desember. Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is ÁTTA óskuldbindandi tilboð bárust í 49 prósenta hlut í Skeljungi ehf., en hluturinn er í eigu Íslandsbanka og hefur bankinn hann til sölumeðferð- ar. Þeim sem áttu sex hæstu tilboðin verður gefinn kostur á frekari þátt- töku í söluferlinu og munu fá aðgang að nánari upplýsingum um starfsemi og fjárhag fyrirtækisins. Skuldbind- andi tilboðum á svo að skila til bank- ans í síðasta lagi næstkomandi mánudag, 21. desember. Ekki er vit- að hverjir skiluðu inn tilboðum eða hverjum var boðið að halda áfram. Eins og áður segir á Íslandsbanki 49 prósenta hlut í Skeljungi, en 51 prósent er í eigu Skel Investments ehf. Það félag er aftur í eigu eign- arhaldsfélagsins AB 190 ehf. Stærsti hluthafi AB 190, með 48 prósenta hlut, er Eygló Björk Kjart- ansdóttir, eiginkona Birgis Þórs Bieltvedt. Hlutirnir sölutryggðir Birgir er stjórnarformaður AB 190 ehf. og Skel Investment ehf. Guðmundur Örn Þórðarson og Svan- hildur Nanna Vigfúsdóttir eiga hvort um sig 24 prósent í AB 190. Birgir, Guðmundur og Svanhildur sitja jafnframt í stjórn Skeljungs og er Guðmundur formaður stjórnar fé- lagsins. Þessi 51 prósent voru seld í ágúst 2008, en forveri Íslandsbanka, Glitn- ir, hafði sölutryggt hluti í félaginu þegar Fons, félag Pálma Haralds- sonar og Jóhannesar Kristinssonar, hafði reynt að selja Skeljung. Kaupverðið var á þeim tíma ekki gefið upp, en í ársreikningi Skeljar eru eignarhlutir í félögum, það er Skeljungi og fasteignahluta Skelj- ungs, S Fasteignum ehf., metinn á 3,4 milljarða króna og er þar miðað við kostnaðarverð. Í september 2009 var ríflega 1,19 milljarða skuld Skeljar við AB 190 breytt í hlutafé. Hlutafé Skeljar var því hækkað úr 500.000 krónum í 1.191.720.000 krónur. Þá skuldar Skel Íslandsbanka rúma 1,5 millj- arða króna, með veð í bréfum félags- ins í Skeljungi og S Fasteignum. Átta sýndu Skeljungi áhuga Morgunblaðið/Frikki ● ÁVÖXTUNARKRAFA íbúðabréfa lækk- aði um 2-6 punkta í 1,7 milljarða króna viðskiptum í gær. Velta á skuldabréfa- markaði nam 5,6 milljörðum króna, að því er segir í Hagsjá Landsbankans. Skuldabréfavísitala GAMMA breyttist lítið í lítilli veltu. Heildarvísitala skulda- bréfamarkaðarins GAMMA: GBI lækkaði um 0,01% og lækkaði óverðtryggði hluti vísitölunnar um 0,1% en verð- tryggði hlutinn hækkaði um 0,02%. ivarpall@mbl.is Litlar breytingar á skuldabréfamarkaði MIKILVÆGUR áfangi í átt að end- anlegu samkomulagi um fjárhags- lega endurskipulagningu Byrs spari- sjóðs náðist í fyrradag, að því er segir í tilkynningu fjármálaráðu- neytisins. Fulltrúar ráðuneytisins ræddu við stjórnendur Byrs og kröfuhafa sjóðsins um forsendur fyr- ir því að ríkið leggi nýtt stofnfé í Byr vegna fjárhagslegrar endurskipu- lagningar hans. Viðræðum við sparisjóðinn og kröfuhafa hans um endanlega út- færslu verður fram haldið í upphafi næsta árs, en samkomulagið mun fela í sér að ríkið leggi sparisjóðnum til nýtt stofnfé og að kröfuhafar af- skrifi hluta krafna sinna á Byr. Ekki er hins vegar ljóst hve hátt stofnfjár- framlagið verður eða hve stór hluti krafnanna verður afskrifaður. Markmið lausnarinnar er að sjóð- urinn geti starfað áfram í óbreyttri mynd. Niðurstöðu varðandi aðra sparisjóði er að vænta á næstunni. Styttist í endanlega lausn fyrir Byr Kröfuhafar afskrifa hluta skulda Byrs Morgunblaðið/Kristinn Eftir Örn Arnarson ornarnar@mbl.is SVO virðist sem Íslandsbanki, stærsti lánardrott- inn Geysis Green Energy, sé að herða tök sín á fé- laginu. Tilkynnt var á mánudag að Alexander K. Guðmundsson, fjármálastjóri GGE, tæki við stjórn félagsins af Ásgeiri Margeirssyni. Ástæða breyt- inganna er samkomulag um að leggja áherslu á eignasölu til þess að grynnka á miklum skuldum GGE. Sama dag var tilkynnt að Alexander yrði stjórnarformaður HS Orku auk þess að tveir aðrir stjórnarmenn voru skipaðir af Íslandsbanka í fimm manna stjórn félagsins í krafti 57% eign- arhlutar GGE. Kanadíska jarðhitafyrirtækið Magma á 41% í HS Orku og þýðir því þetta að er- lendir fjárfestar hafa undirtökin í félaginu með bæði beinum og óbeinum hætti, en eins og kunn- ugt er hafa erlendir kröfuhafar eignast meirihlut- ann í Íslandsbanka. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins skuldar GGE Íslandsbanka í kringum 25 milljarða. Um er að ræða lán í íslenskum krónum. Landsbankinn á einnig hagsmuna að gæta í félaginu vegna nauða- samninga Atorku, sem á 40% hlut í GGE. Í grein- argerð sem var lögð fram með nauðasamninga- frumvarpi Atorku á dögunum er sá eignarhlutur sagður vera að öllum líkindum lítils virði. Ástæðan fyrir því er að undirliggjandi verðmæti eigna GGE duga að öllu óbreyttu varla til þess að standa undir skuld félagsins við Íslandsbanka. Þess vegna þarf að koma til eignasölu. Auk HS Orku eru helstu eignirnar Jarðboranir auk jarðhitaverkefna víða um heim. Viðmælendur blaðsins telja að erfitt gæti verið að selja innlendu eignirnar á næstunni. Forkaupsréttarákvæði í samþykktum HS Orku gætu flækt sölu hlutabréfa GGE í félaginu auk þess sem það hefur átt við fjár- mögnunarerfiðleika að stríða. Eins og bent er á í áðurnefndri greinargerð hafa slíkir fjármögnunarerfiðleikar áhrif á horfurnar á verkefnastöðu hér á landi. Hinsvegar benti einn viðmælandi blaðsins á að eitthvað virtist hafa verið að rofa til í þessum geira að undanförnu. Erlendum jarðvarmaverkefnum GGE hefur verið sýndur töluverður áhugi af erlendum fjár- festum að undanförnu og hefur félagið meðal ann- ars selt sig úr slíkum verkefnum á árinu. Leiða má líkur að því að áframhald verði á þeirri þróun. Hvort það dugar til þess að treysta stoðir GGE er óljóst enda er staðan afar erfið. Samkvæmt árs- reikningi félagsins fyrir 2008 nam eigið fé þess tæplega ellefu milljörðum króna. Ljóst má vera að hratt hefur gengið á það. Eins og Morgunblaðið sagði frá í sumar var gert mat á virði eigna og skulda GGE í lok mars og það hefði sýnt að eigið fé hefði þá einungis verið 650 milljónir króna. Íslandsbanki herðir tökin á Geysi Green Morgunblaðið/G.Rúnar Þetta helst ... ● BJÖRN Herbert Guðbjörnsson var í gær kosinn aðalmaður í bankaráð Seðlabankans í stað Ágústs Ein- arssonar, rektors Háskólans á Bif- röst. Gunnar Svavarsson var kjörinn varamaður í bankaráðið. Ágúst víkur úr bankaráðinu í kjöl- far þess að hann var nýverið kjörinn stjórnarformaður Framtakssjóðs Ís- lands, sem lífeyrissjóðirnir hafa sett á laggirnar. Björn Herbert var áður varamaður í bankaráði Seðlabank- ans. Nýr bankaráðsmaður DÓMSTÓLL í Delaware í Bandaríkjunum hefur samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins vísað á bug um- kvörtunum um hugsanlegar greiðslur sem ráðgert er að þrotabú deCode greiði fjárfestingasjóðunum ARCH Venture Partners og Polaris Vent- ure Partners ef ekkert verður að kaupum þeirra á Íslenskri erfða- greiningu. Eins og Morgunblaðið greindi frá á dögunum, þá gerði Roberta DeAngelis, sem gætir hagsmuna þrotabúsins í umboði bandarískra stjórnvalda, athugasemdir við að væntanlegir kaupendur hafi nú þegar tryggð veð í þrotabúinu og séu auk þess meðal innherja í de- Code og þar af leiðandi sé engin þörf að tryggja þeim mögulegar skaðabætur ef að kaupin ná ekki fram að ganga. Ennfremur telur hún að þetta fyrirkomulag kunni að draga úr áhuga annarra mögulegra kaupenda á eignum deCode. Dóm- stóll tók þessar athugasemdir ekki gildar og þar af leiðandi breytar þær engu um það samkomulag sem hefur náðst um kaup ARCH og Polaris á Íslenskri erfðagreiningu og tilkynnt var um í síðasta mán- uði. Framhaldsmálsmeðferð á greiðslustöðvunarbeiðninni mun fara fram fyrir dómstóli í Delaware í næstu viku. ornarnar@mbl.is Athuga- semd vísað frá Ósætti um sam- komulag um sölu ÍE Íslensk erfðagreining.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.