Morgunblaðið - 16.12.2009, Page 9

Morgunblaðið - 16.12.2009, Page 9
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009 EGILL Egilsson, rit- höfundur og kennari, er látinn, 67 ára að aldri. Egill fæddist á Grenivík 15. október 1942. Foreldrar hans voru Sigurbjörg Guð- mundsdóttir húsmóðir og Egill Áskelsson bóndi. Egill lauk stúdents- prófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1962 og prófi í eðlis- fræði frá Kaupmanna- hafnarháskóla 1971. Hann kenndi við Kaupmannahafnarháskóla og danska menntaskóla 1969-1972 og gegndi rannsóknarstöðu við Niels- Bohr-stofnunina 1972 til 1975. Þá flutti hann heim og kenndi eðl- isfræði við MR og Há- skóla Íslands frá árinu 1976. Egill Egilsson var rithöfundur frá árinu 1976. Eftir hann liggja skáldsögurnar Karl- menn tveggja tíma, 1977, Sveindómur, 1979, Pabbadrengir, 1982, Spillvirkjar, 1991, og Sendiboð úr djúpunum, 1995. Þá skrifaði hann nokkur rit um eðlisfræði og skrifaði og þýddi greinar um vísindi og tækni í Morg- unblaðið frá 1988. Eftirlifandi eiginkona Egils er Guðfinna Inga Eydal sálfræðingur. Þau eignuðust þrjú börn, Hildi Björgu, Ara og Bessa. Andlát Egill Egilsson Á ALÞINGI í gær var Katrín Jak- obsdóttir menntamálaráðherra m.a. spurð hvort hún hygðist láta rann- saka svokallaðar „bullundirskriftir“ á undirskriftalista gegn Icesave- frumvarpinu og hvort uppruni þeirra væri í ríkum mæli m.a. úr tölvukerfi Ríkisútvarpsins, að því er fram kemur í tilkynningu frá RÚV. „Í dag kallar svo leiðarahöfundur Morgunblaðsins eftir tafarlausri „...opinberri lögreglurannsókn...“ á málinu. Af þessu tilefni spurði Ríkis- útvarpið skipuleggjendur undir- skriftasöfnunarinnar hversu marg- ar „bullundirskriftir“ hefðu komið frá IP-tölum RÚV og svarið var „þrjár eða fjórar“. Í ljósi þessara upplýsinga sér RÚV ekki tilefni til frekari aðgerða í málinu,“ að því er segir í tilkynningu frá RÚV. RÚV telur ekki til- efni til aðgerða FASTEIGNASALAN Eignamiðlun auglýsir í dag nýuppgert hús við Grandagarð 8 í Örfirisey til sölu. Sverrir Kristinsson, framkvæmda- stjóri fasteignasölunnar, segir ekki mikið af góðu atvinnuhúsnæði á lausu á höfuðborgarsvæðinu og því sé þetta svolítið sérstakt. Eignin er um 4.000 fermetrar á fjórum hæðum og er Eignamiðlun með um 80% hennar til sölu eða þann hluta sem fyrirtækið CCP hf. er með á langtímaleigu. Sverrir segir það ekki hafa breyst að gott verð fáist fyrir góðar eignir á góðum stað, góð sala hafi verið í atvinnuhúsnæði hjá Eignamiðlun að undanförnu og ósk- að sé eftir tilboðum í Grandagarð 8. Hús við höfn til sölu Segir ekki mikið af góðu atvinnuhús- næði á lausu á höfuðborgarsvæðinu Til sölu Húsið við Grandagarð 8 er nýuppgert og rétt við Kaffivagninn. ALLS kusu 5.876 Reykvíkingar í netkosningu um forgangsröðun fjármuna til ný- framkvæmda og viðhaldsverkefna í hverfum Reykjavík- urborgar. Kosn- ingunni er nú lokið og 6,2% kosn- ingabærra Reykvíkinga tóku þátt í henni. Íbúar í átta hverfum af tíu settu verkefni í flokknum Umhverfi og útivist efst í forgangsröð. Aðrir flokkar voru Leikur og afþreying og Samgöngur. Alls verður 100 milljónum króna varið til þeirra verkefna sem kosið var um og fjármunum skipt á milli hverfa í samræmi við fjölda íbúa. Verkefnin tóku mið af ábendingum íbúa, hverfaráða og íbúasamtaka, en flestar óskir og ábendingar sem Reykjavíkurborg berast snerta smærri nýframkvæmdir og við- haldsverkefni í hverfum. Umhverfið efst í huga Reykvíkinga www.noatun.is GRILLAÐUR KJÚKLINGUR KR./STK. 998 MEÐ HEIM HEITT Ódýrt, fljótlegt og gott! Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 • www.hjahrafnhildi.is 20% afsláttur af öllum buxum Minkapelsar Stuttir og síðir Neyðarkall frá Fjölskylduhjálp Íslands Hátt í 16000 einstaklingar eru nú án atvinnu auk þeirra þúsunda, sem minna mega sín í þjóðfélaginu. Stór hópur þessa fólks reiðir sig á að- stoð Fjölskylduhjálparinnar nú um hátíðirnar. Tökum höndum saman og leggjum okkar að mörkum til að allir geti haldið gleðileg jól. Tekið er á móti matföngum að Eskihlíð 2-4 í Reykjavík þriðjudaga kl. 9-13, miðviku- daga kl. 9-18 og fimmtudaga kl. 9-13. Símar Fjölskylduhjálparinnar eru 551 3360 og 892 9603. Einnig er tekið á móti framlögum á reikningi Fjölskylduhjálpar Íslands bnr. 101-26-66090, kt. 660903-2590. Netfang: fjolskylduhjalp@simnet.is Mjódd, sími 557 5900 Verið velkomnar Erum að taka upp nýja skokka

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.