Morgunblaðið - 16.12.2009, Side 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009
Mjúkir pakkar !
Dúnsokkar
Kr. 6.900,-
Faxafeni 5
S. 588 8477
Eftir Karl Blöndal
kbl@mbl.is
BRESKA fjármálaeftirlitið, FSA,
setti Landsbankanum strangar
kröfur um bindiskyldu 3. október,
nokkrum dögum áður en hryðju-
verkalögin voru nýtt. Bindiskyldan
var hins vegar sett í kyrrþey og enn
ríkir leynd um hana, ólíkt hryðju-
verkalögunum sem sett voru með
lúðrablæstri.
Bréfið sem FSA sendi Lands-
bankanum 3. október, vegna útibús
hans í Bretlandi, bar þá sakleysis-
legu yfirskrift „Fyrsta eftirlitstil-
kynning“, en í raun var um fryst-
ingu að ræða. Erfið lausafjárstaða
bankans var sögð ástæða kröfunnar.
20% bindiskylda 6. október
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins var Landsbankanum gert
að eiga á bankareikningi á Bretlandi
forða í reiðufé, sem samsvaraði ekki
minna hlutfalli en 10% af innistæð-
um á óbundnum reikningum hjá
bankanum í breskum pundum. Pen-
ingaforðann á þessum reikningum
þyrfti að hækka upp í ekki minna en
20% af innistæðum strax 6. október.
Á þessum tíma var veruleg þurrð á
lausafjármörkuðum og nánast úti-
lokað að bankinn gæti útvegað slíka
fjárhæð með svo skömmum fyrir-
vara.
Kröfurnar fólu í sér að fjármála-
eftirlitið hafði kyrrsett eignir
Landsbankans á Bretlandi 3. októ-
ber, fimm dögum áður en bresk
stjórnvöld notuðu hryðjuverkalögin,
sem voru samþykkt eftir árás
hryðjuverkamanna á Bandaríkin 11.
september 2001 og ætluð voru til að
bregðast við steðjaði alvarleg ógn að
breska ríkinu, til að frysta eignir
Landsbankans. Í tvo daga voru
meira að segja eignir Seðlabanka Ís-
lands frystar í krafti hryðjuverka-
laganna.
Munurinn var hins vegar sá að til-
kynnt var um beitingu hryðjuverka-
laganna með lúðrablæstri, en að-
gerðir fjármálaeftirlitsins 3. október
fóru fram í kyrrþey. Í tilskipun FSA
er kafli um birtingu og trúnað. Þar
segir að fjármálaeftirlitinu sé skylt
að birta þær upplýsingar um þetta
mál, sem það telji eiga við, nema slík
birting myndi að mati þess vera
óréttlát gagnvart fyrirtækinu, sem í
hlut eigi eða skerða hagsmuni neyt-
enda. Síðan segir að það sé mat FSA
að ákvæðið um hagsmuni neytenda
eigi við í þessu tilfelli þar sem birt-
ing myndi líkast til grafa enn frekar
undan trausti til Landsbankans og
gera enn erfiðara fyrir að vernda
hagsmuni innistæðueigenda. Því
hafi breska fjármálaeftirlitið ákveð-
ið að birta engar upplýsingar um
málið, sem þessi tilkynning snúist
um.
Upplýsa ekki um stöðu mála
Frystingu eigna Landsbankans
samkvæmt ákvæðum hryðjuverka-
laganna var aflétt 16. júní og bank-
inn var þá fjarlægður af lista yfir
samtök, stofnanir eða ríki sem eru
beitt efnahagslegum refsiaðgerðum
af hálfu breskra stjórnvalda.
Hjá breska fjármálaeftirlitinu
fengust í gær engar upplýsingar um
stöðu mála vegna tilkynningarinnar
til Landsbankans frá 3. október í
fyrra. Leyndinni hefur hins vegar
ekki verið aflétt af tilkynningunni og
er hana ekki að finna á heimasíðu
FSA.
Eignir kyrrsettar með leynd
Breska fjármálaeftirlitið setti Landsbankanum strangar kröfur um bindiskyldu nokkrum dögum
áður en hryðjuverkalögin voru nýtt Leynd hefur ekki verið létt af tilkynningu um bindiskylduna
» Bankinn fékk fyrirmæli 3. október
» Sagt að opna reikning í Englandsbanka
» Leynt til að vernda viðskiptavini
MÓTMÆLT var í fyrsta sinn í gær fyrir utan fyr-
irtæki sem veitt hafa bílalán. Bíleigendur mættu
á bílum sínum og flautuðu í þrjár mínútur.
Stefnt er að samsvarandi mótmælum alla þriðju-
daga í vetur eða þar til réttlátum leiðréttingum
vegna höfuðstólshækkunar bílasamninga gagn-
vart lántakendum verður mætt, eins og segir í
fréttatilkynningu. Samtökin Nýtt Ísland skipu-
leggja þessi mótmæli sem verða friðsamleg.
HÁVÆR MÓTMÆLI BÍLEIGENDA
Morgunblaðið/Golli
FORSETAEMBÆTTIÐ greiddi
tæplega 1,6 milljónir króna fyrir
sérstök verkefni frá því í lok júní
2008 til dagsins í dag og þar af fékk
félag aðstoðarmanns utanrík-
isráðherra um eina milljón króna.
Þetta kom fram í svari frá skrif-
stofu forseta Íslands til forsætisráð-
herra vegna fyrirspurnar Eyglóar
Harðardóttur, þingmanns Fram-
sóknarflokksins.
Greiðslur til Alþjóðavers í eigu
Kristjáns Guy Burgess, aðstoð-
armanns utanríkisráðherra, námu
samtals 1.020.900 kr. vegna þriggja
verkefna. Þýðingarstofa JC ehf.,
Skjal ehf. og Pétur Rasmussen þýð-
andi fengu samtals um 570 þúsund
kr. á umræddu tímabili fyrir þýð-
ingar texta, ráðgjöf og yfirlestur
texta á erlendum tungumálum.
Greiddi aðstoðar-
manni ráðherra millj-
ón fyrir sérverkefni
ALGENGAST er að börn hafi verið
níu til tíu ára þegar þau eignuðust
fyrsta farsímann, samkvæmt svör-
um þeirra sjálfra, en tíu til tólf ára
samkvæmt svörum foreldra.
Börn eignast sinn fyrsta farsíma
sífellt fyrr. Það kemur fram í könn-
un sem gerð var fyrir SAFT, vakn-
ingarátak um örugga og jákvæða
netnotkun barna og unglinga. Mikil
breyting hefur orðið á þessu frá
sams konar könnun sem gerð var
fyrir tveimur árum.
Tæplega 5% barna segjast hafa
verið yngri en sex ára þegar þau
eignuðust sinn fyrsta farsíma.
Raunar er fátítt að foreldrar við-
urkenni að svo hafi verið. Flest
börn eyða undir 1.000 krónum á
mánuði í farsímanotkun.
Flestir eignast far-
síma níu til tólf ára
ÞORSTEINN Þorsteinsson, stjórn-
arformaður Bankasýslu ríkisins, fékk
tæpar tíu milljónir kr. greiddar fyrir
ráðgjöf vegna bankamála, svo sem
uppgjör milli gömlu og nýju bank-
anna, frá 1. febrúar í ár og á sama
tímabili fékk Jón Sigurðsson, for-
maður samninganefndar um Norð-
urlandalán, um átta milljónir kr. fyrir
ráðgjöf um gjaldeyrislán frá öðrum
ríkjum.
Þetta kemur fram í svari forsætis-
ráðherra við fyrirspurn Birkis Jóns
Jónssonar, þingmanns Framsókn-
arflokksins, um sérverkefni fyrir
ráðuneyti frá 1. febrúar 2009.
Fjármálaráðuneytið greiddi tæp-
lega 40 milljónir króna í sérverkefni á
tímabilinu og þar af um helminginn
til fyrrnefndra einstaklinga.
Kostnaður forsætisráðuneytisins
vegna sérverkefna á umræddum
tíma nam um 18 milljónum og þar af
fékk expectus um 5,6 milljónir fyrir
verkefnastjórn sóknaraáætlunar.
Iðnaðarráðuneytið greiddi Bona-
fide ehf., lögfræðistofu Lúðvíks
Bergvinssonar, fyrrverandi þing-
manns Samfylkingarinnar, um 560
þúsund kr. fyrir ráðgjöf við samningu
frumvarps til vatnalaga. Þá fékk Sig-
urður G. Guðjónsson ehf. samtals um
300 þúsund frá ráðuneytinu fyrir lög-
fræðiþjónustu auk þess sem hann
fékk 221 þúsund kr. frá samgöngu-
og sveitarstjórnarráðuneytinu.
Greitt fyrir Morgunblaðsgrein
Efnahags- og viðskiptaráðuneytið
greiddi Nýju landi ehf., félagi Karls
Th. Birgissonar, um 18 þúsund fyrir
grein um Evrópumál í Morgun-
blaðinu og ræður um sama efni.
Capacent Glacier hf. fékk um 3,6
milljónir frá fjármálaráðuneytinu
fyrir mat á ríkisábyrgð í tengslum við
Icesave og ráðuneytið greiddi Helga
Áss Grétarssyni tæplega eina milljón
fyrir gerð lagafrumvarps um ríkis-
ábyrgðir vegna Icesave.
Fengu um 18 milljónir
fyrir ráðgjöf á árinu
Um 150 milljónir í sérverkefni frá 1. febrúar
Tollgæslan á Keflavíkurflugvelli
stöðvaði á laugardag för útlendings,
sem fór um Leifsstöð, eftir að í fór-
um hans fannst hálft kíló af kókaíni.
Maðurinn var í kjölfarið handtek-
inn og úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Samkvæmt heimildum mbl.is var
um Rúmena að ræða. Hann var úr-
skurðaður í gæsluvarðhald til 22.
desember næstkomandi.
Tekinn með
hálft kíló af kók-
aíni í Leifsstöð
Morgunblaðið/Júlíus