SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Side 25

SunnudagsMogginn - 09.05.2010, Side 25
9. maí 2010 25 hugsa um það. Það var ekkert talað um þessa hluti í þá daga. Ég man að þegar ég sá ástfangin pör í bíómyndum fannst mér karlarnir svo ljótir og leiðinlegir að ég botnaði ekkert í stelpunum að hrífast af þeim. Ég var aldrei hrædd við kynhneigð mína, fannst það bara nokkuð sérstakt að hrífast af stelpum. En kynhneigðin var visst feimnismál og ég var ekki að ræða hana við pabba og mömmu fyrr en ég var rúmlega þrítug. Þegar Samtökin ’78 voru stofnuð fannst mér að verið væri að segja fólki að koma út úr skápnum með offorsi. Samkynhneigðir þurfa allir sinn tíma til að viðurkenna samkynhneigð sína og einstaklingar gera það á sinn hátt. Hver og einn þekkir sig og sína og mér finnst mjög eðlilegt að for- eldrar verði hvumsa þegar barn þeirra segist vera samkynhneigt, vegna þess að öll erum við alin upp til að vera í gagnkyn- hneigðu samfélagi. Ég held reyndar að flest fólk sé tvíkynhneigt en umhverfið er gagnkynhneigt. Þó að ég sé lesbísk þýðir það ekki að ég vilji sofa hjá öllum konum. Ég mundi kannski frekar velja að sofa hjá sumum karlmönnum en sumum konum. Ég skipti ekki fólki eftir kyni. Við erum öll manneskjur.“ Þú eignaðist dóttur. „Já, ég átti hana 25 ára gömul með vini mínum, honum Labba í Mánum, Ólafi Þórarinssyni, tónlistarmanni á Selfossi. Ég var einstæð móðir en hún Laufey mín var svo þæg að ég get ekki sagt að það hafi verið erfitt. Það var í raun mjög auðvelt, hún er þægasta barn sem ég hef á ævinni fyrirhitt. Ég á líka uppeldisson, Áka Jarl, sem nú er tuttugu og fjögurra ára, í líf- fræðinámi í Kaliforníu. Laufey er formaður Félags einstæðra foreldra og á orðið þrjú börn, Mayu fjórtán ára, Töru átta ára og Aran níu mánaða. Mér finnst þau yndisleg. Barnabörnin rifja upp fyrir manni hvernig það er að vera ungur. Fullorðnir eiga á hættu að gleyma því. Mér finnst fullorðið fólk oft taka sig of alvarlega, það heldur að bara vegna þess að það er orðið eldra þá eigi aðrir að taka svo ógurlega mikið mark á því. Slíkt fólk er oft með yfirgang, sérstaklega ef það fær yfirmannsstöðu. Mér leiðist valdafíkið fólk sem telur sig yfir aðra hafið.“ Er sjálfri mér nóg Þú býrð ein, hvernig líkar þér sá lífsstíll? „Mér finnst það frábært. Ég held að ég sé of sérvitur til að vera í ástarsambandi og búa með einhverjum af því að ég tími ekki að gefa of mikið eftir. Líklega myndi ég samt gefa eftir ef ég yrði yfir mig ást- fangin, en ég sé ekki fyrir mér að það muni gerast. Ef það kæmi til vildi ég heldur vera í fjarbúð. Ég á líka orðið svo mikið af drasli að það er ekkert pláss heima hjá mér fyrir annarra manna drasl, hvorki óáþreifanlegt né áþreifanlegt.“ Trúirðu á heita ást? „Já, ég trúi á hana. Ég hef fundið hana en hún hefur ekki enst. Hún hefði hugs- anlega getað enst ef tilfinningarnar hefðu verið gagnkvæmari. Ég held samt að á vissan hátt sé ég persónulega of lokuð til að geta verið í slíku sambandi. Mér finnst gaman að umgangast fólk og ég á auðvelt með það. En ég verð mjög þreytt ef ég get ekki verið ein smátíma dagsins. Það er ákveðinn hluti af sjálfri mér sem ég vil halda fyrir mig. Ég er búin að átta mig á því að þetta er hluti sem ég get ekki og vil ekki opna fyrir öðrum. Ég var ein- ræn sem barn. Ég lék mér ein. Ég mokaði ímynduðum sandi með ímyndaðri skóflu í ímyndaða fötu. Ég spilaði við sjálfa mig og þóttist aldrei vita hvað ímyndaðir spila- félagar mínir hefðu á hendi þótt ég spilaði fyrir þá. Ég var sjálfri mér nóg og er það enn. En auðvitað er ég ekki ein, með þessi frábæru börn og barnabörn.“ Nú eru deilur um það innan kirkj- unnar hvort prestar eigi að vígja sam- kynhneigða í hjónaband. Hvað finnst þér? „Mig hefur aldrei langað til að gifta mig, hvorki í kirkju né annars staðar, en ég hef skilning á málstað þeirra sem finnst skipta máli að gifta sig í kirkju. Í ríkiskirkju eiga allir þegnar að eiga sama rétt og svo verða þjónar kirkjunnar að gera upp við sig hvort þeir vilji framkvæma slíka hjóna- vígslu því ekki er hægt að pína þá til þess. En hvað mig persónulega varðar þá skiptir þetta nákvæmlega engu máli. Ef Guð er til þá held ég að hann sé alls staðar annars staðar en í kirkju sem mismunar fólki.“ Efastu um að hann sé til? „Ég vona að til sé góður Guð. Ég vil ekki Guð sem hellir eldi og brennisteini yfir mannkynið til að hreinsa jörðina. Ég kæri mig ekki um reiðan Guð og stofnanaguð kirkjunnar er náttúrlega skelfilegur á köflum, einskonar handbendi for- dómafullra presta.“ Ætla að ganga aftur Þú ert rúmlega sextug en virðist að vissu leyti aldurslaus. Skiptir aldur þig máli? „Ég hugsa aldrei um aldur. Aldur fólks og kynhneigð þykja mér algjör aukaatriði. Ég hef nákvæmlega enga aldurs- komplexa.“ Þegar fólk eldist hlýtur það að hugsa um það hvort það hafi lifað lífinu rétt. Finnst þér þú hafa gert það? „Ég er mjög ánægð með lífið, mér finnst það svo spennandi. Mér finnst alltaf gam- an, líka þegar eitthvað er tímabundið leið- inlegt. Ég hef aldrei gert neitt svo slæmt að ég geti ekki lifað með því. Eins og ég sagði í upphafi stefni ég að því að verða gömul, allavega 96 ára eins og Andrea föðuramma mín. Ég ætla líka að ganga aftur, ef það er hægt, af því mér finnst lífið og framvinda þess svo áhugaverð.“Morgunblaðið/Kristinn ’ Það er ákveðinn hluti af sjálfri mér sem ég vil halda fyrir mig. Ég er bú- in að átta mig á því að þetta er hluti sem ég get ekki og vil ekki opna fyrir öðr- um. Ég var einræn sem barn. Ég lék mér ein. Ég mokaði ímynduðum sandi með ímyndaðri skóflu í ímyndaða fötu. Ég spil- aði við sjálfa mig og þóttist aldrei vita hvað ímyndaðir spilafélagar mínir hefðu á hendi þótt ég spilaði fyrir þá. Ég var sjálfri mér nóg og er það enn.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.