SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Side 8

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Side 8
8 9. maí 2010 Þrátt fyrir að hreppa flest atkvæði og flest þingsæti mistókst David Cameron, leiðtoga Íhaldsflokksins, að ná hreinum þingmeirihluta, sem til þessa hefur verið lykillinn að sterkri og starfhæfri ríkisstjórn í Bretlandi. Í upphafi ársins naut hann verulegs for- skots á aðra flokka, en eftir því sem dró nær kosn- ingum dró saman með flokkunum. Stjórnmálaskýr- endur telja að honum hafi mistekist að sannfæra breska kjósendur um að hann væri eini rétti mað- urinn til þess að leiða þjóðina úr aðsteðjandi þreng- ingum. Þar kemur við sögu vantrú á manninn, Íhalds- flokkinn og stjórnmálakerfið sjálft. Einnig horfa menn til mistaka í sjálfri kosningabar- áttunni. Margir íhaldsmenn liggja honum á hálsi fyrir að hafa tekið í mál að hleypa Nick Clegg í kappræður leiðtoga stjórnmálaflokkanna, það hafi kostað flokk- inn frumkvæðið í kosningabaráttunni. Cameron vill ekki viðurkenna að kappræðan við Clegg hafi verið mistök, segir að frjálslyndir demókratar séu raun- verulegt stjórnmálaafl og að rödd þeirra þurfi að heyrast. Þetta veglyndi varð honum ekki til ávinnings í kosningunum, en vera má að sú lyndiseinkunn eigi eftir að skila honum inn í Downingstræti 10. Með til- boði sínu um ríkisstjórnarsamstarf við frjálslynda demókrata á föstudag sýndi hann þeim enn sama veglyndi, en Cameron hefði vel getað freistað þess að mynda minnihlutastjórn og í ljósi vonbrigða Cleggs gat hann ekki vænst mikils. Um leið kann það að vera til merkis um að Cameron hafi skilið skilaboð kjósenda um að þeir treystu flokkunum var- lega og vildu grundvallarbreytingar á stjórnmálakerf- inu. Um það geta þeir Clegg verið sammála eins og margt annað, en hvort þeim tekst að jafna ágreining um mál eins og kosningafyrirkomulag er önnur saga. Veglyndi Camerons og vandi David Cameron ásamst Samönthu konu sinni. Þ að var glaðleg stemning á sveitakránni Eight Bells Inn í bænum Chipping Campden í miðri sveitasælu Cotswold- héraðs á suðvesturhluta Englands þeg- ar blaðamaður leit þar inn á kosningakvöld og bað um stóran bitter. Eftir að hafa svipast um spurði ég hvort ekki væri sjónvarp á kránni og vertinn kvað nei við; spurði svo eftirvænting- arfullur hvort eitthvað spennandi væri um að vera. Ég svaraði einhverju um kosningarnar en þá dofnaði yfir honum og hann sagðist hafa von- ast eftir einhverju á íþróttasviðinu. Í þorpinu Mickleton skammt frá var aftur á móti kveikt á sjónvarpinu á pöbbnum Butchers Arms, en það var skrúfað fyrir hljóðið. Það kom ekki að sök, fastagestirnir lágu ekki á stjórn- málaskýringum sínum og gáfu fagmönnunum ekkert eftir. Cotswold er mikið íhaldsbæli, kjör- sókn þar var liðlega 70%, sem er í hærra lagi í Bretlandi, og þingmaðurinn var endurkjörinn með auknum, hreinum meirihluta atkvæða. Honum voru samt ekki vandaðar kveðjurnar neitt sérstaklega, jafnvel ekki af kjósendum hans á pöbbnum. Það var þó barnahjal samanborið við fyrirlitn- inguna í garð Browns forsætisráðherra. David Cameron, leiðtogi íhaldsmanna, var í meira áliti hjá gestunum á Butchers Arms en það væri synd að segja að þeir væru dolfallnir yfir mannkostum hans. Nick Clegg, leiðtogi frjálslyndra demó- krata, komst vart á dagskrá, þótt frjálslyndir demókratar hafi meiri ítök í þessum landshluta en víðast annars staðar. Umfram allt skein þó í gegnum orð allra, sem lögðu orð í belg, fullkomin vantrú, jafnvel óbeit, á stjórnmálakerfinu. Það er nefnilega ekki aðeins á Íslandi þar sem almenningur er fullur efa- semda í garð stjórnmálanna. Í Bretlandi hafa kjósendur fyllst mikilli vantrú á stjórnmálum og stjórnmálamönnum en til þess að gera illt verra eru þeir margir afar vondaufir um að úr því megi bæta. Gjá milli þings og þjóðar Rót þess má sjálfsagt rekja til spillingarmála Íhaldsflokksins í tíð Johns Majors forsætisráð- herra, en hinn „nýi Verkamannaflokkur“, New Labour, komst til valda í krafti heitstrenginga um að hann myndi svo sannarlega hreinsa til. Þeim mun meiri voru vonbrigðin þegar hann reyndist ekki hætishót skárri. Þvert á móti virt- ist spillingin verða regla í breskum stjórnmálum undir handarjaðri hans, en í fyrra varð fjöldi þingmanna úr öllum flokkum uppvís að því að hafa notfært sér risnu og endurgreiðslur á út- lögðum kostnaði langt umfram mörk hins sið- lega og í mörgum tilvikum hins löglega. Þrátt fyrir að það hefði pólitískar afleiðingar fyrir marga þingmenn hefur ekkert bólað á ákærum hvað þá sakfellingum vegna svínarísins, sem öll- um almenningi misbauð svo ákaflega. Hann varð að gera sér að góðu flatneskjulegan spuna í stað uppgjörs. Gjáin milli þings og þjóðar hefur endurspegl- ast í ótal málum, sem breskur almenningur telur miklu varða en stjórnmálastéttin hefur nánast neitað að ræða. Til dæmis um það má nefna stríðið í Afganistan, sem er lengsti samfelldi hernaður Breta síðan í Napóleonsstyrjöldum, innflytjendamálin, sem allir flokkar eru feimnir við að ræða, og þá staðreynd, sem hefur blasað við hverjum manni um allnokkra hríð, að í land- inu hefur hægt og sígandi verið að magnast stjórnarfarskreppa. Í kosningabaráttunni kristallaðist þetta rof fyrst og fremst í umræðunni um veigamesta og brýnasta viðfangsefni stjórnvalda, sem lýtur að ríkisfjármálum og efnahag landsins. Það er ekk- ert leyndarmál að Bretar eru með allra skuldug- ustu þjóðum heims og að þar stefnir í hreinasta óefni. Sumir stjórnmálamenn nefndu það jafnvel í aðdraganda kosninganna. En þeir voru öld- ungis ófáanlegir til þess að segja frá því til hvaða ráða þeir vildu grípa. Það kann að vera skilj- anlegt, nákvæmar útlistanir á hrikalegum nið- urskurði og ráðstöfunum til þess að auka tekjur hins opinbera jafngilda pólitísku sjálfsmorði í landi þar sem hið opinbera fer með tæplega 60% landsframleiðslu og þjóðin er orðin háð brauði og leikum úr hendi valdhafanna. En frambjóð- endurnir vildu ekki einu sinni ræða það með al- mennum hætti hversu víðtækar aðhaldsaðgerð- irnar þyrftu að vera. Þegar stjórnmálamenn hætta að treysta þegnunum gerist það sjálfkrafa að vantraustið er endurgoldið. Talsmenn stjórnmálaflokkanna deildu með fremur fyrirsjáanlegum hætti um það hvaða skilaboð fælust í kosningaúrslitunum. Þeir gátu allir með góðum rökum haldið fram að hinum flokkunum hefði verið hafnað af kjósendunum. Samt dró enginn þeirra hina augljósu ályktun að þeim hefði öllum verið hafnað. Og þó, kannski það hafi verið inntakið í sögulegu tilboði Davids Camerons til Nicks Cleggs á föstudag. En hann gat ekki sagt kjósendum það upphátt. Kjörstaðir í Bretlandi eru á ólíklegustu stöðum, þar á meðal þessum pöbb í Oxfordskíri. Reuters Vantraust- ið endur- goldið Breskir kjós- endur höfnuðu öllum flokkum Vikuspegill Andrés Magnússon Íhaldsflokkurinn vann flest atkvæði og flest þingsæti í kosning- unum í Bretlandi á fimmtudag. En hann hafði ekki sigur frekar en aðrir flokkar. Segja má að þeim hafi öllum verið hafnað. Van- traustið á stjórnmála- lífið allt er mjög al- mennt og ekki jókst tiltrúin á stjórnmála- lífið þegar þúsundir kjósenda gátu ekki nýtt kosningarétt sinn vegna klúðurs kjör- stjórna víða um Bret- land. Efnahagsmálin eru brýnasta viðfangs- efni nýrrar rík- isstjórnar, en end- urbætur á gangverki lýðræðisins eru ekki veigaminni. Gangverk lýðræðisins www.noatun.is Nóatúni Nýttu þér nóttina í Nú eru allar verslanir Nóatúns opnar allan sólarhringinn

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.