SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Qupperneq 4
4 9. maí 2010
Samtökin Tehreek-e-Taliban í Pakistan lýstu þegar
yfir ábyrgð á tilræðinu á Times Square og sögðu að
ætlunin hefði verið að hefna fyrir árásir Bandaríkja-
manna með ómönnuðum flugvélum á uppreisn-
arleiðtoga í Pakistan. Bandarískir embættismenn
gerðu lítið úr þessari yfirlýsingu, en Shah Mehmood
Qureshi, utanríkisráðherra Pakistans, sagði að það
væri „barnalegt“ að ætla að hið falda stríð í Waz-
iristan yrði án afleiðinga í Bandaríkjunum.
Faisal Shahzad hefur játað að hafa farið til Waz-
iristan til að læra að búa til sprengjur. Gefið hefur
verið til kynna að hann hafi nefnt Tehreek-e-Taliban.
Leiðtogi samtakanna heitir Hakimullah Mehsud
og sagt er að hann vilji auka blóðsúthellingar og sé
bandamaður Al-Qaeda, hryðjuverkasamtaka Osamas
bin Ladens. Samtökin hafa ýmist lýst á hendur sér
eða verið kennt um skæðustu sprengjuárásirnar í
herferð, sem staðið hefur yfir undanfarin þrjú ár í
Pakistan. Mehsud kom fram í myndbandi með jórd-
önskum gagnnjósnara Al-Qaeda sem myrti sjö út-
sendara bandarísku leyniþjónustunnar CIA í Afgan-
istan í desember í fyrra.
Samtökin hafa hótað að gera árásir á stórborgir í
Bandaríkjunum, m.a. til að hefna fyrir stofnanda
þeirra, Baitullah Mehsud, sem féll í árás ómannaðrar
flugvélar. Bandaríkjamenn hafa gert um 100 slíkar
árásir og hafa þær vakið reiði múslíma í Pakistan og
gagnrýni pakistanskra stjórnvalda. Bandarísk stjórn-
völd hafa kallað Waziristan hættulegasta stað á jarð-
ríki. Pakistönsk ungmenni á Vesturlöndum, sem að-
hyllast róttækar útleggingar á íslam, hafa laðast
þangað.
Hættulegasti staður á jarðríki
Lögregla í Peshawar handtók tvo grunaða hryðju-
verkamenn í liðinni viku. Peshawar skammt frá hér-
aðinu Waziristan, gróðrastíu hryðjuverkahreyfinga.
Reuters
H
ver var veröld Faisals Shahzads?
Hann virtist vera ósköp venjulegur
maður, sem daglega hélt snyrtilega
klæddur til vinnu sinnar, hluti af
bandarískri millistétt. Á laugardag ók hann bif-
reið fullri af sprengiefni inn á Times Square,
fjölfarnasta staðinn í New York. Í Shahzad tog-
uðust greinilega á tveir heimar, Bandaríkin og
Pakistan, en ekkert hafði bent til þess að hann
væri líklegur til að fremja hryðjuverk.
Shahzad ólst upp í Pakistan, einn fjögurra
systkina í virðulegri millistéttarfjölskyldu. Faðir
hans var yfirmaður í pakistanska flughernum
og er nú sestur í helgan stein. Nágranni fjöl-
skyldunnar í þorpinu Mohib Banda sagði í sam-
tali við fréttastofuna AFP að faðir Shahzad væri
hófsamur maður, sem hefði latt syni sína til
þess að safna skeggi að íslömskum hætti og sent
börn sín til útlanda í leit að friðsælla lífi, en völ
er á í Pakistan.
Þoldi ekki að sjá kind slátrað
„Ég man eftir því að Faisal kom eitt sinn í þorp-
ið og við vorum að slátra kind og hann byrjaði
að gráta og spurði hverslags grimmd þetta
væri,“ sagði nágranninn. „Ég er hissa á að mað-
ur, sem gat ekki umborið að sjá dýri slátrað,
skyldi geta lagt á ráðin um sprengjutilræði.“
Shahzad fór í háskóla pakistanska flughersins
og hélt síðan til náms í Bandaríkjunum árið
1998. Hann útskrifaðist með gráðu í tölv-
unarfræði frá háskólanum í Bridgeport í Con-
necticut árið 2000 og með MBA-gráðu árið
2005 og fékk vinnu sem fjármálaráðgjafi hjá
fyrirtækinu Affinion Group.
Shahzad stofnaði til fjölskyldu í Bandaríkj-
unum. Hann kvæntist Huma Mian, sem er af
pakistönskum uppruna og er frá Colorado, og
þau eiga tvö börn, dóttur og son. Árið 2004
keyptu þau sér tveggja hæða hús í Shelton,
litlum bæ í Connecticut. Mian er með há-
skólagráðu í viðskiptum.
Engan trúarlegan bakgrunn
Brúðkaup þeirra fór fram í Peshawar. Ibrar-ul
Haq, frændi hans, hitti hann þar: „Í grunninn er
hann frjálslyndur maður og sá hann aldrei biðja
eða einu sinni fara í mosku. Satt að segja hefur
hann engan trúarlegan bakgrunn.“
Á samfélagssíðu á Netinu skrifar Mian að
hann Shahzad sé sér allt. Hjónin eru múslímar,
en áhugamálin eru dæmigerð fyrir unga konu í
Bandaríkjunum: „Tíska, skór, töskur, að
versla,“ segir hún um ástríður sínar. „Og auð-
vitað Faisal.“
17. apríl 2009 fékk Shahzad bandarískan rík-
isborgararétt í dómsal í Bridgeport í Connecti-
cut. Fljótt á litið var hann dæmigerður innflytj-
andi í hinum bandaríska suðupotti
menningarstrauma. Hins vegar var byrjað að
síga á ógæfuhliðina hjá hinni ungu fjölskyldu og
vandinn var sá sami og herjaði á margar fjöl-
skyldur í Bandaríkjunum á þessum tíma.
Greint hefur verið frá því í dagblaðinu The
New York Times að Shahzad reyndi að selja
húsið í Connecticut árið 2006 þegar húsnæð-
isverð var í hámarki, en fann engan kaupanda.
Árið 2008 var húsið orðið að sligandi byrði.
Shahzad keypti það upprunalega á 273 þúsund
dollara og tók 218 þúsund dollara að láni.
Jafnt og þétt fjaraði undan fjölskyldunni.
Shahzad sagði upp í vinnunni árið 2009 og hús-
ið var tekið til gjaldþrotameðferðar. Í apríl
hvíldi tæplega 213 þúsund dollara skuld á hús-
inu. Seint á liðnu ári hélt fjölskyldan til Pakist-
ans. Eftir stóð húsið, óselt og að sögn fast-
eignasala, sem The New York Times ræddi við, í
algerri óreiðu, matarleifar, föt og leikföng út um
allt.
Fjölskylda Shahzads á veglegt hús í Peshaw-
ar, en hann mun hafa haldið til héraðsins Waz-
iristan þar sem hryðjuverkasamtök og öfgahóp-
ar ráða ríkjum. Samkvæmt kærunni á hendur
Shahzad hefur hann játað að þangað hafi hann
farið til að fá þjálfun í að búa til sprengjur.
Þegar Shahzad sneri aftur til Bandaríkjanna 3.
febrúar, fimm mánuðum eftir brottförina, var
hann einn síns liðs. Ráðgátan er hvers vegna
þessi friðsami fjölskyldufaðir ákvað að reyna
fyrir sér sem fjöldamorðingi. Fyrrverandi ná-
granni Shahzads lýsti honum sem „venjulegum
náunga“, sem enginn hefði gefið frekari gaum.
Það er tekið eftir honum núna.
Innflytjand-
inn sem
snerist
Hvers vegna
kemur „venju-
legur náungi“
fyrir sprengju á
Times Square?
Faisal Shahzad og fjölskylda hans virtist vera að upplifa ameríska drauminn þegar húsnæðisbólan sprakk og hús-
næðislánið fór að sliga fjölskylduna. Varð undirmálslánið til að Shahzad breyttist í hryðjuverkamann?
ReutersVikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
„Pakistanar eru
hræddir. Þegar þeir
sjá í sjónvarpinu,
„Pakistanskur hryðju-
verkamaður á Times
Square“, vilja þeir
bara hylja andlit sitt.“
Zahid Hussain,
starfsmaður á pakist-
önskum veitingastað
í úthverfi Washington
eftir að Faisal Shah-
zad var handtekinn.
Vilja hylja
andlit sitt
einfalt og gott!
Grillaður kj
úklingur og
2 l Pepsi eð
a Pepsi Ma
x998kr.