Morgunblaðið - 16.12.2009, Qupperneq 31
Öll þessi minningarbrot, sem við
yljum okkur við á skilnaðarstund.
Ég ætla að geyma vel myndina af
því þegar við unglingsstúlkur fór-
um í skíðaferð með skólanum. Við
Bjögga sátum fastar í „klettunum“
fyrir ofan skíðaskálann og tókum
það ráð að láta okkur rúlla niður
hlæjandi og ætluðum aldrei að
geta hætt að hlæja. Þetta atvik
kemur alltaf upp í huga mér þegar
ég fer fram hjá þessum stað.
Björg kynntist Grími Björnssyni
ung og ég man að ég var svolítið
hneyksluð á henni að vera að binda
sig svona snemma – ég að fara til
Noregs 17 ára og frjáls en hún
alltaf upptekin af þessum strák.
Eftir á að hyggja var ég líklega
bara afbrýðisöm út í þennan mann
sem átti hug hennar allan, hann
Grím, sem hún átti eftir að giftast
og reyndist svo traustur og ynd-
islegur eiginmaður og faðir.
Eftir að við vorum komnar með
eigin fjölskyldur hittumst við helst
í saumaklúbbi sem við gömlu vin-
konurnar héldum úti – með mis-
miklum árangri hvað hannyrðir
varðar. Já, ég játa að þar stóð ég
mig verst, reyndi ekki einu sinni
að sauma en talaði þeim mun
meira. Það var ómögulegt að
keppa við Bjöggu varðandi heim-
boðin í klúbbnum, hún var svo
myndarleg húsmóðir. Hlaðborð í
hvert skipti, og hún brosti ánægð
þegar við hinar áttum ekki orð!
Eftir að Björg og Grímur fluttu
upp á Akranes urðu samskiptin
ekki eins tíð en alltaf héldum við
sambandi. Komum í kaffi eða
hringdum og spjölluðum um börnin
og seinna barnabörnin, hvernig
þeim öllum gengi.
Eftir að veikindi Bjargar komu í
ljós ákváðum við, gamli sauma-
klúbburinn, Hulda, Kolla, Krist-
jana, hún og ég, að fara að hittast
aftur, mánaðarlega. Þetta hefur
verið dýrmætur tími en allt of
stuttur.
Hvernig kveður maður eina af
sínum elstu og bestu æskuvinkon-
um? Maður kveður með þakklæti
fyrir allt það góða sem vináttan
færði okkur og fjölskyldum okkar,
með von um endurfundi og með
von um styrk þeim til handa sem
eftir lifa.
Hulda, Kolbrún, Kristjana og
mennirnir okkar báðu mig fyrir
kveðjur með þessum línum til
Gríms og fjölskyldunnar allrar.
Herborg Auðunsdóttir.
Nú er fallin frá sérstök rós. Það
er svo einkennilegt þegar litið er
yfir farinn veg, að þá er einstaka
fólk sem hefur haft mikil áhrif á
mann og er jafnvel gengið, eins og
vinkona mín Bjögga. Á unglingsár-
unum áttum við margar mjög sér-
stakar stundir saman. Hún var
ekki bara vinur heldur líka svo
margt annað. Ekki fyrir löngu kom
hún til mín og þá kom í ljós að ég
var örkumla af völdum tiltekinnar
stéttar en hún var hugfjötruð af
náttúrunnar hendi. Ég og hún
mættumst þarna aftur þótt auðvit-
að hefðum við hist í gegnum tíðina.
Það var svo einkennilegt hvernig
við náðum saman þennan eftirmið-
dag. Hún gerði það sem ég var
ekki fær um vegna líkamlegrar
fötlunar og ég það sem hún var
ekki fær um vegna hugfjötra sjúk-
dóms síns. Við áttum yndislegan
dag saman. Svona dag hefði ég
gjarnan viljað endurtaka en þá er
Bjögga farin á vit feðra sinna inn í
nýjan heim þar sem allir fjötrar
fara af henni og hún er frjáls eins
og fuglinn og getur jafnvel fylgst
með mér, börnunum sínum og
manni frá öðrum heimi.
Bjögga átti yndisleg fjögur börn
og frábæran mann og þetta skiptir
máli. Þegar ég lít til baka þá man
ég svo vel eftir því hvernig Bjögga
og Grímur héldust yfirleitt hönd í
hönd innan um almenning og voru
ótrúlega ástfangin fram á síðasta
dag. Þau voru eins og sniðin fyrir
hvort annað. Svona ber að þakka
því það er ekki alltaf sem við hitt-
um pól á lífsleiðinni sem á svona
vel við okkur.
Síðustu árin bjó Bjögga uppi á
Akranesi, þannig að fjarlægðin var
þó nokkur. Við áttum alltaf í hug-
lægu sambandi þótt við hittumst
ekki oft. Á okkar yngri árum voru
samverustundirnar á hverjum
degi.
Elsku Bjögga mín, ég vona að
góður Guð vaki yfir þér og verndi
og sitji þig inn í nýjar aðstæður.
Börnunum þínum og manni, Grími,
vil ég senda innilegustu samúðar-
kveðjur og þér vil ég að lokum
senda lítið ljóð sem ég orti bara
fyrir þig. Ég vona svo innilega að
við munum hittast aftur þótt síðar
verði. Kannski ég og þú og Grímur
og allir hinir.
Í birtu ferð og brosir hissa
í björtum faðmi engla.
Í himnatónum heyrast ómar
sem hljóma fyrir þig.
Í heimi manna varst um hríð
en hefur breytt um stefnu.
Á nýjum slóðum sérðu sýnir
og sjálfan Drottinn líka.
Að leiðarlokum lifa minningar
ljúfar tengdar þér.
Þú varst rós og reyndist vinur
og ríkidæmi bíður þín.
(Jóna Rúna Kvaran.)
Jóna Rúna Kvaran.
Sunnudaginn 6. desember bárust
þau tíðindi að Björg hefði látist þá
um morguninn. Þessi sorgarfregn
kom engum á óvart, Björg var búin
að vera mikið veik undanfarna
mánuði og það duldist okkur hjón-
um ekki þegar við kvöddum hana í
síðasta mánuði að stutt var í að
hún legði í för sína til æðra lífs.
Þau Björg og Grímur kynntust
29. nóvember 1969 svo samvistir
þeirra urðu rúm 40 ár og það
leyndi sér ekki að þarna hafði
Grímur fundið stóru ástina í lífi
sínu. Á þessum árum var Grímur á
sjó með langar fjarvistir, svo kynn-
in mín við Björgu urðu ekki mikil
fyrr en hann kom í land. Björg
kom fyrir sem hæglát og feimin
kona en þó glaðleg þegar því var
að skipta. Ég fann þó strax að hún
hafði til brunns að bera þá ákveðni
sem þarf til að ná settu markmiði
með þeirri festu og rólega yfir-
bragði sem einkennir þann sem
veit hvað hann vill.
Björg og Grímur giftu sig á ann-
an dag jóla 1970 og börn þeirra
urðu fjögur: Jósep, Soffía Sigur-
laug, Björn Júlíus og yngst er Jón-
ína Sigríður og eru barnabörn
þeirra orðin átta. Þetta er stór
fjölskylda sem hefur notið um-
hyggju og dugnaðar móður og
ömmu sem brást við þegar eitt-
hvað bjátaði á. Þannig var Björg,
hugur hennar stóð til þess að fjöl-
skyldu hennar liði ætíð sem best,
hún fylgdist vel með að svo væri.
Björg hafði ýmis áhugamál þar má
nefna, hannyrðir, bréfaskriftir,
ljósmyndun og ferðalög. Björg var
gefin sú náðargáfa að eiga auðvelt
með að tjá sig með skrifum og ekki
spillti fyrir að hún hafði einnig fal-
lega rithönd. Í bréfum sínum
fjallaði hún um lífið og tilveruna
séð frá hennar sjónarhorni, sagði
frá fjölskyldunni og aflaði frétta af
öðrum.
Í minningunni sér maður Björgu
fyrir sér með ljósmyndavélina á
lofti, enda er mikið til af ljósmynd-
um hjá þeim, vandlega frágengnar
og merktar tilefninu. Þetta er dýr-
mætur sjóður sem fjölskyldan get-
ur leitað til nú þegar sorgin hefur
knúið dyra. Björg og Grímur höfðu
gaman af því að ferðast, stundum
leigðu þau sér sumarbústað eða
fóru um landið með fellihýsið. Þá
var ekki verið velta fyrir sér
hvernig veðrið var, stundarinnar
var notið, óháð þeim áhrifum sem
við Íslendingar látum veðrið hafa á
okkur. Mér er sérstaklega minn-
isstætt slíkt tilvik þegar þau komu
í heimsókn til okkar hingað til Dal-
víkur og héldu síðan sinni ferða-
áætlun þó fyrirséð var að jafnvel
frost væri framundan.
Það eru nokkur ár síðan það fór
að bera á þeim sjúkdómi sem nú
hefur lagt að velli þessa mætu
konu. Þessi veikindatími hefur ver-
ið fjölskyldunni erfiður og það er
sárt að sjá þá sem okkur þykir
vænst um hverfa inn í sinn heim og
vita það að sá staður sem Björg
hafði tekið frá fyrir eiginmann
sinn, börn og barnabörn í huga sín-
um og hjarta hverfa. Grímur, þú
stóðst við hlið Bjargar eins og
klettur í veikindum hennar, um-
hyggja þín var aðdáunarverð ég
veit að missir þinn er mikill, við
vonum að Guð muni styrkja þig í
sorg þinni. Grímur, Jósep, Regína,
Soffía, Björn Júlíus, Hildur, Jónína
og öll barnabörnin, við sendum
ykkur okkar innilegustu samúðar-
kveðjur.
Þorsteinn Björnsson
og Ásdís Arnardóttir.
Þagna sumars lögin ljúfu
litum skiptir jörðin fríð.
Það sem var á vori fegurst
visnar oft í fyrstu hríð.
Minning um þann mæta gróður
mun þó vara alla tíð.
Viltu mínar þakkir þiggja
þakkir fyrir liðin ár.
Ástríkið og umhyggjuna
er þú vina þerraðir tár.
Autt er sætið, sólin horfin
sjónir blindna hryggðar-tár.
Elsku mamma, sorgin sára
sviftir okkur gleði og ró.
Hvar var meiri hjartahlýja
hönd er græddi, og hvílu bjó
þreyttu barni og bjó um sárin
bar á smyrsl, svo verk úr dró.
Muna skulum alla ævi,
ástargjafir bernsku frá.
Þakka guði gæfudaga
glaða, er móður dvöldum hjá.
Ein er huggun okkur gefin
aftur mætumst himnum á.
(Höf. ók.)
Elsku Soffía og fjölskylda, Guð
gefi að samheldni ykkar og ein-
stakur kærleikur veiti ykkur styrk
og sálarró á þessum erfiðu tímum.
Gunnhildur Sara og fjölskylda
og Hrefna María Eiríksdóttir.
Fleiri minningargreinar
um Björgu Jósepsdóttur bíða birt-
ingar og munu birtast í blaðinu
næstu daga.
Minningar 31
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 2009
Gisting
Heimili í borginni
www.eyjasolibudir.is - Lausir dagar
fyrir og um jólin í 2-3ja herb. íbúðum.
Allt til alls. Rúm fyrir 4-6. RÓLEGT og
fjölskylduvænt. VELKOMIN.
eyjasol@internet.is S. 898-6033.
Sumarhús til leigu miðsvæðis á
Akureyri. Þrjú svefnherbergi (78 fm).
Rúm fyrir sjö. Verönd og heitur pottur.
Glæsilegt útsýni yfir Pollinn. Frítt net-
samband. Uppl. á www.saeluhus.is
eða í 618-2800.
Atvinnuhúsnæði
Iðnaðarhúsnæði - Leiga
Til leigu er nýstandsett og endurnýjað
340 fm iðnaðarhúsnæði við
Hyrjarhöfða 110 Rvk. Mikil lofthæð,
rúmgott malbikað útisvæði.
Upplýsingar í síma: 896-9629.
Hafnarfjörður - verslun - vinnu-
stofur - Höfum til leigu 108 m2 með
sérinngangi og 20 m2 herbergi í
snyrtilegu húsnæði í Hraununum.
Sameiginleg kaffistofa og snyrtingar.
Sími 898 7820
Sumarhús
Laust um helgina ...
Sveitin heillar. Eigum laust hús á
næstunni. Gott verð og fallegt og
rólegt umhverfi í hlýlegum sumar-
húsum. Velkomin ... eyjasol@
internet.is S: 6989874, 8986033.
Cottage in Iceland
www.sveitasetrid.com Open cottage
over Christmas and the New year,
east of Reykjavik, near Geysir and
Gullfoss. All you need there, hot tub.
eyjasol@internet.is Ph: 898-6033.
Tómstundir
HPI Savage X 4,6 - öflugur
fjarstýrður bensín torfæru-trukkur.
Opið frá 11.00 - 18.00 í dag laugar-
dag, opið sunnudag 13.00 - 17.00.
Tómstundahúsið,
Nethyl 2, sími 587 0600.
www.tomstundahusid.is.
Til sölu
Postulín og kristall
gjafavörur í úrvali.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
LauraStar
gufustraujárn með gufuþrýstingi.
Tækni atvinnumannsins fyrir heimili.
Upplýsingar í síma 896 4040.
www.laurastar.com
Kristals-ljósakrónur. Ný sending.
Handslípaðar, vandaðar kristals-
ljósakrónur á góðu verði.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
Sími 544 4331.
Kristals-hreinsisprey
Ný sending. Hreinsisprey fyrir kristal-
ljósakrónur og kristal.
Slóvak kristall,
Dalvegi 16b, Kópavogi.
S. 544 4331.
SLÖNGUBÁTAR
Eigum örfáa slöngubáta á lager,
stærðir 4,25 m og 4,75 m, burðar-
geta 1100 kg til 1300 kg.
Vandaðir bátar með álgólfi.
Tilboðsverð fram að jólum. Allar
nánari uppl. í síma 897-2902 og á
netfangi mvehf@hive.is.
Mv heildverslun ehf.
Verslun
15 % afsláttur af öllum vörum til
jóla ! Jólagjöf frá Hidda design að
verðmæti kr. 4000.- fylgir ef verslað
er fyrir kr. 6.000.-
Gallerí Símón, Laugavegur 72
2010 árgerðin komin frá Frakk-
landi Pierre Lannier er orðið stærsta
úrafyrirtæki Frakklands enda haldast
gæði og listræn hönnun í hendur.
Verðið er frábært.
ERNA, Skipholti 3, s. 552-0775
www.erna.is
Titanium trúlofunar- og giftinga-
hringar. Áralöng reynsla á titanium
tryggir gott verð og gæði.
Eigum einnig pör úr gulli, hvítagulli,
silfri, tungsten o.fl.
ERNA, Skipholti 3, s. 5520775,
www.erna.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum gull til að smíða úr.
Spörum gjaldeyri. Heiðarleg
viðskipti. Aðeins í verslun okkar
Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
KAUPI GULL !
Ég, Magnús Steinþórsson gull-
smíðameistari, kaupi gull, gull-
peninga og gullskartgripi af fólki
og veiti ég góð ráð. Kaupi allt
gull, nýlegt, gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns.
Upplýsingar á demantar.is, í síma
699 8000 eða komið í
Pósthússtræti 13. Verið velkomin.
Húsviðhald
Skipti um rennur og bárujárn
á þökum, einnig smávægilegar
múrviðgerðir og ýmislegt fl.
Þjónum landsbyggðinni einnig.
Upplýsingar í síma 659-3598.
Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl