SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Page 15
9. maí 2010 15
m
bl
11
10
02
6
www.fi.is • fi@fi.is • Sími 568 2533
Gönguferðir fyrir barnafólk
með barnavagna og kerrur,
alla daga vikunnar 10. – 14. maí.
Léttar, skemmtilegar gönguferðir,
góð hreyfing og góður félagsskapur.
Allar gönguferðir hefjast klukkan 12.30
Fyrsta gönguferðin er frá Perlunni og er gengið um Öskjuhlíð.
Dagskrá barnavagnavikunnar má sjá á heimasíðu FÍ www.fi.is
Fararstjórar: Auður Kjartansdóttir og Páll Guðmundsson
Þátttaka er ókeypis, allir velkomnir.
Ferðafélag Íslands
skráðu þig inn – drífðu þig út
Barnavagnavika FÍ
10.–14. maí
fólks í dag og segja okkur eitthvað um samtímann eins og
þær gerðu á sínum tíma þegar þær voru skrifaðar. Þess
vegna eru þær klassískar, þess vegna þarf að halda áfram
að setja verkin upp. Því ber ég mikla virðingu fyrir hinu
upprunalega verki þó mitt verkefni sé að gera það aðgengi-
legt nútímaáhorfendum. Það þarf reyndar ekkert endilega
að staðfæra þær eða færa til okkar með þess háttar hætti.
Við þurfum ekki endilega að sjá Shakespeare í nútímabún-
ingi með nútímalegri tónlist til að við upplifum raunveru-
legan kjarna í verkunum í dag. Ég er ekki að setja klass-
íkina í grímubúning sem samtíminn skilur betur, heldur
setja hana upp á okkar forsendum og túlka hana þannig.“
– Nú hefur þú unnið mikið utan heimalands þíns og
raunar um allan heim. Er mikill munur á að vinna sem
leikstjóri í mismunandi löndum?
„Það má líta á það frá tveim sjónarhornum. Bæði er
mikill munur og svo lítill sem enginn munur. Fólk er að
mörgu leyti alls staðar eins og það á við um góða og vonda
leikara líka, skiptir ekki máli hvaðan fólk kemur. Á hinn
bóginn er eitthvað djúpt sameiginlegt með okkur öllum
sem gerir okkur lík hvert öðru og þá breytir engu hvaðan
við erum. Þess vegna er eins að vinna með hæfileikaríku
fólki, sama frá hvaða landi það kemur. Ég hef mikið unnið
með klassísk verk sem taka á sammannlegum aðstæðum
og tilfinningum sem liggja djúpt í manneskjunni. Þá breyt-
ir engu hvort við komum upprunalega frá ólíkum menn-
ingarheimum.“
– Hvernig líst þér á að vinna með íslenskum leikurum?
„Í tveimur heimsóknum mínum hef ég séð sex leiksýn-
ingar hér í leikhúsinu og kynnst leikhópnum. Mér finnst
leikararnir hér vera gríðarlega sterkir og búa yfir magnaðri
orku. Því er ég afar spenntur að fara að vinna með þeim.
Ég er mjög hrifinn af Borgarleikhúsinu sem mér finnst eiga
margt sameiginlegt með fremstu leikhúsum Evrópu í dag.
Þá á ég bæði við verkefnavalið og þann metnað sem liggur
á bakvið leikhúsið.“
– Hvernig myndirðu lýsa sjálfum þér sem leikstjóra?
„Ég er opinn og beinskeyttur leikstjóri og mér finnst
mjög gaman að hitta nýtt fólk, kynnast nýjum löndum og
því fólki sem þar býr. Það er líka mjög gefandi að hitta nýtt
fólk á listrænum grundvelli og sjá hvað það hefur í för með
sér. Ég kem ekki með fyrirfram ákveðnar hugmyndir til Ís-
lands sem leikstjóri, heldur kem ég með opnum huga.
Þetta er einmitt það sem er mest spennandi við leikhús.
Þar mætir fólk á ákveðnum forsendum og allir leggja sitt af
mörkum. Það gerir leikhúsið sjálft að svo skemmtilegu og
spennandi fyrirbæri. Ég kem hingað með minn bakgrunn
og mæti listamönnum hér og úr verður sameiginleg sýn og
sýning. Landið ykkar hefur heillað mig og ég skynja að þið
eruð að upplifa sérstaka og á margan hátt erfiða tíma. Hér
er mikil óbeisluð orka og á þeim grundvelli ákváðum við
Magnús að Ofviðrið væri hentugt verkefni fyrir okkur til að
takast á við saman.“
– Er ein sýning eða eitt ákveðið verk sem stendur upp úr
hjá þér eftir tuttugu ára leikstjóraferil?
„Manni þykir vænt um allar sýningarnar. En ef ég á að
nefna eina þá hlýt ég að segja að fyrsta sýningin mín sem ég
leikstýrði árið 1990 standi líklegast næst hjartanu af öllum
þeim sem ég hef komið að.“
Úr uppfærslu Oskaras Kor-
šunovas á Rómeó og Júlíu.
’
Ég er opinn og
beinskeyttur
leikstjóri og
mér finnst mjög
gaman að hitta nýtt
fólk, kynnast nýjum
löndum og því fólki
sem þar býr.